Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Evrópa til Suður Ameríku Sigling frá Barcelona til Buenos Aires | 21.nóv. - 13.des. Verð frá:676.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Á mann m.v. 2 í Concierge klefa með svölum á Celebrity Eclipse. Fararstjóri er Kristinn R. Ólafsson Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is „Ég er kominn það nálægt náms- lokum að þetta hefur mikil áhrif á mig, þetta er að seinka mér,“ segir Bjarni Freyr Þórðarson, atvinnu- flugnemi hjá Keili, um kyrr- setningu á flota Flugakademíu Keilis sem Sam- göngustofa fram- kvæmdi í síðustu viku. Flugvirkja, sem starfar við eftirlit á flug- vélum, skorti til- skilin leyfi til að skrifa upp á að vélarnar væru í lagi, sem leiddi til kyrrsetningarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem floti Keilis er kyrrsettur, en það gerðist einnig í apríl í fyrra. Stóð kyrrsetn- ingin þá yfir í um þrjár vikur en var aflétt eftir úrbætur skólans. Bjarni segir þá að flugnemar Keilis hafi frétt af kyrrsetningunni í fjöl- miðlum. „Við þurftum að frétta þetta í gegnum fjölmiðla og það hefur ekki enn verið haft samband við okkur frá skólanum. Við heyrum ekki neitt nema bara í gegnum fjölmiðla. Eins og gefur að skilja er mikil ólga í nem- endum og í okkar hópi. Við vitum ekki neitt og þeir kennarar sem við höfum náð að heyra í vita voða lítið eða vilja ekki segja neitt,“ segir Bjarni. Vöntun á flugkennurum hjá Keili hefur jafnframt leitt til þess að Bjarni, ásamt fleiri flugnemum, hefur þegar þurft að bíða í þrjá mánuði eftir því að komast í síðasta fasa námsins, sem er verklegt flugnám á tveggja hreyfla vél. „Þetta er örugglega mán- uður, eða einn og hálfur, sem þetta seinkar mér [til viðbótar]. Þannig að ég er mjög fúll yfir þessu.“ Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis, segir í samtali við Morgunblaðið að verið sé að vinna úr þeim „pappírsvanda“ sem stafi af kyrrsetningunni. Hann vonast þó til þess að fyrstu vélar flotans verði sett- ar á flug á næstu dögum en býst við að auknar tafir verði á verklega hluta námsins, líklegast um tvær vikur til viðbótar. „Við erum að klóra okkur fram úr fyrstu verkefnunum. Svo gerum við ráð fyrir því að fyrstu vél- arnar verði tilbúnar í dag eða á morg- un. Þetta er misjafnlega viðamikið eftir vélum sem við erum að kanna,“ segir Rúnar. Hann segist þá ekki geta staðfest að nemendur hafi fyrst heyrt af kyrr- setningunni í fjölmiðlum en tilkynn- ing þess efnis hafi þó birst í bók- unarkerfi skólans. „Þetta er að gerast á óheppilegum tíma, mjög margt fólk er í sumarfríi og fjarverandi,“ segir Rúnar en bætir við að forsvarsmenn Keilis reyni að halda upplýsingaflæði eins góðu og hægt er. „Það er alltaf hægt að deila um það hvernig upplýs- ingar eiga að fara frá fólki og fyr- irtækjum. En við reynum að halda upplýsingastreymi eins góðu og við getum,“ segir Rúnar. Keilir sendi út póst til nemenda síðdegis í gær þar sem þeim er boðið á upplýsingafund um málið í dag. Mikil óvissa ríkir meðal flugnema Keilis  Kyrrsetning á flota flugakademí- unnar leiðir til tafa í verklegu námi Ljósmynd/KeilirÁsbrú Flugnám Floti Flugakademíu Keilis var kyrrsettur í síðustu viku. Bjarni Freyr Þórðarson Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Samkvæmt gögnum OECD fyrir árið 2017 er heildarfjöldi kennslutíma í grunnskólum landsins rúmlega 7.600 klukkustundir, sem er á pari við með- altal OECD-ríkja. Noregur er rétt undan Íslandi en kennslutímar í grunnskólum þar fyrir árið 2017 voru samtals 7.894 klst. Danmörk er lang- efst með 10.960 klst. Tölurnar ná til kennslutíma frá upphafi barnastigs til loka unglingastigs. Í skýrslum OECD um nám á barna- og unglinga- stigi er þó bent á að það er ekki fjöldi kennslutíma sem skiptir sköpum um hvað varðar námsgæði, heldur er meginþátturinn sá hvernig tími nem- enda er nýttur og hvað fög eru kennd. Skipulag grunnskóla landsins Skipulag grunnskóla landsins kemur reglulega upp í umræðuna er skólar hefjast á nýjan leik eftir sum- arfrí. Til að mynda hefur umræða vegna fjöldi frídaga grunnskóla- barna, sem eru 73 á hverju ári sam- kvæmt úttekt Sólveigar Ragnheiðar Gunnarsdóttur á Facebook, vakið mikla athygli, og fjallað var um á mbl.is í fyrradag. Í samtali við mbl.is sagði Sólveig m.a. að frídagarnir væru íþyngjandi, sérstaklega fyrir einstæða og efna- minni foreldra. „Þeir eru ekki að fara að kaupa einhver rándýr námskeið fyrir börnin sem eru kannski orðin leið á frístundinni. Ef þú vilt leyfa þeim að fara í eitthvað annað en frí- stundina er það mjög dýrt,“ sagði Sólveig við mbl.is. Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm, og átta utan starfstíma nemenda. Miða skal við að lágmarki verði þrír af fimm starfsdögum samræmdir í grunnskólum og leikskólum í næsta nágrenni, segir í upplýsingum við skóladagatöl Reykjavíkurborgar. Sýna fríum fólks skilning Aðspurður hvernig viðhorf at- vinnurekenda eru gagnvart fríum fólks vegna barna segir Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, að í heild séu atvinnurekendur umburðarlyndir gagnvart fríum hjá starfsfólki vegna barna sinna. „Við sjáum það núna við setningu skólanna, þar fylgja foreldrar börn- um sínum í yfirgnæfandi meirihluta tilvika. Auðvitað er þessu sýndur skilningur. Ég hef hins vegar tekið fram að þetta eru mjög margir frí- dagar yfir árið og maður sér það þeg- ar þessi mál eru rædd að miklar und- irtektir eru við því að breytinga sé þörf,“ segir Halldór einnig í samtali við Morgunblaðið Skóladagar skulu vera 180 Samkvæmt kjarasamningi sveitar- félaga við Kennarasamband Íslands skulu skóladagar nemenda í grunn- skólum vera 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Þegar litið er á fjölda skóladaga hjá nemendum á barna- og unglingastigi annars stað- ar á Norðurlöndunum kemur nokkur munur í ljós. Skóladagar danskra nemenda eru 200 talsins og frídagar 51 samkvæmt óformlegri úttekt blaðamanns. Mun- urinn á fjölda frídaga milli íslenskra og danska grunnskóla barna skýrist helst á því að skólaárið í Danmörku er lengra en það íslenska. Nær það frá miðjum ágúst til loka júnímán- aðar. Skólalok í Danmörku eru því um þremur vikum seinna en á Íslandi og sumarfríið þannig styttra. Þá eru skóladagarnir 178 hjá sænskum nemendum, 190 í Noregi og 187 hjá Finnum, samkvæmt gögnum OECD. Í mörgum öðrum Evrópulöndum eru skóladagarnir á bilinu 170-180 tals- ins, en meðalfjöldi skóladaga á barnastigi hjá OECD-ríkjum er 185. Veglegri vetrarfrí erlendis Við nánari athugun blaðamanns á frídögum grunnskóla á Norðurlönd- unum og öðrum Evrópulöndum sést að vetrarfrí eru talsvert lengri þar en gengur og gerist í grunnskólum hér. Samkvæmt skóladagatali Reykjavík- urborgar eru þrír dagar í vetrarleyfi í seinni hluta október og tveir dagar í lok febrúar. Ef helgar eru teknar með í reikninginn þá eru þessi til- teknu vetrarfrí fimm dagar í október og fjórir dagar í febrúar. Til saman- burðar eru vetrarfrí grunnskóla í Danmörku, Svíþjóð og Noregi fimm virkir dagar í október og aðrir fimm í febrúar, níu dagar hvort um sig ef helgar eru taldar með. Fjöldi kennslutíma á pari við OECD-ríkin  Kennslutímar barna- og unglingastigs eru rúmar 7.600 klst. Heildarfjöldi kennslutíma á Norðurlöndunum Barna- og unglingastig (ISCED-2011 stig 1 og 2) Heildarfjöldi kennslutíma í klukkustundum árið 2017 10 8 6 4 2 0 Heimild: OECD 10.960 6.327 7.616 7.894 6.890 Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Morgunblaðið/Eggert Taska Skólastarf í grunnskólum landsins er að hefjast á ný eftir sumarfrí. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Arna Dís Ólafsdóttir sem útskrif- aðist af starfsnámsbraut FB í vor er komin með atvinnutilboð eftir að grein um úrræðaleysi fyrir ung- menni með þroskahömlun að loknu starfnámi birtist í Morgunblaðinu á þriðjudaginn,“ segir Unnur Helga Óttarsdóttir, móðir Örnu Dísar. Unnur segir að Arna Dís fari á föstudaginn að kanna aðstæður á Tannlæknastofunni í Glæsibæ þar sem hennar verkefni yrði m.a. að sjá um verðlaun sem börn fá að lokinni heimsókn til tannlæknis. „Þetta virðist vera algjört draumastarf fyrir Örnu Dís. For- svarsmenn vinnustaðarins sögðust hafa hugsað um það fyrir nokkrum mánuðum að bjóða ungmenni með þroskahömlun vinnu en ekkert gert í því fyrr en staða Örnu Dísar og ann- arra komst í hámæli,“ segir Unnur og bætir við að það hafi komið í ljós í samtali við eigendurna að þeir vissu ekki að hægt væri að gera samning við Vinnumálastofnun um greiðslur til fyrirtækja sem ráða starfsfólk í vinnu í gegnum, Atvinnu með stuðn- ingi. Unnur segir að margir vinnustaðir gætu boðið ungmennunum atvinnu með stuðningi.Vinnumarkaðurinn þurfi að vakna og opna augun fyrir tækifærunum sem í boði eru. „Við lærum öll af því að vinna sam- an í fjölbreytileikanum. Nú vantar 200 starfsmenn á frístundaheimili. Er ekki hugsanlegt að ungmenni með þroskahömlun getu komið þar að gagni?“ spyr Unnur og bendir á að þroskahamlaðir hafa mismunandi getu en gera verði kröfur til þeirra eins og annarra upp að því marki sem þroski þeirra býður upp á. Arna Dís fær tækifæri  Vinnumarkaður- inn þarf að vakna Ánægð Arna Dís Ólafsdóttir skoðar atvinnutilboð sem hún hefur fengið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.