Morgunblaðið - 21.08.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
✝ Árni Jón Bald-vinsson fædd-
ist 8. október 1952
á Ísafirði. Hann
lést á sjúkrahúsi
Færeyja 7. ágúst
2018.
Foreldrar hans
eru Halldóra
Benediktsdóttir, f.
9. október 1925,
og Baldvin Árna-
son, f. 30. apríl
1924, d. 2. október 2014.
Systkini Árna eru Erna Rún
Baldvinsdóttir, f. 20.mars
1950, og Gunnar Baldvinsson f.
4. september 1954.
Árni giftist eftirfarandi kon-
um: 1) Ingunni Guðmunds-
dóttur, þau giftust árið 1971
og áttu þau börnin Júlíu Björk
Árnadóttur, f. 25. maí 1969, og
Guðmund Rúnar Árnason, f.
26. desember 1974. 2) Minnie
theater 1991-1992. Ásamt því
að taka að sér lýsingu og
sviðsmynd fyrir ýmsa leik-
hópa, svo fátt sé talið; Alþýðu-
leikhúsið, EGG-leikhúsið og
áhugaleikhópinn Hugleik sem
fór með sýningar víðsvegar
um Evrópu. Allt frá árinu
1983 fór Árni reglulega til
Færeyja og tók að sér lýs-
ingar á leikritum fyrir sýn-
ingar þar.
Árið 2007 fluttist Árni til
Færeyja og bjó þar með
Poulinu Jóanesardóttur og
syni hennar Njál Jensen, þar
vann hann við lýsingar á leik-
sýningum hjá Norðurlanda-
húsinu, Þjóðpalli Færeyja,
sjónleikahúsi Þórshafnar og
hjá ýmsum áhugaleikhópum.
Árni hóf samstarf fyrir nokkr-
um árum við færeyska leik-
hópinn Teatur Grugg sem
setti meðal annars upp leik-
sýninguna Hellisbúann sem
þau fóru með víða um Fær-
eyjar og einnig til Danmerk-
ur.
Útför Árna fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 21.
ágúst 2018, klukkan 11.
Karen Walton, þau
giftust árið 1975
og áttu þau soninn
Baldvin Árnason,
f. 23. nóvember
1976. 3) Vilborgu
Valgarðsdóttur,
þau giftust árið
2000, þau áttu
engin börn saman.
Eftirlifandi sam-
býliskona Árna er
Poulina Jóanes-
ardóttir og áttu þau engin
börn saman.
Árni ólst upp í Kópavogi
ásamt systkinum sínum. Hann
lauk meistaraprófi við raf-
virkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík, síðar sérhæfði hann
sig sem ljósameistari.
Starfsferill Árna hófst í
Þjóðleikhúsinu árið 1973-1985.
Hann starfaði hjá RÚV 1985-
2007, Jönköpings Lands-
Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla
og fölva haustsins sló á sumarskraut.
Þú hafðir gengið götu þína alla
og gæfu notið hér á lífsins braut.
Það syrtir að og söknuðurinn svíður,
hann svíður þó að dulin séu tár,
en ævin okkar eins og lækur líður
til lífsins bak við jarðnesk æviár.
Og tregablandin hinsta kveðjan
hljómar,
svo hrygg við erum því við söknum
þín,
í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar,
sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd,
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir)
Minnie.
Elsku hjartans pabbi, nú ertu
farinn frá okkur langt fyrir ald-
ur fram, loksins þegar þú ætl-
aðir að njóta lífsins þá slokknar
ljósið.
Það er ekki hægt annað en
fella tár þegar minningar um þig
streyma fram í huga okkar, þú
varst alltaf svo kátur og lífs-
glaður og hafðir svo góða nær-
veru enda dróst fólk að þér
vegna góða skapsins og já-
kvæðni þinnar, þú varst alltaf til
í allt og tilbúinn að hjálpa öllum
ef eitthvað var að.
Mikið er sárt að hugsa til
þess að geta ekki hitt þig á ætt-
arreitnum okkar fyrir vestan
þar sem þú tókst svo vel á móti
okkur og elskaðir að njóta
hverrar einustu mínútu þar þeg-
ar færi gafst, eða að geta ekki
hringt í pabba til að spjalla um
daginn og veginn eða bara fá
góðar ráðleggingar.
Alltaf varst þú duglegur að
hringja í okkur eftir að þú fluttir
til Færeyja og varst fyrstur til
að smala okkur saman í bíó þeg-
ar þú komst til Íslands, svo
brunaðir þú vestur því þar mátti
engan tíma missa.
Mikið erum við þakklát fyrir
þessa viku sem við fengum með
þér núna í lok júlí á ættarmóti
fyrir vestan, þú varst orðinn svo
veikur en samt svo ánægður og
jákvæður, það var þín síðasta
ósk að koma heim og fá að
kveðja fjölskyldu, vini og sveit-
ina þína, Reykhólasveit, þar
sagðir þú okkur að þú værir bú-
inn að eiga gott líf og það mildar
þessa miklu sorg sem er í hjört-
um okkar núna þegar þú ert far-
inn frá okkur.
Elsku pabbi, þú barðist eins
og hetja við illvígan sjúkdóm,
duglegri og sterkari mann var
ekki hægt að finna. Þú hélst
alltaf í vonina, fékkst ekki einu
sinni til að fara úr þínum eigin
fötum þegar þú þurftir að leggj-
ast inn á spítala, því þú varst
bara þar til að hvíla þig, ekki til
að leggjast inn. Þetta segir svo
margt um þig! Það að gefast
upp var ekki valkostur.
Elsku pabbi, nú er komið að
kveðjustund og engin orð fá því
lýst hvað við söknum þín mikið.
Nú ert þú kominn í annan
heim þar sem ljós þitt skín
skært, við vitum að þú lítur allt-
af eftir okkur þar til við hitt-
umst á ný.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og
lítur ok kar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur
þú á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um land-
ið út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Pabbi, við elskum þig af öllu
hjarta, minning þín lifir sem
ljós í hjörtum okkar.
Hvíl þú í friði.
Júlía Björk Árnadóttir,
Baldvin Árnason,
Guðmundur Árnason.
Til minningar um Árna, kær-
an samstarfsfélaga okkar.
Það er svo stutt síðan að við
unnum með Árna. Í mars frum-
sýndum við leikritið Djarfi Mac-
beth í Sjónleikarahúsinu, og í
apríl og maí vorum við á leik-
ferðalagi með Hellisbúann. Og
nú er Árni farinn.
Fyrsta vinnuferð Árna til
Færeyja var farin á 9. áratugn-
um í sambandi við uppsetningu
á þekkta leikritinu Brúðuheim-
ilið í Norðurlandahúsinu. Það
varð upphafið að löngu og
þroskandi samstafi við ljósa-
meistarann mikla, hann Árna
okkar, samstarfi sem hefur
þróast áfram og auðgað sviðs-
listina á ríkan hátt.
Leikhópurinn Gríma kallaði
oft í Árna til Íslands þegar stór-
ar leiksýningar voru settar upp,
og í hvert skipti var það krafta-
verki líkast. Hann var með í
óteljandi uppfærslum hjá
Grímu, bæði í Norðurlandahús-
inu, á Meiaríinu og í Leikhúsinu
hérna í Havn og síðar einnig á
Þjóðpalli Færeyja, Havnar
Leikfélagi og hjá ýmsum
áhugaleikfélögum um allt land, í
menntaskólasöngleikjum, leik-
sýningum, á alls konar hljóm-
leikum, já, listinn er langur. Á
sviði ljóshönnunar og ljóssetn-
ingar hérna í Færeyjum er fátt
sem Árni á ekki hlutdeild í og
fyrir hans tíma var eiginlega
myrkur á sviðinu. Sviðsljós var
einungis að kveikja og slökkva,
en Árni kom með kunnáttu,
innsæi og listræna innlifun á
sviði ljóshönnunar, skapaði
virðingu fyrir greininni og gerði
kröfur til fagmennsku og gæða.
Sagt er að ljós slokkni þegar
einhver deyr. Þetta á ekki við
um Árna. Ljós hans skín skær-
ar og bjartar með hverjum degi
sem líður, því eiginleiki hans
var að gefa frá sér. Alls staðar
þar sem hann var var hann
reiðubúinn að gefa góð ráð og
leiðbeiningar, ekki bara í sam-
bandi við ljós, heldur líka í sam-
bandi við innréttingu á húsnæði
og sviði. Einnig hefur Árni
kennt og hvatt unga aðstoðar-
fólkið okkar með faglegum
áhuga og ég held ekki að ég
taki djúpt í árinni er ég segi að
hann hefur verið drifkraftur og
hvatt fleiri Færeyinga til náms í
faginu. Þessir nemendur Árna
bera ljós hans áfram.
Árni var hluti af leikhópnum
Teatur Grugg og við höfum haft
mikla ánægju af að vinna með
honum, ekki síst þrjú undanfar-
in ár. Við höfum undirbúið leik-
sýningar og sett þær á svið
bæði í Sjónleikarahúsinu og á
ýmsum stöðum í bænum og úti
á landi. Hann var hugmyndarík-
ur og hafði fram á síðasta dag
alls konar áætlanir. Við upp-
lifðum innblástur og skapandi
orku, þrjósku og eldsál – sem
sjúkdómurinn gat ekki stoppað.
Kæri Árni, þitt eigið ljós er
ekki slokknað. Okkur ber
skylda til að bera það áfram, og
það förum við að gera. Á heið-
skíru kvöldi, þegar við horfum
upp í himininn og sjáum
stjörnuhrap, rifjast upp fyrir
okkur gamalt stjörnuhrap á
Meiaríinu, gert úr nælonþræði
og öðru sem þú hannaðir, og
einhvern tíma þegar við sjáum
sérstakt ljósbrigði yfir Nólsey,
og sólin sendir stafi sína gegn-
um skýin og lýsir á blett sem
við höfum ekki séð áður, förum
við brosandi að minnast þín,
okkar eigin ljósameistara, sem
kenndi okkur, að án myrkurs og
skugga er ekkert ljós.
Takk fyrir allt, kæri Árni.
Kærar kveðjur frá okkur í
Teatur Grugg,
Meira: mbl.is/minningar
Ria og Súsanna.
Árni Baldvinsson kom fyrst
við sögu leikfélagsins Hugleiks
árið 1990. Sýning þess vetrar
markaði að ýmsu leyti tímamót
í sögu félagsins, ekki síst fyrir
að vera fyrsta verkið sem ekki
gerðist í sveitasælu fortíðar-
innar heldur í köldum pólitísk-
um raunveruleika nútímans.
Þessu skilaði leikmynd og lýs-
ing Árna firnavel í þrengslunum
á Galdraloftinu í Hafnarstræti.
Fyrsta aðkoma þessa
skemmtilega og hugmyndaríka
þúsundþjalasmiðs voru þannig
líka mikilvæg tímamót og næstu
árin tók Árni þátt í flestum
verkefnum Hugleiks. Stundum
sem fagmaður á sviði ljósahönn-
unar, en líka til að fá útrás fyrir
sköpunargáfu sína á öðrum
sviðum, aðallega við hönnun og
smíði leikmynda en einnig
reyndi Árni sig við leikstjórn
smærri leikþátta. Hann tók sem
sagt virkan þátt í starfsemi fé-
lagsins og sat m.a. í stjórn þess
frá 1995 til 1999 og lagði margt
gott til mála.
Færni og frumleg hugsun
Árna, og næmur skilningur á
möguleikum og kröfum leik-
sviðsins, birtist kannski best í
leikmyndinni sem hann og
Magnús Pétur Þorgrímsson
hönnuðu fyrir leikritið Stút-
ungasögu árið 1992. Að reisa
þriggja metra háa bók á sviði
Tjarnarbíós og mála leiktjöld á
hverja opnu sem birtust þegar
blöðunum var flett var brilljant
hugmynd og lifir í minni allra
sem sáu. Eftirminnilegt er að
tæknileg útfærsla lá alls ekki
fyrir þegar við hófum störf við
að smíða síðurnar, strengja á
þær striga og búa undir vinnu
leiktjaldamálaranna. Árni vissi
að lausnin birtist honum fyrr
eða síðar, sem og varð raunin.
Sjálfstraust var líka í vopnabúri
þessa tækni- og listamanns. Við
treystum honum líka.
Haustið 1999 hélt Hugleikur í
leikferð til Færeyja með söng-
leikinn Sálir Jónanna ganga aft-
ur. Viðamikil leikmynd og mikl-
ar tæknikröfur kölluðu að
sjálfsögðu á krafta Árna. Hann
hafði þá unnið talsvert sem
ljósahönnuður í eyjunum og það
duldist engum að þar leið hon-
um vel. Það kom okkur því lítið
á óvart þegar hann loks settist
þar að fyrir fullt og allt. Stórt
skarð fyrir okkur en heimkoma
fyrir Árna.
Leikfélagið Hugleikur vottar
fjölskyldu Árna Baldvinssonar
samúð sína. Við hugsum með
þakklæti um hans snjöllu og
góðu verk fyrir okkur.
Þorgeir Tryggvason.
Árni Jón
Baldvinsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON
frá Hömrum, Grímsnesi,
til heimilis í Veghúsum 1,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 9. ágúst.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 22. ágúst
klukkan 13.
Guðmundur Kr. Guðmundss. Sandra R. Gunnarsdóttir
Margrét E. Guðmundsdóttir Halldór Heiðar Sigurðsson
Eyjólfur B. Guðmundsson Idania Guðmundsson
Hulda B. Guðmundsdóttir Þór Eiríksson
Ágúst I. Guðmundsson Anna Gunnlaugsdóttir
Hanna G. Kristinsdóttir Pétur Hjaltested
Guðleifur R. Kristinsson
Heiðrún Gunnarsdóttir Ágúst Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓR ARASON,
Skagaströnd,
sem lést laugardaginn 11. ágúst, verður
jarðsunginn frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd laugardaginn 25. ágúst klukkan 14.
Fjóla Jónsdóttir
Ari Jón Þórsson
Þórarinn Kári Þórsson Ann Þórsson
Atli Þór Þórsson María Kristín Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
RÖGNU BJÖRGVINSDÓTTUR
frá Kálfsá í Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Hjúkrunarheimilisins Dyngju á Egilsstöðum
fyrir góða og hlýja umönnun.
Björgvin Sveinbjörnsson Sigrún Gunnlaugsdóttir
Árni Sveinbjörnsson Elín A.Þ. Björnsdóttir
Sveinbjörn Þ. Sveinbjörns.
Stefanía Ó. Sveinbjörnsd. Sigfús Guttormsson
Hallfríður Sveinbjörnsdóttir Knut Nordbö
Guðrún B. Sveinbjörnsdóttir Stian Ersland
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar og afa,
OTTOS DAVIDS TYNES
flugstjóra.
Bryndís Guðmundsdóttir
Sverrir Tynes Ása Kolka
Salome Tynes Pálmi Kristinsson
Ottó Davíð Tynes
Gunnar Örn Tynes
og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir mín, systir okkar og frænka,
GUÐNÝ MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Boðagranda 7,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans 27. júlí.
Útför hennar fór fram í kyrrþey frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. ágúst að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Geir Sigurðsson
Guðmundur Guðmundsson
Þorgerður Guðmundsdóttir
Birgitta Bára Hassenstein
og fjölskylda