Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 25
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16.
Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Opið fyrir inni- og útipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni,
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 Yngingar yoga kl. 9.-9.50 allir velkomnir. Opin
handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Boccia 10.40-11.20.
Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13:00. Opið kaffihús 14.30-
15.15.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 14.-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ 565-6627 skrifstofa opin
miðvikudaga 13.30-15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15.
Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30 útvarpsleikfimi kl. 9.45
hádegismatur kl. 11.30 bridge kl. 13. gönguferð kl. 13.30 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50. við hringborðið
kl.8.50 listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16 brids kl.13, bókabíll kl.14.30
bónusbíll 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30 allir velkomnir óháð aldri
nánari í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi Sundlaug Seltj. klukkan 7.15. Kaffispjall í
króknum klukkan 10.30. Pútt á gólfvellinum klukkan 13.30. Bridge í
Eyðismýri klukkan 13.30. Karlakaffi í kirkjunni klukkan 14.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn ke-
mur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá
kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
mbl.is
alltaf - allstaðar
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
✝ Kristján Ás-mundsson
fæddist í Ferjunesi í
Villingaholtshreppi
23. maí 1937. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
5. ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Oddný
Kristjánsdóttir, f. á
Minna-Mosfelli í
Mosfellssveit 3.
september 1911, d. 5. maí 2007,
og Ásmundur Eiríksson, f. 20.
maí 1908 í Efri-Gróf, d. 27. nóv-
ember 2006. Bræður Kristjáns
eru Eiríkur, f. 10. september
1934, og Ingjaldur, f. 7. maí 1944,
maki Kristín Þ. Ólafsdóttir, f. 13.
maí 1959, d. 3. júlí 2016.
Kristján kvæntist 6. október
1962 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Aðalheiði Kristínu Alfonsdóttur,
f. í Bolungarvík 27. mars 1944.
Foreldar hennar voru Hansína
Kristín Hansdóttir, f. í Efsta-Dal
í Ísafjarðardjúpi 5. nóvember
skera- og kjólameistari. 4) Eirík-
ur Steinn, járnsmiður, f. 4. júlí
1976, maki Kolbrún Inga Hoff-
ritz. Þau eiga tvíburana Sesselju
Þyrí og Þuríði Silju. 5) Benedikt
Hans, vélsmiður og búfræðingur,
f. 26. október 1977, sonur hans er
Kristján Örn.
Kristján ólst upp í Ferjunesi og
bjó þar alla tíð, hann gekk í Vill-
ingaholtsskóla en seinna fór hann
í íþróttaskólann í Haukadal.
Kristján vann við bú foreldra
sinna ásamt bræðrum sínum í
Ferjunesi. Hann hóf síðar at-
vinnurekstur, en 19 ára eignaðist
hann sinn fyrsta vörubíl og
keyrði möl af eyrunum við Ferju-
nes á Selfoss og víðsvegar um
Suðurland, m.a. flutti hann
rauðamöl frá Seyðishólum til
Jóns Loftssonar. Kristján fór
þrisvar á vertíð, bæði frá Þor-
lákshöfn og Grindavík. Árið 1967
stofnuðu feðgarnir síðan félags-
bú og hóf Kristján þá alfarið að
starfa við búið, hann sinnti því
þar til heilsu tók að hraka. Krist-
ján var afar laghentur maður og
smíðaði allt mögulegt sem van-
hagaði um.
Útför Kristjáns fer fram frá
Villingaholtskirkju í dag, 21.
ágúst 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
1901, d. 16. sept-
ember 1970, og Alf-
ons Hannesson, f. á
Helgafelli í Helga-
fellssveit 3. ágúst
1900, d. 13. maí
1977. Kristján og
Aðalheiður eign-
uðust fimm börn,
þau eru: 1) Oddný,
klæðskerameistari,
f. 24. september
1963, maki Eiríkur
Ágúst Guðjónsson fornbókasali.
Þau eiga tvær dætur: a) Ernu,
unnusta hennar er Katrín Björg-
vinsdóttir, og b) Eydísi Gauju. 2)
Helga, garðyrkjufræðingur, f.
21. september 1965, maki Heimir
Hoffritz bifreiðarstjóri. Þau eiga
tvo syni: a) Adam, maki hans er
Solveig Karlsdóttir, þau eiga
þrjú börn, Magnús, Sigurbjörgu
og Heimi, og b) Hermann
Snorra. 3) Ásmundur, vél- og
gullsmíðameistari, f. 14. maí
1969, maki Guðrún Hildur Ró-
senkjær, sagnfræðingur, klæð-
Örfá orð til pabba.
Að alast upp með þér á mínum
bæ var eins og að búa við fullkom-
ið öryggi. Bæjarhlaðið fullt af
fólki og alltaf einhver til að tala
við, elta í verkunum, fá að taka
þátt í störfunum og finnast að
maður væri þátttakandi og mik-
ilvægur hlekkur í öllu því stússi
sem fylgir því að búa og alast upp í
sveit.
Fá að þvælast með pabba á
traktornum lengst út í mýri,
leggja og vitja um netin í Þjórsá,
brenna sinu, vera í heyskap, eða
taka þátt í að grafa upp mjólk-
urbílinn fastan í snjósköflum á
hreppamörkum.
Bruna upp að gjósandi Heklu á
Skátinum, alveg upp að gosrönd-
inni, pabbi með vinnuvettlinga og
skutlar glóandi hraunmola inn í
bílinn. En auðvitað voru góðir
vinnuvettlingar nauðsynlegur út-
búnaður í vel útbúnum bíl í sveit.
Á mínum bæ voru traktorar og
vinnuvélar þrifnar og bónaðar og
svo komið fyrir í vélabragganum.
Á mínum bæ voru tækin ekki slit-
in upp úr sinu síðasta árs þegar
heyskapur var skollinn á. Tækin
voru keyrð smurð og bónuð í
flekkinn. Hjá okkur entust vél-
arnar lengur en hjá flestum öðr-
um og slógu sum hver einhver Ís-
landsmet í endingu. Og ef það
vantaði tæki þá smíðaði pabbi
bara það sem vantaði. Þannig
varð til fagurgult baggafæriband
og allskonar tæki önnur. Og tvö-
falda bílskúrshurðin, þung og
flott, var meistarasmíð. Og við
krakkarnir fengum að taka þátt í
verkinu með að snúa smiðjunni á
meðan pabbi barði járnið í eldin-
um. Pabbi gat smíðað hvað sem
vantaði, bæði úr timbri og járni.
Og svo ógleymanlegur kvöld-
lesturinn. Þá las pabbi jafnt fyrir
okkur þjóðlegan fróðleik, þjóð-
sögur og svo Tinnabækur. Allt
með sömu rólegu röddinni, þannig
að Mannlíf og mórar í Dölum og
Tinni í Tíbet höfðu sama trausta,
hlýja tóninn.
Pabbi var bóndi mesta sína
starfsævi en líklega var hann í
hjarta sér meiri vélamaður en
skepnumaður. Hans bestu stundir
voru við vélavinnu og akstur, sér-
staklega á vörubílum. Hann var
ánægður undir stýri á slíkum bíl-
um, vegagerð, heyflutningar og
framkvæmdir við varnargarðana í
Þjórsá, þar var hann á heimavelli.
Pabbi var ekki sjálfsupptekinn
maður. Afkoma og velferð okkar
krakkanna, afa og ömmu og allra í
Ferjunesi átti hug hans allan, allt
til síðustu stundar.
Að leiðarlokum langar mig að
fá að þakka þér, pabbi, fyrir að
fylla bernsku mína öryggi og fyrir
að leyfa mér að finna til mín, gera
mig að hlekk í lífskeðjunni okkar í
Ferjunesi. Það eru forréttindi að
búa við og fá að alast upp við slíka
tilfinningu.
Þín
Oddný.
Nú er faðir minn búinn að ljúka
sinni jarðvist eftir erfið veikindi,
fyrir tæpum tuttugu árum greind-
ist hann með krabbamein sem
fylgdi honum æ síðan og lagði
hann að lokum. Pabbi hóf að gera
út vörubíl 1957 en hætti því 1967
þegar hann stofnaði félagsbú í
Ferjunesi ásamt eldri bróður sín-
um og föður. Hann vann ötullega
að búrekstrinum alla tíð og hafði
jafnan frumkvæði að vexti í
rekstrinum og fjárfestingum sem
því fylgja. Hann var afskaplega
vinnusamur, duglegur og einstak-
ur verkmaður, það var alltaf fram-
kvæmdahugur í honum og réðst
hann stundum í að byggja útihús
af eigin rammleik. Eins smíðaði
hann það sem þurfti úr járni og
gerði við tæki og verkfæri búsins.
Pabbi vildi vera sjálfbjarga við
reksturinn og kom sér aftur upp
vörubíl en það var líka áhugamál
hans, hann var bíla- og tækjamað-
ur. Fjórar Scaniur gerði hann
upp, einnig Wyllis-jeppa sem afi
fékk nýjan 1955. Pabbi hafði alltaf
gaman af laxveiði í ánni og stund-
aði hana á meðan hann hafði
heilsu til. Þjórsáin var pabba mik-
ið hjartans mál og barðist hann í
mörg ár fyrir því að byggðir yrðu
varnargarðar í ána til varnar
landbroti, það hafðist og voru
gerðir margir stuttir garðar fyrir
landi Ferjuness og Mjósunds sem
hann síðan bætti grjótvörn á í
mörg ár á eftir en garðar þessir
hafa reynst vel og gefið af sér
góða nýja veiðistaði. Ég man ekki
eftir mér öðruvísi en með pabba í
hans daglegu verkum sem voru
fjölbreytt, það var góður skóli
sem maður byggir á og getur því
lagt hönd á flest verk.
Ég var mjög heppinn að alast
upp á sveitabæ þar sem alltaf var
nóg að gera við ýmis störf og í fé-
lagsskap við afa og ömmu og allt
hitt fólkið, læt ég fylgja þessum
línum ljóð eftir ömmu.
Einhversstaðar endar þessi ferð
einhver merkið gefur
stansa verð
lögð er hönd á litla bílinn minn
lokið upp og spurt um
skilríkin.
Hvert skal haldið, hvaðan komið er
hvernig ekið, viltu segja mér
allt um þess ferð sem
farin er,
þú ferð ei lengra
brautin endar hér.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Nú þegar pabbi er farinn og ég
lít yfir farinn veg þá sér maður
kannski betur hversu heppinn ég
var í uppvextinum. Öllum sem
syrgja pabba votta ég samúð mína
og vona að guð gefi mömmu styrk
í þeim miklu breytingum sem nú
hafa orðið í hennar lífi.
Ásmundur Kristjánsson
frá Ferjunesi.
Í dag kveðjum við yndislegan
frænda í hinsta sinn. Við systkinin
vorum þeirrar lukku aðnjótandi
að fá að alast upp með hann hand-
an vegarins. Kristján frændi var
einstaklega hjartahlýr og um-
hyggjusamur maður, honum var
mjög umhugað um að allir væru
vel mettir, bæði menn og dýr, og
var iðulega spurt þegar við kom-
um inn til þeirra Öllu hvort við
værum ekki svöng. Hann var allt-
af þolinmóður í garð okkar krakk-
anna og við fengum að fylgja hon-
um í öll verk hvort sem það var úti
í fjósi eða á traktor úti á túni.
Kristján var alltaf áhugasamur
um það sem við vorum að gera
hverju sinni og fylgdist vel með
öllu. Síðasta árið var ansi líflegt á
torfunni, tvær húsbyggingar, tor-
færubílasmíð og tvö börn bættust
í hópinn í vor. Það veitti honum
mikla gleði að geta fylgst með og
þar sem hann var mjög heimakær
þá leiddist honum ekki að það
væri nóg um að vera á bænum.
Hann kenndi okkur svo margt, við
gátum alltaf leitað til hans og fyrir
það verðum við ævinlega þakklát.
Elsku frændi, sjáumst síðar.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
Margrét, Ólafur, Oddný
Ása og Ásmundur.
Kristján
Ásmundsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar