Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 reginn.is reginn@reginn.is Sími: 512 8900 HLUTHAFAFUNDUR REGINSHF. VERÐURHALDINN 13. SEPTEMBER2018 Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn á skrifstofu Regins, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, fimmtudaginn 13. september 2018 og hefst stundvíslega kl. 8:30. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga stjórnar um skipan og fyrir- komulag tilnefningarnefndar fyrir félagið. Stjórn Regins hf. leggur til við hluthafafund félagsins að eftirfarandi tillaga verði samþykkt: „Hluthafafundur Regins hf. þann 13. september 2018 samþykkir að koma á fót tilnefningarnefnd semstarfaskalsamkvæmtstarfsreglumnefndar- innar sem liggja fyrir sem fylgiskjal með tillögu þessari og skulu skoðast sem hluti hennar. Við kjör nefndarmanna tilnefningarnefndar í fyrsta skipti skulu nefndarmenn kosnir á hluthafafundi 13. sept-ember 2018 úr hópi þeirra sem gefið hafa kost á sér fyrir fundinn, en að öðru leyti skal farið eftir starfsreglum nefndarinnar eftir því sem við getur átt.“ 2. Tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum félagsins. Stjórn Regins leggur til við hluthafafund félagsins að gerðar verði eftirfarandi breytingar á samþykktum félagsins. Tillaga um nýja 22. gr. samþykkta Við IV. kafla samþykkta félagsins skal bætast ný grein sem verður 22. gr. og skulu númer greina sem á eftir henni koma breytast í samræmi við það. Hin nýja grein skal vera svohljóðandi: 22. gr. „Félagið skal hafa starfandi tilnefningarnefnd sem hefur það meginhlutverk að tilnefna einstaklinga til stjórnarsetu í félaginu á aðalfundi félagsins, eða eftir atvikum á hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Nefndarmenn tilnefningarnefndar skulu að lágmarki vera þrír og skulu þeir kjörnir til tveggja ára á aðalfundi félagsins. Nefndin skal vera sjálfstæð í störfum sínum og skulu stjórnarmenn félagsins ekki eiga sæti í nefndinni. Formaður tilnefningarnefndar skal kjörinn af nefndinni sjálfri á fyrsta fundi eftir skipun.“ Viðbætur við 15. gr. samþykkta Þær breytingar skulu gerðar á 15. gr. samþykkta félagsins að annars vegar verði bætt inn nýjum tölulið nr. 9 sem verði svohljóðandi: „Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd, sé skipunartími nefndarmanna liðinn eða ef nefndarmaður hefur látið af störfum.“ Númer töluliða sem á eftir koma skulu taka breytingum til samræmis við þetta. Hins vegar verði bætt við þann tölulið sem nú er nr. 9 orðunum „og til nefndar- manna tilnefningarnefndar“ á eftir orðinu „stjórnarmanna“. Ákvæði 15. gr. samþykkta félagsins verður eftir breytinguna svohljóðandi: „Á aðalfundi skulu tekin til afgreiðslu eftirfarandi mál: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum. 6. Tillögur til breytinga á samþykktum, ef einhverjar hafa borist. 7. Kosning félagsstjórnar. 8. Kosning endurskoðanda. 9. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd, sé skipunartími nefndarmanna liðinn eða ef nefndarmaður hefur látið af störfum. 10.Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og til nefndarmanna tilnefningarnefndar fyrir næsta kjörtímabil. 11. Önnur mál.“ 3. Ákvörðun um þóknun tilnefningarnefndar. Stjórn Regins hf. leggur til við hluthafafund félagsins að nefndarlaun fyrir setu í tilnefningar- nefnd fram að næsta aðalfundi verði þannig að þóknun formanns tilnefningarnefndar verði 90.000 kr. á mánuði og annarra nefndarmanna 60.000 kr. á mánuði. 4. Kosning tilnefningarnefndar. Stjórn Regins hf. leggur til að fyrstu nefndar- menn tilnefningarnefndar verði kjörnir með beinni kosningu á hluthafafundinum þann 13. september 2018 úr hópi þeirra sem gefið hafa kost á sér fyrir hluthafafundinn. Um kosningu nefndarmanna við fyrstu skipun fer eftir fyrirliggjandi drögum að starfsreglum tilnefningarnefndarinnar að því leyti sem við getur átt, þó þannig að við fyrstu skipun verði kosið á milli þeirra framboða sem borist hafa fyrir hluthafafundinn. Reglur samþykkta um stjórnarkjör gilda eftir því sem getur átt um kosningu nefndarmanna í tilnefningarnefnd, sbr. 23. gr. samþykkta félagsins. 5. Önnur mál. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Óskað er eftir að umboð berist Regin fyrir dagsetningu hluthafafundar á reginn@reginn.is og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúruhafa. Einnig er fundarmanni heimilt að framvísa umboði við mætingu á hluthafafund en þá skal þess gætt að mæta tímanlega til að hægt sé að yfirfara umboð m.t.t. gildis þess. Jafnframt er bent á að fundarmenn þurfa að vera reiðubúnir að sanna á sér deili og því rétt að þeir hafi skilríki meðferðis. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar áður en vika er til hluthafafundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til 18. gr. samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess, www.reginn.is/fjarfestavefur Óskað er eftir framboðum í tilnefningarnefnd sem skal skipuð að minnsta kosti þremur nefndarmönnum sem skulu hafa nauðsynlega þekkingu og reynslu miðað við störf nefndarinnar. Meirihluti nefndarmanna skal vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess samkvæmt sömu reglum og gilda um óhæði stjórnarmanna, sbr. lið 2.3 í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Þá skal að minnsta kosti einn nefndarmaður vera óháður stórum hluthöfum félagsins, þ.e. þeim sem ráða 10% eða meira af heildarhlutafé eða atkvæðamagni í félaginu, einn eða í samstarfi við aðra sbr. lið 2.3 í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Við framangreint mat er litið heildstætt til beinna og óbeinna tengsla nefndarmanna. Sérstök athygli er vakin á að óskað er eftir tillögum um framboð skriflega með minnst sjö sólarhringa fyrirvara fyrir hluthafafund, eða fyrir kl. 8:30 fimmtudaginn 6. september 2018. Skulu tilkynningar um framboð berast á netfangið tilnefningarnefnd@reginn.is Upplýsingar um frambjóðendur til tilnefningar- nefndar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund. Hluthafafundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann, sbr. 16. gr. samþykkta félagsins. Gögn vegna fundarins eru aðgengileg á skrifstofu félagsins í Smáralind, 1. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi og á vefsvæði tengt hluthafafundi á heimasíðu félagsins www.reginn.is/fjarfestavefur en endanleg dag- skrá og tillögur verða aðgengileg a.m.k. viku fyrir hluthafafund, sbr. 18. gr. samþykkta félagsins. Hluthafafundur félagsins verður án pappírsgagna. Kópavogur, 21. ágúst 2018. Stjórn Regins hf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hraðfrystihúsið-Gunnvör (HG) hefur sótt að nýju um starfs- og rekstrar- leyfi fyrir mikla aukningu heimilda til fiskeldis í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, aðallega á regnbogasilungi. Rúmt ár er síðan úrskurðarnefnd felldi úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar vegna þessa eldis í kjölfar kæru veiði- réttarhafa. Áfram leggur HG þó áherslu á að eiga kost á að nýta að- stöðuna til þess að ala lax. Tómar kvíar eftir 16 ár HG hóf fiskeldi í Ísafjarðardjúpi á árinu 2002, fyrst eldi á þorski og síðan einnig regnbogasilungi. Eldið er rek- ið undir merkjum dótturfélagsins Háafells. Smám saman fjaraði undan þorskeldinu vegna þess að ekki hefur náðst að framleiða nógu góð seiði og regnbogasilungur stóðst ekki sam- keppni við laxinn sem eldisfiskur. Því var ákveðið fyrir sjö árum að sækja um að breyta leyfunum að hluta til í lax. Hefur það ferli gengið illa og er umhverfisskýrsla í biðstöðu hjá Skipulagsstofnun vegna óvissu með áhættumat Hafrannsóknastofnunar sem ekki hefur lagastoð en gerir ekki ráð fyrir að laxeldi verði heimilað í Ísafjarðardjúpi. Fór svo að síðustu fiskunum var slátrað upp úr kvíum fyrirtækisins í vetur og er HG ekki með neitt sjókvíaeldi eins og er. „Mik- il þekking hefur skapast hjá starfs- mönnum fyrirtækisins í rekstri slysa- lauss sjókvíaeldis undanfarin 16 ár sem mikilvægt er að missa ekki niður heldur nýta og byggja á til framtíðar og er umsóknin liður í því,“ segir í til- kynningu sem birt var á vef HG í gær. „Við erum enn með áform um að fara í laxeldi. Á meðan við höfum ekki leyfi til þess viljum við halda fyrri leyfum okkar til eldis á regnbogasilungi og þorski,“ segir Einar Valur Kristjáns- son, framkvæmdastjóri HG. Háafell sækir nú um starfs- og rekstrarleyfi til Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski á ári í kvíum í Ísafjarðardjúpi. Fyrirtækið var komið með leyfi fyrir þessu eldi en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi starfsleyfi Um- hverfisstofnunar úr gildi í júlí á síð- asta ári í kjölfar kæru veiðiréttarhafa. Gauti Geirsson, starfsmaður HG, segir að úrskurðarnefndin hafi gert athugasemdir við tæknileg mál, að- allega við leyfisveitingaferlið hjá Um- hverfisstofnun. Telur hann að búið sé að taka tillit til þeirra atriða eftir sam- ráð við Umhverfisstofnun. Þá hafi regluumhverfið breyst síðan, meðal annars sé ekki lengur gerð krafa um samráð við heilbrigðisnefnd. Það var eitt af þeim atriðum sem úrskurðar- nefndin gerði athugasemdir við. „Við erum búnir að fara vandlega yfir úr- skurðinn og nýja umsóknin á að vera algerlega samkvæmt réttu formi,“ segir Gauti. Hann vonast til að afgreiðslu leyf- isins gangi hratt fyrir sig enda sé búið að fara í gegnum allt ferlið áður. Þriðja kynslóð laxaseiða Samhliða þessu hefur Háafell unn- ið að umhverfismati fyrir allt að 7.000 tonna framleiðslu á laxi. Það er ekki viðbót við hitt leyfið heldur segir Gauti að áhugi sé á að geta ræktað báðar tegundirnar og framleiðslan fari þá eftir markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Háafell er með seiðastöð á Naut- eyri og framleiðir þar laxaseiði. „Við erum núna í þriðja skipti með laxa- seiði en höfum í tvígang þurft að klekja út laxahrognum og selja seiðin til keppinauta vegna þess að við höf- um ekki haft leyfi til eldisins sjálfir,“ segir Einar Valur. Hann segir að áhugi sé að nýta seiðin sem nú er ver- ið að framleiða. Gauti segir að reynt verði að koma þeim út í kvíar næsta vor. HG sækir að nýju um eldi í Djúpinu  Búið að bæta úr tæknilegum ágöllum við fyrra rekstrarleyfi sem úrskurðarnefnd felldi úr gildi  Sótt um leyfi fyrir regnbogasilungi og þorski en jafnframt unnið að því að fá heimild til laxeldis Álftafjörður Brunnbáturinn Papey við sjókví þegar starfsmenn HG voru að ljúka við að slátra regnbogasilungi upp úr kvíunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.