Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 6

Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að sala nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur sé hæg- ari en áætlað var. Minnst 500 nýjar íbúðir eru nú til sölu eða á leið í sölu. Fjárfestir í íbúðarhúsnæði í mið- borginni, sem óskaði nafnleyndar, segir framboðið mikið. „Við erum að ráðast fullhratt í þéttingu byggðar. Það er betra að fara hægt í þéttingu á svo litlum markaði. Þétting byggðar er af hinu góða. En hvorki borgin né húsbyggj- endur höfðu í huga að reisa hús sem stæðu tóm. Framboð á miðborgar- íbúðum virðist vera að aukast of mik- ið á skömmum tíma. Líklegt má telja að hluti þessa húsnæðis muni nýtast í annað en íbúðir, til dæmis hótel- íbúðir. Þeim væri alltaf hægt að breyta í íbúðir, þegar viðhorf til þess að búa í miðborginni hafa þróast. Slíkt myndi strax stuðla að auknu mannlífi í miðborginni. Það kemur bankamönnum líka í opna skjöldu að markaðurinn hafi breyst svona mikið,“ sagði umræddur fjárfestir. Annar reyndur byggingaraðili sagði öllum ljóst að sala nýrra íbúða í miðborginni myndi taka tíma. Miðborgarálagið e.t.v. of hátt Elvar Orri Hreinsson, sérfræðing- ur hjá Íslandsbanka, segir aðspurð- ur að vísbendingar um hægari sölu nýrra miðborgaríbúða geti „bent til mettunar á markaði fyrir dýrari eignir, að verðlagning sé of há eða til samverkandi áhrifa áðurgreindra þátta“. „Almennt er sölutími íbúða að styttast og er um þessar mundir nokkuð styttri en t.d. í byrjun árs. Þetta gæti þá bent til þess að mið- bæjarálagið sé orðið hátt og að fólk sjái hag sínum betur borgið með því að kaupa íbúðir sem eru utan þess svæðis,“ segir Elvar Orri. Verktakafyrirtækið Þingvangur byggði upp Hljómalindarreitinn og er langt komið með Brynjureitinn. Þá byggði það m.a. fjölda íbúða á Grandavegi á gamla Lýsisreitnum. Íbúðir á Klapparstíg við Hljóma- lindarreit eru að koma í sölu hjá Þingvangi. Sala íbúða á Brynjureit hefst hins vegar um áramótin. Pálmar Harðarson, framkvæmda- stjóri hjá Þingvangi, segir flestar þessara íbúða vera smærri íbúðir. Margar henti því fyrstu kaupendum. Hægt verði að fá íbúðir á 30-40 millj. Markaðurinn gengur í bylgjum Félagið Rauðsvík er að byggja 140 íbúðir við Hverfisgötu og Skúlagötu. Sturla Geirsson, framkvæmda- stjóri Rauðsvíkur, segir sölu á 70 íbúðum hefjast eftir áramótin. Hann segir flestar þeirra vera smærri íbúðir sem nú sé kallað eftir. Sturla segir mikilvægt að horfa til lengri tíma á fasteignamarkaði. Sveiflur geti orðið til skamms tíma. „Markaðurinn er svo hvikull. Einn daginn er rífandi eftirspurn. Næsta dag les maður að allt sé í dróma. Fasteignamarkaðurinn gengur alltaf í sveiflum. Þær eru fljótar að ganga yfir. Eftirspurnin er mismunandi milli tímabila. Að lokum mun þetta allt seljast. Við höfum engar áhyggjur af því. Þetta eru falleg hús á góðum stað og góðar íbúðastærðir.“ Salan var róleg í sumar Kjartan Hallgeirsson, fram- kvæmdastjóri hjá Eignamiðlun og formaður Félags fasteignasala, segir aðspurður erfitt að fullyrða að nýjar eignir í miðbænum seljist hægt. Margar eigi eftir að koma í sölu. Þá bendir hann á að vel gangi að selja nýjar íbúðir á mjög háu fer- metraverði í Jaðarleiti, Ofanleiti og í Arnarhlíð í Vatnsmýri. „Ég held að þessir fjórir mánuðir fram að áramótum muni skýra stöð- una. Það er erfitt að nota sumarið sem mælikvarða. Það var rólegra í fasteignasölunni en oft áður, sem hefur áhrif á allan markaðinn. Ég hef trú á að hann taki við sér. Svo mun koma í ljós á hvaða svæðum markaðurinn er sterkastur.“ Spurður hvort fjárfestar hafi dregið úr íbúðakaupum bendir Kjartan á að leigufélög hafi keypt fjölda íbúða. Nú séu vísbendingar um að þau hafi dregið úr kaupum. „Þá hafa skammtímafjárfestar keypt eignir af því að þeir hafa trú á að verðið hækki. Það er auðvitað allt- af verið að veðja á þennan markað. Ef fjárfestar horfa fram á minni verðhækkanir kann að draga úr slík- um kaupum,“ segir Kjartan. Með hágæðaíbúðir í sérflokki Félagið Austurhöfn er að byggja 71 íbúð við Austurbakka við Hörpu. Sveinn Björnsson, framkvæmda- stjóri félagsins, segist aðspurður vera vongóður um söluna. „Við teljum að það sé markaður fyrir það sem við erum að gera. Þetta eru hágæðaíbúðir og staðsetn- ingin er einstök. Það sem greinir þessar íbúðir frá öðrum er að þó nokkuð margar verða í stærri kant- inum. Það er ekki verið að byggja margar þess háttar íbúðir í miðborg- inni. Þær henta til dæmis fólki sem er að fara úr sérbýli. Margar íbúð- anna sem snúa að hafnarbakkanum eru 180 fermetrar,“ segir Sveinn. Þá bendir hann á að hluti af kaupenda- hópnum sé fjársterkir aðilar sem eru ónæmari fyrir skammtímasveiflum en almennir kaupendur á íbúða- markaði. Meðal annars sé jafnvel horft til erlendra kaupenda. Dæmi um nýjar íbúðir í miðborginni *Hverfisgata 40-44 og Laugavegur 27a-27b. **Miðað við söluvefi viðkomandi verkefna og upplýsingar frá verktökum. Upplýsingar á vefjum kunna að vera úreltar. ***Alls um 140 íbúðir verða á þessum reit og öðrum semRauðsvík er að byggja. Sprenging í framboðinu  Sölutölur benda til að nýjar íbúðir í miðborginni seljist hægar en áætlað var  Framkvæmdastjóri hjá Rauðsvík segir fasteignamarkaðinn ganga í bylgjum Morgunblaðið/Baldur Uppbygging Tvö félög eru að byggja á sitthvorum reitnum ofarlega á Hverfisgötu. Hluti íbúðanna er kominn í sölu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Starfshópur um aðgerðir gegn kyn- ferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi kynnti í gær tillögur sínar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Tilefn- ið var frásagnir 62 íþróttakvenna um áreiti, ofbeldi og mismunun í íþrótta- heiminum sem voru hluti #metoo- vitundarvakningarinnar, en 17 frá- sagnanna vörðuðu nauðganir. Meðal tillagna hópsins er að óheimilt verði að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum ein- staklinga sem hlotið hafi refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðis- brotakafla hegningarlaga. Einnig er lagt til að til staðar verði óháður aðili sem tekið geti við upplýsingum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið í réttan farveg og að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragð- sáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðs- starfi. Enn fremur leggur hópurinn til að fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi og óæskilega hegðun verði samræmt og þeir sem beri ábyrgð á íþrótta- og æskulýðsstarfi hafi grunnþekkingu á því hvernig bregð- ast eigi við þegar mál af þessum toga komi upp og að markvist verði unnið í jafnréttismálum á vegum íþrótta- hreyfingarinnar. Frumvarp í smíðum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðhera, kynnti ríkisstjórninni tillögurnar í gær, en hún segir frumvarp, byggt á tillög- unni um óháðan aðila, vera í vinnslu hjá ráðuneyti og ráðgert sé að það komi fram í haust. Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir, fyrrver- andi landsliðskona í handknattleik og meðlimur hópsins, hrósaði Lilju fyrir skjót viðbrögð eftir fjölmiðla- umfjöllun um málefni íþróttakvenna. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kynning Tillögur starfshópsins kynntar í ráðuneytinu í gær. Iðkendur fái öruggt umhverfi  Tillögur íþrótta- fólki til verndar Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn, 43 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir túlkun sinni á Glanna Glæp í sjónvarpsþáttaröðinni Latabæ. Banamein hans var gallganga- krabbamein sem hann greindist með fyrir tveimur árum. Stefán var fæddur í Hafnarfirði 10. júlí 1975, sonur hjónanna Huldu Karenar Ólafs- dóttur og Stefáns Björgvinssonar, sem er látinn. Stefán Karl útskrifaðist úr Leik- listarskóla Íslands vorið 1999 og var fastráðinn við Þjóðleikhúsið sama ár. Fyrsta hlutverk hans var raunar í Áramótaskaupi Sjónvarpsins árið 1994, þegar hann var 19 ára. Hann lék í öðrum leikhúsum, í sjónvarpi og nokkr- um kvikmyndum. Þekktastur var hann fyrir leik sinni í Lata- bæ. Hann lék fyrst í leikriti Magnúsar Scheving og túlkaði síðan Glanna Glæp í sjónvarpsþáttum fyrir börn sem sýndir voru um allan heim. Stefán Karl lék titilhlutverkið í söngleiknum „Þegar Trölli stal jólunum“ sem sýndur var víðs vegar um Bandaríkin og Kanada á árunum 2008 til 2015. Meðal eftirminnilegra hlutverka er leikur hans með Hilmi Snæ Guðnasyni í verkinu „Með fulla vasa af grjóti“ á árinu 2000, aftur 2002 og síðast á nýliðnu ári en það var jafn- framt eitt af síðustu hlutverkum hans á leiksviði. Stefán Karl hóf baráttu gegn ein- elti og stofnaði samtökin Regnboga- börn til að vinna að fræðslu á því sviði. Hélt hann fjölda fyrirlestra í skólum og víðar og aðstoðaði fólk. Stefán Karl fékk ýmis verðlaun fyrir leik sinn. Forseti Íslands sæmdi hann riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 17. júní sl. fyrir framlag hans til íslenskrar leiklistar og samfélags. Eftirlifandi eiginkona Stefáns Karls er Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, leikkona og ritstjóri. Þau eiga fjögur börn; Bríeti Ólínu, Elínu Þóru, Júlíu og Þorstein. Steinunn Ólína lét þess getið þeg- ar hún tilkynnti lát eiginmanns síns að engin jarðarför yrði og að ósk hins látna yrði jarðneskum leifum hans dreift í kyrrþey á úthafi fjær. Andlát Stefán Karl Stefánsson leikari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.