Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Hraðþrif
á meðan þú bíður
Hraðþrif opin virka daga frá 8-18,
um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Verð frá 4.300,-
(fólksbíll)
Bíllinn er þrifinn létt
að innan á u.þ.b.
10 mínútum.
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR
Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár.
Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora.
Sandgerðisdagar, árleg bæj-
arhátíð í Sandgerði, hófust í
fyrradag undir einkunnarorð-
unum „Sameinuð stöndum við!“.
Hátíðin stendur til 26. ágúst og
fer nú fram í fyrsta skiptið í nýju
sameinuðu sveitarfélagi Sand-
gerðis og Garðs. Meðan á hátíð-
inni stendur munu bæjarbúar
skreyta hús sín í ýmsum litum og
meðal viðburða verða dorgveiði,
pottakvöld í sundlauginni, dag-
skrá fyrir unga fólkið, knatt-
spyrnumót, saltfiskveisla og hin
vinsæla Lodduganga.
Á laugardaginn verður svo
kvölddagskrá á hátíðarsviði við
grunnskólann í Sandgerði og lýk-
ur henni með flugeldasýningu í
umsjón björgunarsveitarinnar
Sigurvonar við Sandgerðishöfn.
Í tilkynningu um hátíðina segir
að óvíst sé hvort þetta verði í síð-
asta skipti sem hátíðin er haldin
þar sem nú hafi Sandgerði og
Garður sameinast.
Bæjarhátíð Á myndinni sjást Sandgerðingar og aðrir í Loddugöngunni.
„Sameinuð stöndum við!“
„Ég er nú staddur norður á Strönd-
um, en berjasprettan á Vesturlandi
er víðast hvar mjög lítil. Ég er búinn
að finna samtals tólf aðalbláber,“
segir Sveinn Rúnar Hauksson,
læknir og áhugamaður um ber, í
samtali við Morgunblaðið.
„Við fáum engin ber að vestan, og
í fyrra var bláberjasalan alveg afleit
hjá okkur,“ segir Guðrún Davíðs-
dóttir, eigandi Vínbersins á Lauga-
vegi, sem þrátt fyrir að hafa hætt að
selja vínber fyrir 21 ári, hefur selt
villt ber á haustin.
Guðrún skiptir við berjatínslufólk
á Vestfjörðum, en hún segir ekki
sama hvernig farið sé með berin og
reynslan af þessum aðilum sé góð.
Þeir hafi haft samband við hana í
gær og sagt að það yrðu engin ber.
Um dræma sölu á bláberjum í
fyrra hefur hún Costco-áhrifin grun-
uð, enda var mikið flutt inn af ódýr-
um berjum, sem þau íslensku geti
vart keppt við í verði.
„Svo er Vínberið fyrst og fremst
konfektbúð í dag, með 80 tegundir af
súkkulaðiplötum, konfektkassa og
konfekt í lausu, svo seljum við kaffi
til að taka með. Áður var Vínberið
matvörubúð en með tilkomu lág-
vöruverslana þá breyttist það í kon-
fektverslun.“ ernayr@mbl.is
Fann aðeins tólf aðalbláber
Slæmt berjasumar vestanlands í ár Vínberið skiptir við
berjatínslufólk að vestan sem sagði „engin ber í ár“
Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson
Aðalbláber Fyrir tveimur árum þegar uppskeran að vestan kom í Vínberið.
Hinn kunni fjallagarpur Simon
Yates flytur í kvöld klukkan átta
fyrirlestur í Bíó Paradís þar sem
hann mun fjalla um leiðangur, sem
hann er nýkominn úr, til Grænlands
og ferðir sínar víða um heim.
Yates sneri í vikunni aftur til Ís-
lands frá Grænlandi, þar sem hann
kannaði afskekktar slóðir, og mun
segja frá þeim leiðangri. Hann sigldi
á skútunni Iorana frá Flateyri til
Nansen-fjarðar og Kangerlussuaq á
austurströnd Grænlands þar sem
hann og félagar gengu á nokkur
fjöll.
Yates er einna þekktastur fyrir að
hafa árið 1985 er hann gekk á Siula
Grande í Andesfjöllum skorið á lín-
una sem tengdi hann við klifurfélaga
sinn, Joe Simpson. Varð hann þeim
þannig báðum til bjargar.
Segir frá þessu í bókinn Touching
the Void (Í snertingu við tómið) og
samnefndri heimildarmynd.
Í fyrirlestrinum fer Yates yfir lífs-
hlaup sitt á fjöllum, en hann hefur
ferðast um allan heim bæði sem
klifrari og leiðsögumaður, klifið fjöll
eftir nýjum leiðum og gengið á
nokkra afskekktustu staði veraldar.
Yates var einnig þátttakandi í
leiðangri á fjallið Ama Dablam í
Himalajafjöllum sem sagt var frá í
íslensku heimildarmyndinni Ama
Dablam - Beyond the Void (Ama
Dablam - handan tómsins) eftir
Ingvar Ágúst Þórisson frá árinu
2008.
Yates hefur verið tíður gestur á
Íslandi á undanförnum árum, bæði
til að klifra og í tengslum við ferðir
sínar til Grænlands.
Fyrirlesturinn er í samstarfi við
Fjallakofann.
Afskekktir staðir
og ótroðnar slóðir
Simon Yates fjallagarpur segir frá
Ljósmynd/Ingvar Ágúst Þórisson
Fjallagarpur Simon Yates í Nansen-firði á Grænlandi með hrikalegan fjalla-
hring að baki. Yates segir frá ferðum sínum í Bíó Paradís í kvöld.