Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Myndatextar
víxluðust
Myndatextar með frétt á bls. 11 í
Morgunblaðinu í gær víxluðust á
þann hátt að undir mynd af Erlu
Sólbjörtu Jónsdóttur stóð nafn syst-
ur hennar, Perlu Sólbrár Jóns-
dóttur, og öfugt.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Fegurðin kemur
innanfrá
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
FISLÉTTTIR DÚNJAKKAR
frá kr. 19,900,-
Dúnvesti frá kr. 9900,-
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Regnkápur
Kr. 16.900
Vatnsheldar, vindheldar, fóðraðar
Str. S-XXL
Litir: dökkblátt, grænt
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Str.
38-58
Nýjar vörur í hverri viku
NÝ HAUSTVARA!
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
70-80%
afsláttur
ÚTSÖLULOK
ALGJÖRT VERÐHRUN
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Ármúla 44, 108 Reykjavík
s. 562 6062
Nýjar vörur frá
Claire og
EVA & CLAUDI
Einnig nýir handunnir
skór frá BUBETTI
Munið eftir útsöluhorninu
Erum á facebook
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Það fylgir því mikil ábyrgð að
vera með hund en einnig að rækta
hunda,“ segir Sif Traustadóttur,
dýralæknir og dýraatferlisfræð-
ingur, í samtali við Morgunblaðið.
Lögreglan í Vestmannaeyjum
greindi frá því á Facebook-síðu
sinni í fyrradag að heimilishundur
af tegundinni Alaskan Malamute
hefði ráðist á eiganda sinn og bitið
hann í andlit og aðra höndina. Til
stendur að aflífa hundinn að ósk
eigandans. Hundur sömu tegundar
beit barn í andlitið með þeim af-
leiðingum að sauma þurfti yfir 80
spor, en talsvert var fjallað um það
mál í fjölmiðlum í vor.
„Það er erfitt að segja til um
hvers vegna hundar bíta án þess
að þekkja málsatvik vel. Þarna eru
tvö tilvik út af hundum sömu teg-
undar, og það þarf að passa að
setja ekki strax samasemmerki þar
á milli, þar sem að um hreina til-
viljun gæti verið að ræða,“ segir
Sif, sem segir að almennt séð sé
engin ein tegund hunda líklegri en
önnur til að bíta fólk, en áhugavert
gæti verið að vita hvort báðir þess-
ir hundar séu frá sama hundarækt-
andanum.
„Það er mikilvægt að rækta
hunda með góða skapgerð og að
velja sér hund af kostgæfni. Kynna
sér ræktandann vel og fá að vita
hvernig lundarfar foreldra hvolps-
ins er,“ segir Sif.
Ýmsar aðferðir við að þjálfa
hunda séu úreltar, mikil harka í
þjálfun og umgengni geti t.d. orðið
til þess að hundurinn hætti að
treysta eigandanum og öðrum.
„Það þarf að vanda þjálfun
hunda og læra að þekkja tjáningu
þeirra, þeir bíta yfirleitt ekki nema
þeir séu hræddir eða óöruggir, og
þá eftir að hafa sýnt þess ýmis
merki áður en til þess kemur að
bíta,“ segir Sif, sem vill að lokum
ítreka að fólk eigi aldrei að nálgast
hunda sem það þekkir ekki, nema
með leyfi eigandans, og á þann
hátt að leyfa hundinum frekar að
nálgast sig fyrst.
Ljósmynd/Wikipedia
Alaskan Malamute Almennt ekki líklegri en aðrir hundar til að bíta fólk.
Mikil ábyrgð fylgir hundum
Ræktun, val,
þjálfun og um-
gengni lykilatriði
Launavísitalan í júlí var 663,4
stig og hækkaði um 0,4% frá
fyrri mánuði, en síðastliðna tólf
mánuði hefur launavísitalan
hækkað um 6,3%, að því er fram
kemur á vef Hagstofu Íslands.
„Það er í raun lítið um þessa
mælingu að segja, en almennar
hækkanir frá því í maí og júní
hafa töluverð áhrif á hækk-
unartaktinn til þriggja mánaða,
en árstakturinn er 6,3%,“ segir
Róbert Farestveit, hagfræðingur
hjá Alþýðusambandi Íslands, í
svari við skriflegri fyrirspurn
Morgunblaðsins um ástæður
hækkunarinnar.
„Hvað varðar framhaldið, þá er
erfitt um það að segja að svo
stöddu. Öll félögin eru í und-
irbúningi og eru að eiga samtöl
við sína félagsmenn,“ var svar
Róberts við því hvort hægt væri
að spá eitthvað um framhaldið.
ernayr@mbl.is
Hækkanir koma
fram í launavísitölu