Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Skortur er á dagþjálfunarúrræðum fyrir heilabilaða á höfuð- borgarsvæðinu og bíða nú 179 einstaklingar eftir úrræði. Bið- in getur verið allt að 12 til 15 mánuðir að sögn Vilborgar Gunnarsdóttur, framkvæmdarstjóra Alzheimersamtakanna. Hún segir að samtökin hafi hvorki tölur um fjölda þeirra sem greindir eru með heilabilunarsjúkdóm né um þörf á dagþjálf- unarúrræðum utan höfuðborgarsvæðisins. Átta sérhæfð dag- þjálfunarhús eru á höfuðborgarsvæðinu. Aðstandendur segja að dagþjálfunin geri þá betur í stakk búna fyrir krefjandi umönnun heima fyrir og lífsgæði fólks með heilabilun aukist. Undir það taka tveir einstaklingar með alzheimer sem una glaðir við sitt í dagþjálfun í Fríðuhúsi. ge@mbl.is Dagþjálfun heilabilaðra eykur lífsgæði allra Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Sjálfstraustið eflist ef einstaklingur hefur eitthvað fyrir stafni og það gefur lífinu tilgang. Allir vilja hafa hlutverk og tilgang í lífinu,“ segir Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, for- stöðumaður Fríðuhúss, sem er eitt af þremur húsum Alzheim- ersamtakanna þar sem ein- staklingum með heilabilun býðst dagþjálfun alla virka daga. Fríðuhús er í hlýlegu einbýlishúsi við Austurbrún þar sem aðstaða er fyrir ýmiskonar iðju. Það er glatt á hjalla þegar blaðamaður kemur þangað í heimsókn í því skyni að ræða við vinkonurnar Auði Bjarna- dóttur og Önnu Karlsdóttur sem mæta í Fríðuhús á hverjum degi. Báðar eru þær greindar með alz- heimer. Muna gamla daga Skammtímaminnið er gloppótt en gömlu góðu dagarnir gleymast ekki. Anna kom í Fríðuhús í nóvember 2017 og Auður 23. janúar síðastlið- inn. Sú dagsetning er minnisstæð Auði, sem fyrir 45 árum, þá 13 ára, flúði frá Vestmannaeyjum þegar eld- gos hófst þar um miðja nótt og ílent- ist í Reykjavík í kjölfarið. Anna á góðar vinkonur sem hún kynntist m.a. í Hússtjórnarskólanum á Laug- arvatni á sjöunda áratugnum. Hún segir að skólasystur sínar hafi reynst sér vel og verið sér tryggar. Nokkrar þeirra séu úr Vest- mannaeyjum og þegar upp komst að blaðamaður væri ættaður þaðan lagði Anna hart að honum að skila kveðjum til Eyjastelpnanna. Auður og Anna eru kátar, hlæja mikið og taka glímunni við alzheim- ersjúkdóminn af miklu æðruleysi. Auður, sem er 58 ára, þekkti vel til starfsemi Fríðuhúss þegar hún kom þangað í dagþjálfun. Móðir hennar, sem einnig var með alzheim- er, hafði verið þar í dagþjálfun. „Ég er miklu glaðari eftir að ég kom hingað. Það er svo gott að kom- ast innan um fólk. Áður en ég kom hingað var ég alltaf heima og fór ekki mikið út,“ segir Auður og lítur á Lóu forstöðumann sem greinilega er í miklum metum hjá vinkonunum. „Það er alveg rétt að áður en Auð- ur kom til okkar leið henni ekki vel og grét mikið en eftir að hún kom í Fríðuhús hefur hún ekkert grátið og er alltaf glöð,“ segir Lóa. Anna, sem er sjötug, segist hafa verið neikvæð í fyrstu að fara í Fríð- uhús. Hún hafi verið hrædd við nýja hluti. Gaman og allir góðir „Ég fór eftir leiðbeiningum Jóns Snædals öldrunarlæknis, þáði plássið og sé ekki eftir því. Hér vil ég vera alla daga, líka um helgar. Hér er gaman að vera og allir starfsmenn- irnir eru góðir við okkur,“ segir Anna. Auður samsinnir því og bætir við að hún hugsi oft um hvað hún sé heppin að komast í Fríðuhús, margir séu í verri stöðu en hún. Það hafi komið fram í fréttum að 200 manns væru að bíða eftir plássi. Auði finnst gott að slaka á um helgar heima hjá sér og segir móðurbróður sinn kaupa reglulega inn fyrir sig. Stundum fari hún í verslunina Rangá, sem sé eins og lít- ið kaupfélag þar sem allt er til. Það komi fyrir að henni leiðist en þá reynir hún að fara eitthvað út. Önnu finnst bæði allt í lagi að vera heima um helgar en líka leiðinlegt eins og hún orðar það og ítrekar að skemmtilegast væri að fá að fara í Fríðuhús um helgar. „Mamma var með alzheimer, ég var meðvituð um það sem var að gerast og fór í greiningu á Landa- koti. Sjúkdómurinn truflar mig ekki mikið, ég gleymi stundum og á erfitt með að læra á fjarstýringuna á sjón- varpinu. Ég eiginlega get það ekki “ segir Auður hlæjandi. „Ég tók alzheimersjúkdómnum eins og hverju öðru kjaftshöggi. Ég get ekki annað, ég sit uppi með hann. Alzheimer er ekki fyrsti sjúk- dómurinn sem ég hef hef þurft að berjast við en ég ákvað strax að ég skyldi ekki láta helvítis alzheimerinn sigra mig og njóta lífsins eins og ég get,“ segir Anna ákveðin. „Við erum heppnar að fá að vera í Fríðuhúsi með góðu fólki og hafa gaman allan daginn. Við eigum líka góða að og fyrir það erum við þakklátar. Við höfum lært æðruleysi og tökum einn dag í einu. Við látum sjúkdóminn ekki stjórna okkur, það skiptir miklu máli,“ segja Anna og Auður, sem eru hinar bestu vinkonur þrátt fyrir 13 ára aldursmun. Báðar eru þær þakklátar vinkon- um og skólasystrum sem þær segja að hafi haldið tryggð við þær. Sætar og skemmtilegar hænur „Í Fríðuhúsi eru allir ligeglad,“ segir Anna sem skellihlær og Auður með henni. Í bakgarði Fríðuhúss eru hænur sem sjá starfseminni fyrir eggjum og meira til. Anna og Auður hafa mikla ánægju af því að sjá um hænurnar. „Þær eru sætar og skemmtilegar og ekki allar eins,“ segir Auður og Anna bætir við að hænurnar séu mismunandi karakterar. Þær éti grjón og afganga og elski fíflablöð. „Við sækjum eggin. Það er meira en nóg af þeim fyrir Fríðuhús svo við getum líka selt þau,“ segja vin- konurnar, stoltar og glaðar yfir því að hafa hlutverk og tilgang í lífinu þrátt fyrir glímuna við sjúkdóminn. Fríðuhús breytti öllu og við erum glaðari Morgunblaðið/Hari Glaðar Auður Bjarnadóttir og Anna Karlsdóttir eru báðar í dagþjálfun í Fríðuhúsi. Þar una þær sér vel og sjá um hænurnar, sem elska fíflablöð. Þær sækja eggin og eru ánægðar með að hafa hlutverk og tilgang í lífinu.  Auður og Anna eru með alzheimer og taka einn dag í einu  Nauðsynlegt að hafa hlutverk og til- gang í lífinu  Segja hænurnar mismunandi karaktera  Láta sjúkdóminn ekki stjórna lífi sínu „Mér sýnist það hafa gengið óvenjuvel hjá okkur miðað við aðra einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma sem bíða eftir dagþjálfunarúrræðum,“ segir Sigurður Helgi Jóhannsson, eiginmaður Önnu Karlsdóttur, sem er í dagþjálfun í Fríðuhúsi. Sigurður segir að árið 2014 hafi fyrstu einkenni heilabilunarsjúkdóms komið fram. „Við vorum á leið frá Flórída og millilentum í Boston. Þar lentum við í óþægindum vegna tafa og ólíkt Önnu og hennar karakter þá varð hún óörugg og ofsahrædd. Anna var þá 67 ára gömul. Þegar við komum heim hélt óöryggið áfram og hún var engan veginn sjálfri sér nóg. Við tóku læknaheimsóknir þar sem niðurstaða heim- ilislæknis og geðlæknis var sú að hugsanlega hefði Anna fengið taugaáfall vegna biðarinnar í Boston,“ seg- ir Siguður. Hann segir að alls kyns lyf hafi verið prófuð með misgóðum árangri. Tveimur árum síðar um haust- ið 2016 var Anna loks send í greiningarferli til þess að kanna hvort hún væri með heilabilunarsjúkdóm. „Eftir áramótin 2017 var Anna greind með alzheimer og um vorið var sótt um dagþjálfun. Við þurftum að bíða eftir plássi fram í nóvember. Anna var ekki alveg á því að fara í Fríðuhús en nú getur hún ekki beðið eftir að komast þangað,“ segir Sigurður og bætir við að það komi fyrir að hann þurfi að fara með Önnu í Fríðuhús um helgar og leyfa henni að taka í handfangið á hurð- inni svo hún trúi því að það sé lokað. Hann segir að það skipti öllu að Anna komst í Fríðuhús. „Það breyttist allt; Anna varð allt önnur, hún róaðist og varð miklu glaðari. Helgarnar geta tekið á fyrir okk- ur bæði. Ég reyni að hafa ofan af fyrir henni og fer í raun aldrei frá henni allan sólarhringinn. Ég get ekki ímyndað mér í hvaða ástandi við værum ef Anna færi ekki í dagþjálfun fimm daga í viku,“ segir Sigurður hugsi og bætir við: „Hún væri ómöguleg og ég bundinn allan sólarhringinn.“ „Það er mikill dagamunur á Önnu. Það koma stundir þar sem hún er sjálfri sér lík og það koma tímar þar sem ég átta mig ekkert á manneskjunni sem er fyrir framan mig. Það sem bjargar Önnu er að hún er skapgóð, létt- lynd og mannblendin. Hún dýrkar starfsfólk og stjórn- endur í Fríðuhúsi,“ segir Sigurður, þakklátur hvíldinni á virkum dögum. „Það kom tímabil þar sem Anna var á ferðinni á nótt- unni. Það reyndist mér erfitt því ég þarf frið til að sofa. Með breyttri lyfjagjöf læknanna í Fríðuhúsi lagaðist það.“ Sigurður segir að fjölskyldan hafi strax ákveðið að leyna ekki sjúkdómi Önnu enda sé hann ekkert til þess að skammast sín fyrir. „Ég bít á jaxlinn og reyni að vorkenna mér ekki mik- ið. Það kemur fyrir að ég missi þolinmæðina þegar Anna spyr í sífellu um sama hlutinn. Þegar þreytan er farin að segja til sín liggur við að ég geti orðið snúinn og næ ekki alltaf að halda rónni. Ég get misst það út úr mér að ég sé búinn að segja henni þetta. En Anna þekk- ir mig og veit að ég get rokið upp og svo er það búið.“ Sigurður segir að stjórnvöld verði að átta sig á þörf- inni fyrir dagvistarúrræði fyrir fólk með heilabilun og hvíld fyrir aðstandendur þess. Hann segir að þörfin eigi bara eftir að aukast. „Vegna dagþjálfunar í Fríðuhúsi líður konunni minni eins vel og hægt er og ég næ að hugsa um hana án þess að álagið ofkeyri mig,“ segir Sigurður, sem lætur hverj- um degi nægja sína þjáningu. Hann segir að það kvikni alltaf von þegar Anna verði sjálfri sér lík um að það ástand haldist. „Ég veit að það er ekki veruleikinn en ég held stund- um í vonina um að kraftaverkið gerist og ég fái Önnu mína aftur eins og hún var,“ segir Sigurður. ge@mbl.is Gerir álagið viðráðanlegra Morgunblaðið/Eggert Álag Sigurður Helgi Jóhannsson er þakklátur Fríðuhúsi og fær hvíld á meðan eiginkonan er í dagþjálfun. GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Sérfræðingar í erfiðum blettum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.