Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 LAUGAVEGI 91 allt að 50%afsláttur af gönguskóm ÚTSALA Talsmenn meirihlutans í borgar-stjórn hljóma býsna ánægðir með upphaf nýs starfsárs í leik- og grunnskólum borgarinnar. Og meirihluti borgarstjórnar, bæði sá sem sat fyrir kosningar og svo sá sem nú situr með stuðningi Við- reisnar, hefur kynnt mikil áform um að bæta stöðuna í þessum málum.    Þegartölur eru skoð- aðar verður þó ekki sagt að útlitið sé sérstaklega bjart fyrir foreldra í Reykjavík. Einungis 50% leikskóla borgarinnar eru fullmönnuð og í níu leikskóla vantar fólk í þrjár eða fleiri stöður.    Staðan að þessu leyti er enn verrií grunnskólunum, þar sem að- eins er búið að fullmanna 44% skól- anna.    Þetta er þó hvort tveggja hátíðhjá frístundaheimilunum, en innan við 5% þeirra eru fullmönnuð og ekki er búið að ráða í nema 71% stöðugildanna.    Það er því óhætt að segja aðreykvískir foreldrar geti búist við áframhaldandi erfiðleikum þrátt fyrir hástemmd loforð um að allt kapp verði lagt á að leysa þenn- an vanda.    Vissulega er það svo að mönnunþessarar starfsemi er ekki létt verk. Engu að síður eru þessar töl- ur víðs fjarri því að vera viðunandi.    Og borgarbúar hljóta að spyrjasig hvort þetta sé ekki frekar enn eitt dæmið um ónýta stjórn- sýslu en að vandinn sé raunveru- lega óleysanlegur. Fullmönnuð 5% STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 11 alskýjað Nuuk 5 rigning Þórshöfn 11 alskýjað Ósló 18 skýjað Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 18 skýjað Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 29 heiðskírt Brussel 24 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 21 alskýjað París 29 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 29 heiðskírt Berlín 28 heiðskírt Vín 31 heiðskírt Moskva 17 heiðskírt Algarve 29 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 21 heiðskírt Montreal 20 skúrir New York 26 skýjað Chicago 21 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:44 21:17 ÍSAFJÖRÐUR 5:39 21:33 SIGLUFJÖRÐUR 5:21 21:16 DJÚPIVOGUR 5:11 20:50 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi. Eitt og hálft ár er síð- an Robert Barber hætti störfum sem sendiherra hér á landi. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að sam- þykkja útnefningu Gunters áður en hann getur tekið við starfinu. Jeffrey Ross Gunter er læknir, sérfræðingur í húðsjúkdómum, og rekur læknastofur í tveimur ríkjum í Bandaríkjunum, Kaliforníu og Ne- vada. Gunter er sjálfur frá Kaliforn- íu. Auk móðurmálsins talar hann spænsku, hollensku og frönsku. Hann hefur verið ötull stuðnings- maður Donalds Trumps. Lagði Gun- ter fé í kosningabaráttu forsetans árið 2016 og tók þátt í vinnu við framboðið. Dr. Gunter situr í stjórn RJC, samtaka gyðinga í Repúblik- anaflokknum. Á meðan þess er beðið að nýr sendiherra taki við stöðu sinni hér á landi gegnir staðgengill skyldum forstöðumanns sendiráðsins. Síðustu misseri hafa staðið yfir framkvæmd- ir við nýtt sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík. Fram hef- ur komið í fjölmiðlum að bygging sendiráðsins kosti minnst sex og hálfan milljarð króna, enda verði skothelt gler í öllum gluggum og þykkir veggir tryggi öryggi starfs- manna þar. Stefnt er að því að nýtt sendiráð verði tekið í notkun sum- arið 2019. Gunter skipaður sendiherra Jeffrey Ross Gunter Donald Trump  Staðan laus frá því í janúar 2017

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.