Morgunblaðið - 22.08.2018, Qupperneq 18
BAKSVIÐ
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
A
ðsókn í djúpköfun í Silfru
hefur minnkað umtals-
vert, um 60-70%, eftir að
öryggiskröfur til köf-
unar í gjánni voru hert-
ar til muna í mars á síðasta ári. Mikil
ánægja er þó með hvað breytingar á
öryggiskröfum hafa tekist vel. Þetta
segja þeir Jón Þór Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Arctic Adventures,
sem er eitt af þeim fyrirtækjum sem
bjóða upp á köfunarferðir í Silfru, og
Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðs-
vörður á Þingvöllum, í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins um að-
sókn og öryggi í Silfru undanfarið ár.
Aðsókn í snorkl svipuð og var
„Aðsókn hefur minnkað mjög
mikið en við bjuggumst við því á sín-
um tíma þegar farið var í þessar að-
gerðir. Mjög strangar kröfur voru
settar þeim köfurum sem koma og
því er það að einhverju leyti þannig í
dag að þeir sem hefðu komið í djúp-
köfun eru að koma að snorkla í stað-
inn. Aðsókn í snorklið hefur haldist
svipuð milli ára,“ segir Jón Þór Gunn-
arsson. Með minni aðsókn hefur þó
tekist að bæta stýringu á þeim fjölda
sem kafar í Silfru að sögn Jóns. „Það
er meira umstang í kringum djúpköf-
unina og vegna þess hve aðsóknin
hefur minnkað hefur flæði köf-
unarhópa á móti batnað,“ segir Jón.
Breytingar eftir banaslys
Tæpt eitt og hálft er frá því að
banaslys varð í Silfru á Þingvöllum
þegar Bandaríkjamaður á sjötugs-
aldri lést þegar hann var þar við yfir-
borðsköfun. Banaslysið var þá það
fimmta á sjö árum. Silfru var lokað í
kjölfar slyssins, nánar tiltekið 10.
mars 2017, en opnað var fyrir köf-
unarþjónustu á nýjan leik þremur
dögum síðar undir nýjum og hertum
öryggisreglum. Í júlí síðastliðnum
tóku svo ný köfunarlög gildi þar sem
fjölmörgum ákvæðum frá fyrri lög-
gjöf var breytt, sem eiga að stuðla að
auknu öryggi við köfun.
„Það er engin spurning að þær
breytingar sem voru gerðar í samráði
við fyrirtækin, Umhverfisstofnun og
umhverfisráðuneytið og þjóðgarðinn
hafa heppnast gríðarlega vel. Allir
sem koma að þessu, þ.m.t. við fyr-
irtækin, eru mjög ánægðir með
hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir
Jón.
Viðbragðsmaður á staðnum
Spurður hvort einhver alvarleg
slys eða tilfelli hafi orðið í Silfru síðan
öryggiskröfur voru hertar segir Ein-
ar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörð-
ur á Þingvöllum, svo ekki vera. „Við
bættum við viðbragði á staðnum á
þessu ári. Við erum með sjúkraflutn-
ingamann frá Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á staðnum, þannig að
fyrsta viðbragð er mjög gott núna.
Það var að nokkru leyti svar við því
að við höfum upplifað ýmislegt bæði í
Silfru og annars staðar í þjóðgarð-
inum,“ segir Einar.
Algjörlega nauðsynlegt var, seg-
ir Einar, að herða öryggiskröfur.
„Það urðu mörg alvarleg slys og
nokkuð ört í Silfru, sem lentu mjög
þungt á okkur og öllum ferðaþjón-
ustufyrirtækjum. Niðurstaðan var að
breyta reglum mjög ákveðið, sem
hefur hjálpað mikið,“ segir Ein-
ar. „Við getum aldrei komið al-
gjörlega í veg fyrir slys, hvorki
í Silfru eða við hvaða iðju sem
fólk tekur sér fyrir hendur, en
við verðum að gera allt til
að stoppa í öll göt og við
höfum verið að
gera það á
undanförnum
árum,“ segir
Einar.
Aðsókn minnkað en
öryggi aukist mjög
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Lifrarbólga Cer algeng-asti lifrar-
sjúkdómurinn og
er talið að hátt í
200 milljónir
manna séu sýktar í
heiminum. Hér á landi hefur
staðið yfir átak gegn lifr-
arbólgu C undanfarin ár og
hefur náðst talsverður árangur
eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær.
Á undanförnum tveimur ár-
um hefur algengi sýkingar-
innar dregist saman um 72% og
segir Magnús Gottfreðsson,
prófessor í læknisfræði við Há-
skóla Íslands og sérfræðingur í
smitsjúkdómum, í samtali við
Morgunblaðið að það sé tölu-
vert meira en sérfræðingar
hafi gert sér vonir um á svo
skömmum tíma.
Sigurður Ólafsson, melting-
arlæknir og ábyrgðarmaður
meðferðarátaksins gegn sjúk-
dómnum, segir að á síðasti ári
átaksins hafi hátt í 700 ein-
staklingar verið meðhöndlaðir
og áætlar að náðst hafi til 90%
þeirra, sem nú séu smitaðir.
Hann skorar á þá sem séu
smitaðir að leita sér aðstoðar.
Lifrarbólga smitast þegar
sýkt blóð berst frá einum ein-
staklingi til annars. Óhreinar
sprautunálar eru algengasta
smitleiðin og er sérstök hætta
á að sjúkdómurinn breiðist út
meðal sprautufíkla sem deila
nálum. Sjúkdómurinn getur
einnig smitast við blóð og
blóðhlutagjöf og
kynmök, þótt það
sé talið fátítt.
Lifrarbólga C
telst meiriháttar
heilbrigðisvá.
Markmið
Alþjóðaheilbrigðisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna er að árið
2030 verði búið að draga úr ný-
gengi hennar um 80% þannig
að hún verði það ekki lengur.
Hér gæti sá árangur með sama
áframhaldi náðst 10 árum fyrr.
Lykillinn að árangrinum í
þessu samstarfsverkefni SÁÁ
og Landspítala er að lyfjaris-
inn Gilead hefur gefið lyf til
meðhöndlunar allra smitaðra á
Íslandi í tengslum við rann-
sókn á því hvernig sjúkdóm-
urinn breiðist út.
Lifrarbólga C er skæður
sjúkdómur og hefur ekki verið
fundið bóluefni gegn henni.
Bólgan getur verið væg og án
einkenna svo árum skiptir og
jafnvel áratugum. Á endanum
getur hún leitt til skorpulifrar
og lifrarbilunar.
Það er mikilvægt að þessi ár-
angur í viðureigninni við lifr-
arbólgu skuli vera í augsýn.
Um leið verður að hafa í huga
að haldi menn ekki vöku sinni
getur hún blossað upp aftur.
Fregnir af nýgengi sjúkdóma
sem nánast voru taldir úr sög-
unni á borð við mislinga, skar-
latssótt, hettusótt og berkla
bera því vitni. Heilbrigð-
iskerfið þarf því að geta haldið
þessu átaki til streitu.
Tekist hefur að
fækka sýkingum um
72% og ná til 90%
smitaðra }
Dregur úr lifrarbólgu C
Nicolas Maduro,forseti Vene-
súela, tilkynnti
þjóð sinni á laug-
ardaginn að hann
hefði fundið lausnina á hinum
gríðarlega efnahagsvanda sem
hrjáð hefur landið síðustu árin.
Einhverjir kynnu að ætla að
næst hefði Maduro tilkynnt af-
sögn sína, en í ljós kom að
töfralausn forsetans fólst eink-
um í því að fimm núll yrðu skor-
in aftan af gjaldmiðli landsins,
bólivarnum. Vegna verðbólg-
unnar kosta einföldustu nauð-
synjavörur nú milljónir.
Þá tilkynnti Maduro að lág-
markslaun yrðu hækkuð, svona
í þeirri von að þau myndu geta
haldið í við um 40.000% verð-
bólgu á ársgrundvelli. Til að
bæta gráu ofan á svart var
einnig ákveðið að hinn nýi bó-
livar yrði tengdur við gengi
sérstakrar rafmyntar sem
Venesúelastjórn hefur sett á
laggirnar. Sú hefur fengið
nafnið „petró“, þar sem verð-
gildi hennar á að tengjast verði
á olíu, helstu útflutningsvöru
Venesúela. Petróið er hins veg-
ar ekki hátt skrif-
að, og hafa sumir
sérfræðingar í raf-
myntum jafnvel
gengið svo langt að
kalla myntina svikamyllu.
Myntbreytingin tók gildi á
mánudag, tveimur dögum eftir
að hún hafði verið tilkynnt,
með tilheyrandi ringulreið. Þá
tilkynntu bæði Brasilía og
Ekvador að þau myndu loka
landamærum sínum að Vene-
súela, en talið er að allt að 2,3
milljónir Venesúelamanna hafi
flúið land á síðustu fjórum ár-
um vegna ástandsins. Umfang
flóttamannavandans er nú orð-
ið svo mikið að helst mætti
ætla að borgarastríð ríkti í
landinu en ekki efnahags-
þrengingar.
Auðvelt er að skella skuld-
inni af ástandinu á Maduro,
handvalinn eftirmann Hugos
Chavez, og víst er að ábyrgð
hans er mikil. Ekki er þó hægt
að horfa framhjá ábyrgð for-
verans, sem fylgdi kenningum
sósíalismans og lagði þannig
grunninn að öllum þeim hörm-
ungum sem nú hrjá Venesúela.
Brjálæðið heldur
áfram í Venesúela}Treyst á töfralausnir
M
isnotkun lyfja sem valdið geta
ávana og fíkn hefur verið
mikið í umræðunni og fréttir
um alvarlegar afleiðingar af
notkun ungmenna á ávana-
bindandi lyfjum hafa upp á síðkastið verið allt-
of margar. Ljóst er að þessi vandi er marg-
þættur og því miður er enga eina lausn að
finna. Heilbrigðisyfirvöld verða þó að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn
misnotkun umræddra lyfja án þess þó að
ganga gegn hagsmunum þeirra sjúklinga sem
þurfa að hafa aðgang að þeim.
Eitt af fyrstu verkum mínum sem heilbrigð-
isráðherra var að stofna starfshóp sem falið
var að gera tillögur um aðgerðir til að stemma
stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja.
Hópurinn skilaði tillögum sínum til mín í maí. Tillögur
hópsins miðast fyrst og fremst að því að takmarka magn
ávanabindandi lyfja í umferð hér á landi, styðja við góðar
ávísanavenjur lækna og efla eftirlit. Starfshópurinn ítrek-
aði einnig mikilvægi þess að almenningur væri upplýstur
um þá hættu sem stafar af rangri notkun umræddra lyfja.
Margar af tillögum starfshópsins eru nú þegar komnar
til framkvæmda og aðrar eru í vinnslu. Af þeim tillögum
sem komnar eru til framkvæmda má nefna tillögu sem
snýr að því að takmarka aðgang að ávanabindandi lyfjum.
Ný reglugerð um lyfjaávísanir, nr. 1266/2017, tók gildi 1.
júlí sl., en í henni felast ýmis nýmæli sem miða að því að
veita læknum meira aðhald í lyfjaávísunum en áður og
stuðla að öruggari lyfjanotkun. Reglugerðin
hefur meðal annars þær breytingar í för með
sér að frá 1. september má aðeins ávísa ýmsum
ávana- og fíknilyfjum til 30 daga notkunar í
senn, ekki er hægt að fá afgreidd lyf úr
ákveðnum lyfjaflokkum nema fyrir liggi lyfja-
skírteini fyrir viðkomandi sjúkling og auknar
kröfur eru um að einstaklingar sem fá lyfjum
framvísað sýni skilríki í apótekum auk þess sem
ekki verður heimilt að innleysa lyfjaávísanir
vegna ávana- og fíkniefna sem gefnar eru út á
EES-svæðinu.
Af aðgerðum sem nú er unnið að má nefna að-
gerðaáætlun við stefnu í áfengis- og vímuvörn-
um, sem Embætti landlæknis vinnur að í sam-
vinnu við velferðarráðuneytið, og nýja
reglugerð sem mun innihalda hertar reglur um
innflutning einstaklinga á lyfjum, einkum ávana- og fíkni-
lyfjum, en tekið verður mið af samsvarandi reglum sem
gilda í Noregi. Opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímu-
efnaneytendur er einnig í undirbúningi í velferðar-
ráðuneytinu. Aukin fræðsla um ávana- og fíkniefni og al-
varlegar afleiðingar neyslu slíkra lyfja er einnig aðkallandi.
Það er ljóst að við þurfum að beita öllum tiltækum ráð-
um til að stemma stigu við misnotkun ávana- og fíknilyfja.
Það er von mín að aðgerðir stjórnvalda sem þegar hefur
verið gripið til, og þær aðgerðir sem eru í farvatninu, séu
til þess fallnar að leysa þennan vanda.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Aðgerðir gegn misnotkun lyfja
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Öryggisreglur í Silfru voru
hertar í mars í fyrra. Í regl-
unum felst m.a. að fækka köf-
urum á hvern leiðsögumann,
skilyrði sett um reynslu af köf-
un í þurrbúningi, læknisvott-
orðs krafist um líkamlegt og
andlegt heilbrigði, aðgangs-
stýring yfir daginn og krafa
um að kafarar séu syndir. Al-
gjör samstaða var meðal
rekstraraðila og yfirvalda um
breytingarnar. „Ég hef heyrt á
máli manna, t.d. frá umhverf-
isráðuneytinu, að þeir eru
mjög ánægðir með bæði
samstarfið og hvernig
þetta hefur gengið fyrir
sig síðan ráðist var í ör-
yggisbreytingarnar. Í
stuttu máli var sam-
starfið til fyrirmyndar og
lausnin var einnig til fyr-
irmyndar,“ segir Jón
Þór Gunnarsson hjá
Arctic Adventures.
Skilyrði sett
um reynslu
HERTAR ÖRYGGISREGLUR
Jón Þór Gunnarsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Náttúruperla Umhverfið og tært vatnið í gjánni Silfru gerir staðinn afar
vinsælan. Á bilinu 50-60 þúsund manns kafa eða snorkla í Silfru árlega.