Morgunblaðið - 22.08.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.08.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 ✝ GuðmundurKristján Eyj- ólfsson fæddist á Hömrum í Gríms- nesi hinn 29. maí 1945. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 9. ágúst 2018. Foreldrar Guð- mundar voru Eyj- ólfur Guðmunds- son, bóndi á Hömr- um í Grímsnesi, f. 29.12. 1896, d. 27.10. 1960, og Inga Maren Ágústsdóttir, húsfreyja frá Lýsuhóli á Snæfellsnesi, f. 4.8. 1904, d. 27.7. 1955. Systkini Guðmundar eru: Haraldur (samfeðra), f. 16.3. 1938, d. 27.1. 2018, Ágúst Ingi, f. 12.10. 1942, Ásgeir Ingi, f. 30.7. 1946, og Kristín Guðbjörg, f. 22.1. 1948. Fyrri eiginkona Guðmundar var Hildur Leifsdóttir, f. 1948. Þeirra börn eru: 1) Eyjólfur Brynjar, f. 31.7. 1964, maki Id- ania Guðmundsson, f. 1959, börn: Brynjar Alexis, f. 1993, og Alexandra Ósk, f. 1996. Fyrir átti Eyjólfur Guðmund Kristján, f. 1982, og Fannar og Viktor, f. 1986. 2) Ágúst Ingi, f. 25.12. 1965, maki Anna Gunnlaugs- dóttir, f. 1968, börn: Ásdís Sandra, f. 1995, og Agnes María, f. 2003. 3) Hulda Björk, Ágúst V. Guðmundsson, f. 1973, börn: Nína Björg, f. 2004, Rakel Anna, f. 2006, Gabríel Örn, f. 2011, og Erla Hlín, f. 2014. Langafabörnin eru átta tals- ins. Guðmundur ólst upp á Hömrum í Grímsnesi til tíu ára aldurs en þá lést móðir þeirra systkina og þau fluttu ásamt föður á Minni-Borg, sem brann veturinn eftir. Þá var þeim systkinum komið fyrir á bæjum í sveitinni á meðan Minni-Borg var endurbyggð. Guðmundur fór að Búrfelli ásamt Ásgeiri bróður sínum og lauk barna- skólagöngu sinni frá Ljósafoss- skóla. Veturinn 1960-61 stund- aði Guðmundur nám á Núpi í Dýrafirði en á þeim tíma lést faðir hans. Guðmundur fluttist til Reykjavíkur að námi loknu og hóf nám í bifvélavirkjun hjá Ræsi. Lauk sveinsprófi árið 1965 og síðar meistaraprófi ár- ið 1975. Starfaði hann á ýmsum stöðum þar til hann stofnaði sitt eigið bifvélaverkstæði á 8. áratugnum. Guðmundur og Nína opnuðu varahlutaverslunina Bílahornið í Hafnarfirði og ráku til ársins 1995. Þá fór Guðmundur aftur í bílaviðgerðir og rak Bifreiða- verkstæði Guðmundar Eyjólfs- sonar með syni sínum, Guð- mundi Kr., þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Útför Guðmundar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 22. ágúst 2018, klukkan 13. f. 12.5. 1969, maki Þór Eiríksson, f. 1965, börn: Sunna Maren, f. 1994, Harpa Mjöll, f. 1999, og Aníta Lilja, f. 2008. Árið 1973 kvæntist Guð- mundur Nínu Draumrúnu Guð- leifsdóttur, f. 11.10. 1944, d. 15.3. 2015. Þeirra börn eru: 1) Guðmundur Kristján, f. 18.11. 1977, maki Sandra Rut Gunnarsdóttir, f. 1980, börn: Tanja Rut, f. 2005, Gunnar Logi, f. 2008, og Þórdís María, f. 2013. 2) Margrét Erla, f. 26.9. 1980, maki Halldór Heiðar Sigurðsson, f. 1980, börn: Embla Hrönn, f. 2007, Styrmir Heiðar, f. 2010, og Há- kon Bjarmi, f. 2017. Fyrir átti Nína Draumrún tvö börn af fyrra hjónabandi, þau eru: 1) Guðleifur Ragnar Krist- insson, f. 18.12. 1964, börn: Rósa Kristín, f. 1999, og Guð- mundur Ingi, f. 2006. 2) Hanna Guðrún Kristinsdóttir, f. 24.8. 1966, maki Pétur Hjaltested, f. 1956. Hanna á Höskuld Þór, f. 1984, og Veru Dögg, f. 1988. Guðmundur og Nína áttu fósturdóttur, Heiðrúnu Gunn- arsdóttur, f. 19.11. 1974, maki Í dag kveð ég pabba minn – þann allra jákvæðasta, þolinmóðasta og sjálfstæðasta mann sem ég hef vitað. Viðmót hans var blítt, hjartað rúmaði alla sem þess þurftu, hann tók lífinu létt og flanaði ekki að neinu. En hann þoldi ekkert hálfkák, ef eitthvað var ákveðið þá skyldi það gert strax og það skyldi gert vel. Þessir eiginleikar, auk elju- semi, fleyttu honum vel áfram í lífinu. Hann setti sér markmið og lagði ýmislegt á sig til að ná þeim. Þegar hann fékk heilablóðfall fyrir 11 árum og tapaði tungu- málinu voru það þessir eigin- leikar sem drifu hann áfram svo hann náði framförum. Það sem ég hef dáðst að honum öll þessi ár! Aldrei gafst hann upp heldur hélt sínu striki, hélt áfram að ferðast innanlands sem utan, sótti félagsskap á nýjum stöðum og lét ekkert aftra sér frá því sem hann vildi gera. Hann var fyrirmynd mín og fyrirmynd barnanna minna, sem sakna afa síns óendanlega mikið. Síðasta ár var síðasta glíman hans pabba. Hann greindist með krabbamein sl. haust og tókst á við þau veikindi af miklu æðruleysi. Það dró af honum en alltaf var hann hress og kátur, jafnvel undir það síðasta. Hann var tilbúinn í sína síðustu ferð þótt við höfum ekki verið það. Ég tel ekki að pabbi hafi tapað baráttunni við meinið því hann var tilbúinn að kveðja. Hann vann. Við hin stöndum eftir með hjartað yfirfullt af þakklæti til elsku pabba og minningar um yndislegan mann. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt og allt. Þín Margrét Erla. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Óendanlegt þakklæti er mér efst í huga á þessum tímamótum er ég kveð elsku pabba, hann Guðmund stjúpföður minn. Ég var sex ára þegar hann kom inn í líf mömmu og okkar systkin- anna, en pabbi okkar Gulla bróður, Kristinn Jón, hafði lát- ist tveimur árum fyrr. Ég man vel eftir þessum tíma og hvernig ég skref fyrir skref kallaði hann Guðmund, Guðmund pabba og loks pabba, og litla frekjan ég leit þá á hann sem hluta af litlu fjölskyldunni á Brávallagötu 8. Það var náttúrlega ekki allt- af auðvelt að þurfa allt í einu að deila athygli og tíma móður minnar með öðrum og ég get ekki annað en brosað að minn- ingunum frá þeim tíma. Seinna, þegar ég minntist á þetta tímabil við þau mömmu, þá mundu þau ekki neitt, en ég man hvað ég var oft svolítið skömmustuleg á þeim tíma. Pabbi var sá ljúfasti og besti maður sem ég hef kynnst, ynd- islegur pabbi og við systkinin öll alin upp af foreldrum sem sýndu hvort öðru virðingu og ást og þannig var heimilislífið, sem er svo þakkarvert þegar hugsað er til baka. Þegar ég lít yfir þau fjörutíu og sex ár, sem ég átti með elsku pabba, hef ég svo margt að þakka fyrir, minningar sem ekki slær einum skugga á og ryð og mölur fá ekki grandað. Huggun mín í sorginni er trú pabba um endurfundi ástvina í Sumarlandinu. Guð blessi minningu þína, bjarta og hreina, elsku pabbi minn. Takk fyrir allt og allt, takk fyrir þig. Þín dóttir, Hanna Guðrún. „Það er allt í lagi með mig.“ Þetta eru síðustu orðin sem elsku Mummi bróðir sagði við mig kvöldið áður en hann kvaddi þennan heim. Þessi orð hans lýsa honum svo vel. Ekk- ert vesen. Það eru góðar minningar sem ég geymi um Mumma og Nínu konu hans sem kvaddi líka fyrir þremur árum. Nú eru þau saman á ný í Sumarland- inu. Það var alltaf svo gott að vera samvistum við þau, hvort sem það var heima eða í ferða- lögum, og það gleymist aldrei. Þeir sem þekktu Mumma vita að hann þurfti svo sann- arlega að hafa fyrir lífinu. Hann varð ungur munaðarlaus en kom sér til manns með já- kvæðni og dugnaði. Ég fæ að láni orðin hans Hössa afabarns hans: „Duglegri og hjálpsamari mann er ekki hægt að finna. Þú hélst líka allmörg námskeið um jákvæðni og góðmennsku án þess að taka eftir því sjálfur. Ég lærði a.m.k. mikið af þér og þeir sem fengu að kynnast þér, fallega sál.“ Elsku Magga, Gummi, Hanna, Hulda, Gústi, Gulli, Eyjó og Heiðrún, þið hafið öll misst mikið. Við fjölskyldan sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um Mumma lifir um ókomin ár í hjörtum okkar. Kristín Eyjólfsdóttir (Stína). Guðmundur Eyjólfsson Kveðja frá konunum í kvenfélaginu Iðunni Í dag kveðjum við eina af okkar dyggustu félagskonum, Guðbjörgu Jónu Guðmunds- dóttur, en kallið kom nánast fyrirvaralaust að nýlokinni ferð á æskuslóðir hennar í Naustvík í Árneshreppi. Má segja að það sé táknrænt að hafa farið að vitja átthaganna og kveðja að því búnu. Kynni okkar hófust er ég flutti hingað í Bæjarhrepp sum- Guðbjörg Jóna Guðmundsdóttir ✝ Guðbjörg JónaGuðmundsdótt- ir fæddist 5. desem- ber 1935. Hún lést 31. júlí 2018. Útför Guðbjarg- ar Jónu fór fram 15. ágúst 2018. arið 2001 og óskaði eftir inngöngu í kvenfélag sveitar- innar og hitti fyrir röggsaman og virðulegan for- manninn, Jónu í Guðlaugsvík, sem fagnaði nýjum fé- laga. Hún stýrði starfseminni af ör- yggi, lagði góðum málum lið og lét sér annt um okkur, Iðunnar- konurnar. Hún hafði verið fé- lagi í Iðunni um áratugi, gekk í það þegar tengdamóðir hennar, Anna Sigurðardóttir, húsfreyja í Guðlaugsvík, var formaður, en hún gegndi því embætti lengur en nokkur önnur, eða í rúmlega 20 ár, virt og öflug kona. Jóna var mikill gleðigjafi, tók af áhuga þátt í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, stuðlaði að leikhúsferðum og öðrum viðburðum félagsins. Hún og eiginmaður hennar, Skúli Helgason, voru samstiga í farsælu hjónabandi, umvafin kærleika hvort til annars, barna sinna og afkomenda. Eitt af verkefnum kven- félagsins hefur verið að annast erfidrykkju fyrir gengna sveit- unga okkar og þá reyndi mikið á hæfni og dugnað, t.d. þegar þurfti að steikja 300 pönnukök- ur að morgni útfarardags, skreyta tertur og smyrja brauð, en allt þetta lék í höndum Jónu og ævinlega var hún reiðubúin að leggja sitt af mörkum. Hið sama átti við um réttarkaffið, sem við Iðunnarkonur sáum um og seldum á réttardaginn í Hvalsárrétt, þar stóð hún vakt- ina með okkur hinum á meðan hún treysti sér til. Ég talaði við tvær félagskon- ur og bað þær að lýsa kynnum sínum af húsfreyjunni í Guð- laugsvík: „Hún var svo skemmtileg og ekta, var tíguleg og bar sig vel; gott var að koma til þeirra Skúla, þau voru gest- risin og greiðvikin. Þau gáfu okkur stóra rekaviðarkubba sem undirstöður fyrir sumarbú- staðinn okkar, sterka og góða, því allt byggist á sterkum grunni; hvort sem um er að ræða húsbyggingu eða færni á lífsins vegi. Mér þótti mjög vænt um hana. Hún taldi sig vera heppna í lífinu.“ Svo mælti Guðrún Lára, prestskona þá á Prestbakka. Hin sagði: „Þær móðir mín, Hanna á Kolbeinsá, og hún unnu afar vel saman í kvenfélaginu og leið vel í návist hvor annarrar. Hún var hlát- urmild og glaðleg og hafði góð áhrif á fólk.“ Hér talaði Ásdís í Laugarholti. „Drottinn, hjá þér er uppspretta lífsins og í þínu ljósi sjáum vér ljós“ (sálm. 36.). Þetta fallega vers minnir okkur á hvaðan við öll komum og veit- ir okkur huggun og von um nýtt upphaf. Megi Drottins ljós lýsa Guðbjörgu Jónu og vera ástvinum hennar huggun og styrkur. Við, konurnar í Iðunni, þökk- um Jónu í Guðlaugsvík ljúfa samfylgd og farsæl störf í þágu félagsins okkar og samfélagsins alls. Veri hún kært kvödd í ei- lífri náðinni. Kristín Árnadóttir, formaður. ✝ Jósep Matt-híasson bakari fæddist í Króatíu 19. febrúar 1939. Hann lést 14. ágúst 2018. Hann starfaði lengst af hjá varn- arliðinu í Keflavík en síðustu ár við bakstur í Reykja- vik. Jósep kvæntist Sigurbjörgu Ólöfu Guðjóns- dóttur, hún lést 22. desember 2000. Sonur þeirra er Jósep Matthías til heimilis í Reykja- vík. Fyrir átti Jósep dótturina Margréti Maríu sem er bú- sett í Bandaríkj- unum. Útför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 22. ágúst 2018, klukkan 15. Elskulegur mágur minn kvaddi þennan heim rétt eftir kvöldmatinn, en hann bjó orðið á hjúkrunarheimili, var orðinn lé- legur í fótunum eftir að hafa staðið við bakstur til margra ára. Mér var brugðið er ég fékk þau skilaboð, ég var vön að hringja í hann en var ekki búin að því þennan dag, en nú er hann kominn til Siggu sinnar, en systir mín lést árið 2000. Trú- lega er það gott fyrir þann sem kveður að fara á þennan hátt, betra en að liggja á spítala mán- uðum saman, en áfall fyrir okkur sem eftir stöndum. Jósep var bakari til margra ára og færði mér stundum bakkelsi. Hann var mikið góðmenni og hugsaði um fjölskylduna. Hann spurði alltaf um stelpurnar mínar, hvernig gengi hjá þeim og hvernig gengi hjá elsta syni dóttur minnar. Hann var hættur að fara aust- ur fyrir fjall en þar stendur mik- ill og fallegur gróður í reitnum þeirra hjóna. Nú eru þau saman á ný og skoða skóginn sinn. Sólrún Guðjónsdóttir. Jósep Matthíasson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGIMARS NÚMASONAR, Ægisbyggð 1, Ólafsfirði. Ingibjörg Antonsdóttir Nína Ingimarsdóttir Númi Ingimarsson Steina J. Hermannsdóttir Matthías Ingimarsson Helga Ingimarsdóttir Hlynur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Kær samstarfs- kona, Kristín Guð- mundsdóttir, er fallin frá. Kristín starfaði sem ritari við Grunn- skóla Grindavíkur. Kristín var yndisleg manneskja og reyndist öllum vel. Hún mætti alltaf bros- andi til vinnu og tókst á við verk- efni dagsins af alúð og gleði. Hún var einstaklega þægileg manneskja og hafði góða nær- veru. Kristín var alltaf fús að rétta fram hjálparhönd og lagði Kristín Guðmundsdóttir ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist 19. desem- ber 1957. Hún lést 2. ágúst 2018. Útför Kristínar fór fram 16. ágúst 2018. sig fram um að að- stoða alla með virð- ingu og einlægni. Nemendur leituðu mikið til Kristínar og var þeim ávallt tekið með brosi, hugulsemi og vel- vild. Við eigum svo sannarlega margar góðar minningar um Kristínu. Við sem vorum svo lán- söm að fá að kynnast henni þökkum samfylgdina og geym- um minningar um hana í hjört- um okkar. Við vottum fjölskyldu hennar innilega samúð. Fyrir hönd starfsfólks og nemenda í Grunnskóla Grinda- víkur, Guðbjörg M. Sveinsdóttir, skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.