Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 6

Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 155.500 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Aðventutöfrar í Tíról Í faðmi fjallanna er dýrðin einstök á aðventunni. Tíról í Austurríki er alger ævintýraheimur út af fyrir sig. Við heimsækjum fagurlega skreytta jólamarkaði með fjölbreyttum varningi og sýnishorni af því dæmigerða í mat og drykk heimamanna. 28. nóvember - 3. desember Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sérfræðingar á sviði opinberrar stjórnsýslu töldu í umfjöllun Morg- unblaðsins í gær að framganga borg- arritara og skrifstofustjóra Reykja- víkurborgar í garð Vigdísar Hauksdóttur væri einstök og töldu líklegt að embættismennirnir hefðu hlaupið á sig þegar þeir sökuðu kjör- inn fulltrúa um trúnaðarbrest sem síðar kom á daginn að var enginn trúnaðarbrestur. Morgunblaðið hugðist í gær leita viðbragða oddvita allra framboða í borgarstjórn en náði í tölvupósti sambandi viðoddvita meirihlutans, Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem sagðist í tölvubréfi til blaða- manns mundu svara spurningum sem hann fékk sendar í tölvupósti. Lesa má svör borgarstjórans í frétt fyrir neðan þessa umfjöllun. Sömu- leiðis náði blaðamaður í Líf Magn- eudóttir, oddvita VG, og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar símleiðis, sem báðar kváðust mundu svara spurningum blaðamanns síðar um daginn. Aðeins Þórdís Lóa svar- aði. Morgunblaðið náði tali af öllum oddvitum minnihlutans, þeim Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðis- flokksins, Vigdísi Hauksdóttur, odd- vita Miðflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalista- flokks Íslands, og Kolbrúnu Baldurs- dóttur, oddvita Flokks fólksins. Ráðist á kjörna fulltrúa Eyþór sagði spurður um álit sér- fræðinganna á sviði opinberrar stjórnsýslu á að framganga borgar- ritara og skrifstofustjórans í garð Vigdísar Hauksdóttur væri einstök: „Þetta er staðfesting á því að þessi framganga embættismannanna er ámælisverð. Kjörnir fulltrúar hafa þurft að sæta árásum og þetta er eitt dæmi þess. Annað dæmi er að það var kvartað formlega yfir því að við ræddum um aukinn rekstrarkostnað stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og sú umræða okkar var öll byggð á upp- lýsingum sem eru opinberar. Þegar svona er gengið fram er í raun og veru verið að vega að lýðræðinu. Það er eitthvað mikið að og þetta getur ekki verið eitthvað sem meirihlutinn sættir sig við. Hann þarf að ganga fram og hreinsa til í þessum málum.“ Eyþór var spurður hvers vegna hann teldi að borgarstjóri hefði ekki brugðist við með neinum hætti þegar hann bæri ábyrgð á öllum embætt- ismönnum borgarinnar: „Mér finnst það mjög undarlegt en borgarstjóri verður sjálfur að svara fyrir það. Það liggur fyrir að borgarritari og skrif- stofustjórinn sem sendu þessi minn- isblöð eru báðir á skrifstofu hans.“ Vigdís sagði spurð um álit sér- fræðinganna: „Mér kemur álit sér- fræðinganna ekkert á óvart. Ég var alltaf með hreinan skjöld í þessu máli. Ég er nokkuð vel að mér í stjórnsýslunni og ég vissi alltaf að þessi framkoma borgarritara og skrifstofustjórans væri einstök og dæmalaus. Þótt þetta hafi alls ekki komið mér á óvart finnst mér frá- bært að fá það staðfest frá fræði- mönnum á sviði opinberrar stjórn- sýslu að ég hafði rétt fyrir mér.“ Aðspurð hvers vegna hún teldi að borgarstjóri hefði í engu brugðist við sendingum borgarritara og skrif- stofustjóra á minnisblöðunum, sagði Vigdís: Embættismenn vinni skítverk „Borgarstjóri beitir bara embætt- ismönnunum fyrir sig og það kristall- ast algjörlega í þessu máli. Svo virð- ist vera sem embættismennirnir séu alls ekki hlutlausir, heldur vinni póli- tísk skítverk fyrir borgarstjóra sem á að hafa eftirlit með embættis- mannakerfinu. Því miður er illa kom- ið fyrir Reykjavík.“ Sanna Magdalena sagði þegar hún var spurð um hver viðbrögð hennar væru: „Það kemur mér á óvart að embættismenn borgarinnar vilji siða kjörna fulltrúa til. Borgarstjórn er kjörnir fulltrúar borgarbúa og þeir verða að hafa svigrúm til að veita embættismannakerfinu aðhald. Um- boð þeirra er klárt, borgarbúar hafa valið þetta fólk til að sinna hagsmun- um sínum. Embættismenn verða að beygja sig undir vilja borgarbúa, hverja borgarbúa hafa valið til setu í borgarstjórn. En auðvitað eiga borg- arfulltrúar að sýna embættismönn- um kurteisi og virðingu eins og öðru fólki. En krafan um það getur ekki falið í sér að kjörnir borgarfulltrúar fjalli ætíð um embættismannakerfið eins og embættismennirnir sjálfir myndu gera það. Ég legg til að allir aðilar, borgarfulltrúar jafnt sem embættismenn, snúi sér að því að sinna sínum verkefnum af sem mest- um heilindum og hætti að reyna að ala hverjir aðra upp í kurteisi og góð- um siðum. Fólk sem gefur sig í þessi störf má ekki gera eigin persónu og móðgunargirni að aðalatriði máls.“ Var slegin óhug Kolbrún sagði þegar hún var spurð álits: „Ég var sleginn óhug þegar Vigdís sýndi mér þetta skeyti frá borgarritara og ég fékk mikla ónotatilfinningu. Þetta er fáheyrð framganga hjá borgarritara, ekki síst í ljósi þess að hann er lögfræð- ingur að mennt. Ég verð samt sem áður að segja það að þetta hafi ekki komið mér mikið á óvart því strax frá upphafi fékk maður það á tilfinn- inguna að maður ætti að læra að hlýða. Um það get ég nefnt önnur dæmi sem ég hef rætt við formann borgarráðs. Í stað þess að hafa feng- ið leiðbeiningar og ráðgjöf hafa borg- arritari og borgarlögmaður gert lítið úr manni. Við erum nýr hópur í minnihlut- anum og við erum kraftmikil. En finnum það frá meirihlutanum og ákveðnum embættismönnum að við eigum að aðlagast hlutunum eins og meirihlutinn vill að þeir séu gerðir.“ Kolbrún segir að hún hafi sagt við borgarritara að hún teldi bréfasend- ingu hans til Vigdísar hafa verið mjög stuðandi. „Traust mitt á emb- ættismönnum borgarinnar hefur stórskaddast við þetta, ekki bara gagnvart borgarritara heldur gagn- vart fleiri embættismönnum. Og ég tel að borgarstjóri hafi átt að beita sér í þessu máli,“ sagði Kolbrún. Sá oddviti meirihlutans sem hvorki svaraði síma né tölvupósti í gær, er Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Segir að illa sé komið fyrir Reykjavík  Oddvitar minnihlutans segja að álit sérfræðinganna í opinberri stjórnsýslu sé staðfesting á því að framganga embættismannanna hafi verið ámælisverð  Meirihlutinn þurfi að hreinsa til í kerfinu Morgunblaðið/Ómar Eyþór Laxdal Arnalds Vigdís Hauksdóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Kolbrún Baldursdóttir Ráðhús Ef marka má orð oddvita minnihlutans í borgarstjórn má ætla að andrúmsloftið í Ráðhúsinu sé lævi blandið þessa dagana. Hver höndin virðist upp á móti annarri og traust minnhlutans í borgarstjórn á embættismönnum þverr. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn, vísar gagnrýni sérfræðinganna á bug. „Málið er einstakt að því leyti að Vigdís Hauksdóttir birti facebook- færslu 10. ágúst sl. þar sem rangfærð er niðurstaða dómsmáls í starfs- mannamáli. Þvert á þær upplýsingar sem borgarfulltrúar hafa fengið þá kallar hún málið „eineltismál“ og að dómur hafi fallið í „eineltismáli“. Þetta stangast beinlínis á við dóminn sjálfan, upplýsingar sem borgarfulltrúar hafa fengið í borgarráði og er raunar líka þvert á upplýsingar sem hún hafði fengið í tölvupósti frá Kjarafélagi við- skipta- og hagfræðinga. Það er einnig einstakt að borgarfulltrúi hafi dreift upplýsingum um viðkvæm starfs- mannamál sem veitt hafa verið í trún- aði í borgarráði. Ég man ekki til þess að það hafi verið gert þann tíma sem ég hef verið hjá borginni,“ segir m.a. í svari borgarstjóra. – Sérfræðingarnir segja að það sé ekki eitt af hlutverkum embættis- manna að hjóla í kjörna fulltrúa, held- ur að vinna með öllum kjörnum fulltrúum hvort sem þeir skipa meiri- hluta eða minni- hluta. Hvað segir borgarstjóri um þá skoðun þeirra? „Hvorugur sér- fræðingurinn tek- ur þannig til orða að einhver hafi „hjólað í kjörinn fulltrúa“ enda er um að ræða hóf- stilltan tölvupóst að gefnu tilefni sem sendur var Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa og hún kaus sjálf að gera opinberan. Tölvu- pósturinn fól í sér athugasemdir um að trúnaður um viðkvæmt mál sem var til umfjöllunar í borgarráði var brotinn og undirstrikað að það væri al- varlegt mál sem yrði að fara yfir enda er það eðli málsins samkvæmt mik- ilvægt að geta kynnt viðkvæmar trún- aðarupplýsingar, hvort sem þær lúta að viðkvæmum starfsmannamálum, samningum eða fjármálum í borgar- ráði, án þess að kjörnir fulltrúar hlaupi með þær á facebook, hvað þá snúi út úr þeim eða rangfæri þær.“ – Mun borgarstjóri aðhafast í mál- inu, til dæmis með því að áminna borg- arritara og skrifstofustjórann? „Mér finnst eðlilegt að forsætis- nefnd fari yfir málið og facebook- færslu Vigdísar Hauksdóttur. Ég ber fullt traust til borgarritara og það var mjög eðlilegt að hann brygðist við málinu í fjarveru minni þó að það eigi sér fá fordæmi eða kannski einmitt vegna þess,“ segir Dagur. – Nú þegar ljóst er að Vigdís byggði frásagnir sínar á bréfum frá Kjara- félagi viðskipta- og hagfræðinga, væri ekki eðlilegt að hún væri beðin afsök- unar vegna þess að hún var sökuð um trúnaðarbrest? „Vigdís hefur sagst hafa vísað í tölvupóst frá Kjarafélagi viðskipta- og hagfræðinga sem hún hefur birt. Það stenst enga skoðun. Borgarfulltrúinn vísar alls ekki til upplýsinga frá félag- inu í facebook-færslu sinni. Þvert á móti heldur Vigdís því fram að um ein- eltismál og eineltisdóm sé að ræða en tölvupóstar KVH voru ekki síst sendir til að halda því til haga að ekki væri um eineltismál að ræða. Borgar- fulltrúinn hafði því ofangreinda tölvu- pósta í raun að engu,“ var lokasvar borgarstjóra. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir m.a.: „Ég legg mikla áherslu á góða stjórnsýslu, gegnsæi og greinagóða upplýsingagjöf. Ég bind vonir við að borgarfulltrúar sem og embættismenn nái jafnvægi í þessu landslagi sem við erum í.“ Vigdís rangfærði niðurstöðu dómsmáls  Borgarstjóri gefur lítið fyrir skoðanir sérfræðinganna  Eðlilegt að borgarritari hafi brugðist við í fjarveru hans Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.