Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 27
persónu. Hún gekk að mestu óstudd
í salinn og tók á móti vegsemdar-
skjölum og blómum.
Ásta bjó lengst af á Kársnesbraut
67 þar til í fyrravor að hún fékk
pláss í Sunnuhlíð.
Fjölskylda
Eiginmaður Ástu var Gunnar
Þorsteinn Þorsteinsson, f. 11.5.
1918, d. 11.10. 2008, rennismíða-
meistari. Foreldrar hans voru hjón-
in Þorsteinn Ólafsson, f. 23.11. 1890,
d. 31.3. 1989, bóndi í Litluhlíð á
Barðaströnd, og Guðrún Jóna Mar-
grét Finnbogadóttir, f. 16.2. 1893, d.
11.10. 1978, ljósmóðir.
Börn Ástu og Gunnars eru: 1)
Júlíana Signý, f. 23.8. 1947, tækni-
teiknari, maður hennar er Örn
Jónsson, f. 1944, rafmagnstækni-
fræðingur; 2) Óðinn Gunnsteinn, f.
27.9. 1948, vélvirkjameistari og for-
stjóri, kona hans er Auður Hall-
grímsdóttir, f. 1956, hjúkrunarfræð-
ingur og fjármálastjóri. Þau reka
Járnsmíðaverkstæði Óðins; 3) Anna
Margrét, f. 20.4. 1950, kennari,
maður hennar er Guðmundur Jóels-
son, f. 1948, löggiltur endurskoð-
andi. Stjúpdóttir Ástu er Sigrún
Björk, f. 1.8. 1944, hjúkrunarfræð-
ingur, maður hennar er Ásgeir
Indriðason, f. 1945, fyrrverandi bú-
stjóri. Stórfjölskyldan telur alls 70
manns.
Systkini Ástu voru Þorbjörg, f.
19.9. 1913, d. 5.10. 2013; Daníel Guð-
mundur Eyjólfur, f. 1.4. 1916, d.
12.6. 2002, húsasmíðameistari á Ísa-
firði og vann mikið að slysavarna-
málum; Óli Jóhannes, f. 1.4. 1916, d.
7.6. 1998, húsa- og skipasmíðameist-
ari og rak timburverslunina Björk á
Ísafirði. Fóstursystir og frænka
þeirra var Anna Kristín Björns-
dóttir, f. 23.2. 1908, d. 25.12. 1993,
saumakona og verkakona á Ísafirði.
Foreldrar Ástu voru hjónin Sig-
mundur Brandsson, f. 2.8. 1870, d.
30.3. 1919, járnsmiður á Ísafirði, og
Júlíana Óladóttir, f. 22.9. 1879, d.
9.6. 1951, húsfreyja og verkakona.
Kristín Guðrún
Daníels-
dóttir húsfr. í
Hvallátrum á
Breiðafirði
Ólína
Jóhanna
Jónsdóttir
húsfr. í
Hvallátrum
Valdimar
Ólafsson b.
og skipa-
smiður í
Hvallátrum
Jóhanna
Valdimars-
dóttir fata-
hönnuður,
síðast bús.
á Akureyri
Guðrún Björt
Yngvadóttir
alþjóðaforseti
Lions-hreyfingar-
innar
Úr frændgarði Ástu Sigurrósar Sigmundsdóttur
Ásta Sigurrós
Sigmundsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
húsfreyja í Neðri-Flekkudal
Guðrún Þórðardóttir
húsfreyja á Ísafirði
Óli Hannesson
sjómaður og formaður á Ísafirði
Júlíana Óladóttir
húsfreyja og verkakona á Ísafirði
Guðríður Þorkelsdóttir
húsfreyja í Hnitbjörgum
Hannes Geirmundsson
bóndi í Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð, N-Múl.
Hannes Ólason verkam.
og verkstj. í Hnífsdal
Óli Björn Hannesson
augnlæknir, bús. í
Garðabæ
Ástríður
Brands-
dóttir húsfr.
á Hólum í
Reykhóla-
sveit
Valgerður Björnsdóttir húsfreyja
í Hnífsdal, móðir Óla Björns
Hannessonar augnlæknis
Anna Kristín Björnsdóttir
fóstursystir Ástu og
slysavarnakona
Kristín Grímsdóttir
húsfreyja í Hlíð við
Þorskafjörð
Anna Daníelsdóttir
húsfreyja á Kollabúðum
aníelína
Brands-
dóttir
húsfr. á
Ísafirði
Svein-
björn
Hafliða-
on lögfr.,
ús. á Sel-
tjarnar-
nesi
s
b
Þórunn
Svein-
bjarnar-
dóttir form.
BHM og fv.
alþm. og
ráðherra
Þórunn
Svein-
bjarnar-
dóttir
húsfr. í
Rvík
D
Solveig
Sveinbjörnsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Kristján
Loftsson
forstjóri Hvals
Sig-
mundur
ónsson
fjár-
málastj.
í Rvík
J
Gunn-
augur M.
Sig-
mundsson
ðskiptafr.
g frkvstj. í
Rvík
l
vi
o
Sigmundur
Davíð
Gunn-
laugsson
alþm. og fv.
forsætis-
ráðherrra
Jón
Hjaltalín
Brands-
son b. á
Kambi í
Reyk-
hólasveit
Brandur Sigmundsson
bóndi á Kollabúðum við
Þorskafjörð, A-Barð.
Ingibjörg Guðbrandsdóttir
húsfr. á Miðhúsum og í Hlíð
Sigmundur Brandsson
b. á Miðhúsum á Reykjanesi,
A-Barð., og í Hlíð
Sigmundur Brandsson
járnsmiður á Ísafirði
Þórður Jónsson
bóndi í Neðri-Flekkudal í Kjós
Gunnfríður
Hjaltadóttir húsfr.
á Kirkjubóli í
Staðardal, Strand.
Rögnvaldur
Guðmundsson b. á
Uppsölum í Ísafjarðar-
djúpi og víðar
Amalía Rögnvalds-
dóttir húsfr. víðar
í Álftafirði og á
Ísafirði
Hrefna Tynes
skátaforingi
og húsfr. í
Rvík
Daníel Hjaltason
bóndi, hreppstjóri og gullsmiður í Hlíð við Þorskafjörð
Systkinin Ásta í fanginu á Önnu og
tvíburarnir Daníel og Óli til hliðar.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Jónína Sæmundsdóttir fæddist22. ágúst 1892 í Nikulás-arhúsum í Fljótshlíð. For-
eldrar hennar voru hjónin Sæmund-
ur Guðmundsson, f. 1842, d. 1922, og
Þórunn Gunnlaugsdóttir, f. 1850, d.
1938. Þegar Nína var 14 ára brugðu
foreldrar hennar búi og og fór hún
þá til frænku sinnar í Kaupmanna-
höfn.
Nína hóf nám við Teknisk skole
hjá Holger Grönvold, 1915 og nam
síðan við höggmyndadeild Akadem-
ísins á árunum 1916 til 1920.
Nína dvaldi mikið í Evrópu næstu
árin en árið 1926 var henni boðið að
sýna í Art Centre í New York og
settist hún þar að og bjó þar næstu
fjögur árin. Árið 1930 flutti Nína til
Hollywood þar sem hún undirbjó
þátttöku í samkeppni um gerð lista-
verks fyrir WaldorfAstoria- hótelið í
New York og vann hún samkeppn-
ina með höggmyndinni „Spirit of Ac-
hievement“ eða „Framkvæmda-
hugur“. Verkið var valið úr 400
tillögum og stendur það fyrir framan
hótelið í New York.
Auk þessarar höggmyndar við
Waldorf-Astoria hótelið eru högg-
myndir Nínu víðar. Meðal annarser
verkið „Promoþeus“ í Westlake-
garðinum í Los Angeles, högg-
myndin „Leifur Eiríksson“ í Grif-
fith-garðinum í Los Angeles og
„Móðurást“ sem stendur í Mæðra-
garðinum við Lækjargötu.
Nína gerði einnig höggmynd af
bandarísku leikkonunni Hedy Lam-
arr og var það sýnt bæði á Heims-
sýningunni í New York og á San
Francisco Fair. Á árum sínum í
Bandaríkjunum var hún oft fengin
til að gera portrett eða brjóstmyndir
af frægu fólki.
Á síðari hluta fimmta áratugarins
fór Nína að fást við málverk og á síð-
ustu starfsárum hennar hafði sú iðja
ýtt höggmyndalistinni til hliðar hjá
henni. Hún flutti heim til Íslands
1955.
Nína var trúlofuð Gunnari Thor-
steinssyni, bróður myndlist-
armannsins Muggs, þegar hann lést
árið 1921 langt fyrir aldur fram.
Nína lést í Reykjavík 29.1. 1965.
Merkir Íslendingar
Nína Sæmundsson
101 ára
Ásta Sigurrós
Sigmundsdóttir
95 ára
Dagbjört R. Bjarnadóttir
Ingibjörg Zophoníasdóttir
90 ára
Vigdís Runólfsdóttir
Vilhjálmur Geir Þórhallsson
85 ára
Hildur Káradóttir
80 ára
Jón Breiðfjörð Höskuldsson
Ólafur Steinþórsson
Sólveig Guðmundsdóttir
75 ára
Bryndís S. Sigurðardóttir
Davíð Árnason
70 ára
Anna Guðmundsdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Guðrún Hafliðadóttir
Gyða Halldórsdóttir
Helga G. Líndal
Þorbergsdóttir
Kristjana Óskarsdóttir
Sigríður Jörundsdóttir
Sigurður Guðjón Jónsson
Sveinn Magnússon
Sæunn Oddsdóttir
60 ára
Helgi Gunnar Jónsson
Sesselja Auður
Eyjólfsdóttir
50 ára
Baldur Ólafsson
Baldur Pálsson
Bjarni Finnbogason
Dariusz Niescier
Gunnar Þór Sigurðsson
Inga Snæfells
Reimarsdóttir
Ingveldur Guðmundsdóttir
Janusz Wojciech
Sienkiewicz
Priscilla Almiran Basalan
Rúnar Þór Báruson
Þuríður Óttarsdóttir
40 ára
Andri Hugo Runólfsson
Ellen Dana Elíasdóttir
Eyjólfur Örn Jónsson
Finnbogi Vikar
Florin Tudor
Gróa Norðfjörð Jónsdóttir
Kresimir Kerek
Krzysztof Sylwester
Nazaruk
Sigurlaug Vilhjálmsdóttir
Snorri Borgar Óðinsson
Sólrún Björg Ólafsdóttir
Sveinn Óli Garðarsson
Tomasz Jan Kaszny
Tomasz Ryszard Swierz
Þorsteinn Theodór
Ragnarsson
30 ára
Aron Arnar Sighvatsson
Ágústa Sveinsdóttir
Bjarni Fannar Björgvinsson
Björgvin Matthías
Hallgrímsson
Grímur Snorrason
Guðmundur Freyr
Kristbergsson
Helga Hilmarsdóttir
Hrafnkell Orri Sigurðsson
Marcin Jan Zarzycki
Snorri Ásbjarnarson
Sævar Örn Oddsson
Valgeir Elís Marteinsson
Til hamingju með daginn
40 ára Andri er Vest-
mannaeyingur og er með
BA í hljóð- og upptöku-
verkfræði frá SAE í
Amsterdam. Hann er
verslunarstj. og tækni-
maður hjá Tölvun ehf.
Foreldrar: Runólfur Gísla-
son, f. 1950, d. 2006,
verkamaður og forstöðu-
maður hjá Heimaey, og
Margo Brenner, f. 1953, á
og rekur skrifstofu-
húsnæði fyrir sálfræðinga
og geðlækna í Milwaukee,
Bandaríkjunum.
Andri Hugo
Runólfsson
30 ára Grímur er frá Ísa-
firði en býr í Kópavogi.
Hann er smiður.
Maki: Julie Björk Gunn-
arsdóttir, f. 1988, dag-
mamma.
Börn: Christian Jökull, f.
2017. Stjúpbörn:
Sebastian Örn, f. 2008, og
Freyja Kirstine, f. 2012.
Foreldrar: Snorri Gríms-
son, f. 1954, verslunarstj. í
Vínbúðinni á Ísaf., og Árný
Hallfríður Herbertsdóttir, f.
1958, kennari á Ísafirði.
Grímur
Snorrason
30 ára Guðmundur er úr
Reykjavík en er ferðaþjón-
ustubóndi á Háafelli í
Hvítársíðu. Hann er með
BS í umhverfisskipulagi.
Maki: Elsa Þorbjarnar-
dóttir, f. 1990, deildarstj.
á leikskólanum Hnoðra-
bóli í Reykholtsdal.
Börn: Þorbjörg Ásta, f.
2014, og Bergur, f. 2016.
Foreldrar: Kristberg
Tómasson, f. 1958, og
Ásthildur Gyða Torfa-
dóttir, f. 1958, bús. í Rvík.
Guðmundur F.
Kristbergsson