Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Emil Thorarensen Eskifirði Hjálmveig María Jónsdóttir, listamaður á Eskifirði, hefur gert sinn garð heldur bet- ur frægan, með álfum, huldufólki og ýms- um búfénaði sem þar er. Útlendingar hrannast á hennar einka- lóð, guða á glugga og berja á dyr, spyrj- andi hvað hitt og þetta kosti og hvort álf- arnir séu til sölu. En munirnir í garðinum eru einungis sýningargripir sem hún kom fyrir í garðinum ásamt Rafni Helgasyni, eiginmanni sínum, en hann lést 2016. Álfahús á Eskifirði Morgunblaðið/Emil Thorarensen Ekki er haldið sérstaklega utan um ferðir borgarstjóra og þar af leið- andi ekki hægt að setja fram ná- kvæmar upplýs- ingar um kostnað vegna aksturs hans, þar sem það er hluti af starfsskyldum bílstjóra, um- fangið er breyti- legt dag frá degi og ekki er haldið úti verkbókhaldi hjá starfs- mönnum skrif- stofu borgarstjóra og borgarritara. Þetta kemur fram í svari Dags B. Eggertssonar við fyrirspurn Kol- brúnar Baldursdóttur, borgarfull- trúa Flokks fólksins. Hún vildi vita hver væri árlegur kostnaður þess að borgarstjóri héldi úti einkabíl- stjóra. Svarið verður lagt fram í borgarráði í dag en það fylgdi dag- skrá fundarins sem birt var á heimasíðu borgarinnar í gær. Starf bílstjóra á skrifstofu borg- arstjóra og borgarritara felur í sér akstur fyrir borgastjóra sem og önnur verkefni á vegum skrifstof- unnar, til að mynda daglegan akst- ur vegna boðsendinga og póstsend- inga innan og utan kerfis, segir m.a. í svari borgarstjóra. Innan borgar megi helst nefna reglulegan akstur fyrir Barnavernd Reykja- víkur, allar þjónustumiðstöðvar borgarinnar, embætti borgarlög- manns, gjaldkera Reykjavík- urborgar sem og Ráðhúsið allt. Hann beri ábyrgð á og hafi umsjón með bifreiðinni. sisi@mbl.is Ökuferðir borgar- stjóra eru ekki skráðar sérstaklega Dagur B. Eggertsson Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ, átti lægsta tilboð í breikkun Grindavíkurvegar en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í fyrradag. Fimm tilboð bárust í verkið. Í verkinu felst að breikka tvo kafla Grindavíkurvegar, milli Sel- tjarnar og Bláa lónsins. Einnig gerð hliðartenginga og stíga svo og veitulagnir. Tilboð Loftorku hljóðaði upp á 432,7 milljónir króna. Var það 97% af áætluðum verktakakostnaði, sem var 446,5 milljónir. Hærri boð áttu Ístak hf., Mosfellsbæ, Íslenskir að- alverktakar hf., Reykjavík, Munck Íslandi ehf., Kópavogi, og Alma Verk ehf., Hafnarfirði. Verkið skiptist í fjóra áfanga og skal því að fullu lokið eigi síðar en 31. desember 2018. sisi@mbl.is Grindavíkurvegur verður breikkaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmd Vegalagning við Bláa lónið. Niðurstaða starfshóps um mögu- lega aukna aðkomu Landhelgis- gæslu Íslands að sjúkraflugi er væntanleg á allra næstu dögum. Þetta staðfestir Elsa B. Friðfinns- dóttir, skrifstofustjóri hjá vel- ferðarráðuneytinu. „Eins og hefur komið fram segir í skipunarbréfinu að hópurinn eigi að skoða mögulega faglegan og fjárhagslegan ávinning af aðkomu Landhelgisgæslu Íslands að sjúkra- flugi, og það var meginverkefni hópsins,“ segir Elsa í samtali við mbl.is. Tillögur um sjúkra- flug væntanlegar á næstu dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.