Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði fagnar afmæli Af því tilefni bjóðum við 20% afslátt af öllum CHARNOS undirfötum Gildir út laugardag. 60 1958 - 2018 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Ég vona bara að ég geti deilt reynslu minni með jákvæðum hætti því lífið er núna,“ sagði Stefán Karl Stefánsson leikari í samtali við menningardeild Morgunblaðsins í október á síðasta ári. Stefán Karl lést í fyrradag eftir tveggja ára bar- áttu við gallgangakrabbamein, 43 ára að aldri. Í október hafði hann lokið sýningu á leiksýningunni Með fulla vasa af grjóti sem sýnd var í beinni útsend- ingu á RÚV, örfáum vikum eftir tvo erfiða holskurði, geisla- og lyfja- meðferðir vegna meinsins. „Lífið er núna“ eru slagorð Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur þess. „Þessi slagorð urðu mér hvatning til að drífa mig af stað í hringferð um landið í því skyni að búa til minn- ingar með fjölskyldunni. Ég veit ekkert hvað ég á langt eftir – en það veit svo sem enginn. Slagorðið gildir fyrir allt og alla. Lífið er núna, hvort sem þú ert með krabbamein, glímir við önnur veikindi eða heldur að þú sért fullkomlega frískur,“ sagði Stef- án Karl, sem fullyrða má að elskaður hafi verið af íslensku þjóðinni. Á ferli sínum tókst honum oftar en ekki að kitla hláturtaugar áhorfenda og var hann fyrr á þessu ári sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar og samfélags, en hann var einnig ötull baráttumaður gegn ein- elti og stofnandi samtakanna Regn- bogabarna. Í viðtali við Morgun- blaðið, skömmu eftir að Stefán Karl greindist með krabbamein, sagði Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri að hann væri þjóðargersemi. Tíminn það dýrmætasta í lífinu Í mars á þessu ári lét krabbinn aftur á sér kræla og þá varð ljóst að meinið væri ólæknanlegt. „Það er ekki fyrr en manni er sagt að maður muni deyja fljótlega, sem maður átt- ar sig á hve stutt lífið er. Tíminn er það dýrmætasta í lífinu því hann kemur aldrei aftur og hvort sem maður eyðir honum í örmum ástvina eða í fangelsisklefa, þá er lífið það sem maður nýtir tímann í. Látið ykkur dreyma stóra drauma,“ skrif- aði Stefán Karl til fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum fyrr á þessu ári. Alþjóðlega athygli vakti leikur Stefáns Karls í Latabæ, sjónvarps- þáttum sem sýndir voru um heim allan, og söngleiknum „Þegar Trölli stal jólunum“ sem sýndur var í Bandaríkjunum og Kanada. Í takt við heimsaðdáun á Stefáni Karli hef- ur fjöldi erlendra fjölmiðla greint frá andláti hans þ. á m. BBC, CNN, Daily Mail, Metro og Mirror. „Orðstír deyr aldrei“ Fjölmargir vinir Stefáns Karls hafa minnst hans, þ. á m. bandaríska leikkonan Julianna Rose Mauriello, sem lék Sollu stirðu á móti Stefáni í Latabæjarþáttunum. „Andlát skilja eftir sig hjartasár sem aldrei gróa, en ást lætur eftir sig minningar sem enginn getur stolið. Ég mun alltaf dansa við hlið þér og ég veit þú ert ekki einn, mamma mín og amma eru hjá þér. Gerðu það, vaktu yfir mér og ég mun reyna að vera sterk,“ skrifaði hún. „Orðstír deyr aldrei. Orðstír lifir. Þess vegna mun Stefán Karl Stef- ánsson lifa í minningu og vitund okk- ar sem vorum svo heppin að fá að kynnast honum,“ skrifaði Gunnar Helgason leikari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á sviði Árið 2000 sló í gegn sýningin Með fulla vasa af grjóti, þar sem Stefán Karl og Hilmir Snær Guðnason fóru með aðalhlutverk. Aftur var sýningin sett á svið árin 2012 og 2017. Morgunblaðið/Stella Andrea Leiksýning Stefán Karl ásamt börnum sínum, Bríeti Ólínu Kristinsdóttur, Júlíu Stefánsdóttur og Þorsteini Stefánssyni og Valgerði Þorsteinsdóttur, mágkonu sinni, á sýningunni Slá í gegn. Stefán Karl var sönn þjóðargersemi  Stefán Karl Stefánsson leikari er fallinn frá 43 ára  „Slagorðið gildir fyrir alla: Lífið er núna“  Aðdáendur og vinir minnast gleðigjafans fjöruga  Erlendir fjölmiðlar greina frá andlátinu Morgunblaðið/Golli Leiklistarhjón Eftirlifandi eiginkona Stefáns Karls er Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins. Eiga þau fjögur börn. Leiklistarferill Stefáns Karls hófst í grunnskóla Hafnarfjarðar þar sem hann lék í skólaleikritum. 12 ára gamall fór hann að leika með Leikfélagi Hafnarfjarðar í ung- lingadeild leikfélagsins. Með leik- félaginu lék hann m.a. í leikrit- unum Hróa hetti, Mó Mó og Hans og Grétu. Hóf hann nám við Leiklistar- skóla Íslands árið 1995 og útskrif- aðist árið 1999. Sama ár fékk hann fastráðningu við Þjóðleikhúsið. Á starfsferlinum kom hann víða við og strax á upphafsárum sínum í leikhúsinu lék hann tannlækninn í Litlu hryllingsbúðinni, drykkju- mann, föður kerlingar og Pál post- ula í Gullna hliðinu, Fílóstratus og Bokka í Draumi á Jónsmessunótt og Jepíkhodov í Kirsuberjagarð- inum. Þá fór hann með eitt aðal- hlutverka í Syngjandi í rigning- unni. Miklar vinsældir vakti frammi- staða þeirra Stefáns Karls og Hilmis Snæs Guðnasonar í Með fulla vasa af grjóti árið 2000 sem sýnt var 160 sinnum. Aftur var sýningin sýnd árið 2012 og síðast árið 2017. Stefán Karl lék titilhlut- verk í leikritinu Glanni glæpur í Latabæ árið 1999, en leiksýningin varð innblástur sjónvarpsþátta- raðarinnar Latibær (e. Lazy town) sem framleiddir voru fyrir börn um allan heim. Í þáttunum túlkaði Stefán Karl Glanna glæp áfram. Á þeim vettvangi naut hann mikilla vinsælda fólks um heim allan. Árið 2009 tók Stefán Karl við hlutverki Trölla í söngleiknum Þeg- ar Trölli stal jólunum, sem sýndur var í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 2008 til 2015. Söngrödd Stefáns Karls var stórgóð og þótti hann einnig af- bragðsgóð eftirherma. Gat hann brugðið sér í allra kvikinda líki og í tónlistargagnrýni í Morgunblaðinu um plötuna Jaba Daba Dúúú!!! sagði Arnar Eggert Thoroddsen Stefán Karl vera „mann hinna þús- und radda“. Blómlegur ferill á fjölunum, í kvikmyndum og í þáttaröðum STEFÁN KARL ÞEKKTUR UM HEIM ALLAN Morgunblaðið/Ómar Latibær Stefán Karl tók föstum tökum hlutverk Glanna glæps í Latabæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.