Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 Styrmir Gunnarsson beinir kast-ljósinu að því að ESB þvælist með öllum ráðum gegn útgöngu Breta og vonist til að úlfúð og erfiðleikar tryggi uppgjöf þeirra. Hann segir að þau vinnubrögð sé um- hugsunarefni fyrir Íslendinga. ESB sé í dag allt annað en það sem við sömd- um við um EES- samninginn 1993 og við liggi að skrifstofuveldi þess hafi breyst í einhvers konar skrímsli:    Þeir komu í veg fyrir að ákvörð-un löglega kjörinna stjórn- valda í Grikklandi um að leggja björgunarsamninga í efnahags- málum undir þjóðaratkvæði í Grikklandi næði fram að ganga fyrir nokkrum árum.    Þeim tókst að flæma ítalskanforsætisráðherra úr embætti með hótunum um efnahagslegar refsiaðgerðir, sem Ítalar hefðu ekki þolað.    Nú reyna þeir að brjóta niðurmeirihlutavilja brezku þjóðarinnar eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum sem sjálfstæð þjóð í hættu stödd í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Þess vegna eiga umræður hér ekki að snúast um að tengjast því nánari böndum heldur þvert á móti.    Fyrstu skrefin eru að hafnaþriðja orkupakka ESB og draga aðildarumsókn Íslands að ESB formlega til baka með sam- þykkt Alþingis.    Í framhaldinu er tímabært aðhefja umræður um framtíð EES-samningsins.“ Styrmir Gunnarsson Sláandi lýsing STAKSTEINAR N1 hf. býður til sölu: Annars vegar rekstur fimm eldsneytisstöðva ásamt vörumerkinu „Dælunni“ og tilheyrandi eignum. Hins vegar reksturdagvöruverslunaráHelluásamt tilheyrandi eignum. Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við Fyrirtækja- ráðgjöf Landsbankans sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1. Fyrirspurnirmá senda á fyrirtaekjaradgjof@landsbankinn.is. Fjár- festar fá fjárfestakynningu afhenta gegn undirritun trúnaðaryfirlýs- ingar og gera tilboð á grundvelli þeirra gagna. Óskað er eftir tilboðum í annars vegar eldsneytisreksturinn og hins vegar dagvöruverslunina. Tilboðsfrestur er til klukkan 16.00 þann 13. september 2018. Dælan og fimm eldsneytisstöðvar til sölu Einnig til sölu dagvöruverslun á Hellu Veður víða um heim 21.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 10 rigning Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 10 rigning Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 léttskýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 27 heiðskírt Brussel 17 þoka Dublin 24 léttskýjað Glasgow 19 skúrir London 24 heiðskírt París 25 heiðskírt Amsterdam 23 léttskýjað Hamborg 23 léttskýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 31 heiðskírt Moskva 18 heiðskírt Algarve 29 léttskýjað Madríd 32 léttskýjað Barcelona 31 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað Róm 26 þrumuveður Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 20 heiðskírt Montreal 23 léttskýjað New York 21 alskýjað Chicago 22 rigning Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:41 21:21 ÍSAFJÖRÐUR 5:35 21:37 SIGLUFJÖRÐUR 5:18 21:20 DJÚPIVOGUR 5:08 20:53 Talsvert vantar upp á viðhald ým- issa landsbyggðarvega, sér í lagi heimreiða upp að gistiheimilum, veitingahúsum og öðrum þjónustu- miðstöðvum, að sögn ferðaþjónust- unnar. „Við erum að fá kvartanir yf- ir [heimreiðinni] og gengur ansi illa að fá Vegagerðina til að laga þokka- lega,“ skrifaði Ingi Ragnarsson um holur í heimreiðinni að gisti- og veit- ingahúsinu sem hann rekur á Djúpa- vogi í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar. „Samkvæmt vegalögum er þetta náttúrlega á forræði Vegagerðar- innar,“ sagði Ingi í samtali við Morgunblaðið. „Það er náttúrlega bara peningaleysið sem þeir kenna um. Það hefur breyst mikið í sveit- unum. Það eru ekki bara bændur núna sem eru að keyra um þessi svæði og viðhaldsleysið er vandamál á mörgum ferðaþjónustubæjum. Dekk hafa sprungið í heimreiðinni okkar og margir veigra sér við því að keyra niður til okkar þegar þeir sjá veginn. Þegar maður sér veitinga- stað en sér síðan drullusvað í áttina að honum gefur það kannski ekki góða mynd af framhaldinu.“ „Við sinnum öllu eins og við getum samkvæmt því fjármagni sem við fáum en fjármagn til viðhalds hefur ekki fylgt þörfinni,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, um málið. „Við höfum bara ekki haft mikið fé í hér- aðsvegina. Þeir hafa einfaldlega set- ið svolítið á hakanum. Þróunin hefur verið í þá átt að umferðin hefur auk- ist og líka kröfurnar til vegakerfis- ins. Þar kemur líka vetrarþjónustan inn í og snjómoksturinn. Ferða- mennskan hefur líka gert það að verkum að það er meiri umferð á veturna. Þetta kallar alltaf á meiri framkvæmdir og meiri þjónustu. Þörfin er metin og við forgangs- röðum eftir því fé sem við höfum.“ thorgrimur@mbl.is Lítið fé í héraðs- vegina  Lítið viðhald nálægt ferðamannastöðum Kærunefnd útlendingamála veitti einstæðri móður og þremur börnum hennar frá Gana dvalarleyfi í gær á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Upphaflegri umsókn fjölskyldunnar var synjað en breyttar aðstæður, eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars sl., urðu til þess að mál þeirra var endurupptekið. Therese Kusi Daban, eiginmaður hennar William Keremateng og börn þeirra komu til Íslands fyrir tveimur og hálfu ári. Sóttu þau um hæli en umsókn þeirra var synjað. Staðfesti kærunefndin synjunina. Börnin eru tveggja, fjögurra og sex ára gömul og einungis elsta barnið man óljóst eftir dvöl í öðru landi en á Íslandi. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að ómannúðlegt hefði verið að senda fjölskylduna úr landi, m.a. af þessum sökum. „Börnin og móðir þeirra geta loks andað léttar og litið björtum augum til framtíðar á Íslandi,“ sagði hann. Móðir og börn fá dvalarleyfi  Leyfi veitt á grundvelli þess að fjölskyldufaðirinn hvarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.