Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 32

Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 VIÐTAL Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Kristin Maria Palmer er bandarísk kona af íslenskum ættum sem býr í Fairport, NY og starfar þar sem geðhjúkrunarfræðingur. Hún var stödd hér á landi nýlega í fyrsta sinn ásamt fjölskyldu sinni, eigin- manninum Jamie og börnum þeirra, Megan 18 ára og Alex 13 ára. Fréttaritari kynntist Kristinu og fjölskyldu hennar fyrir 33 árum á skiptinemaári sínu í Bandaríkj- unum og var ákveðið að hittast eft- ir öll þessi ár. „Mig hefur langað að koma til Ís- lands alveg frá því ég var lítil stelpa. Amma mín talaði alltaf um hversu mikið hún elskaði Ísland og fjölskyldu sína. Ætlunin var að ég kæmi hingað þegar ég var 18 ára, svo þegar ég var 22 ára en aldrei varð neitt af ferðinni. Lífið bara leið áfram og alltaf var eitthvað í veginum. En eftir að faðir minn dó í janúar ákváðum við að fara til Ís- lands og vera í eina viku,“ segir Kristin. Skipskaði við Nýfundnaland Amma hennar hét Ásta Jóns- dóttir, fæddist árið 1910 og ólst upp í Varmadal á Kjalarnesi. Afi hennar hét Jóhann Axel Jóhannsson, fædd- ur 1900. Þau fluttu til Boston, Massachusetts árið 1938, líklega í leit að betri tækifærum. Í Boston fæddust þeim dæturnar Gudrun Paulino og Maria Berthora Rush, sem núna eru 79 og 75 ára. Maria er móðir Kristinar. ,,Axel afi var skip- stjóri á skipinu Gudrun, sem hann nefndi í höfuðið á dóttur sinni. Sá hræðilegi atburður átti sér stað að skipið fórst með öllum skipverjum í aftakaveðri í janúar 1951, en þeir höfðu verið að veiðum við Ný- fundnaland. Ásta amma starfaði sem saumakona eftir að hún missti afa og ól dæturnar upp ein, en bjó áfram í Bandaríkjunum,“ segir Kristin. Afmælið varð að minningarathöfn Ásta lést í hárri elli árið 2010. Hún hafði ráðgert að halda upp á hundrað ára afmælið sitt og von var á um 35 íslenskum ættingjum í gleðina. Því miður dó hún tveimur vikum fyrir af- mælið, svo það breyttist í minning- arathöfn. Þá kynntist Kristin mörg- um íslenskum ættingjum og hefur haldið sambandi við marga þeirra síðan. „Amma mín átti sex systkini og hélt ávallt sambandi við fjölskyldu sína á Íslandi. Hún fór margar ferðir hingað til Íslands og eins kom mamma oft hingað, faðir minn og Craig bróðir heimsóttu Ísland líka nokkrum sinnum. Mamma vann t.d. sem ritari í eitt ár í Reykjavík þegar hún var ung og bjó þá hjá Siggu frænku okkar. Hún skilur íslensku vel og talar smávegis. Ég hins vegar kann nánast enga íslensku en það væri áhugavert að læra málið.“ Kristin segir að sig langi mjög mikið að koma aftur til Íslands og taka þá Jonathan bróður sinn með sem enn hefur ekki komið hingað. Á facebooksíðu sinni grínaðist hún með að kannski myndi hún flytja hingað síðar. Sérstakt að sjá svartan sand En hvað gerði hún og fjölskyldan á meðan dvölinni stóð? „Við byrjuðum á því að koma til Reykjavíkur og rölta bara um borgina. Stefnan var því næst sett á gullna hringinn og þá skoðuðum við fleiri náttúruperlur í leiðinni. Á þriðja deginum nutum við þess að fara á hestbak í nágrenni höfuðborgarinnar, en síðan var ferð- inni heitið til Víkur. Þar fórum við í „zip lining“ og skoðuðum okkur um, til dæmis fannst okkur sérstakt að sjá svartan sand í fjörunum á Íslandi. Við fórum líka á leynistað þar sem er heit náttúrulaug og gengum þar um í nágrenni heitra hvera. Útsýnið um allt Ísland er stórbrotið og algjörlega einstakt,“ segir Kristin, og bætir við að þau hafi því miður ekki haft tíma til að heimsækja staðinn þar sem amma Ásta ólst upp, en þau hafi not- ið gestrisni frændfólks og heimsótt Salvöru Jónsdóttur frænku sína og fjölskyldu tvisvar sinnum, en Maria og hún eru systkinabörn. Kristin er þakklát fyrir að hafa á endanum haft sig í það að heimsækja Ísland, fá að upplifa menninguna og þessa fallegu náttúru eins og hún tekur til orða, auk þess sem hún kann vel að meta gestrisni Íslend- inga. Þakklát fyrir að hafa loksins komið  Kristin Palmer heimsótti Ísland með fjölskyldunni Heimsókn Mæðgurnar Kristin og Megan Palmer í Íslandsheimsókn sinni á dögunum. Kristin hefur lengi ætlað sér að sækja Ísland heim. Forfeður Ásta Jónsdóttir og Jóhann Axel Jóhannsson, amma og afi Kristinar, sem fluttu til Boston frá Íslandi árið 1938. Marion Lerner, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur á Kvoslæk í Fljóts- hlíð laugardaginn 25. ágúst kl. 15 um efnið menntun og vísindi í þágu þjóð- ar, Tómas Sæmundsson og ferðabók hans. Þetta er þriðji fyrirlesturinn undir heitinu Fullveldið og hlíðin fríða á Kvoslæk. Fullveldissjóður og Upp- byggingarsjóður Suðurlands (SASS) styðja fyrirlestraröðina. Á árunum 1832-34 ferðaðist séra Tómas Sæmundsson um Evrópu. Eft- ir heimkomu samdi hann uppkast að Ferðabók sem átti að fræða Íslend- inga um allt hið nýja, merkilega og nytsama sem ferðalangurinn hafði séð. Í þeim bókarköflum sem liggja fyrir fjallar Fjölnismaðurinn ítarlega um „menntunarmeðöl“ á borð við söfn, bækur, skóla og margt fleira sem hann hafði kynnt sér í Prúss- landi. Umfjöllun Tómasar gefur innsýn í skoðanir hans varðandi menntun þjóðar. Hvers konar menntun er nauðsynleg? Í hverju felst menntun fyrst og fremst? Hver er tilgangur menntunar? Þurfa allir að mennta sig? Í fyrirlestrinum verður gerð dá- lítil tilraun: Hvers konar stofnanir, skóla, söfn o.s.frv. hefði Tómas viljað sjá á Íslandi til að stuðla að framför- um í landinu, ef það hefði verið hægt? Fjölnismaðurinn séra Tómas Sæ- mundsson (1807-1841) var prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð og andaðist þar. Honum var reistur minnisvarði í kirkjugarðinum á Breiðabólstað. Dósent Marion Lerner flytur fyrirlestur um menntun og vísindi í þágu þjóð- ar, Tómas Sæmundsson og ferðabók hans næstkomandi laugardag kl. 15. Tómas Sæmundsson og menntun og vísindi BETA SUMARTILBOÐ ekki bara gott verð... skápur Verkfæraskápur Kr. 198.227.- Beta EASY verkfæraskápur 374 stk 7 skúffur (588x367 mm) á rennibrautum Skúffubotn varinn með mjúkri gúmmímottu 4 hjól - 125 mm 2 hjól föst og 2 með beygju, 1 bremsa Miðlæg læsing á framhlið fyrir skúffur Thermoplast vinnuborð, ber 800 kg Hægt að bæta við pappírsrúlluhaldi Fáanlegur flösku og brúsahaldari Vörunúmer: BE024002101 - 024509011, 024509080, 024509130, 024509210 923E/C25 Kr. 14.228.- Topplyklasett 1/2” - 25 hlutir 903E/C42 Kr. 5.490.- Topplyklasett 1/4” - 42 hlutir Öll sumartilboðin frá Beta má sjá á heimasíðu Iðnvéla: www.idnvelar.is 1263/D6 Kr. 3.906.- Skrúfjárnasett 6 stk (+ og -) 2056 E/E17 Kr. 52.496.- Verkfærataska 144 hlutir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.