Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur Verð kr. 1.370 Lágmark 3 bakkar + sendingargjald d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi ICQC 2018-20 Tom Cruise slær Duracell-kanínunni enn og aftur við ínýjustu Mission: Imposs-ible-myndinni, Fallout, sem er sú sjötta í röðinni og ábyggi- lega langt frá því sú síðasta, ef litið er til einkar góðrar aðsóknar og mjög svo jákvæðra dóma. Myndin er sú vinsælasta til þessa hvað aðsókn varðar og af mörgum gagnrýnendum talin sú besta í syrpunni. Má það lík- legast þakka nær gegndarlausum hasar í hálfa þriðju klukkustund þar sem Cruise er allt í öllu, hamast jafnt á jörðu niðri sem í háloftunum. Hann er á harðaspretti lengi vel (líkt og í flestum öðrum kvikmyndum sem hann hefur leikið í) og gekk svo mikið á í tökum að honum tókst að brjóta á sér ökklann þegar hann stökk af einu húsþaki yfir á annað. Þó að margt megi vissulega segja neikvætt um Cruise, t.d. að hann sé nú heldur slakur leikari sem trúi á galnar kenningar Vísindakirkjunnar, verður þó að telja honum til tekna að hann gefur sig allan í þau ómögulegu verkefni sem hann tekur að sér. Hann hleypur líkt og fjandinn sé á hælunum á honum, stekkur milli bygginga, klifrar í klettum, hangir neðan í þyrlum, þeysir um götur á vélhjólum, kafar í margar mínútur og stekkur út úr flugvélum eins og ekk- ert sé. Kynningar á Mission: Imp- ossible kvikmyndunum hafa enda snúist að mestu um þessi afrek Cruise, hversu ofurmannlegur leik- arinn sé. Hann leggur allt í sölurnar fyrir áhorfendur og hefur margoft sagt sjálfur að hann vilji bara skemmta fólki, það sé hans helsta markmið. Er það vel. Hins vegar dregur maður í efa að Cruise geti haldið niðri í sér and- anum í rúmar fimm mínútur (hvet lesendur til að prófa það næst þegar þeir skreppa í sund) eða klifið einn hæsta skýjakljúf heims, Burj Kalif- ah, án þess að fá í magann. Cruise mun þó hafa lært að fljúga þyrlu fyr- ir þetta nýjasta ævintýri syrpunnar um hin óleysanlegu verkefni og það á frekar skömmum tíma. Þessi 56 ára kvikmyndastjarna leikur að vanda sjálf í öllum áhættu- atriðum Fallout og þau eru mörg hver æði mögnuð. Þessi óvenjulega aðferð, nú á tímum tölvuteiknaðs hasars, skilar sér í meiri spennu en maður á að venjast því áhorfandinn er með Cruise á vélhjólinu þegar hann þeysir á ofsahraða um götur Parísar en ekki einhverjum andlits- lausum áhættuleikara eða tölvu- teiknaðri mannveru. Áhorfandinn er líka með Cruise þegar hann flýgur þyrlu á miklum hraða um ógurleg gil og kletta Himalajafjalla og á skjannahvítu karlasalerni í klúbbi í París þar sem Cruise er laminn sundur og saman en sleppur á end- anum út nær óskrámaður. Þarna skiptir myndatakan auðvitað miklu máli, við erum við hlið Cruise þar sem hann berst fyrir lífi sínu, hvað eftir annað, með hinn góðkunna og varanlega angistarsvip. Innan um allan þennan hasar leynist örlítil saga, á köflum illskiljanleg og að sjálfsögðu oftar en ekki órökrétt. Hún skiptir á endanum litlu máli því hasarinn er í aðalhlutverki. En hver er sagan? Jú, í stuttu máli þessi: Hópur hryðjuverkamanna kemst yfir plúton sem nýta á í kjarn- orkusprengjur og sprengja á þremur ólíkum stöðum í heiminum. Ethan Hunt (Cruise), aðalmaðurinn í Im- possible Mission Force sem er leyni- legur hópur Bandaríkjastjórnar sem falið er að leysa óleysanleg verkefni, fær það ómögulega verkefni að koma í veg fyrir ráðabruggið og þvælist milli ólíkra borga og staða heims með aðstoðarmönnum sínum, Benji (Pegg) og Luther (Rhames). Hann þarf auk þess að glíma við Walker (Cavill), starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar sem er heldur ósáttur við aðferðir Hunt og félaga og vill fara aðrar leiðir. Og gamlir kunningjar koma líka við sögu, per- sónur úr fimmtu M:I myndinni, Rogue Nation, hryðjuverkaleiðtog- inn Solomon Lane (Harris) og hin stórhættulega og þokkafulla breska leyniþjónustukona Ilsa Faust (Ferguson). Enn er hamrað á kostum og göll- um Hunt, að hann eigi erfitt með að taka réttar ákvarðanir á ögurstundu og eigi til að stefna mannkyni öllu í hættu til að bjarga vinum sínum. Sem er auðvitað ákveðinn galli þegar menn ráða yfir örlögum alls heims- ins! Þá eru blekkingar rauður þráður í sögunni líkt og í fyrri myndum, ein blekking tekur við af annarri og menn nota óspart grímur til að villa á sér heimildir. Grímuatriðin hafa allt- af verið aðalkjánaskapurinn í Miss- ion: Impossible-myndunum og náðu þau hámarki í annarri mynd syrp- unnar, þeirri verstu, en í henni rifu menn af sér andlitið í gríð og erg. Tæknilega er Fallout einkar vönd- uð í alla staði. Myndataka, klipping og brellur eru fyrsta flokks og takt- föst tónlist Lorne Balfe magnar upp spennuna. Leikarar standa sig með ágætum, Cruise auðvitað alltaf eins og gaman að sjá heljarmennið Cavill lausan úr búningi Súpermanns. Pegg veitir nauðsynlegan léttleika í hlut- verki tölvusnillingsins Benji og Van- essa Kirby, sem margir kannast við úr Netflix-þáttunum The Crown, er skemmtilega kvikindisleg í hlutverki Hvítu ekkjunnar, skaðræðiskvendis myndarinnar. Mission: Impossible – Fallout er ekta sumarhasar og besta hasarmyndin það sem af er ári. Nóg eftir á rafhlöðunni Laugarásbíó og Sambíóin í Kringlunni, Álfabakka og Egilshöll Mission: Impossible – Fallout bbbbn Leikstjórn og handrit: Christopher McQuarrie. Aðalleikarar: Tom Cruise, Rebecca Ferguson, Alec Baldwin, Henry Cavill, Simon Pegg, Vanessa Kirby og Ving Rhames. Bandaríkin, 2018. 147 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Sprettharður Tom Cruise á harðaspretti eftir hús- þökum Lundúna. Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin 5.-9. september næstkom- andi og með breyttu sniði miðað við fyrri ár því nú flytur hátíðin sig úr Hörpu og fer fram á nokkrum stöðum í miðbænum. Virku dagana verða tónleikar haldnir í Hannesarholti, Iðnó og Tjarnarbíói en á laugardeginum verður tónleikahald á Grand hót- eli og í gömlu kartöflugeymsl- unum. Í tilkynningu segir að hátíðin hafi náð góðum árangri í að auka hlut kvenna í þessum mjög svo karllæga geira og að í ár verði tvö atriði af fimm leidd af konum. „Íslenskar konur eiga einnig sinn skerf en fjórar konur standa í fararbroddi atriða á hátíðinni,“ segir í tilkynningu og að alls sé búið að tilkynna 22 viðburði á há- tíðinni og að sjö þeirra verði út- gáfutónleikar. Hátíðinni verður þjófstartað sunnudaginn 2. september með djammi á Bryggjunni brugghúsi kl. 20 og af einstökum tónleikum má nefna þá sem fram fara á fimmtudegi, 6. september, í Tjarnarbíói. Bassaleikarinn Giulia Valle leikur kl. 19.30 með tríói sínu skipuðu Marco Mezquida á píanó og David Xirgu á trommur. Valle hefur verið á hraðri uppleið undanfarin ár og komið fram á merkum djasshátíðum á borð við Montreal Jazz Festival, San Francisco Jazz og klúbbum á borð við Blue Note í New York og Bimhuis í Amsterdam en tríó hennar gerir út frá Barcelona og katalónsk stemning er undirliggj- andi í leik þess. Frekari upplýsingar um hátíð- ina má finna á vefsíðu hennar, reykjavikjazz.is. Tvö atriði af fimm leidd af konum Á uppleið Bassaleikarinn Guilia Valle kemur fram á hátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.