Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
– fyrir dýrin þín
Ást og umhyggja fyrir dýrin þín
Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn
Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
15 kg
8.990 kr.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Steinbryggjan sögufræga við Gömlu
höfnina í Reykjavík hefur verið í
fréttum eftir að hún skaut „upp
kollinum“ vegna endurbóta á
Tryggvagötu. Bryggjan mun á ný
hverfa undir yfirborð jarðar en hún
hafði ekki sést síðan hún fór undir
landfyllingu árið 1940.
En hver er þessi steinbryggja?
Greinargóða frásögn um bryggjuna
og tilurð hennar er að finna í ritinu
„Hér heilsast
skipin“ eftir Guð-
jón Friðriksson
sagnfræðing, sem
út kom á 100 ára
afmæli hafnar-
gerðar í Reykja-
vík.
Í janúar 1884
samþykkti bæj-
arstjórn Reykja-
víkur að verja 10
þúsund krónum
til að smíða bæjarbryggju eftir að
áskoranir höfðu komið fram um
slíka framkvæmd. Fram að þessu
höfðu bryggjur í fjörukambinum
verið í eigu einstakra kaupmanna.
Árið áður, 1883, höfðu fjórir kaup-
menn, þeir Siemsen, Smith, Bryde
og Zimsen, bannað öllum að nota
bryggjur sínar nema gegn gjaldi.
Þetta hleypti illu blóði í bæjarbúa.
Jakobi Sveinssyni snikkara var
falin gerð bryggjunnar og lauk hann
við verkið sumarið 1884. Var hún
hlaðin grjóti efst en gerð úr timbri
að framanverðu. „Þegar til kom
bætti bryggjan ekki mikið úr hafn-
araðstæðum í Reykjavík,“ segir
Guðjón. Útgerð þilskipa var hafin í
Reykjavík og þau gátu ekki lagst að
hinni nýju bryggju því hún var of
stutt.
Bryggjan endurbyggð
Á fundi hafnarnefndarinnar í
október 1891 var ákveðið að end-
urbyggja framhluta bryggjunnar úr
steini, en áður hafði hún verið lengd
um 19 metra. Þekktur danskur
steinhöggvari, Julius Schau, tók að
sér verkið og lauk því í júlí 1893.
Eftir þetta hlaut bryggjan nafnið
Steinbryggjan.
Julius Schau kom hingað til lands
til að vinna að byggingu alþing-
ishússins. Hann settist hér að og
kvæntist íslenskri konu, Kristínu
Magnúsdóttur frá Melkoti. Eftir
hann liggja fleiri hús, t.d. Lauga-
vegur 10 og Bankastræti 3, sem var
fyrsta íbúðarhúsið í Reykjavík sem
byggt var úr tilhöggnu grágrýti
með svipuðum hætti og alþing-
ishúsið. Nú er í húsinu snyrti-
vöruverslunin Stella. Schau var
margt til lista lagt. Hann er m.a.
höfundur Hallgrímshörpunnar,
minnismerkis um Hallgrím Pét-
ursson sálmaskáld, sem stendur við
Dómkirkjuna.
Steinolíugaslugt var sett upp á
Steinbryggjunni árið 1902 og var
hún til mikilla bóta því fram að því
höfðu menn þurft að paufast þar í
myrkri á vetrum.
Ekki voru menn alveg ánægðir
með bryggjuna og talin var þörf á
að lengja hana, breikka og hækka.
Var talið æskilegt að allt að 100
tonna seglskip gætu lagst að henni.
Sumarið 1903 var samþykkt að
fara í þetta verk og var athafna-
manninum Tryggva Gunnarssyni
falið verkið. Eftir viðgerð Tryggva
og hans manna var bryggjan komin
í það horf sem hún var í allt þar til
hún hvarf undir landfyllinguna 1940.
Steinbryggjan var um áratuga
skeið eins konar andlit Reykjavíkur.
Eftir henni gengu útlendingar og
aðrir ferðamenn þegar þeir komu til
höfuðstaðar Íslands sjóleiðis. Kon-
ungar Íslands, Friðrik VIII og
Kristján X, stigu þar á land á rauð-
um dregli þegar þeir komu til lands-
ins 1907, 1921 og 1930.
Fyrsta bryggja Reykvíkinga
Hið fræga mannvirki Steinbryggjan komst í fréttirnar þegar hún birtist mönnum á dögunum
Tekin í notkun 1884 en síðar endurbætt Um áratuga skeið eins konar andlit Reykjavíkur
Morgunblaðið/sisi
Bryggjan sýnileg Nú gefst almenningi fágætt tækifæri til að skoða hið sögufræga mannvirki. Til vinstri á myndinni
er tollhúsið (Kolaportið) og til hægri nýbyggingar á Hafnartorgi. Götuspottinn hefur fengið heitið Steinbryggja.
Ljósmynd/Ólafur Magnússon
Steinbryggjan Fjöldi fólks samankominn á bryggjunni til þess að fylgjast
með óþekktum atburði. Eimskipafélagshúsið og Hafnarstræti 15 fjær.
Guðjón
Friðriksson
Fyrir opnu hafi Horft niður bryggj-
una. Myndin líklega tekin árið 1907.
Vilhjálmur
S. Vilhjálms-
son blaða-
maður, sem
skrifaði dálk
í Alþýðu-
blaðið undir
dulnefninu
Hannes á
horninu,
minntist
Steinbryggj-
unnar svo í bók sem kom út ár-
ið 1957:
„Það má segja að upp og nið-
ur Steinbryggjuna hafi í raun
og veru verið látlaus straumur
sjófarenda í marga áratugi.
Þarna stóðu ungir Reykvíkingar
og veiddu þyrskling og marhnút
og þarna röltu um gamlir sjó-
menn, sem mundu fífil sinn
fegri, en undu við að sjá dreng-
ina að veiðum og unga, hrausta
sjómenn koma af hafi. Stund-
um var bryggjan ötuð slori og
þakin þangi, en stundum var
hún líka hvítþvegin og snyrtileg
og sólin bakaði steininn og
sjávarsaltið myndaði kristalla,
sem glitruðu í sólskininu, en
kufungar og hrúðurkallar þöktu
hlið hennar. Það var mikill og
feskur ilmur af Steinbryggj-
unni. Og einstaka sinnum kom
það fyrir, að fyrirmenn Reykja-
víkur söfnuðust prúðbúnir sam-
an á henni til þess að taka á
móti höfðingjum sem sóttu
borgina heim.“
Slorug og
hvítþvegin
BRYGGJUNNAR MINNST
Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson
Innkauparáð
Reykjavík-
urborgar
hefur sam-
þykkt að
ganga að til-
boði D. Ing-
Verks ehf.
um gerð
göngu- og
hjólastígar á Bústaðavegi, milli
Kringlumýrarbrautar og Veð-
urstofuvegar.
Alls bárust fimm tilboð í verkið
og voru þau öll yfir kostnaðar-
áætlun. D. Ing-Verk ehf. bauð 83
milljónir króna í verkið. Var það
25% yfir kostnaðaráætlun, sem
hljóðaði upp á 66 milljónir.
Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar er fram-
kvæmdaaðili verksins. Í því felst
m.a. upprif á núverandi yfirborði,
stígum og tröppum og gerð
göngu- og hjólastíga ásamt aðlög-
un á aðliggjandi stígum.
Stefnt er að því að verkinu
verði lokið á þessu ári. sisi@mbl.is
Stígar á Bústaða-
vegi verða lagaðir