Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 16

Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 Nýjar vörur! Nýjar vörur streyma inn Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flórídanavöllurinn í Árbænum hefur breyst mikið í sumar. Búið er að leggja gervigras og setja upp flóðljós við endurgerðan völlinn. Meðal verktaka sem komu að framkvæmdunum var Björn Sig- urðsson, bróðir Ragnars, fyrrver- andi landsliðsmanns í knattspyrnu, eins þekktasta sonar Fylkis. Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Flórídanavellinum, segir verk- efnið hafa verið í undirbúningi hjá Fylki síðustu 2-3 ár. Félagið hafi svo fengið grænt ljós á útboð í vor. Skipt um jarðveg Framkvæmdirnar hófust í apríl. Fyrsta skrefið var að fjarlægja náttúrulegt grasið og góðan hálfan metra af jarðvegi. Síðan var settur nýr jarðvegspúði og komið fyrir 36 km af hitalögnum. Ofan á þær var sett nokkurra sentímetra lag af sandi. Hann var pressaður og ofan á hann var lagt 25 millimetra lag af gúmmíi til að gefa mýkt. Lagning þess minnir á malbikun. Næst var gervigrasið lagt ofan á gúmmíið. Svo var sandur og gúmmí sett á teppið. Að sögn Guðmanns tekur nokkrar vikur að slétta og þétta yfirborðið. Samhliða þessu var grafið fyrir undirstöðum flóðljósa, sem voru komin upp í júní. Vígsluleikur 29. september Fyrsti keppnisleikurinn á nýja grasinu var leikur karlaliðs Fylkis á móti Stjörnunni sunnudaginn 12. ágúst. Gestirnir unnu leikinn 2:0. Að sögn Guðmanns spilar karla- liðið vígsluleik á móti Fjölni laugar- daginn 29. september. Þá fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deildinni. 19. júlí Vinna er hafin við að pressa gúmmí ofan á sandinn.10. júlí Undirlagi af sandi er dreift yfir hitalögnina. 24. júlí Vinna við að leggja grasið er hafin að norðanverðu. 26. júlí Vinna við að leggja gervigrasið er langt komin. 27. júlí Komið er að því að merkja teigana og endimörkin. 22. ágúst Fyrsti leikurinn hefur farið fram á nýja grasinu. Það þarf líka að nostra við gervigrasið  Fylkismenn venjast nýju gervigrasi  Vallarstjóri segir það taka tíma að þétta yfirborð á grasinu Morgunblaðið/Baldur Vinna Guðmann Hauksson vallarstjóri var að vinna við nýja völlinn um eftirmiðdaginn í gær. Fylkir - Stjarnan Fyrsti leikurinn var 12. ágúst. Flóðljósin komu í júní. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.