Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vinsældir engiferöls hér á landi aukast með hverju ári. Sést það vel á sölutölum á engiferöli í verslunum Hagkaupa, en salan þrefaldaðist milli áranna 2016 og 2017, segir í skriflegu svari frá Hagkaupum. Þá hefur salan á þessu ári nú þegar toppað sölu frá öllu síðasta ári, á árs- grundvelli væri það um fimmföldun í sölu, segir enn fremur í svari Hag- kaupa. Engiferöl er tískudrykkur „Þetta er náttúrlega svona tísku- drykkur, sem hefur verið mikið æði hjá Bretum og Bandaríkjamönnum síðastliðin ár. Kannski er það fyrst og fremst drykkurinn Moscow Mule, sem hefur slegið í gegn á börum landsins og annars staðar í heim- inum. Hins vegar er líka stór hópur fólks sem drekkur ekki áfengi en fer ennþá út að skemmta sér og er orðið dálítið leitt á því að drekka frekar til- breytingarlaust sódavatn,“ segir Freyr Eyjólfs- son, fjölmiðla- maður og forfall- inn áhugamaður um engiferöl. Freyr stjórnar t.a.m. Facebook- síðunni Engiferöls-vinafélagið, sem nokkur hundruð manns fylgjast með. Drykkurinn er til í tvenns konar útgáfu, annars vegar sem bragðbætt gos og hins vegar sem bruggaður drykkur, sem er oftast óáfengur. „Sá síðarnefndi er sá drykkur sem flestir eru að kaupa og drekka. Bruggaða engiferölið er mun meiri drykkur, þ.e.a.s. hann er bragðsterkari og hefur fjölbreytt bragð,“ segir Freyr. Ófáanlegt fyrir nokkrum árum Aðspurður segir Freyr að engifer- öl hafi verið ófáanlegt í verslunum hér á landi fyrir nokkrum árum. „Þess vegna fórum við af stað með þessa síðu, ég og Ágúst [Már Garð- arsson], matreiðslumeistari og vinur minn. Við erum báðir forfallnir áhugamenn um engiferöl og við fór- um að ræða um þetta eingöngu vegna þess að drykkurinn var ófáan- legur. Við birtum gagnrýni og önnur skrif um þennan drykk og ágæti hans. Þetta er drykkur sem er hægt að skrifa um eins og bjór og rauðvín. Það eru alls konar bruggvenjur og bragðtegundir,“ segir Freyr um engiferölið. axel@mbl.is Sala á engiferöli fimmfaldast  Mikið æði er í kringum engiferöl  Áfengislaus kostur Drykkur Engifer- ölið rýkur út. Einn bjóðandi hefur kært útboð Kópavogsbæjar á ræstingu í grunn- skólum. Bærinn er búinn að skrifa undir samninga við lægstbjóðanda um þessa þjónustu. Bæjarráð ákvað á fundi sínum 9. ágúst að ganga til samninga við Sól- ar ehf. um ræstingar í fimm grunn- skólum bæjarins fyrir 108 milljónir kr. Fyrirtækið var lægstbjóðandi í útboði. Eftir að kærufrestur vegna samninga var liðinn var skrifað und- ir samninga. Kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 64 milljónir en tilboð Sólar var 108 milljónir. Önnur tilboð voru hærri, það hæsta 176 milljónir. Birkir Jón Jónsson, formaður bæj- arráðs, segir að fram hafi komið í bæjarráði að líklega hafi kostnaður verið vanmetinn í ljósi þess að lægsta tilboð var ekki langt frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- un bæjarins fyrir árið 2018. Óvenjumargar spurningar og at- hugasemdir komu fram í útboðsferl- inu. Í gær barst bæjarlögmanni til- kynning frá fyrirtækinu Hreint ehf. um kæru. Farið var fram á stöðvun samningsgerðar. Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður segir að frestur til að stöðva samninga hafi verið liðinn en frestur til að kæra útboðið sjálft sé enn opinn. Kæran verði tekin til meðferðar þegar gögn með henni hafi borist. helgi@mbl.is Útboð á ræstingu kært  Búið að skrifa undir samninga Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Frumvarp sem byggja mun á nýrri skýrslu um skattlagningu ökutækja og eldsneytis verður sett á þingmálaskrá að sögn Bjarna Benedikts- sonar, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að tillögun- um verði fylgt í einu og öllu, en þetta er upp- leggið. Við erum að fikra okkur áfram í takt við þær breytingar sem eru að verða í bílaheim- inum,“ segir Bjarni og nefnir framþróun í framleiðslu tvinn-, tengiltvinn- og rafmagns- bíla. „Við þessu þarf að bregðast því þetta hef- ur áhrif á tekjumódelið okkar, en líka af því að við viljum styðja við þessar breytingar,“ segir hann. Bjarni segir það umhugs- unarefni hvernig breyting- ar kallist á við hugmyndir um gjaldtöku í samgöngum almennt. „Þá er ég að horfa til þess hvort við förum í auknum mæli að heimta gjöld í samræmi við notkun og færum okkur úr því að skattleggja selda lítra á bensínstöð yfir í ekna kílómetra á götunum,“ segir hann. „Nú fer mikið fyrir umræðu um þörf fyrir fjármögnun samgöngumannvirkja. Það er nærtækt að tengja þessa tvo hluti saman, að taka skatta af umferð sem standi undir kröfum um uppbyggingu samgöngu- mannvirkja,“ segir Bjarni. Sjálfbærni í orkumálum æskileg Bjarni segir að nú séu uppi spurningar um það hvenær stíga megi enn stærri skref í breytingu bílaflotans. „Það eru álitamál sem við ættum að velta upp; hvenær við verðum tilbúin að stíga skref sem gætu þá m.a. falist í algjörri breytingu bílaflotans. Nýir bílar væru þá að uppfylla strangari skilyrði en við höfum sett til þessa,“ segir hann. Forsendan fyrir þessu sé þó að nýir bílar verði á sam- keppnishæfu verði. „Það er gríðarlega spenn- andi tækifæri ef tæknin hleypir okkur þangað að við getum verið okkur sjálfbær um orku í samgöngum í stað þess að kaupa olíu frá út- löndum fyrir gjaldeyri til að knýja áfram sam- göngurnar,“ segir hann. Bjarni segir að átakalínur í þinginu hafi ver- ið um það hve hratt megi gera ráð fyrir breyt- ingunum og hve miklu ívilnanir geti skilað. „Við getum haft áhrif en við erum ekki í bíl- stjórasætinu þegar kemur að þróun tækninn- ar. Stóru bílaframleiðendurnir í heiminum munu ráða úrslitum um það, hvort þeir geta skilað umhverfisvænum, hagkvæmum bílum á markaðinn á samkeppnishæfu verði.“ Ný lög í takt við tækniþróun  Frumvarp um skattlagningu ökutækja og eldsneytis á dagskrá  Þróunin ör hjá bílaframleiðendum  Tengi skattheimtu uppbyggingu samgöngumannvirkja  Stjórnmálamenn ekki „í bílstjórasætinu“ Bjarni Benediktsson Margmenni var í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar kanadíska indírokksveitin Arcade Fire hélt þar tónleika. Íslenska hljómsveitin Kiriyama Family hitaði upp. Frá því að Arcade Fire gaf út plötuna Funeral árið 2004 hefur hún notið mik- illar hylli tónlistarunnenda og árið 2011 fékk hún Grammy-verðlaun fyrir plötuna The Sub- urbs. Tónleikarnir hér á landi eru þeir síðustu í tónleikaferðalagi Arcade Fire sem ber sama heiti og nýjasta plata sveitarinnar, Everything Now. Hyggjast meðlimir sveitarinnar ferðast um landið að loknum tónleikunum. Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire lék í Laugardalshöll Morgunblaðið/Hari Lauk löngu tónleikaferðalagi sínu á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.