Morgunblaðið - 22.08.2018, Side 33

Morgunblaðið - 22.08.2018, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. ICQC 2018-20 Slender Man Vinir í litlum bæ í Massachusetts eru heillaðir af netþjóðsögunni um hina hávöxnu og grönnu fíg- úru Slender Man og leitast við að sanna að hún sé ekki til í alvöru, þar til einn af þeim hverfur með dularfullum hætti. Metacritic: 29/100 Rotten Tomatoes: 10% The Happytime Murders Sagan gerist í heimi þar sem brúður búa í samfélagi með mönnum. Þegar brúðuleikarar í barnaþáttum frá 9. áratugnum finnast myrtir einn af öðrum fer fyrrverandi einkaspæjari, sem má muna fífil sinn fegri, að rannsaka málið ásamt fyrrverandi félaga sínum, leiknum af Melissu McCarthy. Atak paniki (Kvíðakast) Frumraun pólska leikstjórans Pawels Maslona sem slegið hefur í gegn í Póllandi. Myndin segir sögur af sex persónum sem lenda í ótrúlegum aðstæðum og liggja leiðir þeirra saman með ein- hverjum hætti. Upplifanir þeirra leiða til þess að öll fá kvíðakast. Crazy Rich Asians Sögusviðið er Singapúr en sagan byggist á vinsælum bókaflokki Kevins Kwans sem gerist í heimi þeirra ofurríku og dekruðu í Singapúr. Við fylgjumst með því þegar Rachel, sem alist hefur upp í Bandaríkjunum, fer að slá sér upp með Nick, sem er af forríkri ætt í Singapúr. Móttökur fjöl- skyldunnar reynast vægast sagt kómískar. Metacritic: 74/100 Rotten Tomatoes: 93% Bíófrumsýningar Ríkir Asíubúar, brúðu- morð og kvíðaköst AFP Leikararnir Hluti af hópnum á frumsýningu Crazy Rich Asians. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Systkinin Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn munu á morgun, fimmtudag, syngja saman á sínum fjórðu Systkinatónleikum og verða þeir í Fella- og Hólakirkju kl. 20. Venju samkvæmt hafa systkinin fengið til liðs við sig ungt tónskáld sem semur dúett fyrir tónleikana en í þetta skipti er það Bára Gísladóttir sem samdi verkið Átta lög við ljóð Kött Grá Pjé (og nokkur hlægilega stutt millispil), en eins og nafnið gefur til kynna er textinn eftir rapp- arann Kött Grá Pjé. „Bára er gömul vinkona okkar Kristínar. Hún hefur náttúrlega verið að gera það alveg svakalega gott síðustu ár. Hún hefur verið að læra úti í Danmörku og m.a. samið fyrir Sinfóníuhljómsveit Danmerkur og Sinfóníuhljómsveit Helsinki,“ segir annað systkinanna tveggja, Guðfinnur Sveinsson, um það hvers vegna þau hafi fengið Báru til liðs við sig í ár. „Við höfðum oft talað um að reyna að fá Báru til að semja fyrir okkur en hún hefur verið svo upp- bókuð að það hefur reynst erfitt. En við náðum að fá hana þetta árið og erum auðvitað svakalega ánægð með það,“ segir Guðfinnur glaður í bragði. Aðspurður hvernig rapparinn Kött Grá Pjé hafi komið inn í verk- efnið svarar Guðfinnur: „Við vildum gefa tónskáldinu fullt frelsi og ég held að Bára haldi bara mikið upp á Kött Grá Pjé. Þrátt fyrir að hún sé svona á hinum klassíska enda tón- listarinnar þá ákvað hún, sem mikill aðdáandi, að taka texta úr bókinni hans.“ Guðfinnur segir það ekki hræða þau systkinin að syngja texta eftir harðkjarnarappara eins og Kött Grá Pjé þótt það sé vissulega skemmtileg áskorun. „[Bára] tekur alveg „element“ úr rappinu þannig að þetta eru kannski ekki hefð- bundnustu sönglög sem við höfum sungið. Þetta er mjög framúr- stefnulegt en textarnir eftir Kött Grá Pjé eru alveg frábærir.“ Nýju verkin lykilatriði Spurður um seinni hlutann í titli verksins, þ.e. „nokkur hlægilega stutt millispil“, segir Guðfinnur: „Það er strengjakvartett sem leikur með okkur og millispilin á milli ljóðanna eru eiginlega bara hlægi- lega stutt. Þetta eru kannski fimm til tíu sekúndna millikaflar. Bára ákvað því bara að setja það í titil verksins.“ Eins og áður segir verða Systkinatónleikarnir nú haldnir fjórða árið í röð og segir Guðfinnur þau systkinin vera að safna „systkinadúettum“ í sarpinn. „Þessi nýju verk setja alltaf mest- an svip á hverja tónleika fyrir sig. Við hugsuðum í upphafi að okkur langaði að byrja tíu ára plan. Að fá alltaf ungt tónskáld með okkur í lið og safna dúettum. Eftir tíu ár yrð- um við þá komin með tíu dúetta.“ Bjarni Frímann Bjarnason, tón- listarstjóri hjá Íslensku óperunni og nýr aðstoðarhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, mun leika undir á tónleikunum en þeir Guðfinnur hafa þekkst um nokkurt skeið. „Við Bjarni kynntumst í Eistlandi fyrir sjö – átta árum. Þá var hann að leika á fiðlu með Ólafi Arnalds og ég var á ferðalagi með hljómsveitinni minni. Svo hafa Kristín og Bjarni spilað saman áður, svo við ákváðum bara að leita til hans. Hann er frá- bær listamaður eins og Bára og var til í að gera þetta með okkur.“ Auk hins nýja verks Báru eru á efnisskránni óperuaríur og dúettar og þýskur og íslenskur ljóðasöngur. Verk við texta rappara  Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn halda sína fjórðu Systkinatónleika annað kvöld Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Dúó „Við hugsuðum í upphafi að okkur langaði að byrja tíu ára plan. Að fá alltaf ungt tónskáld með okkur í lið og safna dúettum. Eftir tíu ár yrðum við þá komin með tíu dúetta,“ segir Guðfinnur um tónleika þeirra Kristínar. Tónskáld Bára Gísladóttir. Morgunblaðið/Hari Textahöfundur Kött Grá Pé. Kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra, Kona fer í stríð, verður fulltrúi Íslands í keppninni um Kvik- myndaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Benedikt og Ólafur Egill Eg- ilsson skrifuðu handritið. Valið var tilkynnt gær á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Haugasundi. Verð- launin verða veitt í fimmtánda skipti 30. október, í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem verður þá haldið í Osló. Vetrarbræður, kvikmyndin sem Hlynur Pálmason leikstýrði og skrif- aði handritið að, verður fulltrúi Dana. Einnig eru tilnefndar finnska kvikmyndin Armomurhaaja (Góð- hjartaði dráparinn), Teemu Nikki leikstýrði og skrifaði handrit; norska kvikmyndin Thelma sem Joachim Trier leikstýrði og skrifaði handritið að; og sænska kvikmyndin Korparna (Hrafnarnir), sem Jens Assur leik- stýrði og skrifaði handrit að. Þá hefur verið tilkynnt að Kona fer í stríð og Undir trénu, kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hafi verið tilnefndar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, ásamt 47 öðrum kvikmyndum. Verðlaunin verða afhent 15. desember. Vinsæl Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur vakið eftirtekt víða um lönd. Kvikmyndir tilnefndar til verðlauna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.