Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 19

Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Straumhvörf Audi A3 e-tron sameinar tvo heima ► 17“ álfelgur ► Bakkmyndavél ► Dökkar rúður ► Málm/glitlakk ► Nálgunarvörn framan og aftan ► MMI útvarp ► Bluetooth símatenging ► Bluetooth tenging fyrir tónlist ► Dynamic stefnuljós ► LED afturljós ► Fjarstýrðar samlæsingar ► Lyklalaust aðgengi ► Tenging fyrir USB og Iphone ► Tvískipt sjálfvirk loftkæling ► Hæðarstillanleg framsæti ► Skriðstillir (Cruise control) ► Ljósa- og regnskynjari ► Skynjari fyrir loftþrýsting í hjólbörðum ► Baksýnisspegill með glýjuvörn ► Rafdrifnir upphitaðir og aðfellanlegir útispeglar ► Audi hljóðkerfi 180w með 10 hátölurum ► Leðurklætt aðgerðastýri ► Hiti í framsætum ► ABS bremsukerfi ► ESP stöðugleikastýring ► Árekstrarvörn (pre sense) Listaverð 4.560.000 kr. Tilboðsverð 4.090.000 kr. Til afhend ingar strax Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Rennileg Yamaha-sæþota lagðist að smábátabryggjunni á Þórshöfn í síðustu viku og var þar kominn Þjóðverjinn Markus Adam eftir rúmlega 15 tíma siglingu frá Fær- eyjum. Hann lét úr höfn frá Þýskalandi 23. júlí og er Ísland sjötta landið sem hann sækir heim á siglingu sinni. Djúpivogur var fyrsti áfanga- staður hans á Íslandi og þaðan lá leiðin til Þórshafnar eftir nokkuð þunga siglingu fyrir Langnesið og röstina. Þoka hefur verið á þessum slóðum undanfarið og rigning af og til svo ekki er hægt að tala um draumaveður á leiðinni og veð- urspáin honum enn ekki hliðholl. Sjóferðin frá Þýskalandi gekk vel hjá þessum 56 ára gamla sæþotu- kappa sem segir að konan og upp- komin börn þeirra séu búin að sætta sig við ævintýraþrá hans og hætt að vera hrædd um hann. Hann er einnig vel búinn öllum öryggis- og staðsetningartækjum að sögn. Sæþotunni gaf hann nafnið Sila- gik, sem þýðir „fallegur dagur“ á inúítamáli og er ánægður með far- kostinn sem siglir á um 20-25 hnúta hraða en meðalhraði segir hann að sé um 18 hnútar. „Ég fór heldur hratt fyrir höfr- ungana sem fylgdu mér smá spöl,“ sagði Markus sem ekki varð mikið var við hvali á leiðinni. (Leiðin: Þýskaland- Danmörk- Svíþjóð-Noregur-Hjaltlandseyjar- Færeyjar-Ísland) Frá Þýskalandi til Þórshafnar á sæþotu Ferðalangur Þjóðverjinn Markus Adam leggur af stað frá Þórshöfn. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Í Þórshöfn Markus Adam við sæþotuna Silagik. Hún kemst á allt að 25 hnúta hraða en það samsvarar rúmlega 46 kílómetrum á klukkustund. Umhverfisstofnun hefur samið við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum að rannsaka umfang örplastsmengunar í kræklingi á völdum stöðum við Ísland. Segir á heimasíðu Umhverf- isstofnunar að þetta sé einnig áfangi í að leggja grunn að frekari rann- sóknum á örplasti í hafinu og lífríki þess við Ísland. Sýnatökur hafa verið í gangi í sumar og klárast um miðjan sept- ember. Í kjölfarið verður farið í greiningar á plastinu. Niðurstöður, sem bornar verða saman við önnur lönd þar sem sam- bærilegum aðferðum hefur verið beitt á skelfisk, eru væntanlegar fyr- ir lok þessa árs. Sýnataka Kræklingum safnað vegna rannsóknar á örplasti. Rannsaka örplast í kræklingi  Niðurstöður vænt- anlegar fyrir árslok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.