Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 12
Getty Images/iStockphoto Liðin tíð? Ef til vill líður brátt undir lok sú ágæta kurteisisvenja að herra- maðurinn dragi stólinn fram fyrir dömuna við borðhaldið. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Kurteisisfrasar á borð við„viltu gjöra svo vel“ eða„þakka þér fyrir“ kunna aðlíða undir lok á Bretlandi og að sama skapi mun ekki þykja til- tökumál að vera með olnbogana uppi á borði. Á vefútgáfu breska dagblaðsins The Independent var fyrir nokkru greint frá rannsókn sem rennir stoð- um undir að sú verði raunin þegar fram líða stundir; „gamaldags“ mannasiðir séu í útrýmingarhættu. Sjónvarpsstöðin Sky Atlantic lét gera téða rannsókn áður en epíska þáttaröðin Britannia fór í loftið. Þætt- irnir fylgja rómverskum innrásarher eftir og fjalla um samskipti hans við hina uppreisnargjörnu og óhefluðu heimamenn. „Má bjóða þér te?“ Rannsakendur urðu margs vísari um siði, venjur og viðhorf Breta nú- tímans. Sumir þátttakendur kváðust þurfa að leggja sig virkilega fram um að bölva ekki og ragna í tíma og ótíma, muna eftir að halda dyrunum opnum fyrir næstu manneskju og að tala ekki í símann við kvöldverðarborðið. Flest- um fannst sjálfsagt að berja að dyrum áður en þeir ganga inn í herbergi og einnig að bjóða gestum upp á te um leið og þeir koma í hús – sem kemur að vísu ekki á óvart – en hvort tveggja var þó alls ekki algild regla hjá öllum. Því er kannski ekki að undra að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar að breskt samfélag sé mun ósiðaðra en forðum daga að því hermt er í The Independent. Og að þriðjung- ur telji að undanfarin ár þyki kurteisi ekki eins mikilvæg og áður. Meira en helmingur þeirra sem þátt tóku í rannsókninni telja að hefðin „dömurnar fyrst“ sé að líða undir lok og 47% finnst ekkert að því að mala í símann við borðhald. Tæpur helm- ingur var alveg sáttur við að hætta að segja „viltu gjöra svo vel“ eða „þakka þér fyrir“ og voru líka á því að formæl- ingar í samræðum væru algengari en áður. Að heilsa með handabandi við fyrstu kynni var að mati þriðjungs þátttakenda valkvætt, hvorki sér- staklega mikilvægt né kurteisistákn. Þrír af hverjum tíu sögðust ekki myndu ómaka sig með því að segja „af- sakið“ vildu þeir ná athygli. Hvernig þeir bæru sig að fylgir hins vegar ekki sögunni. Kossaflangs Því má skjóta hér inn að 71% þátttakenda vildi óska að fólk væri sér meira meðvitandi um mannasiði og al- menna kurteisi. Tveir af hverjum fimm telja samt að í framtíðinni muni fólk ekki halda dyrum opnum hvað fyrir öðru eða standa upp í strætó fyrir þeim sem meira þurfa á sætinu að halda. Að þessu sögðu kemur kannski ekki á óvart að einn af hverjum fimm sagði það fara óskaplega í taugarnar á sér að þurfa að kyssa nýja kunningja á kinnina. Gera má að því skóna að sá siður, sem líka er að verða landlægur á Íslandi, sé af suðrænum toga. Ein nöt- urlegasta niðurstaða þessarar könn- unar var sú að þriðjungur þátttakenda er sannfærður um að það borgi sig að vera ruddalegur og brjóta almenna kurteisissiði samfélagsins. Tveimur af hverjum fimm fannst þjóðin vera of einstrengingsleg þegar slíkir siðir væru annars vegar. Að haga sér almennilega Og áfram skal haldið, 11% hlakka til þeirra tíma þeg- ar þeir þurfa ekki að hafa svona mikið fyrir því að vera kurteisir og 13% finnst rudda- skapur nauðsyn- legur svo fólk viti hvað þeim finnst um það. Einn af hverjum tíu trúir því að með því að sýna fólki ókurteisi fái hann oftar og fyrr það sem hann vill. Slíkt framkoma er þó ekki látin óátalin af samborg- urunum því einn af hverjum fjórum Bretum kvaðst hafa verið ávíttur á al- mannafæri fyrir að fylgja ekki grund- vallar mannasiðum eða kurteisissiðum og einum af hverjum sex var sagt „að hegða sér almennilega“. Rannsóknin varpaði líka ljósi á manna- siði sem Bretar halda hvað fastast í, þótt almennt eigi kurteisi undir högg að sækja. 53% sætta sig við bresku biðraða- menninguna, að vísu fúlir og tuðandi, og tveir þriðju halda fyrir nef og munn þegar þeir hnerra. Til allar ham- ingju. Að lokum telur The Independent upp 20 siði í útrýmingarhættu á Bret- landi. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir eru þessir helstir:  Að tyggja með lokaðan munninn.  Að segja „afsakið“, jafnvel af litlu tilefni.  Að bíða eftir að allir hafi fengið á diskinn áður en maður byrjar að borða.  Að taka sér stöðu í biðröð án þess að stjaka við þeim sem þar eru fyrir.  Að halda rétt á hnífi og gaffli.  Að horfast í augu við þann sem maður heilsar.  Að láta hnífapör á diskinn miðjan þegar maður er búinn að borða. Hvernig skyldu niðurstöður sam- bærilegrar könnunar á Íslandi líta út? Eru mannasiðir á undanhaldi í Bretaveldi? Bretar hafa löngum verið þekktir fyrir að halda fast í gamla siði. Í könnun sem gerð var í sumar kveður við svolítið annan tón því í ljós kom að mörgum finnst algjör óþarfi að viðhalda kurteisisvenjum. Gamall siður Bretar bjóða gestum upp á te um leið og þeir koma í hús. SLÖKKTU Á EYÐSLUNNI OG KVEIKTU Á SP M FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Mitsubishi Outlander PHEV er glæsilega hannaður, rúmgóður og háþróað fjórhjóladrifið kemur þér lengra allt árið. Þú getur ekið á hreinni íslenskri orku svo að bíllinn verður sparneytnari og umhverfisvænni. Outlander PHEV var vinsælastur í flokki jeppa og jepplinga árið 2017. Nú fylgir 350.000 kr. sumarauki ásamt hleðslustöð að verðmæti 150.000 með öllum nýjum Mitsubishi Outlander PHEV bílum keyptum hjá HEKLU. Slökktu á eyðslunni og kveiktu á sparnaðinum í nýjum Outlander PHEV. Hlökkum til að sjá þig! Outlander Instyle PHEV Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá: 5.490.000 kr. Mitsubishi PHEV kemur þér inn í framtíðina Sumarauki og hleðs lu- stöð að verðmæti 500.000kr. fylgir! 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.