Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 24

Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Nú eru 179 einstaklingar með heilabilunarsjúkdóma á biðlista eftir dagþjálfun á höfuðborgar- svæðinu að sögn Margrétar Al- bertsdóttur, félagsráðgjafa á Minnismóttökunni á Landakoti. Hún segir að fjöldi á biðlistanum hafi farið upp í 200. Margrét segir að átta sérhæfð- ar dagþjálfanir séu á höfuðborgar- svæðinu. Sérhæfð dagþjálfun sé á Selfossi og minni einingar í Reykjanesbæ og á Akureyri. Ekki liggi fyrir upplýsingar um biðlista utan höfuðborgarsvæðisins. Hún segir biðtíma eftir dag- þjálfun mismunandi. Ástandið sé þokkalegt í austurborginni. Nýtt úrræði hafi verið opnað í Grafar- vogi árið 2015 sem lagfært hafi ástandið í austurborginni mikið. „Það er eilíft púsluspil að raða inn í úrræðin. Á höfuðborgar- svæðinu eru aðeins þrjú hús af átta án stiga og vegna líkams- ástands eru sumir ekki færir um að nýta þjónustu í húsum þar sem eru stigar. Við metum færni og þörf fyrir úrræði en við þurfum líka að huga að því hversu lengi einstaklingurinn þolir að sitja í bíl,“ segir Margrét og bendir á að sum dagþjálfunarúrræði séu ein- göngu fyrir Reykvíkinga en önnur fyrir alla íbúa á höfuðborgarsvæð- inu. Í þeim tilfellum greiði sveitarfélögin fyrir akstur í dag- þjálfun. „Það er afleitt að heilabilaðir skuli þurfa að fara frá Seltjarnar- nesi alla leið í Hafnarfjörð eða upp í Grafarvog, en svona er staðan,“ segir Margrét og bætir við að samráðsfundir séu haldnir reglulega með deildarstjórum dagþjálfunarhúsanna og læknum á Minnismóttökunni. Hún segir nokkuð góða þekkingu á þörfum þess hóps sem bíður eftir úrræði. 168 dagþjálfunarpláss  Eilíft púsluspil að raða í plássin  Langt ferðalag fyrir heilabilaða Tölulegar upplýsingar » Dagþjálfanir á höfuðborg- arsvæðinu eru átta með sam- tals 168 pláss. » Fleiri en einn geta nýtt hvert pláss og verið hluta úr viku í dagþjálfun. » 142 var úthlutað dagþjálf- unarplássi árið 2017. » Í lok árs 2017 voru 202 á biðlista. » Árið 2017 voru 221 teknir af biðlista. 16 afþökkuðu pláss, 14 dóu á meðan þeir biðu, 7 fengu pláss í almennri dag- þjálfun og 42 fengu færni- og heilsumat inn á hjúkrunar- heimili. » Að meðaltali er fólk um tvö ár í dagþjálfun. » Mesta þörfin er í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það eru mikil vonbrigði að heil- brigðisráðuneytið skuli hafa synjað beiðni Alzheimersamtakanna um rekstur á 30 plássum sem samtökin voru tilbúin að sjá um að reka og voru komin í samstarf við bæjar- yfirvöld í Garðabæ um húsnæði,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Alzheimersamtak- anna. Hún segir ákvörðunina skjóta skökku við þar sem stefna heilbrigð- isyfirvalda og sveitarfélaga sé að fólk geti verið sem lengst heima hjá sér. „Það að hafa næg dagvistarrými er algerlega í takt við þá stefnu. Það er gríðarlega gott starf unnið í sér- hæfðri dagþjálfun þar sem áhersla er lögð á virkni. Við rekum þrjár sér- hæfðar dagþjálfanir á höfuðborgar- svæðinu; Drafnarhús, Fríðuhús og Maríuhús, en biðlisti í þessa dag- þjálfun getur verið allt að tólf til fimmtán mánuðir. Fullorðnir aðstandendur Það sem er svo sorglegt er að fæstir fara strax til læknis þegar grunur vaknar um heilabilunar- sjúkdóm. Það gerir að verkum að ástandið er komið á alvarlegt stig þegar það skref er loksins tekið. Þá hefst bið eftir tíma á Minnismót- tökunni til þess að komast í grein- ingu en hún þarf að liggja fyrir til að fólk með heilabilunarsjúkdóma eigi rétt á einhverju úrræði. Þegar grein- ing liggur fyrir tekur aftur við bið eftir að komast í dagþjálfun, sem get- ur orðið löng,“ segir Vilborg og bætir við að oft á tíðum sé um að ræða full- orðið fólk með fullorðinn maka sem sé þá kominn í umönnunarhlutverk 24 tíma á sólarhring. Þetta ástand verði oft á tíðum afar erfitt. „Við heyrum margar frásagnir fólks sem er gjörsamlega uppgefið. Þá er þetta ekki sterkur þrýstihópur því baráttuþrekið er lítið sem ekkert. Við sem samtök þurfum á þeim tíma að standa við bakið á aðstandendum. Hjá okkur geta þeir fengið þjónustu sem felst í fræðslu og ráðgjöf, jafnt einstaklingsráðgjöf sem og fyrir fjöl- skylduna. Við höldum líka úti stuðn- ingshópum þar sem menn geta tjáð sig í trúnaði,“ segir Vilborg. Hún segir að starfsmenn klökkni oft þeg- ar þeir hlusta á það sem aðstand- endur þurfa að ganga í gegnum og óski engum að standa í þeim sporum. Vilborg segir að sem betur fer sé hægt að lifa vel með þessum sjúk- dómi og skipti þá mestu að ræða op- inskátt um hann og afla sér sem mestrar fræðslu. Fræðslustjóri sam- takanna fari reglulega út á land með fræðslu til aðstandenda og umönn- unaraðila og það sé varla nokkur fjöl- skylda á Íslandi sem ekki þekkir heilabilun beint eða óbeint. Miðað við mannfjöldaspá muni fjölga mjög ört í hópi fólks með heilabilun. Vilborg segir að samtökunum finnist vanta úrræði við hæfi einstaklinga sem greinast ungir með heilabil- unarsjúkdóma, t.d. undir 60 ára, því til að byrja með séu þarfir þeirra ólíkar þeirra sem eldri eru. Átta milljónir króna, sem söfn- uðust í Reykjavíkurmaraþoninu, geri það að verkum að Alzheimer- samtökin geti enn frekar staðið undir því hlutverki og markmiði félagsins að styðja við eigin skjólstæðinga, efla fræðslu og auka skilning stjórnvalda á sjúkdómnum. Starfsmenn klökkna oft við frásagnir aðstandenda  Fullorðið fólk í umönnunarhlutverki allan sólarhringinn Stuðningur Vilborg Gunnarsdóttir, formaður Alzheimersamtakanna. Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. „Við rákum fyrirtæki og það var mikið álag á Erni. Einn daginn rataði hann ekki heim en þá var hann 59 ára gamall,“ segir Ragn- heiður Kristín Karlsdóttir, eig- inkona Arnar Árnasonar sem var greindur með alzheimer árið 2006. „Árið 2001 þurftum að hætta að mestu með fyrirtækið okkar sem var með 10 manns í vinnu þegar best lét, vegna veikinda Arnar. Fyrst var talið að um stress og þunglyndi væri að ræða. Árið 2002 leituðum við lækninga og Erni var skellt á þunglyndislyf sem gerðu ekkert fyrir hann. Við tóku ár þar sem enginn svör fengust en honum hrakaði stöðugt,“ segir Ragnheið- ur og bætir við að 2006 hafi þótt ástæða til þess að senda Örn til rannsóknar á Minnismóttökunni á Landakoti þar sem hann var greindur með alzheimer. Litlar leiðbeiningar að fá „Það var léttir að fá greininguna og skýringar á því hvers vegna ástandið var eins og það var. Ég hélt að það yrði auðvelt að ná í leiðbeiningar um hvað ég ætti að gera næst og hvernig allt myndi þróast. En ég fékk lítil svör. Ein- kenni geti verið svipuð en sjúk- dómurinn leggst eins misjafnlega á einstaklinga og þeir eru margir.“ segir Ragnheiður sem hafði verið komin í fulla vinnu þegar Örn gat ekki lengur unnið. Fljótlega þurfti hún að minnka við sig vinnu til þess að vera til staðar fyrir Örn. Árið 2010 komst Örn í dag- þjálfun en þangað ætlaði hann ekki að fara þar sem honum fannst hann ekki þurfa slíkt úrræði að sögn Ragnheiðar sem segir að Örn hafi byrjað á að fara í stuttan tíma en hafi fljótlega verið kominn í dagþjálfun alla daga vikunnar. „Það var léttir þegar hann komst í dagþjálfun. Ég hafði lengi hvatt Örn til að skera út því hann var mjög hagur í höndunum en það var fyrst í dagþjálfuninni sem hann fór að skera út fallega gripi,“ segir Ragnheiður. Fyrir tveimur árum hætti Örn að skera út. „Dagþjálfunin og að hafa eitt- hvað fyrir stafni gerði Erni lífið miklu auðveldara. Fyrir tæpu ári sótti ég um færni- og heilsumat fyrir hann. Þá var staðan orðin þannig að ég gat engan veginn skilið hann eftir einan heima. Það hafði myndast núningur milli okk- ar eins og gerist milli umönnunar- aðila og einstaklings sem skilur ekki alltaf hvað er í gangi og verð- ur reiður þegar hann telur að verið sé að ljúga að honum,“ segir Ragn- heiður. Hún segir að það hafi tekið tíma fyrir Örn að sætta sig við að vera kominn á hjúkrunarheimili en hann hafi aðlagast. Það fari vel um hann á Eir með útsýni yfir Sunda- höfn og hann sé einstaklega sáttur við starfsfólkið á heimilinu. „Það er léttir að Örn skuli vera kominn í öruggt skjól. Ég veit að sú ákvörð- unin var rétt,“ segir Ragnheiður sem kemur nær daglega og fer út með Örn. Hömluleysi fylgir oft alzheimer og útbjó Ragnheiður spjald sem hún sýnir í margmenni til að útskýra ef Örn verður hömlulaus. Þar sem Örn er kominn á hjúkr- unarheimili vinnur Ragnheiður nú að því að selja hús þeirra hjóna og sumarbústað sem þau áttu í 40 ár. „Ég er ekki sátt, við höfum verið saman í 60 ár og unnið frá því að við vorum 16 ára. Við vorum búin að skipuleggja okkur vel og ætl- uðum að fara að hætta að vinna, ferðast og njóta lífsins en þá kem- ur þessi andskotans Alzheimerkarl inn í fjölskylduna óboðinn,“ segir Ragnheiður sem bætir við að best sé að lifa í núinu. „Við höfum bara daginn í dag.“ ge@mbl.is Alzheimerkarlinn kom óboðinn í fjölskylduna  Fór að skera út í dagþjálfun  Hömluleysi fylgifiskur Minningar Hjónin Ragnheiður Kristín Karlsdóttir og Örn Árnason í sigl- ingu árið 2004. Á þeim tíma var Örn kominn með alzheimer án greiningar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.