Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Evrópa til Suður Ameríku
Sigling frá Barcelona til Buenos Aires | 21.nóv. - 13.des.
Verð frá:676.900 kr.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Á mann m.v. 2 í Concierge klefa með
svölum á Celebrity Eclipse.
Fararstjóri er Kristinn R. Ólafsson
Lísbet Sigurðardóttir
lisbet@mbl.is
„Ég er kominn það nálægt náms-
lokum að þetta hefur mikil áhrif á
mig, þetta er að seinka mér,“ segir
Bjarni Freyr Þórðarson, atvinnu-
flugnemi hjá
Keili, um kyrr-
setningu á flota
Flugakademíu
Keilis sem Sam-
göngustofa fram-
kvæmdi í síðustu
viku. Flugvirkja,
sem starfar við
eftirlit á flug-
vélum, skorti til-
skilin leyfi til að
skrifa upp á að
vélarnar væru í lagi, sem leiddi til
kyrrsetningarinnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem floti
Keilis er kyrrsettur, en það gerðist
einnig í apríl í fyrra. Stóð kyrrsetn-
ingin þá yfir í um þrjár vikur en var
aflétt eftir úrbætur skólans.
Bjarni segir þá að flugnemar Keilis
hafi frétt af kyrrsetningunni í fjöl-
miðlum. „Við þurftum að frétta þetta
í gegnum fjölmiðla og það hefur ekki
enn verið haft samband við okkur frá
skólanum. Við heyrum ekki neitt
nema bara í gegnum fjölmiðla. Eins
og gefur að skilja er mikil ólga í nem-
endum og í okkar hópi. Við vitum
ekki neitt og þeir kennarar sem við
höfum náð að heyra í vita voða lítið
eða vilja ekki segja neitt,“ segir
Bjarni.
Vöntun á flugkennurum hjá Keili
hefur jafnframt leitt til þess að
Bjarni, ásamt fleiri flugnemum, hefur
þegar þurft að bíða í þrjá mánuði eftir
því að komast í síðasta fasa námsins,
sem er verklegt flugnám á tveggja
hreyfla vél. „Þetta er örugglega mán-
uður, eða einn og hálfur, sem þetta
seinkar mér [til viðbótar]. Þannig að
ég er mjög fúll yfir þessu.“
Rúnar Árnason, forstöðumaður
Flugakademíu Keilis, segir í samtali
við Morgunblaðið að verið sé að vinna
úr þeim „pappírsvanda“ sem stafi af
kyrrsetningunni. Hann vonast þó til
þess að fyrstu vélar flotans verði sett-
ar á flug á næstu dögum en býst við
að auknar tafir verði á verklega hluta
námsins, líklegast um tvær vikur til
viðbótar. „Við erum að klóra okkur
fram úr fyrstu verkefnunum. Svo
gerum við ráð fyrir því að fyrstu vél-
arnar verði tilbúnar í dag eða á morg-
un. Þetta er misjafnlega viðamikið
eftir vélum sem við erum að kanna,“
segir Rúnar.
Hann segist þá ekki geta staðfest
að nemendur hafi fyrst heyrt af kyrr-
setningunni í fjölmiðlum en tilkynn-
ing þess efnis hafi þó birst í bók-
unarkerfi skólans. „Þetta er að gerast
á óheppilegum tíma, mjög margt fólk
er í sumarfríi og fjarverandi,“ segir
Rúnar en bætir við að forsvarsmenn
Keilis reyni að halda upplýsingaflæði
eins góðu og hægt er. „Það er alltaf
hægt að deila um það hvernig upplýs-
ingar eiga að fara frá fólki og fyr-
irtækjum. En við reynum að halda
upplýsingastreymi eins góðu og við
getum,“ segir Rúnar.
Keilir sendi út póst til nemenda
síðdegis í gær þar sem þeim er boðið
á upplýsingafund um málið í dag.
Mikil óvissa
ríkir meðal
flugnema Keilis
Kyrrsetning á flota flugakademí-
unnar leiðir til tafa í verklegu námi
Ljósmynd/KeilirÁsbrú
Flugnám Floti Flugakademíu Keilis var kyrrsettur í síðustu viku.
Bjarni Freyr
Þórðarson
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Samkvæmt gögnum OECD fyrir árið
2017 er heildarfjöldi kennslutíma í
grunnskólum landsins rúmlega 7.600
klukkustundir, sem er á pari við með-
altal OECD-ríkja. Noregur er rétt
undan Íslandi en kennslutímar í
grunnskólum þar fyrir árið 2017 voru
samtals 7.894 klst. Danmörk er lang-
efst með 10.960 klst. Tölurnar ná til
kennslutíma frá upphafi barnastigs
til loka unglingastigs. Í skýrslum
OECD um nám á barna- og unglinga-
stigi er þó bent á að það er ekki fjöldi
kennslutíma sem skiptir sköpum um
hvað varðar námsgæði, heldur er
meginþátturinn sá hvernig tími nem-
enda er nýttur og hvað fög eru
kennd.
Skipulag grunnskóla landsins
Skipulag grunnskóla landsins
kemur reglulega upp í umræðuna er
skólar hefjast á nýjan leik eftir sum-
arfrí. Til að mynda hefur umræða
vegna fjöldi frídaga grunnskóla-
barna, sem eru 73 á hverju ári sam-
kvæmt úttekt Sólveigar Ragnheiðar
Gunnarsdóttur á Facebook, vakið
mikla athygli, og fjallað var um á
mbl.is í fyrradag.
Í samtali við mbl.is sagði Sólveig
m.a. að frídagarnir væru íþyngjandi,
sérstaklega fyrir einstæða og efna-
minni foreldra. „Þeir eru ekki að fara
að kaupa einhver rándýr námskeið
fyrir börnin sem eru kannski orðin
leið á frístundinni. Ef þú vilt leyfa
þeim að fara í eitthvað annað en frí-
stundina er það mjög dýrt,“ sagði
Sólveig við mbl.is.
Sérstakir starfsdagar kennara á
starfstíma nemenda eru fimm, og
átta utan starfstíma nemenda. Miða
skal við að lágmarki verði þrír af
fimm starfsdögum samræmdir í
grunnskólum og leikskólum í næsta
nágrenni, segir í upplýsingum við
skóladagatöl Reykjavíkurborgar.
Sýna fríum fólks skilning
Aðspurður hvernig viðhorf at-
vinnurekenda eru gagnvart fríum
fólks vegna barna segir Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, að í heild séu atvinnurekendur
umburðarlyndir gagnvart fríum hjá
starfsfólki vegna barna sinna.
„Við sjáum það núna við setningu
skólanna, þar fylgja foreldrar börn-
um sínum í yfirgnæfandi meirihluta
tilvika. Auðvitað er þessu sýndur
skilningur. Ég hef hins vegar tekið
fram að þetta eru mjög margir frí-
dagar yfir árið og maður sér það þeg-
ar þessi mál eru rædd að miklar und-
irtektir eru við því að breytinga sé
þörf,“ segir Halldór einnig í samtali
við Morgunblaðið
Skóladagar skulu vera 180
Samkvæmt kjarasamningi sveitar-
félaga við Kennarasamband Íslands
skulu skóladagar nemenda í grunn-
skólum vera 180 á tímabilinu 20.
ágúst til 10. júní. Þegar litið er á
fjölda skóladaga hjá nemendum á
barna- og unglingastigi annars stað-
ar á Norðurlöndunum kemur nokkur
munur í ljós.
Skóladagar danskra nemenda eru
200 talsins og frídagar 51 samkvæmt
óformlegri úttekt blaðamanns. Mun-
urinn á fjölda frídaga milli íslenskra
og danska grunnskóla barna skýrist
helst á því að skólaárið í Danmörku
er lengra en það íslenska. Nær það
frá miðjum ágúst til loka júnímán-
aðar. Skólalok í Danmörku eru því
um þremur vikum seinna en á Íslandi
og sumarfríið þannig styttra. Þá eru
skóladagarnir 178 hjá sænskum
nemendum, 190 í Noregi og 187 hjá
Finnum, samkvæmt gögnum OECD.
Í mörgum öðrum Evrópulöndum eru
skóladagarnir á bilinu 170-180 tals-
ins, en meðalfjöldi skóladaga á
barnastigi hjá OECD-ríkjum er 185.
Veglegri vetrarfrí erlendis
Við nánari athugun blaðamanns á
frídögum grunnskóla á Norðurlönd-
unum og öðrum Evrópulöndum sést
að vetrarfrí eru talsvert lengri þar en
gengur og gerist í grunnskólum hér.
Samkvæmt skóladagatali Reykjavík-
urborgar eru þrír dagar í vetrarleyfi í
seinni hluta október og tveir dagar í
lok febrúar. Ef helgar eru teknar
með í reikninginn þá eru þessi til-
teknu vetrarfrí fimm dagar í október
og fjórir dagar í febrúar. Til saman-
burðar eru vetrarfrí grunnskóla í
Danmörku, Svíþjóð og Noregi fimm
virkir dagar í október og aðrir fimm í
febrúar, níu dagar hvort um sig ef
helgar eru taldar með.
Fjöldi kennslutíma á
pari við OECD-ríkin
Kennslutímar barna- og unglingastigs eru rúmar 7.600 klst.
Heildarfjöldi kennslutíma á Norðurlöndunum
Barna- og unglingastig (ISCED-2011 stig 1 og 2)
Heildarfjöldi kennslutíma í klukkustundum árið 2017
10
8
6
4
2
0
Heimild: OECD
10.960
6.327
7.616 7.894
6.890
Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð
Morgunblaðið/Eggert
Taska Skólastarf í grunnskólum landsins er að hefjast á ný eftir sumarfrí.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Arna Dís Ólafsdóttir sem útskrif-
aðist af starfsnámsbraut FB í vor er
komin með atvinnutilboð eftir að
grein um úrræðaleysi fyrir ung-
menni með þroskahömlun að loknu
starfnámi birtist í Morgunblaðinu á
þriðjudaginn,“ segir Unnur Helga
Óttarsdóttir, móðir Örnu Dísar.
Unnur segir að Arna Dís fari á
föstudaginn að kanna aðstæður á
Tannlæknastofunni í Glæsibæ þar
sem hennar verkefni yrði m.a. að sjá
um verðlaun sem börn fá að lokinni
heimsókn til tannlæknis.
„Þetta virðist vera algjört
draumastarf fyrir Örnu Dís. For-
svarsmenn vinnustaðarins sögðust
hafa hugsað um það fyrir nokkrum
mánuðum að bjóða ungmenni með
þroskahömlun vinnu en ekkert gert í
því fyrr en staða Örnu Dísar og ann-
arra komst í hámæli,“ segir Unnur
og bætir við að það hafi komið í ljós í
samtali við eigendurna að þeir vissu
ekki að hægt væri að gera samning
við Vinnumálastofnun um greiðslur
til fyrirtækja sem ráða starfsfólk í
vinnu í gegnum, Atvinnu með stuðn-
ingi.
Unnur segir að margir vinnustaðir
gætu boðið ungmennunum atvinnu
með stuðningi.Vinnumarkaðurinn
þurfi að vakna og opna augun fyrir
tækifærunum sem í boði eru.
„Við lærum öll af því að vinna sam-
an í fjölbreytileikanum. Nú vantar
200 starfsmenn á frístundaheimili.
Er ekki hugsanlegt að ungmenni
með þroskahömlun getu komið þar
að gagni?“ spyr Unnur og bendir á
að þroskahamlaðir hafa mismunandi
getu en gera verði kröfur til þeirra
eins og annarra upp að því marki
sem þroski þeirra býður upp á.
Arna Dís fær tækifæri
Vinnumarkaður-
inn þarf að vakna
Ánægð Arna Dís Ólafsdóttir skoðar
atvinnutilboð sem hún hefur fengið.