Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is RenaultKADJAR&CAPTUR Sparneytnir sportjeppar Renault Captur, verð frá: 2.790.000 kr. Renault Kadjar, verð frá: 3.650.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 2 9 Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir frá Siglufirði, Skagaströnd og Sauðárkróki voru kallaðar út um miðjan dag í gær vegna báts sem strandað hafði í fjöru við Reykjadisk í Skagafirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá bátnum klukk- an 14. Einn maður var um borð. Björgunarskipin Húnabjörg frá Skagaströnd og Sigurvin frá Siglu- firði héldu þegar á vettvang ásamt liðsmönnum frá björgunarsveitinni á Sauðárkróki, að því er segir á vef Landhelgisgæslunnar. Þyrlan Líf var við æfingar er út- kallið barst og var henni flogið á slysstað. Þar að auki var ákveðið að varðskipið Týr, sem statt var aust- an Grímseyjar, héldi í átt að strand- stað. Á fimmta tímanum tókst að ná bátnum af strandstað með aðstoð fiskibáts sem staddur var í grennd- inni. Þyrlan Líf var þá komin á staðinn en áhöfn hennar var til taks á meðan björgunaraðgerðum stóð. Skipverjann sakaði ekki. Tveir bátar vélarvana Verkefnum Gæslunnar var ekki lokið þann daginn því skömmu síð- ar barst stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar beiðni um að björgunar- báturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði yrði kallaður út og færi til móts við bát sem varð vélarvana norður af Kögri. Báturinn var færður til hafnar á Ísafirði. Þá varð annar bátur vélarvana laust eftir hádegi úti fyrir Vestfjörðum. Hann var tekinn í tog og dreginn til hafn- ar á Patreksfirði. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Á strandstað Bátur strandaði í fjöru við Reykjadisk í Skagafirði í gær. Bátur strandaði í fjöru í Skagafirði  Skipverja varð ekki meint af Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Við þurfum núna að leggjast yfir málið. Ég mun biðja Vegagerðina að setjast yfir það hvaða leið er skyn- samlegaust og hvenær er skynsam- legast að hrinda verkefninu af stað. Ráðuneytið mun einnig koma að þeirri vinnu.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jó- hannsson sam- gönguráðherra aðspurður hver verði næstu skref varðandi tvöföld- un Hvalfjarðar- ganga. Vegagerðin og verkfræði- stofan Mannvit skiluðu í vor skýrslu þar sem niðurstaðan var sú að gangaleið með tvístefnuumferð væri langhagkvæmasti kostur tvöföldun- ar. „Fyrsta skrefið er að ríkið er að taka yfir núverandi göng um þar- næstu mánaðamót væntanlega,“ segir Sigurður Ingi. Hin nýja skýrsla sé svo grundvöllur fyrir um- ræðuna sem framundan er um ný göng. „Eins og fram kemur í skýrsl- unni höfðu menn árið 2008 verið með sambærilegar hugmyndir en síðan þá hafa öryggisstaðlar breyst. Í ljósi þess eru þessir nýju kostir allnokkru öðruvísi en þegar menn voru að skoða tvöföldun árið 2008.“ Starfshópur er að skoða hvaða kostir eru fyrir hendi varðandi gjald- töku til að flýta framkvæmd umferð- armannvirkja. Hann mun væntan- lega skila niðurstöðum fyrir árslok. Sigurður Ingi segir að ný Hval- fjarðargöng yrðu væntanlega ekki á fyrstu 3-5 árum nýrrar samgöngu- áætlunar, en væru engu að síður að- kallandi eins og svo mörg önnur verkefni. „Samgönguáætlun er á lokametr- unum hjá samgönguráði og munum við fyrst og fremst leggja þar áherslu á að ljúka umferðarþyngstu vegum þar sem við fáum mest út úr því að bæta umferðaröryggi,“ segir Sigurður Ingi og bendir í því sam- bandi á Reykjanesbraut, Suður- landsveg og Vesturlandsveg. Aðrar stærri framkvæmdir verða að vera þar fyrir aftan. Góð reynsla hefur verið af núver- andi Hvalfjarðargöngum. Spölur byggði þau og hefur rekið þau með veggjöldum síðastliðinn 20 ár. Sig- urður Ingi segir að það verði opið til skoðunar að fela öðrum en Vega- gerðinni framkvæmd og rekstur nýrra ganga. Tvöföldun ganganna til frekari skoðunar  Áhersla lögð á að auka öryggi á umferðarþyngstu vegum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvalfjarðargöng Ríkið mun taka við göngunum til eignar og rekstrar í lok næsta mánaðar. Spölur byggði göngin og hefur rekið þau undanfarin 20 ár. Siguður Ingi Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.