Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 39
Íslendinga og fólks af íslenskum
ættum í Bandaríkjunum ár hvert.
Fastur punktur í tilverunni
Hátíðin hefur verið fastur sum-
arpunktur í tilveru íbúa og brott
fluttra og var nú haldin í 119. sinn.
„Fjölskyldur sameinast í Mountain
um þessa helgi og auk þess höfum
við fengið marga aðra gesti, ekki
síst frá Íslandi,“ segir Curtis en
yfir 100 Íslendingar heimsóttu
Mountain og nágrenni um nýliðna
verslunarmannahelgi.
Curtis bendir á að í þriðja sinn
hafi forsætisráðherra Íslands og
ríkisstjóri Norður-Dakóta verið
saman á hátíðinni. Geir Haarde og
John Hoeven hafi verið sérstakir
gestir 2007, Jóhanna Sigurð-
ardóttir og John Hoeven 2010 og
nú Katrín Jakobsdóttir og Doug
Burgum. Hann segir að íslenskir
ráðamenn hafi sýnt að þeir kunni
vel að meta hið mikla starf heima-
manna við að vernda og efla ís-
lenska menningararfleifð með
þeim hætti sem raun ber vitni og
taki glaðir þátt í hátíðinni. „Við
reynum að vera tilgerðarlaus með
öllu, komum til dyranna eins og
við erum klædd og leggjum
áherslu á að skemmta okkur,“
heldur Curtis áfram. „Ég held að
það falli íslenskum ráðamönnum
vel í geð og gefi þeim tækifæri til
þess að vera áhyggjulausir frá
annars daglegu amstri, þar sem
öll spjót standa á þeim. Hérna fá
þeir tækifæri til þess að eiga
stund með öðrum viðstöddum í af-
slöppuðu umhverfi og slá á létta
strengi.“
Um 80 manns búa í Mountain.
Curtis segir að allar ákvarðanir í
tengslum við þessa árlegu hátíð
séu teknar á lýðræðislegan hátt á
mánaðarlegum fundum Íslend-
ingafélagsins og um 15 til 20
manna kjarni sjái um útfærslu
helstu mála en töluvert fleiri frá
Bandaríkjunum, Kanada og Ís-
landi komi að skipulagningu at-
riða á sumarhátíðinni. „Við fest-
um okkur ekki í nefndum og
ráðum heldur sjá einstaklingar
um ákveðin atriði án þess að
stjórnin sé stöðugt á bakinu á
þeim. Þetta fólk veit hvað þarf að
gera, hvenær og hvernig.“
Tímamót að ári
Ólafur Ragnar Grímsson, þá-
verandi forseti Íslands, var heið-
ursgestur á hátíðinni 1999 og síð-
an hafa íslenskir ráðamenn verið í
því hlutverki árlega. Curtis segir
að heimsókn þeirra skipti mjög
miklu máli. Þeir gefi hátíðinni
aukið vægi og auki áhuga annarra
á henni. „Heimamenn eru agn-
dofa yfir fjölmennum heimsókn-
um Íslendinga til okkar á þessum
tíma og ráðamenn í Norður-
Dakóta gera sér grein fyrir mik-
ilvægi hátíðarinnar. Þeir vilja
taka þátt í því að bjóða íslenska
ráðamenn velkomna sem og aðra
gesti frá Íslandi.“
Í lok hátíðardagskrárinnar á
dögunum sagði Curtis að erfitt
yrði að gera betur en það yrði
vissulega reynt. „Skipulagning
fyrir 120 ára afmælishátíðina á
næsta ári hefst í september og
það kemur í ljós hvernig til
tekst.“
Fjölskylduhátíð Fólk kemur víða að til að njóta samverunnar.
FRÉTTIR 39Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Margir hafa unnið ötullega að sam-
skiptum fólks af íslenskum ættum í
Vesturheimi við Ísland. Einn þeirra
er Davíð Gíslason, skáld og fyrrver-
andi bóndi á Svaðastöðum í Geysis-
byggð í Manitoba í Kanada. Davíð,
sem nú býr í Árborg vestra var sér-
stakur heiðursgestur á hátíðar-
fundi Alþingis á Þingvöllum mið-
vikudaginn 18. júlí sl.
Í veislu um kvöldið í tilefni 100
ára fullveldisafmælis Íslands flutti
Davíð kveðju á íslensku frá Vest-
urheimi. „Það eru gríðarlega marg-
ir íbúar í Norður-Ameríku í dag
sem eru stoltir af þessu mikla af-
reki ykkar,“ sagði hann og vísaði til
þess að talið væri að jafnmargir
væru af íslenskum ættum vestan
hafs og íbúar Íslands. „Öll eru þau
mjög stolt af sínum íslenska upp-
runa og óska ykkur til hamingju
með allt sem ykkur hefur áunnist.“
Davíð benti á að íslenska menn-
ingu væri víða að finna í Norður-
Ameríku. Hann nefndi m.a. af-
steypu af styttu af Jóni Sigurðssyni
á Austurvelli, sem væri í garði
þinghússins í Winnipeg, og af-
steypu af styttu af Guðríði Þor-
bjarnardóttur og Snorra Þorfinns-
syni, syni hennar, sem væri í
Landsbóka- og skjalasafni Kanada í
Ottawa. Hann benti á að þorrablót
væru haldin víðs vegar um Banda-
ríkin og Kanada og lagði áherslu á
mikilvægi íslenskudeildar Mani-
toba-háskóla í Winnipeg.
Margir íslenskir innflytjendur og
afkomendur þeirra gegndu her-
þjónustu í kanadíska og bandaríska
hernum. Davíð sagði að jafnvel í
hernum hefði fólk af íslenskum ætt-
um fylgst með sjálfstæðisbaráttu Ís-
lands. „Ég var mjög hrærður yfir
því að í sjálfum skotgröfunum mátti
finna þá sem höfðu ekki gleymt
landi og þjóð uppruna síns,“ sagði
hann í ræðu sinni.
steinthor@mbl.is
Sterk tenging yfir hafið
Riverton Davíð Gíslason og Katrín Jakobsdóttir við upplýsingaskilti, sem forsætisráð-
herra afhjúpaði um Sigtrygg Jónasson, sem kallaður hefur verið faðir Nýja Íslands.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda
AIL 4x4
m. - Sjálfskiptur
4x4
Beinskiptur
1.290 þ.kr.2.490 þ.kr.
uzuki JIMNY
014 - Ek. 57 þ. km. -
.190 þ.kr.
issan XTR
017 - Ek. 53 þ. k
Subaru FORESTER
2017 - Ek. 81 þ. km. - Sjálfskiptur
VW POLO
2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur
Renault MEGANE Station
2013 - Ek. 168 þ. km. - Sjálfskiptur
Renault Clio
2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur
3.690 þ.kr.
1.940 þ.kr.
990 þ.kr.
uzuki GRAND VITARA
2 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur
. .
Kia CEED Station
2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur
. . .
S
201
.
Kia Sportage EX 4x4
2017 - Ek. 88 þ. km. - Sjálfskiptur
Renault MEGANE Station
2012 - Ek. 192 þ. km. - Sjálfskiptur
Subaru Forester
2012 - Ek. 86 þ. km. - Sjálfskiptur
Kia SPORTAGE EX 4x4
2017 - Ek. 99 þ. km. - Sjálfskiptur
3.650 þ.kr. 890 þ.kr.2.250 þ.kr. 3.490 þ.kr.
Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma569 1390 eða á augl@mbl.is