Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 40
SÁDI-ARABÍA
Sádiarabískir ríkissaksóknarar
sækjast nú eftir dauðadómi gegn
fimm aðgerðasinnum sem hafa tal-
að fyrir mannréttindum í austur-
hluta landsins.
Samkvæmt tilkynningu Mann-
réttindavaktarinnar hafa ríkis-
saksóknarar sem ábyrgir eru gagn-
vart konungi Sáda ákært aðgerða-
sinnana fyrir friðsamlegar
aðgerðir sem ekki eru glæpsam-
legar samkvæmt lögum landsins.
Meðal þeirra sem eiga á hættu að
hljóta dauðadóm er Israa al-
Ghomgham, sem hefur barist fyrir
auknum réttindum sjíamúslima í
Sádi-Arabíu. Hún er fyrsta konan
sem gæti átt dauðadóm yfir höfði
sér fyrir mannréttindastarf í land-
inu. Al-Ghomgham hefur verið í
fangelsi frá í desember 2015.
Dauðadómur vofir
yfir mann-
réttindakonu
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
Glæsilegt úrval
af trúlofunar- og
giftingarhringapörum
Gullsmiðir
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Paul Manafort, fyrrverandi kosn-
ingastjóri Donalds Trumps Banda-
ríkjaforseta, var í fyrradag dæmdur
sekur fyrir átta ákæruliði um fjár-
svik. Kviðdómnum kom ekki saman
um tíu ákæruliði til viðbótar sem
lagðir höfðu verið fram gegn Mana-
fort.
Manafort var fundinn sekur um að
greina ekki rétt frá fjárhag sínum í
fimm skattaframtölum, um tvær
ákærur um fjársvik í tengslum við
banka og að greina ekki frá banka-
reikningum sem hann átti erlendis.
Þegar Trump hitti stuðningsmenn
sína á fjöldasamkomu í Vestur-Virg-
iníu eftir réttarhöldin sagðist hann
„mjög leiður“ yfir dómnum gegn
Manafort, sem hann kallaði „góðan
mann“. Trump hafði áður lýst því yf-
ir að harkalegar hefði verið gengið
fram gegn Manafort en gegn glæpa-
foringjanum Al Capone og hefur oft
kallað rannsókn Roberts Muellers,
sem leiddi til handtöku Manaforts,
„nornaveiðar“. Ekki er loku fyrir
það skotið að Trump beiti forseta-
valdi sínu til þess að náða Manafort.
„Þetta kemur samráði við Rússa
ekkert við!“ sagði Trump við frétta-
menn fyrir fjöldasamkomuna. „Þetta
eru nornaveiðar og þær eru til
skammar!“
Rannsókn Muellers hófst sem
rannsókn bandarísku alríkislögregl-
unnar á tölvuárásum Rússa á gagna-
grunn Demókrataflokksins í aðdrag-
anda bandarísku forsetakosning-
anna árið 2016. Mueller var skipaður
í embætti sérstaks saksóknara af
Rod Rosenstein varadómsmálaráð-
herra til að halda rannsókninni
áfram eftir að Trump rak James Co-
mey, formann alríkislögreglunnar, í
byrjun ársins 2017. Mueller bar fram
ákæruna gegn Manafort í október
sama ár.
Greiðslur til klámstjarna
Manafort er ekki sá eini sem varð
fyrir barðinu á rannsókn Muellers í
vikunni. Michael Cohen, lögfræðing-
ur og samstarfsmaður Trumps til
margra ára, hefur lengi verið undir
smásjá Muellers. Á þriðjudaginn ját-
aði Cohen sig sekan í ákæru um að
hafa brotið á kosningalögum, fimm
ákærum um skattsvik og einni um
bankasvik.
Cohen greindi ennfremur frá því
að hafa greitt klámstjörnunni
Stormy Daniels og Playboy-fyrir-
sætunni Karen McDougal mútufé í
skiptum fyrir þagmælsku þeirra um
meint ástarsambönd þeirra við
Trump. Cohen sagði Trump sjálfan
hafa haft fulla vitneskju um greiðsl-
urnar. Raunar hafi Trump sagt hon-
um að greiða Daniels og McDougal
til þess að „þagga niður upplýsingar
sem kæmu sér illa fyrir frambjóð-
andann og kosningaherferð hans“.
Trump hafði áður neitað vitneskju
um greiðslurnar til Daniels og
McDougal. Cohen var greint frá því
að hann gæti setið í fangelsi í allt að
65 ár vegna málsins. Dómur verður
ekki kveðinn upp gegn honum fyrr
en í desember.
Sakfellingin gegn Manafort og
játning Cohens þykir styrkja mjög
lögmæti rannsóknar Muellers.
Trump hefur ítrekað haldið því fram
að rannsóknin sé lítið annað en póli-
tísk atlaga gegn stjórn sinni og hefur
gælt við hugmyndir um að láta hætta
henni eða jafnvel taka sjálfur við um-
sjón hennar. Nú þykir sannað að
rannsóknin fáist við raunverulega
glæpi og raunverulegt misferli í
kosningunum 2016. „Sakfelling
Manaforts sýnir að rannsókn Muell-
ers er langt því frá að vera norna-
veiði,“ sagði Adam Schiff, öldunga-
deildarþingmaður
Demókrataflokksins, við AFP. „Hún
sýnir einnig að í kosningaherferð og
stjórn Trumps er margt fólk með
langa sögu af óprúttnu viðskiptaat-
ferli og tengslum við erlenda hags-
munahópa.“
Trump benti þó á að glæpir Mana-
forts og Cohens tengdust ekki
meintu samráði hans við afskipti
Rússa af kosningunum og skoraði á
Mueller að færa sönnur á að hann
hefði haft hönd þar í bagga. Alls hef-
ur Mueller í rannsókn sinni ákært 33
menn, þar af 25 Rússa, og þrjú fyr-
irtæki.
Sekir menn í kringum Trump
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps, dæmdur sekur um fjársvik
Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Trumps, játar brot á kosningalögum
AFP
Veiddir Frá vinstri: Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trumps, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Paul
Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps. Óhætt er að segja að þetta sé ekki góð vika fyrir neinn þessara manna.
„Ekki glæpur!“
» „Michael Cohen játaði sig
sekan um tvö ákæruatriði um
kosningafjárlagabrot sem eru
ekki glæpur!“ skrifaði Trump
um játningu Cohens á Twitter.
» Trump sakaði Cohen einnig
um að ljúga upp á hann til að
fá vægari dóm. Hann mælir
ekki með því að fólk í leit að
góðum lögfræðingi ráði Cohen.
Trump talaði betur um Mana-
fort og kallaði hann „hug-
rakkan mann“.
Að minnsta kosti tíu ráðherrar í
ríkisstjórn Malcolms Turnbulls, for-
sætisráðherra Ástralíu, hafa til-
kynnt afsögn sína í vikunni. Turn-
bull hefur þó að svo stöddu aðeins
fallist á tvær þeirra.
Turnbull vann á þriðjudag naum-
an sigur í leiðtogakjöri ástralska
Frjálslynda flokksins en vandræð-
um hans er þó langt því frá lokið og
búist er við því að andstæðingar
hans innan flokksins muni brátt
reyna á ný að velta honum úr for-
mannssætinu.
Helsti keppinautur Turnbull um
formannsstólinn er Peter Dutton.
Hann kennir Turnbull um lélegt
gengi flokksins í skoðanakönn-
unum fyrir kosningar sem haldnar
verða á miðju næsta ári.
AFP
Ástrali Malcolm Turnbull, forsætisráð-
herra Ástralíu, úr Frjálslynda flokknum.
Þjarmað að Turnbull
ÁSTRALÍA
Ríkisstjórn Venesúela greip til ör-
þrifaráða á þriðjudaginn til þess að
bæta úr efnahagskreppunni sem
hrjáir landið. Venesúelski bólívarinn
var gengisfelldur um 96 prósent
samkvæmt tilkynningu ríkisbank-
ans. Stuttu áður en þetta var til-
kynnt hafði ríkisstjórn Nicolás Mad-
uro forseta gefið út nýja seðla þar
sem fimm núll höfðu verið fjarlægð
af gömlu myntinni.
Maduro hefur fest gengi bólívars-
ins við gengi venesúelska petrósins.
Petróinn er rafrænn gjaldmiðill sem
á að samsvara andvirði tunnu af ven-
esúelskri olíu. Petróinn nýtur lítils
trausts og hagfræðingum þykir lítið
til þessarar áætlunar forsetans
koma. „Að festa bólívarinn við petró-
inn er að festa hann við ekkert,“
sagði hagfræðingurinn Luis Vicente
León við AFP.
Sum fyrirtæki í höfuðborginni
Caracas eru enn lokuð vegna gjald-
miðilsbreytingarinnar. Stjórnarand-
stöðuflokkarnir kölluðu eftir sólar-
hringsverkfalli til þess að hafna
stefnumálum Maduro.
Langar raðir mynduðust í hrað-
banka snemma morguns eftir að nýi
gjaldmiðillinn tók gildi. Landsmenn
gátu þó aðeins tekið út tíu bólívara
seðla, sem nægir vart fyrir kaffibolla
í landinu um þessar mundir.
Nýr gjaldmiðill
kynntur í Venesúela
AFP
Gjaldmiðill Brakandi nýir venesúelskir bólívarseðlar í höndum konu í
höfuðborginni. Ríkisstjórnin hafði nýlega fjarlægt fimm núll af seðlunum.