Morgunblaðið - 22.08.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afslátturaf öllum CHANELvörum Chanel kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ miðvikudag, fimmtudag og föstudag Gréta Boða kynnir fallegu haustlitina ásamt nýja CC kreminu Verið velkomin FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is Þessa dagana eru grunnskólar landsins að opna dyr sínar á ný eftir sumarleyfi. Eftirvænting ríkir á meðal skólabarna sem eru ýmist að snúa aftur í skólana eða að taka sín fyrstu skref í yngstu bekkjum grunnskólanna. Um 4.580 börn hefja nám í fyrstu bekkjum grunn- skóla landsins samkvæmt tölum frá Menntamálastofnun. Vilhjálmur Sturla, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá A4 segir að umhverfið á skóla- vörumarkaðinum hafi breyst um- talsvert síðustu tvö ár. „Þetta eru forvitnilegir tímar sem við erum að lifa því það hafa orðið heilmiklar breytingar á markaðnum núna síð- ustu tvö árin,“ segir Vilhjálmur og vísar til þess að sveitarfélög útvega nemendum námsgögn í auknum mæli. Í fyrra var tekin ákvörðun í borgarráði Reykjavíkur um að út- vega skyldi námsgögn fyrir nem- endur í grunnskólum borgarinnar fyrir skólaárið 2018-2019. Vil- hjálmur segir að nú sé til að mynda mun meira álag á skiptibókamörk- uðum en álagið sé minna í sölu á al- mennum ritföngum eftir ákvörðun borgarráðs, líkt og við hafi verið að búast. „Við gerðum okkur grein fyrir því að það yrðu breytingar þegar stærsta sveitarfélag landsins væri farið að kaupa inn fyrir for- eldra, en það er samt búið að vera ótrúlega mikið að gera,“ segir Vil- hjálmur. Hann segir hins vegar að sala á skólatöskum og pennaveskj- um sé með betra móti í ár heldur en í fyrra. „Það er traffík sem ekki hefur breyst, fólk er áfram að kaupa töskur og annan búnað. Það er bara ánægjulegt.“ Hann segir jafnframt að tískubylgjan í skóla- töskum í ár sé augljós og krakkar hafi sterkar skoðanir í þeim efnum. Svokallaðar breytitöskur þar sem pallíettur eru allsráðandi hafi verið vinsælastar í ár. „Við hefðum þurft að panta um tíu sinnum meira inn af þeim, þær seldust bara strax upp. Það er gaman að horfa á hvað krakkarnir virðast hafa mikið um þetta að segja, þau gera strangar kröfur.“ Krakkarnir hafa sterkar skoðanir á skólatöskunum Kátur Þór Jónsson, 5 ára, er að fara í fyrsta bekk í Ingunnarskóla. Hann fann sér drauma- skólatöskuna og hlakkar til að sjá nýja skól- ann sinn og hitta skólafélaga sína. Spennt Perla Sólbrá Jónsdóttir, 8 ára, er að byrja í þriðja bekk í Sjálandsskóla. Henni finnst gaman í stærðfræði, íþróttum og tón- mennt í skólanum. Gaman Erla Sólbjört Jónsdóttir, 10 ára, er að byrja í 5. bekk í Lækjarskóla. Uppáhaldsfag Erlu Sólbjartar er stærðfræði. Svo finnst henni líka gaman að læra íslensku. Glaður Kristófer Kári Níelssen, 5 ára, er að byrja í Ísaksskóla. Hann segir gott að eiga nestisbox og vatnsbrúsa. Og auðvitað tösku til þess að setja skóladótið í. Morgunblaðið/Eggert Skipulögð Brynja Fjalarsdóttir, 8 ára, er að byrja í 3. bekk í Laugarnes- skóla. Hana langar í dagbók til þess að skipuleggja sig. Í skólanum finnst henni skemmtilegast að fara út í frímínútur. Grunnskólar hefjast á ný Hópur erlendra ferðamanna sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Jökulsárlón á Breiðamerkur- sandi á sunnudag og í friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið á mánudag, greiddi samtals 1,4 milljónir í sekt í gær. Þetta kem- ur fram á Facebook-síðu lögregl- unnar á Norðurlandi eystra. Þar segir að embættið hafi lokið rannsókn er varðar utanvega- akstur hóps 25 erlendra ferða- manna á sjö breyttum jeppa- bifreiðum. Ekki var þó öllum ökutækj- unum sjö ekið utan vega í þessum tilvikum, en hópurinn hafði þó verið að ferðast saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða var staðfest. Töluverðar skemmdir voru unnar á landi við vesturströnd Jökulsárlóns og gríðarlegt tjón á landi í Grafarlöndum norðan Herðubreiðar. Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls að um kunnáttuleysi og van- þekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar vegna þess tjóns sem unnið var. Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk. Ferðamennirnir greiddu 1,4 milljónir vegna utanvegaaksturs „Það voru veiddar um fimmtán gæs- ir á mann fyrsta daginn,“ sagði Áki Ármann Jónsson, formaður Skot- veiðifélags Íslands, um byrjun gæsa- veiðitímabilsins sem hófst í fyrra- dag. Gæsastofninn í ár er í sögulegu hámarki. „Það eru blendnar tilfinningar með gæsastofninn af því að hann getur valdið ofbeit uppi á hálendinu þar sem gróðurinn er viðkvæmur, svo það er mikilvægt að halda stofn- inum innan vissra marka,“ segir Áki. „Það er mikilvægt að ríkisvaldið opni á veiðarnar alls staðar á miðhálend- inu ef aðrar ástæður liggja ekki að baki. Maður hefur farið að heyra það núna að það sé farið að bera á ofbeit þar.“ Áki segir að miðað við veðurhorfur austan- og vestantil á landinu ætti þetta að stefna í að vera mjög gott gæsaár. „Það var mjög mikið af gæs- um í fyrrasumar. Þetta ár var kannski ólíkt flestum öðrum því það kom ekkert veðurhret. Oft getur vorið verið mjög gott en síðan komið eitthvert stærðar hret. Núna í ár var eiginlega stanslaust blíðviðri fyrir norðan og austan. Fleiri ungar kom- ast þá á legg og gæsum gengur betur að verpa.“ Veiðimenn þóttu til fyrirmyndar í byrjun veiðitímabilsins og voru nær allir með veiðikort og skotfæraleyfi á sér. „Ég skora á veiðimenn að hafa sín mál í lagi og ganga vel um náttúr- una,“ segir Áki. Góð byrjun á gæsaveiðitímabilinu  Gæsastofninn í sögulegu hámarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.