Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Emil Thorarensen
Eskifirði
Hjálmveig María Jónsdóttir, listamaður á
Eskifirði, hefur gert sinn garð heldur bet-
ur frægan, með álfum, huldufólki og ýms-
um búfénaði sem þar er.
Útlendingar hrannast á hennar einka-
lóð, guða á glugga og berja á dyr, spyrj-
andi hvað hitt og þetta kosti og hvort álf-
arnir séu til sölu. En munirnir í garðinum
eru einungis sýningargripir sem hún kom
fyrir í garðinum ásamt Rafni Helgasyni,
eiginmanni sínum, en hann lést 2016.
Álfahús á
Eskifirði
Morgunblaðið/Emil Thorarensen
Ekki er haldið sérstaklega utan um
ferðir borgarstjóra og þar af leið-
andi ekki hægt að setja fram ná-
kvæmar upplýs-
ingar um
kostnað vegna
aksturs hans, þar
sem það er hluti
af starfsskyldum
bílstjóra, um-
fangið er breyti-
legt dag frá degi
og ekki er haldið
úti verkbókhaldi
hjá starfs-
mönnum skrif-
stofu borgarstjóra og borgarritara.
Þetta kemur fram í svari Dags B.
Eggertssonar við fyrirspurn Kol-
brúnar Baldursdóttur, borgarfull-
trúa Flokks fólksins. Hún vildi vita
hver væri árlegur kostnaður þess
að borgarstjóri héldi úti einkabíl-
stjóra. Svarið verður lagt fram í
borgarráði í dag en það fylgdi dag-
skrá fundarins sem birt var á
heimasíðu borgarinnar í gær.
Starf bílstjóra á skrifstofu borg-
arstjóra og borgarritara felur í sér
akstur fyrir borgastjóra sem og
önnur verkefni á vegum skrifstof-
unnar, til að mynda daglegan akst-
ur vegna boðsendinga og póstsend-
inga innan og utan kerfis, segir
m.a. í svari borgarstjóra. Innan
borgar megi helst nefna reglulegan
akstur fyrir Barnavernd Reykja-
víkur, allar þjónustumiðstöðvar
borgarinnar, embætti borgarlög-
manns, gjaldkera Reykjavík-
urborgar sem og Ráðhúsið allt.
Hann beri ábyrgð á og hafi umsjón
með bifreiðinni. sisi@mbl.is
Ökuferðir borgar-
stjóra eru ekki
skráðar sérstaklega
Dagur B.
Eggertsson
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ,
átti lægsta tilboð í breikkun
Grindavíkurvegar en tilboð voru
opnuð hjá Vegagerðinni í fyrradag.
Fimm tilboð bárust í verkið.
Í verkinu felst að breikka tvo
kafla Grindavíkurvegar, milli Sel-
tjarnar og Bláa lónsins. Einnig gerð
hliðartenginga og stíga svo og
veitulagnir.
Tilboð Loftorku hljóðaði upp á
432,7 milljónir króna. Var það 97%
af áætluðum verktakakostnaði, sem
var 446,5 milljónir. Hærri boð áttu
Ístak hf., Mosfellsbæ, Íslenskir að-
alverktakar hf., Reykjavík, Munck
Íslandi ehf., Kópavogi, og Alma
Verk ehf., Hafnarfirði.
Verkið skiptist í fjóra áfanga og
skal því að fullu lokið eigi síðar en
31. desember 2018. sisi@mbl.is
Grindavíkurvegur
verður breikkaður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmd Vegalagning við Bláa lónið.
Niðurstaða starfshóps um mögu-
lega aukna aðkomu Landhelgis-
gæslu Íslands að sjúkraflugi er
væntanleg á allra næstu dögum.
Þetta staðfestir Elsa B. Friðfinns-
dóttir, skrifstofustjóri hjá vel-
ferðarráðuneytinu.
„Eins og hefur komið fram segir í
skipunarbréfinu að hópurinn eigi
að skoða mögulega faglegan og
fjárhagslegan ávinning af aðkomu
Landhelgisgæslu Íslands að sjúkra-
flugi, og það var meginverkefni
hópsins,“ segir Elsa í samtali við
mbl.is.
Tillögur um sjúkra-
flug væntanlegar á
næstu dögum