Morgunblaðið - 22.08.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Talið er að mjög erfitt verði að
mynda ríkisstjórn í Svíþjóð eftir
komandi þingkosningar vegna
fylgisaukningar tveggja flokka,
Vinstriflokksins og Svíþjóðardemó-
kratanna, sem þykja ekki vera lík-
legir til stjórnarsamstarfs við aðra
flokka.
Samkvæmt nýlegri könnun rann-
sóknafyrirtækisins Inizio fyrir dag-
blaðið Aftonbladet er fylgi Sví-
þjóðardemókratanna 18,8%, sex
prósentustigum meira en í síðustu
þingkosningum fyrir fjórum árum
þegar flokkurinn fékk 49 þingmenn
af 349. Kannanir í júní og júlí bentu
til þess að Svíþjóðardemókratar
fengju um 21% fylgi og yrðu næst-
stærsti flokkur landsins, á eftir
Sósíaldemókrötum, sem hafa mælst
með 23-26% fylgi í sumar. Svíþjóðar-
demókratar hafa tvöfaldað fylgi sitt í
öllum þingkosningum frá árinu 2002
en nýjasta könnunin bendir til þess
að hann verði talsvert frá því að
endurtaka það í kosningunum sem
fara fram sunnudaginn 9. septem-
ber.
Algerlega ný staða
Hinir stjórnmálaflokkarnir í Sví-
þjóð hafa ekki léð máls á stjórnar-
samstarfi við Svíþjóðardemókratana
vegna stefnu þeirra í innflytjenda-
málum og ásakana um að þeir ali á
kynþáttahatri. Flokkurinn á rætur
að rekja til hreyfinga sem voru
bendlaðar við nýnasisma. Á meðal
stofnenda hans var Gustaf Ekström
sem gekk í flokk sænskra nasista
1932 og síðan í Waffen-SS-hersveitir
þýskra nasista í síðari heimsstyrj-
öldinni. Flokkurinn hefur reynt að
þvo af sér nasistastimpilinn undir
forystu Jimmy Åkesson sem varð
leiðtogi hans árið 2005.
Samkvæmt nýjustu könnun Inizio
er fylgi Vinstriflokksins nú 8,7%,
þremur prósentustigum meira en í
kosningunum fyrir fjórum árum.
Verði þetta niðurstaðan verður það
mesta fylgi flokksins í tuttugu ár,
eða frá kosningunum árið 1998 þeg-
ar hann fékk 12% atkvæðanna.
Flokkurinn á rætur að rekja til
Kommúnistaflokks Svíþjóðar sem
var stofnaður árið 1921. Hann var
nefndur Vinstriflokkurinn – komm-
únistarnir árið 1967 en tók upp nú-
verandi nafn árið 1990. Hann hefur
aldrei átt aðild að ríkisstjórn en stutt
stjórnir Sósíaldemókrata og Um-
hverfisflokksins frá árinu 1998, m.a.
minnihlutastjórn þeirra sem er nú
við völd.
Samkvæmt nýjustu könnun Inizio
mælist nú fylgi Svíþjóðardemókrat-
anna og Vinstriflokksins samtals
27,5% en það hefur verið um 30% síð-
ustu vikur. Sænski blaðamaðurinn
og rithöfundurinn Niklas Ekdal seg-
ir að ef kannanirnar ganga eftir komi
upp algerlega ný staða á þinginu því
að flokkarnir tveir séu ekki álitnir
stjórntækir. „Um það bil þriðjungur
sænskra kjósenda virðist núna ætla
að kjósa þessa flokka. Á sama tíma
er útlit fyrir að stóru miðflokkarnir
eins og Sósíaldemókratar fái minna
fylgi en nokkru sinni fyrr,“ hefur
fréttavefur danska ríkisútvarpsins
eftir Ekdal. „Allt bendir því til þess
að mjög erfitt verði að mynda ríkis-
stjórn eftir komandi kosningar. Fara
þarf aftur til þriðja áratugar aldar-
innar sem leið til að finna svipaða
stöðu.“
Könnun Inizio bendir til þess að
Sósíaldemókratar fái 24,6% at-
kvæðanna og gangi það eftir verður
það minnsta kjörfylgi flokksins í
sögu hans. Hægriflokkurinn Mod-
eraterna mælist nú með 23,3% fylgi
en það hefur verið tæp 20% í könn-
unum í sumar.
AFP
Róttækur vinstrimaður Jonas Sjöstedt, leiðtogi Vinstriflokksins, á fundi í
Stokkhólmi. Flokkurinn á rætur að rekja til Kommúnistaflokks Svíþjóðar.
AFP
Þjóðernissinni Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, á kosn-
ingafundi í Sundsvall. Flokkurinn á rætur að rekja til nasistahreyfinga.
Stefnir í að mjög erfitt verði
að mynda næstu ríkisstjórn
Svíþjóðardemókrötum og Vinstriflokknum spáð mestri fylgisaukningu í Svíþjóð
Nýr þjóðernisflokkur
» Nýr þjóðernissinnaður
flokkur, Annar kostur fyrir Sví-
þjóð, stefnir að því að fá nógu
mikið fylgi, eða minnst 4%, til
að fá sæti á sænska þinginu.
Ólíklegt er þó að honum takist
það, ef marka má kannanir.
» Flokkurinn stefnir m.a. að
því að vísa a.m.k. hálfri milljón
innflytjenda úr landi, með valdi
ef þörf krefur.
Rússneskir hakkarar, sem reyndu
að hafa áhrif á kosningarnar í
Bandaríkjunum árið 2016, hafa nú
gert árásir á hugveitur repúblik-
ana, að sögn Microsoft í gær.
Fyrirtækið sagði að hakkararnir
hefðu reynt að stela gögnum frá
pólitískum stofnunum og hug-
veitum, meðal annars Int-
ernational Republican Institute og
Hudson Institute. Hakkararnir eru
sagðir tengjast leyniþjónustu rúss-
neska hersins. Árásirnar fólust í
því að þeir bjuggu til vefsíður sem
virtust tilheyra hugveitunum og
plötuðu fólk til að fara inn á þær,
með það að markmiði að stela lyk-
ilorðum þess og fleiri upplýs-
ingum.
Beinast gegn öllum sem
leggjast gegn Pútín
Á meðal stjórnarmanna í Inter-
national Republican Institute eru
þingmenn úr röðum repúblikana,
svo sem John McCain, sem hafa
gagnrýnt Vladimír Pútín, forseta
Rússlands. Sérfræðingar í barátt-
unni gegn slíkum netárásum segja
að markmið hakkaranna sé að ráð-
ast gegn öllum pólitískum öflum
sem leggjast gegn Pútín og hvetja
til refsiaðgerða gegn Rússlandi.
Microsoft sagði að hakkararnir
hefðu beitt sömu aðferðum og beitt
var fyrir kosningarnar í Banda-
ríkjunum árið 2016 og í Frakklandi
á síðasta ári. Tólf rússneskir leyni-
þjónustumenn hafa verið ákærðir
fyrir aðild að árásum hakkara sem
brutust inn í tölvupósta lands-
nefndar Demókrataflokksins og
kosningastjóra Hillary Clinton og
láku þeim í því skyni að koma
höggi á hana í kosningabaráttunni
vestanhafs fyrir tveimur árum.
Stjórnvöld í Kreml hafa neitað
þessum ásökunum. „Við skiljum
ekki hvernig leyniþjónusta rúss-
neska hersins á að tengjast þessu,“
sagði talsmaður Pútíns í gær.
Nýjar
netárásir
vestra
Beindust að hug-
veitum repúblikana
Trípólí. AFP. | Íbúar strandbæja í
grennd við Trípólí, höfuðborg Líbíu,
vakna oft á morgnana við spreng-
ingar þegar sjómenn nota dínamít-
sprengjur við fiskveiðar, þótt þær
valdi tjóni á sjávarlífi.
Algengt hefur verið að fiskimenn í
Líbíu beiti þessari aðferð til að fá
sem mestan afla með sem minnstum
tilkostnaði eftir uppreisnina í land-
inu árið 2011. Síðan þá hefur verið
glundroði í landinu og ráðstafanir til
að vernda fiskistofna og lífkerfi sjáv-
ar hafa ekki verið ofarlega á for-
gangslista yfirvalda.
Þótt bannað sé með lögum að nota
sprengiefni án sérstaks leyfis og
stunda slíkar veiðar með dínamíti
virðast fiskimennirnir ekki eiga það
á hættu að verða saksóttir.
„Við heyrum spengingarnar en
enginn getur gert neitt við þessu,“
sagði Bannour Abu Kahal, fulltrúi
líbíska sjávarútvegsráðuneytisins í
bænum Castelverde, austan við Trí-
pólí.
Sjávarlíffræðingar, sjómenn, fisk-
salar og jafnvel trúarleiðtogar hafa
hvatt fiskimennina til að hætta að
beita þessari aðferð, en án árangurs.
„Sprengjurnar skaða fiskstofna og
drepa hrogn og sjávarplöntur,“
sagði fisksalinn Fathi al-Zaytuni,
sem selur aðeins fisk sem veiddur er
í net.
Hættulegar veiðar
Fiskimennirnir nota oftast
sprengjur sem eru heimasmíðaðar.
Tugir manna hafa látið lífið eða
særst í sprengingum við veiðarnar
eða þegar sprengjurnar eru búnar
til, að sögn fjölmiðla í Líbíu. Til að
mynda létu þrír fiskimenn í sömu
fjölskyldu lífið í borginni Sirte í
mars þegar þeir voru að setja saman
sprengju.
Nota sprengjur
við fiskveiðarnar
Skaða sjávarlíf við strendur Líbíu
AFP
Afli dagsins Fisksalar sýna glæ-
nýjan fisk á markaði í Trípólí.