Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 ✝ Alda Jóhann-esdóttir fædd- ist á Akranesi 30. mars 1922. Hún lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, 11. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Sigurðsson, skip- stjóri, og Guð- munda Sigurð- ardóttir, húsfreyja á Auðnum. Alda var elst fimm systkina. Næst henni kom Sjöfn, f. 1923, d. 2016, þá Sigurður, f. 1927, d. 1951, því næst Emilía Líndal, f. 1931, d. 2001, og yngst er Selma, f. 1939. Að lokinni hefðbundinni ýmsum góðgerðar- og vel- gjörðarstörfum í nærsamfélagi sínu þótt margt væri það utan hefðbundinna félagasamtaka og færi auk þess hljótt. Alda giftist þann 21. júní 1947 Ólafi B. Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra, f. 1923. Þau héldu alla tíð heimili að Deild- artúni 8 á Akranesi, en Ólafur lést árið 2015. Dóttir þeirra er Guðmunda, f. 1947, fyrrv. skrifstofum., gift Þresti Stefánssyni, f. 1944, fyrrverandi bankastarfsm. Dætur þeirra eru tvær. 1) Alda, f. 1969, verkefnastjóri, fyrrverandi maki er Áki Ár- mann Jónsson, börn þeirra eru Þröstur Elvar, f. 1998, Hildur Ása, f. 2002, og Sigurbjörg Helga, f. 2008. 2) Sigurbjörg, f. 1973, rithöfundur, sambýlis- maður hennar er Tómas Guðni Eggertsson, tónlistarmaður. Útför Öldu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 21. ágúst 2018, klukkan 13. skólagöngu hóf Alda störf hjá Bíó- höllinni á Akra- nesi, við opnun hallarinnar árið 1943. Starfsferill- inn þar átti eftir að verða langur, en Alda starfaði þar í miðasölu og sælgætisverslun í ein 45 ár, við hlið systur sinnar Sjafnar. Á 70 ára afmæli Bíó- hallarinnar voru systurnar heiðraðar fyrir hollustu og vel unnin störf af núverandi rekstraraðilum. Alda var til áratuga félags- maður í Stúkunni Akurblóm á Akranesi og sinnti ennfremur Komið er að leiðarlokum. Góð kona er fallin frá og kannski táknrænt að þegar sumri fer að halla skuli tengdamóðir mín kveðja. Það var nefnilega sumarbjart yfir hennar lífi og það var langt og gott. Hún bætti líka líf ann- arra svo um munaði, vildi alltaf vera að gefa öðrum og gleðja, hugsunin var sú að betra væri að gefa en þiggja. Ég kom inn í líf Öldu er ég felldi hug til Búbbu, dóttur þeirra heiðurshjóna Öldu og Ólafs B. Ólafssonar – hún er einkabarn og það voru því forréttindi mín að vera eini tengdasonurinn. Sam- gangurinn var mikill og sam- bandið gott. Aldrei heyrði ég Öldu heldur hallmæla nokkrum manni, hún var alltaf jákvæð, in- dæl og tók upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Alda var glæsileg kona, mikil „lady“ eins og stundum er sagt – alltaf huggulega klædd og ég tala nú ekki um hárið, sem hún áleit sitt aðalsmerki. Þegar þau hjón fóru utan keypti hún alltaf eitt- hvað fallegt til heimilisins í Deild- artúni, sem var í senn smekklegt og notalegt. Þangað var alltaf gott að koma, mikið spjallað og lengi stoppað. Síðan vildi svo heppilega til að við Alda deildum óslökkvandi áhuga á knattspyrnu. Hún fylgd- ist vel með á þeim vettvangi, ekki síst í enska boltanum þar sem hennar lið var Manchester Unit- ed. Það var raunar ótrúlegt hversu vel hún var heima í leik- mannamálum á Englandi og gjarnan fylgdi með fróðleikur um afdrif kappanna í einkalífinu – voru gestir oft undrandi á þessari yfirsýn konu á hennar aldri. Þá þarf ekki að taka fram að hennar lið hér heima var ÍA og síðustu árin var hún hæstánægð með út- sýnið yfir æfingasvæði liðsins af dvalarheimilinu góða, Höfða. Dætur okkar Búbbu voru mik- ið hjá ömmu sinni og afa er þær voru litlar og búa enn að því góða atlæti sem þær nutu þar. Í gegn- um tíðina höfum við ennfremur átt dásamlegar stundir saman í sælureitnum Ölveri og á ýmsum öðrum stöðum og ekki hægt ann- að en að vera þakklátur fyrir hvað stundirnar urðu margar. Ég kveð þig, kæra, með sorg í hjarta en með gleði og þakklæti fyrir að hafa átt þig að sem góða og hlýja tengdamóður. Blessuð sé minning þín – hvíl í friði. Þröstur Stefánsson. Hvar skal byrja? Amma Alda var yndisleg kona í alla staði, það var ekki hægt að finna neinn galla á henni. Alltaf brosandi sama hvað og alltaf að hugsa um alla í kringum sig, setti sig alltaf í síðasta sætið. Hún var með allt á hreinu alveg þangað til yfir lauk, hrósaði manni alltaf fyrir klæða- burðinn, alltaf að segja hversu fínn maður væri jafnvel þótt maður hafi ekkert verið að dressa sig upp. Hún var mikill aðdáandi Hello-blaðsins og fylgd- ist sérstaklega með bresku kon- ungsfjölskyldunni. Amma var grjóthörð United-manneskja og Skagastuðningsmaður og var vel með á nótunum í heimi knatt- spyrnunnar. Amma var alltaf að gefa manni gjafir, kannski einum of góð í því, í hvert einasta skipti sem maður fór til hennar þá fór maður út með eitthvað með sér – hérna, þetta er handa þér, Junior minn! – sem bara sýnir hversu einstök hún var. Svona man ég eftir kjarnakon- unni Öldu Jóhannesdóttur ömmu minni. Hennar verður sárt sakn- að um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku besta amma mín. Þinn Þröstur. Húsið er Deildartún 8 og kon- an í stofuglugganum er amma Alda, sú ljúfasta og besta. Hún veifar til okkar út í bíl, við heyr- um hana segja „farið varlega, elskurnar“ og helst vill hún auð- vitað að við hringjum þegar við erum komin á áfangastað. Alltaf jafn umhyggjusöm, með yfirum- sjón yfir öllu. Og hugulsemi hennar náði langt út fyrir innsta hring. Hún var sérlega gjafmild, greiðvikin og frændrækin – okkur fannst stundum eins og hún væri með allan Neðri-Skagann á sinni könnu – og umfram allt upplífg- andi við þá sem í kringum hana voru. Það er jafnvel hægt að líta svo á að það sem kórónaði hina mörgu kosti ömmu Öldu hafi ver- ið hvað hún var skemmtilegur fé- lagsskapur. Þegar við dvöldum hjá henni sem litlar stelpur vor- um við aldrei í lokuðum herbergj- um að leika okkur; við vorum allt- af í kringum ömmu, spjölluðum við hana, hlógum, fylgdumst með henni í eldhúsinu, fórum með henni í vinnuna og heimsóknir og lærðum bæði um hversdaginn og hin stærri gildi. Hún og afi voru alltaf til stað- ar, líklega höfum við haft af þeim að segja hvern einasta dag ævi okkar, sem er sérstök gæfa – fjöl- skyldan er lítil en hún er sterk. Og amma hélt áfram að vera skemmtilegur félagsskapur alla tíð, hún var minnug og eldklár, sýndi verkefnum allra áhuga, var einstaklega náin langömmubörn- unum þremur sem sóttu sjálf- krafa í nærveru hennar, var með á nótum í heimsmálum, dægur- málum og að sjálfsögðu íþróttum sinna manna, hvar hún lá ekki á liði sínu. Stundum finnst okkur það lýsa henni hvað best að skýr- ingin á því hvaða liði hún fylgdi að málum í enskri knattspyrnu nær aftur til sjötta áratugarins; knattspyrnulið sem lenti í mann- skæðu flugslysi átti stuðning ömmu vísan því hún studdi æv- inlega þá sem á hallaði. Eftir svo ríka og langa sam- fylgd er ómögulegt að fella minn- ingarnar í fáein orð en þær ilma af hlýjum sængum, heimabakstri handa þeim sem þurftu á að halda, stríðsáramúsík, góðu ilm- vatni, skrjáfi í enskum blöðum, samviskusemi í ævintýralegu hálfrökkri Bíóhallarinnar, sögu- legu jólaskrauti, fallegum gjöfum og eftirminnilegum samtölum. Innilegt þakklæti er okkur systrum nú efst í huga, þakklæti fyrir kærleikann og fyrir hvað samfylgdin fékk að vera löng. Elsku besta amma, við lofum að fara varlega og við vitum af þér veifandi í glugganum. Alda og Sigurbjörg. Fallin er frá stórfrænka mín Alda á Auðnum. Við vorum skyldar bæði í móður- og föður- ætt. Móðir hennar Guðmunda var systir móðurömmu minnar og alnöfnu og faðir hennar Jó- hannes var bróðir föðurafa míns Ólafs Frímanns og var ávallt kært á milli fjölskyldna okkar. Þar að auki bjó Alda lengst af í Deildartúninu þar sem ég ólst upp. Hún reyndist mér og mínum alla tíð vel. Það var alltaf svo gott að koma til hennar og eins að fá hana í heimsókn. Oft hringdi maður í Bíóhöllina þar sem hún vann í áratugi ásamt Sjöfn systur sinni og þá var verið að panta miða á sýningu, ótrúlegt hvað hún þekkti til leikaranna og hún var eins og kvikmyndastjarna sjálf, stórglæsileg. Þá var hún vel að sér í fótboltanum, fylgdist alltaf vel með Skagamönnum og jafn- framt enska boltanum. Það var alltaf svo notalegt í húsinu þeirra Óla Bjössa og þau hjónin höfð- ingjar heim að sækja. Alda var algjör snillingur að baka og fengu margir að njóta þess en hún var einstaklega umhyggju- söm og frændrækin, fannst henni gaman að hitta fólkið sitt og fá sér tíu dropa af kaffi og auðvitað var molasykurinn ómissandi með. Já, Alda var í sérflokki, sann- kölluð stórfrænka. Ég kveð hana með þakklæti og virðingu í huga. Búbbu dóttur hennar, Þresti tengdasyni og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingarnar ylja. Margrét Sólveig Sigurðardóttir. Nú er hún Dadda frænka okk- ar sofnuð svefninum langa í hárri elli. Erfitt er að minnast Döddu án þess að minnast á ástkæra föð- urömmu okkar sem nú er látin, þar sem líf þeirra tveggja var samtvinnað alla ævi. Systurnar voru ákaflega samrýndar, enda fæddar í sama húsi, með ári og degi til á milli, þær unnu saman í Bíóhöllinni á Akranesi í rúma fjóra áratugi og eyddu nær allri ævi sinni á Skaganum þar sem ein systirin kom við sögu hinnar margsinnis í hverri viku. Hvern hefði grunað að þær myndu síð- an einnig kveðja þennan heim í sama húsi með rúmlega árs milli- bili. Hjartahlýja Döddu og ömmu Sjafnar sýndi sig ef til vill best í hjálpsemi og gjafmildi þeirra gagnvart fólki sem átti bágt, hafði lifað mikinn missi eða var fátækt, oft fólki sem þær systur þekktu lítið og þótt þær hefðu oft ekki úr miklu að moða sjálfar. Hvorug þeirra var mikið fyrir að trana sér fram og vildu þær enga borgun eða athygli fyrir góðverk sín. Þótt margt hafi verið líkt með þeim systrum þá voru þó hlutir sem skildu þær að fyrir utan mis- munandi eiginmennina. Báðar voru snillingar í bakstri en með- an stolt ömmu Sjafnar voru hveitikökur, heimabökuð brauð og pönnukökur, hlökkuðum við alltaf sérstaklega til þess að fá grænu möndlukökuna hennar Döddu og kramarhús á tyllidög- um. Annað sem einkenndi Döddu í augum okkar systkinanna þeg- ar við vorum lítil var að hún var með gervihnattasjónvarp sem ekki var þá á hverju heimili. Hún var því nokkuð sleip í ensku og varð að vera það til þess að missa ekki af neinum fréttum um uppá- haldið hana Elísabetu Breta- drottningu og hennar kyn. Það sem á vantaði var bætt upp með myndablöðum frá bresku press- unni og stundum sendum við henni kort af konungbornum ein- staklingum til að bæta í safnið þegar við vorum á ferðalagi er- lendis. Umrætt sjónvarp gerði Döddu enn fremur kleift að stunda aðra ástríðu – enska bolt- ann. Hún var gallharður aðdá- andi Manchester United og hlutu þeir Ole Gunnar Solskjær og Ryan Giggs meira að segja þann heiður að prýða veggi eldhússins á Deildartúninu innan um vel valið kóngafólk. Hún var alltaf með öll úrslit, sögusagnir og fréttir úr fótboltanum á hreinu og fannst henni fátt skemmti- legra en að ræða þessi mál við þá sem vel til þekktu. Ófá fótbolta- kaffi í stórfjölskyldunni voru haldin á Deildartúninu eftir heimaleiki ÍA þar sem ávallt voru dýrindis veitingar á boð- stólum og fóru þar fram heitar umræður um leiki dagsins. Við systkinin höfum alla tíð upplifað það sem mikil forrétt- indi að fá að umgangast hana Döddu frænku. Við, eins og aðr- ir, löðuðumst að góðsemi hennar og hlýju en við litum líka upp til hennar því undir hennar fín- gerða og prúða yfirborði leyndist bráðfyndinn og litríkur karakter sem við munum öll sakna sárt. Nú þegar leiðir skilja yljar það okkur systkinunum um hjarta- rætur að vita að þær systur séu sameinaðar á ný. Gauti, Bjarki og Helga Sjöfn. Elskuleg frænka okkar og vin- kona, Alda Jóhannesdóttir frá Auðnum, er látin eftir langa og farsæla ævidaga. Alda var búin góðum kostum sem flestir kunnu vel að meta. Faðir hennar, Jóhannes á Auðnum, bjó síðustu æviár sín á Höfða, heimili fyrir aldraða á Akranesi, allt frá því að það var opnað árið 1978 og heimsóttu þær systur Alda og Sjöfn föður sinn daglega og styttu honum stundir á ýmsan hátt, bæði við spil og aðra dægradvöl. Jóhann- es lést þremur árum síðar, en þær systur létu ekki deigan síga heldur héldu áfram þeim góða sið sínum að heimsækja gamla fólkið, og voru þær ekki eftirbát- ar annarra hvað það varðaði. Íbúar Höfða þökkuðu þeim systrum fyrir ánægjulegar sam- verustundir á þessum fyrstu ár- um sem heimilið starfaði. Þær gengu sannarlega á undan með góðu fordæmi. Alda og Sjöfn voru einnig tíðir gestir hjá ömmu Emilíu og Petu frænku í morgunkaffinu, sællar minningar, sem haldið var dag- lega á þeim bæ; og síðar hjá for- eldrum okkar Lollu og Óla, sem var föðurbróðir þeirra systra. Mikil og einlæg vinabönd mynd- uðust milli fólksins á Auðnum og Grund, og bar aldrei skugga á. Við systkinin viljum á kveðju- stund þakka Öldu frænku fyrir góða vináttu og einnig fyrir alla þá umönnun og kærleika sem hún sýndi okkur frá fyrstu tíð. Alda var vönduð, glæsileg og góð kona. Hennar er sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hennar, vinum og öðru frændfólki sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd systkinanna frá Vesturgötu 45, Akranesi, Ásmundur Ólafsson. Í dag kveðjum við hinstu kveðju elskulega móðursystur okkar sem fallin er frá eftir langa og farsæla ævi. Dadda frænka, eins og við vor- um vön að kalla hana, átti stóran sess í huga okkar allra. Hún og Sjöfn móðir okkar voru óvenju nánar og samrýndar systur. Á milli þeirra var eitt ár og einn dagur en samt fylgdust þær að í skóla og fermdust saman og á fullorðinsárum unnu þær saman í Bíóhöllinni á Akranesi í 45 ár. Þar fyrir utan hittust þær nánast hvern einasta dag, var þá oft glatt á hjalla þegar setið var yfir kaffibolla á öðru hvoru heimilinu, gjarnan í hópi vinkvenna og fjöl- skyldumeðlima. Frá því við munum fyrst eftir okkur voru þessar tvær fjöl- skyldur sem ein, Búbba, dóttir Öldu og Óla, var heimagangur hjá okkur og við hjá þeim og segja má að við höfum alist upp sem systkini með tvær mæður. Dadda var glæsileg kona, allt- af vel tilhöfð og naut þess að klæðast fallegum fatnaði. Samt var það hennar innri fegurð sem mesta athygli vakti, hún var ein- staklega glaðvær og góðhjörtuð kona, alltaf jákvæð og lét aldrei styggðaryrði falla, alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Hún var félags- lynd og hafði gaman af að fá heimsóknir og heimsækja aðra og fylgdust þær þá gjarnan að systurnar. Dadda var myndarleg hús- móðir, bakaði gjarnan og var sér- staklega þekkt fyrir grænu kök- una sína og kramarhúsin. Dadda hafði mjög gott vald á ensku og naut þess að lesa Hello og önnur blöð á ensku, hún þekkti nöfn flestra leikara og fylgdist náið með kóngafólkinu. Dadda hafði alla tíð mikinn áhuga á knattspyrnu og voru þær einnig samstiga þar systurnar. Hún byrjaði að halda með Man- chester United árið 1957 og var eldheitur stuðningsmaður allt til dauðadags. Gaman hafði hún af því að sýna okkur myndband af leiknum þegar Manchester Unit- ed vann Bayern München í úr- slitaleik Evrópukeppninnar þar sem Ole Gunnar Solskjær skor- aði sigurmarkið í uppbótartíma en hann var einmitt sérlegt átrúnaðargoð hennar. Hún þekkti hvern einasta leikmann í enska boltanum og vissi öll úrslit ekki síður en í þeim íslenska og að sjálfsögðu var hún ákafur stuðningsmaður ÍA. Ekki fóru þær systur oft á leiki í seinni tíð, til þess var spennan of mikil, en þeim mun heitari voru umræð- urnar að leik loknum þegar stór- fjölskyldan safnaðist saman í fót- boltakaffi. Venjan var að koma saman á einhverju heimilinu eftir heimaleiki til að kryfja leikinn og margar góðar minningar eigum við um slíkar umræður í Deild- artúninu. Margar minningar eigum við einnig frá heimsóknum í sumar- hús þeirra hjóna í Ölveri, þar áttu þau sína paradís og þangað var alltaf gott að koma. Á seinni ár- um hafði heilsu Döddu hrakað en aðdáunarvert var að sjá hversu vel Búbba og Þröstur önnuðust hana alla tíð, ekki síst eftir að Óli féll frá. Þrátt fyrir heilsuleysi hélt hún áfram að fylgjast náið með því sem var að gerast í stór- fjölskyldunni sem og í fótboltan- um og í heimsfréttunum. Við kveðjum Döddu frænku með söknuði en ljúfar minningar munu lifa í huga okkar. Við vott- um Búbbu, Þresti og fjölskyldu þeirra samúð. Jóhannes, Muggur og Hrefna. Alda Jóhannesdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma, það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin. Þú varst yndisleg kona og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þitt langömmubarn, Hildur Ása. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR M. BJÖRNSSON tannlæknir, til heimilis í Hrauntungu 7, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt 17. ágúst. Útför auglýst síðar. Ragnheiður Þóra Grímsdóttir Björn Grímsson Lísbet Grímsdóttir V. Soffía Grímsdóttir Margrét Rósa Grímsdóttir Magnús Orri Grímsson tengdabörn, afabörn og langafabörn Kær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR REYNIR TÓMASSON, fyrrverandi tannlæknir, Hávallagötu 45, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 16. ágúst á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Minni-Grund í Reykjavík. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálparstarf kirkjunnar. Reynir Tómas Geirsson Steinunn J. Sveinsdóttir Ernst Elmar Geirsson Sigríður Hjaltested Gunnar Kristinn Geirsson barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.