Morgunblaðið - 22.08.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 196. tölublað 106. árgangur
MANNESKJAN
OG SAMFÉLAGIÐ
Í SÝNINGUNUM
NÝTA OG ENDURNÝTA
ER AÐ BYRJA 22.
ÞJÁLFARATÍMABILIÐ Í
ÞÝSKU 1. DEILDINNI
UMHVERFISVÆNAR LAUSNIR 13 ALFREÐ GÍSLASON ÍÞRÓTTIRBORGARLEIKHÚSIÐ 30
Aðeins tvö frí-
stundaheimili í
Reykjavík eru
fullmönnuð fyrir
komandi skólaár,
en 211 starfs-
menn vantar í
103,3 stöðugildi.
15,8 þeirra eru
stöðugildi með
fötluðum börn-
um og ungmenn-
um og vantar 33 starfsmenn.
Betur hefur gengið að ráða fólk
til starfa í leik- og grunnskóla auk
frístundaheimila heldur en í fyrra.
16 grunnskólar eru fullmannaðir,
en 20 skólar eru ekki fullmannaðir.
Helmingur leikskóla er fullmann-
aður. Á leikskóla borgarinnar á eft-
ir að ráða í 61,8 stöðugildi og 33,4
stöðugildi á eftir að manna í grunn-
skólum borgarinnar.
Óvíst er með dagsetningar inn-
töku 128 leikskólabarna af þeim
1.400 sem hafa fengið boð um vist-
un í haust. »4
211 starfsmenn
vantar á frístunda-
heimilin í borginni
Mönnun Betur hef-
ur gengið en í fyrra.
Margar á 100 milljónir
» Við Grandaveg í Reykjavík
og í Lundi og við nýtt Kársnes í
Kópavogi eru margar íbúðir í
sölu á um 100 milljónir króna.
» Lúxusmarkaður með íbúðir
hefur stækkað ört síðustu ár.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að sala nýrra
íbúða í miðborginni gangi hægar en
fjárfestar bundu vonir við. Nú eru til
sölu, eða eru að koma í sölu, minnst
500 íbúðir á svæðinu. Miðað við
verðþróun má ætla að ásett verð sé
að minnsta kosti 25-30 milljarðar.
Einn þessara fjárfesta ræddi við
Morgunblaðið í trausti nafnleyndar.
Hann sagði útlit fyrir að framboð á
miðborgaríbúðum væri að aukast of
mikið á skömmum tíma.
Leita á ódýrari svæði
Spurður um vísbendingar um
hægari sölu í miðborginni sagði
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur
hjá Íslandsbanka, að þær kynnu að
benda til þess „að miðbæjarálagið sé
orðið hátt og að fólk sjái hag sínum
betur borgið með því að kaupa íbúðir
sem eru utan þess svæðis“.
Sturla Geirsson, framkvæmda-
stjóri hjá Rauðsvík, segir mikilvægt
að horfa til lengri tíma á fasteigna-
markaði. Hann sé svo hvikull. „Einn
daginn er rífandi eftirspurn. Næsta
dag les maður að allt sé í dróma.“
Hægir á sölu lúxusíbúða
Vísbendingar eru um að sala nýrra íbúða í miðborginni sé hægari en áætlað var
Tugmilljarða fjárfesting í húfi Sérfræðingur bendir á hátt miðborgarálag
MSprenging í framboði … »6
Morgunblaðið/Valli
Ráðhús Reykjavíkur Embættis-
menn starfa fyrir kjörna fulltrúa.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sérfræðingar í opinberri stjórnsýslu,
sem rætt var við í gær, telja fram-
göngu borgarritara og skrifstofu-
stjóra Reykjavíkurborgar, þegar
þeir sökuðu kjörinn borgarfulltrúa
um að hafa brotið trúnað, vera ein-
staka.
Eva Marín Hlynsdóttir, sérfræð-
ingur í opinberri stjórnsýslu og lekt-
or við HÍ, telur líklegt að embætt-
ismennirnir hafi hlaupið á sig.
Annar sérfræðingur segist ekki
muna eftir tilviki sem þessu. Emb-
ættismenn starfi fyrir pólitískt
kjörna fulltrúa, hvort sem þeir til-
heyri meirihluta eða minnihluta. Allir
embættismenn borgarinnar séu á
ábyrgð borgarstjóra.
Eva Marín sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að borgarfulltrú-
inn sem um ræddi (Vigdís Hauks-
dóttir) hefði ekki farið með upplýs-
ingar innan úr stjórnsýslunni. „Vel
mögulegt er að einhver eða einhverj-
ir hafi hlaupið á sig og verið of fljótir
að bregðast við með þeim hætti sem
gert var,“ sagði Eva Marín. »4
Framgangan sögð einstök
Telur líklegt að embættismennirnir hafi hlaupið á sig
Systurnar Erla Sólbjört og Perla Sólbrá Jóns-
dætur eru spenntar að byrja aftur í skólanum.
Þær voru í leit að drauma skólatöskunni þegar
blaðamaður hitti þær fyrir í skólavöruverslun í
gær. Um 4.500 nemendur hefja nám í fyrstu
bekkjum grunnskóla landsins samkvæmt tölum
frá Menntamálastofnun og má búast við að líf-
legt verði í skólum landsins þegar fróðleiks-
þyrstir nemendur setjast á skólabekk. »11
Eftirvæntingin mikil meðal skólabarna
Morgunblaðið/Eggert
Grunnskólar hefjast á ný eftir sumarleyfi
Hagnaður af
rekstri samstæðu
útgerðarfyrir-
tækisins Brims
hf. nam tæpum
1,7 milljörðum
króna á árinu
2017. Til saman-
burðar var hagn-
aður af rekstri
félagsins 116
milljónir árið á
undan.
Í ársreikningi félagsins kemur
fram að í kjölfar yfirtökutilboðs á
HB Granda í vor á Brim nú alls
37,02% í HB Granda. »16
Brim hagnaðist um
1,7 milljarða króna
Guðmundur Krist-
jánsson er aðaleig-
andi Brims hf.
Aðsókn í djúpköfun í Silfru hefur
minnkað um u.þ.b. 60-70% eftir að
öryggiskröfur í gjánni voru hertar
til muna í mars á síðasta ári, en
ánægja er með hinar hertu örygg-
iskröfur.
Framkvæmdastjóri ferðaþjón-
ustufyrirtækis á svæðinu segir að í
dag snorkli í Silfru sama fólk og að
líkindum hefði farið í djúpköfun.
Tæpt eitt og hálft ár er frá því að
banaslys varð í Silfru. »18
60-70% færri í
djúpköfun í Silfru
Silfra Kafarar snorkla í gjánni.
Samið hefur verið við Íslenska
aðalverktaka um jarðvinnu vegna
byggingar meðferðarkjarna nýs
Landspítala ásamt götum, veitum
og lóð. Vinnur ÍAV verkið fyrir
2,8 milljarða króna á 20 mánaða
framkvæmdatíma. Framkvæmdir
eru hafnar. Meðferðarkjarninn
verður sunnan við hús barnaspít-
alans og mun ná yfir gömlu
Hringbrautina. Áætlað er að göt-
unni verði lokað til móts við Bar-
ónsstíg í lok nóvember og mun
umferð að og frá Barónsstíg því
breytast. Þá hefur í sumar verið
unnið að gerð bílastæða norðan
við Umferðarmiðstöðina, til bráða-
birgða. »14
Gömlu Hringbraut-
inni verður lokað