Morgunblaðið - 22.08.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tæknifyrirtækið Valka hefur vaxið
hratt á síðustu árum og er þessa
dagana að bæta við tug starfs-
manna; tæknifólki, smiðum og
skrifstofufólki. Eftir þessar ráðn-
ingar verða starfsmennirnir um 80
talsins, en þeir voru um 30 fyrir
rúmlega þremur árum.
Risasamningur við Samherja
Fyrirtækið sérhæfir sig í tækni-
lausnum fyrir sjávarútveg og fisk-
vinnslu og hefur verið í landvinn-
ingum heima og erlendis, að sögn
Helga Hjálmarssonar, fram-
kvæmdastjóra Völku. Verkefna-
staðan er góð, en stærsta einstaka
verkefnið tengist risasamningi við
Samherja síðasta vor.
Samningurinn er upp á 20 millj-
ónir evra, eða tæplega 2,5 millj-
arða króna, og í honum fólst
endurnýjun á búnaði í frystihúsi
Útgerðarfélags Akureyringa á
Akureyri og búnaður í nýja verk-
smiðju Samherja, sem er í bygg-
ingu á Dalvík.
Víða um heim
Á Akureyri er unnið við upp-
setningu á tækjum þessa dagana,
en frystihúsið á Dalvík verður tek-
ið í notkun næsta sumar. Helgi
segir að á Dalvík framleiði Valka
heildarvinnslukerfi í nýja húsið;
snyrtilínur, skurðarvélar og búnað
fyrir afurðadreifingu, flokkun og
pökkun. Meðal annarra birgja í
húsið má nefna Vélfag á Ólafsfirði
með flökunarvélar og Baader með
roðflettivélar.
Helgi segir að Valka hafi selt
búnað víða um heim og nefnir
Noreg, Bandaríkin, Holland og
Litháen, en markaðslöndunum sé
að fjölga. Víðar hefur búnaður
fyrirtækisins og lausnir vakið at-
hygli og þá einkum vatnsskurð-
arvél, sem fjarlægir beingarðinn
úr flakinu og sker hann í bita eftir
þörfum kaupenda án þess að
mannshöndin komi þar nærri.
Innanlands má nefna að Valka
hefur lengi verið í samstarfi við
HB Granda, setti upp heildarkerfi
fyrir bolfiskvinnslu Loðnuvinnsl-
unnar á Fáskrúðsfirði, vatns-
skurðarvél og flokkari frá Völku
eru um borð í Sólbergi, nýlegum
frystitogara Ramma í Fjallabyggð,
og í sumar samdi fyrirtækið um
vinnsluhugbúnað í skip Skinn-
eyjar-Þinganess og Gjögurs sem
verið er að smíða hjá norska fyrir-
tækinu Vard.
Úr Víkurhvarfi í Vesturvör
Síðastliðið vor flutti Valka úr
tæplega þúsund fermetra húsnæði
við Víkurhvarf í Kópavogi, þar
sem orðið var þröngt um starf-
semina, í tæplega þrjú þúsund fer-
metra við Vesturvör 29 í Kópa-
vogi.
„Þetta var mikil breyting fyrir
okkur,“ segir Helgi. „Fyrirtækið
hefur hins vegar stækkað mikið og
við erum farin að huga að frekari
stækkun.“
Hraður vöxtur Völku
Sókn á mörkuðum heima og erlendis Hátæknilausnir
fyrir útgerð og fiskvinnslu Huga að stærra húsnæði
Nákvæmni Vatnsskurðarvélar frá Völku er að finna víða um heim.
Morgunblaðið/Hari
Vesturvör Helgi Hjálmarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra, í nýjum höfuðstöðvum Völku síðastliðið vor.
Fimmtán ára saga
» Fyrirtækið Valka var stofnað
2003 af Helga Hjálmarssyni.
» Árið 2008 voru starfsmenn
Völku orðnir sjö talsins.
» Árið 2011 var fyrstu fiskflök-
unum rennt í gegnum vatns-
skurðarvél frá Völku.
» Vélarnar skera fiskinn af ná-
kvæmni með kraftmikilli en
mjórri vatnsbunu.
» Hröð þróun hefur verið í há-
tæknilausnum fyrir útgerð og
fiskvinnslu á síðustu árum.
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess
að þau þekkja tal betur en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3