Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þegar ég flutti hingað í hverf-ið fyrir átta árum kynntistég góðum nágrannakonumog við komumst fljótt að því að við höfðum allar brennandi áhuga á umhverfismálum. Við spjölluðum oft saman um þau mál þegar við hitt- umst úti í garði með börnin okkar. Við vildum leggja okkar af mörkum og í fyrravetur elduðum við og borð- uðum öll saman einu sinni í viku, þessar fjórar fjölskyldur sem búum hér hlið við hlið. Það er betra fyrir umhverfið að margir eldi saman, það sparar bæði orku og mat. Fyrir nú ut- an hvað það er gaman. Í þessum sam- eiginlegu máltíðum spjölluðum við um umhverfismál og komumst meðal annars að því hversu mikið vantaði af plastlausum vörum á Íslandi. Þegar húsnæði losnaði hér í hverfinu þá vissum við vinkonurnar ekki af fyrr en við vorum komnar út í djúpu laug- ina og búnar að stofna verslun,“ segir Kristín Inga Arnardóttir, en hún og nágrannakonurnar opnuðu versl- unina Vistveru í sumar í Grímsbæ í Reykjavík. Þar er boðið upp á um- hverfisvænar og umbúðalausar nytjavörur og gjafavörur. „Þetta er hliðarverkefni hjá okk- ur, því við erum allar í öðrum störf- um. Við fjórar sem stöndum að búð- inni myndum gott teymi, erum með ólíka þekkingu og reynslu. Salbjörg Rita Jónsdóttir er grafískur hönn- uður, Jóhanna Gísladóttir er í dokt- orsnámi í umhverfis- og auðlinda- fræði, Elsa Þórey Eysteinsdóttir er líffræðingur og ég er viðskiptafræð- ingur.“ Aftur orðið flott að nýta Þær vinkonurnar láta verkin tala þegar kemur að umhverfis- málum, þær stóðu fyrir átakinu Plastlaus september í fyrra ásamt fleirum og verða aftur með slíkt átak nú í haust. „Við sigrum ekki heiminn strax, en allt sem fólk gerir í þessa átt skipt- ir máli,“ segir Kristín og bætir við að áhugi hennar á umhverfismálum hafi kviknaði fyrir tuttugu árum þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. „Þá fór ég að hafa áhyggjur af umhverfinu og ég var að rembast við að nota tau- bleiur sem var ekki eins auðvelt þá og það er í dag. En þar fyrir utan er ég alin upp á heimili þar sem nýtni var í hávegum höfð, foreldrar mínir sáu til þess að það var aldrei mikil sóun á mínu æskuheimili. Heimilið var stórt, við vorum sex systkini og okkur var til dæmis kennt að fara sparlega með sjampó, því það endaði úti í sjó. Og að nota handklæðin oft áður en þau væru sett í þvott. Ég var líka í sveit öll bernskusumrin hjá frænku minni á Mýri í Bárðardal en þar var lifað á landinu og lítið aðkeypt, allt var vel nýtt. Þetta skiptir allt máli í meðvit- und minni fyrir umhverfismálum,“ segir Kristín og bætir við að henni finnist frábært að það þyki aftur flott að nýta og endurnýta. „Ég keypti til dæmis engan jóla- pappír í fyrra, heldur endurnýtti alls- konar umbúðir sem höfðu safnast upp hjá mér. Ég bjó líka til jólaskraut með því að klippa niður kökukassa og ýmislegt fleira gerði ég í hvatn- ingarátaki sem hét nýtnivika.“ Fólk er meðvitaðra en áður Kristín segir að það sé mikil vinna að baki því að finna vörur sem henta í verslun þeirra vinkvennanna. „Mikill tími fer í að skoða og leita, en það er líka skemmtilegt. Við erum mjög harðar við sjálfar okkur, við viljum ekkert plast í búðina og við tökum ekki inn vörur sem eru næst- um því umhverfisvænar, þær verða að vera það alla leið. Við erum búnar að finna umhverfisvænar lausnir fyr- ir flestallt sem fólk þarf að nota dags- daglega heima hjá sér. Við viljum að þetta sé nytjavöruverslun, en líka gjafavörur inni á milli, þó helst með notagildi. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og fólk er rosalega ánægt. Við finnum virkilega fyrir að það er eftirspurn eftir þessum vörum. Sem betur fer hefur meðvitund fólks auk- ist í umhverfismálum og fólk er að leita að umbúðalausum vörum, það vill minna plast. Við seljum til dæmis gamaldags rakvélar með fjölnota rakvélarblöðum sem eru mjög vin- sælar. Sama er að segja um stálrör til að setja í drykki, sem fólk þvær og notar aftur og aftur. Við erum með fjölnota vaxdúka sem koma í staðinn fyrir plastfilmu sem fólk setur yfir skálar með matarafgöngum. Tann- kremstöflur sem við seljum eftir vigt eru líka vinsælar og sjampó sem er í föstu formi eins og sápustykki. Hjá okkur fást þvottastykki í stað upp- þvottalagar í plastbrúsum og þvotta- flögurnar hjá okkur hafa slegið í gegn, sem eru settar í þvottavélar. Við erum líka með þvottahnetur, beint af trjám, sem hafa sápueig- inleika og setja má í þvottavélar. Við seljum grænsápu frá Mjöll/Frigg eft- ir vigt, en hana má nota við öll heim- ilisþrif. Allt brotnar þetta strax niður í náttúrunni og þessar vörur eru um- búðalausar.“ Keypti ekki föt í heilt ár Kristín segist ekki gera kröfu um að allir á hennar heimili séu eins og hún þegar kemur að umhverfis- málum. „Hér búa hjá okkur hjónum fimm börn og auk þess leigir þýsk stúlka herbergi hjá okkur. Ég get ekki stjórnað öllum öðrum í þessum málum, en auðvitað bendi ég þeim á hvað megi betur fara, hér er því um- hverfisvænt uppeldi í gangi. Ég er svolítið ýkt í þessum málum en get ekki ætlast til að allir sem næst mér standi séu það líka,“ segir Kristín og bætir við að fólk þurfi að auka með- vitund sína í þessum málum, þurfi að venja sig á að kaupa minna og kaupa notað. „Til dæmis notuð leikföng fyrir börnin okkar, nóg er til af þeim, það sjáum við á bland.is. Börn þurfa ekki svona mikið af öllu eins og neyslu- hyggjan segir okkur. Og ekki við full- orðna fólkið heldur. Fyrir rúmu ári ákvað ég að kaupa engin föt á sjálf mig í heilt ár. Og það var ekkert mál. Vinkonur mínar sem vissu af þessu gáfu mér notuð föt af sér og þetta er minna mál en fólk heldur. Eftir þetta hef ég minni áhuga á að kaupa mér föt, ég afvandist því. Nú fæ ég stund- um samviskubit við að versla í fata- búðum, af því ég veit það þarf ekki að framleiða svona mikið og fólk þarf ekki að kaupa svona mikið.“ Kristín segir að almennt finnist henni konur heldur áhugasamari en karlar um umhverfismál. „Við sjáum það í búðinni okkar, þangað koma fleiri konur en karlar. En þeir karlar sem gera sér ferð þangað á annað borð eru sérlega áhugasamir, og yngri karlmenn hafa mikinn áhuga á umhverfismálum.“ Fyrir þá sem ekki eiga kost á því að gera sér ferð í Vistveru í Grímsbæ, er vert að taka fram að þær vinkonurnar halda einnig úti vefsíðu þar sem kaupa má vörur sem hjá þeim fást: www.vistvera.is Ólst upp við mikla nýtni í æsku Henni var kennt í bernsku að fara sparlega með allt og hún var í sveit þar sem allt var vel nýtt. Kristín Inga lætur sig umhverfið varða. Morgunblaðið/Eggert Vinkonur Þær láta sig umhverfið varða. Elsa, Kristín og Salbjörg í Vistveru í Grímsbæ, en Jóhanna var í útlandi. Vænt Þvottasápa og þvottasápuflögur, hrein jurtasápa, selt eftir vigt. Tannhirða Þær selja tannbursta úr bambus úr sjálfbærri framleiðslu. Í GÓÐU FORMI HEIMA Í STOFU Æfingatæki fyrir þol- og styrktarþjálfun, sem auðvelt er að nota heima í stofu. Kíktu á úrvalið í verslun okkar eða á fastus.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.