Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 3. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  197. tölublað  106. árgangur  Stækkaðu heiminn og tryggðu þér besta verðiðmeðáskriftarkorti borgarleikhus.is VAR SÖNN ÞJÓÐAR- GERSEMI ÁST Í BLAND VIÐ MS HIMINHÁTT VERÐ Á HÁ- TÍSKUVERSLUN KÆRLEIKSRÍKT FJÖLSKYLDULÍF 50 VIÐSKIPTAMOGGINNSTEFÁN KARL 20 Guðrún Erlingdóttir ge@mbl.is „Fullorðið fólk er í umönnunarhlut- verki allan sólarhringinn og starfs- menn Alzheimersamtakanna klökkna oft við frásagnir aðstand- enda sem eru gjörsamlega uppgefn- ir,“ segir Vilborg Gunnardóttir, framkvæmdarstjóri samtakanna. Skortur á dagþjálfunarúrræðum fyrir fólk með heilabilun veldur bæði aðstandendum og sjúklingum óþarfa álagi og skerðir lífsgæði þeirra. Sigurður Helgi Jóhannsson segir að eiginkona hans geti ekki beðið eftir að komast í dagþjálfun í Fríðu- hús og vera hennar þar veiti honum þá hvíld sem hann þarfnist til þess að geta sinnt henni þegar heim er komið. Ragnheiður Kristín Karlsdóttir segir að í dagþjálfun hafi eiginmaður hennar haft eitthvað fyrir stafni og þjálfunin auðveldað honum lífið. Hún segir að alzheimerkarlinn hafi komið óboðinn í fjölskylduna þegar hjónin ætluðu að fara að njóta lífsins eftir langa starfsævi. Vinkonurnar Auður Bárðardóttir og Anna Karlsdóttir eru í dagþjálfun í Fríðuhúsi og segjast báðar vera miklu glaðari eftir að þær byrjuðu í dagþjálfun. 178 eru á biðlista eftir 168 dag- þjálfunarplássum á höfuðborgar- svæðinu. Morgunblaðið/Hari Glaðar Auður Bárðardóttir og Anna Karlsdóttir eru vinkonur sem una sér vel í dagþjálfun í Fríðuhúsi og takast á við alzheimer af æðruleysi. „Gjörsamlega uppgefnir“  Dagþjálfun eykur lífsgæði fólks með heilabilun og aðstandenda þess  Skortur er á dagþjálfunarplássum  Í umönnunarhlutverki allan sólarhringinn M Alzheimer »24 og 25 Það viðraði vel á höfuðborgarsvæðinu í gær og margt var um manninn á iðjagrænum golf- völlum. Þessar efnilegu stúlkur æfðu púttin á Grafar- kotsvelli, sem er sex holu æfingavöllur sem nýt- ur nokkurra vinsælda. Ekki veitir af því að æfa stutta spilið, það verður að halda einbeitingu á golfvellinum og klára hverja holu. Morgunblaðið/Eggert Púttstrokan æfð á Grafarkotsvelli  Hreinorkubílar þurfa að vera orðnir um 100 þúsund talsins ár- ið 2030 að öllu óbreyttu ef Ís- lendingar ætla sér að standast skilmála Par- ísarsamkomulagsins frá 2015 að sögn Sigurðar Friðleifssonar, fram- kvæmdastjóra Orkuseturs. Segir hann rafbílavæðinguna þurfa að ganga hraðar svo það megi takast en í dag nemur fjöldi þeirra tæplega 9 þúsundum. »ViðskiptaMogginn 100 þúsund hrein- orkubílar 2030 Fleiri Hreinorkubíl- um þarf að fjölga.  Oddvitar minnihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur eru hvassir í gagnrýni sinni á borgarritara, skrifstofustjóra Reykjavíkur- borgar og borgarstjóra og taka undir þá gagnrýni sem kom fram í máli tveggja sérfræðinga í opin- berri stjórnsýslu í Morgunblaðinu í gær. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið- flokksins, segir m.a. í samtali við Morgunblaðið í dag: „Borgarstjóri beitir bara embættismönnunum fyrir sig og það kristallast algjör- lega í þessu máli. Svo virðist vera sem embættismennirnir séu alls ekki hlutlausir, heldur vinni pólit- ísk skítverk fyrir borgarstjóra, sem á að hafa eftirlit með emb- ættismannakerfinu.“ Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir m.a.: „Þetta er staðfesting á því að þessi framganga embættismann- anna er ámælisverð.“ Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri vísar allri gagnrýni á bug. agnes@mbl.is »6 Vinni skítverk fyrir borgarstjórann  Arna Dís Ólafsdóttir, sem sá fram á að komast hvorki í nám né á vinnu- markað, skoðar nú þau atvinnu- tilboð sem hún hefur fengið. Í kjölfar fréttar Morgunblaðsins um slæma stöðu 100 þroskahamlaðra ungmenna tóku nokkur fyrirtæki og stofnanir við sér og buðu Örnu Dís vinnu. »4 Arna Dís fær tæki- færi á vinnumarkaði Arna Dís Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.