Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Brákarey Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, ambátt á Borg og fóstru Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að faðir hans hafi banað Þorgerði á Brákarsundi með steinkasti.
Eggert
Canberra | Kofi Ann-
an á skilið að vera
minnst sem eins mest
framúrskarandi fram-
kvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna. Frábær-
ir framkvæmdastjórar
þurfa að hafa skýra
sýn á hvernig þeir
beita valdi sínu, sér í
lagi þegar það felur í
sér vald yfir alþjóð-
legum stofnunum.
Velgengni Annans byggðist á getu
hans til þess að blanda saman
raunsæi sínu og auðmýkt við skýra
framtíðarsýn um þróun og einingu
mannkynsins.
Þessi blanda sýnar og mann-
gerðar kom kannski skýrast fram í
þúsaldarmarkmiðunum í þróun-
armálum (2000-2015), sem settu
fram metnaðarfull forgangsmál fyrir
Sameinuðu þjóðirnar. Að auki, knú-
inn áfram af mannúðarhyggju og
trúmennsku við anda sem og inni-
hald stofnsáttmála Sameinuðu þjóð-
anna, náði Annan að teygja fram-
kvæmdavald stofnunarinnar með því
að túlka sáttmálann á frumlegan
hátt með aðstoð síns heillandi per-
sónuleika, til þess að tryggja það að
hin spennandi en erfiða grundvall-
arregla um að ríki beri ábyrgð á að
vernda fólk (Right to protect eða
R2P) væri tekin upp.
Annan, barnabarn ættbálkahöfð-
ingja og sonur héraðsstjóra í bresku
nýlendunni Gullströndinni (sem í
dag heitir Ghana), blandaði saman
hástéttarlegum leiðtogastíl við
mjúkmælgi, persónutöfra, samúð,
vitsmunalega dýpt og fínan klæða-
burð. Ár hans í stól framkvæmda-
stjórans (1997-2006) mörkuðust af
pólitískri dómgreind, háttvísi og
heiðarleika. Einn helsti vitnisburð-
urinn um það hversu góður ferill
hans var er sú varanlega trú-
mennska, sem nálg-
aðist dálæti, sem hann
kallaði fram í þeim
hæfileikaríka hópi sem
hann kallaði sér til að-
stoðar.
Heimurinn breyttist
á margvíslegan hátt á
þessum stormasömu
árum. Annan hafði yf-
irumsjón með stór-
felldri aukningu á frið-
argæsluverkefnum SÞ,
sem var svar við aukn-
um kröfum og vænt-
ingum. Mörg þessara verkefna voru
hins vegar sögð hafa skilað litlu og
voru plöguð af ásökunum um
fjármálaspillingu og kynferðislega
misnotkun friðargæsluliða á skjól-
stæðingum sínum.
Ein helsta áskorunin, sem Annan
þurfti að takast á við, með mis-
jöfnum árangri, var hvernig ætti að
samþætta hið einstaka forræði Sam-
einuðu þjóðanna við hlutverk örygg-
isráðsins sem nokkurs konar stjórn-
klefa alþjóðastjórnmálanna. Þegar
stórveldin voru sammála gat hann
ekki annað en hlýtt. Þegar þau fóru í
hár saman vegna mikilvægra hags-
munaárekstra gat hann lítið gert.
En þegar alþjóðasamfélagið skiptist
í tvö horn reyndi hann að mynda
samkomulag með því að finna hvar
sameiginlegu hagsmunirnir lægju
og með því að finna leiðir til þess að
aðildarríkin gætu haldið andlitinu
með málamiðlunum.
Það hvernig Annan sá um umbæt-
ur á Sameinuðu þjóðunum var lær-
dómsríkt. Hann sagði mér að finna
stóru alþjóðlegu málin sem krefðust
þess að samtökin tækju þátt. Svo
átti ég að horfa framhjá málefn-
unum þar sem ríkin yrðu ekki sam-
mála um sameiginlega hagsmuni og
líka þeim þar sem þau yrðu sammála
vegna sameiginlegrar forgangsröð-
unar. Hann sá engan tilgang í að
eyða takmörkuðu pólitísku bolmagni
þegar sú var raunin.
Hann einblíndi í staðinn á stóru
málin þar sem aðgerðir aðildarríkj-
anna gátu riðið baggamuninn með
því að setja orðstír og umboð fram-
kvæmdastjórans á bak við þær.
Annan náði árangri sem fram-
kvæmdastjóri með því að beita
mjúkri leiðsögn og þeim viðsjála
hæfileika að geta látið aðra tengjast
á tilfinninga- og vitsmunalegan hátt
við stærri málstað sem reis ofar
stundarhagsmunum þeirra.
Annan naut „rokkstjörnufrægð-
ar“ á fyrra kjörtímabili sínu og var í
stöðugum samskiptum við leiðtoga
ríkja, alþjóðasamtaka, fjölþjóðlegra
fyrirtækja og ýmissa félagasamtaka.
Það var sjaldgæft að hinn hljóðláti
erindrekstur sem Annan rak frá
einkaskrifstofu sinni þyrfti aukinn
styrk með því að nýta hinn opinbera
prédikunarstól sem Sameinuðu
þjóðirnar gátu gefið.
Annan reyndi til dæmis að víkka
út „heimildir“ alþjóðalaga til þess að
gera Sameinuðu þjóðunum kleift að
beita sér gegn þeim ríkjum sem
skýldu sér í hegðun sinni á bak við
fullveldi sitt. Á hinn bóginn nýtti
hann „taumhald“ samtakanna til
þess að halda árásargirni stórveld-
anna í skefjum.
Annan benti á það árið 2004 að
innrásin í Írak stangaðist á við
ákvæði stofnsáttmála Sameinuðu
þjóðanna um valdbeitingu. Með því
reitti hann til reiði helstu hug-
myndafræðingana í ríkisstjórn
George W. Bush, sem hótuðu því að
gelda Sameinuðu þjóðirnar á al-
þjóðavettvangi. Hefði öryggisráðið
hins vegar látið undan þrýstingi
enskumælandi ríkjanna og stutt
stríðið á grundvelli ýktra ásakana
um hryðjuverkastarfsemi og fals-
aðra sönnunargagna um gereyðing-
arvopn hefðu Sameinuðu þjóðirnar
orðið fyrir alvarlegri og varanlegri
skaða.
Annan blandaðist í hneykslismálið
um sölu olíu frá Írak í skiptum fyrir
matvæli, og nýttu andstæðingar
hans sér það til hins ýtrasta. En
jafnvel þar höfðu siðferðisbrestir að-
ildarríkjanna – þar á meðal Banda-
ríkjanna og Ástralíu, sem neituðu að
bregðast við þegar embættismenn
SÞ bentu á vandann – alvarlegri af-
leiðingar. Það að sonur hans var
flæktur í málið olli Annan persónu-
legri angist.
Öllu alvarlegri blettur á orðspori
Annans var ábyrgð hans á því að
friðargæsluliðar samtakanna túlk-
uðu umboð sitt þröngt í verkefnum
sínum í Rúanda og í Srebrenica árin
1994-1995. Raunar vilja sumir halda
því fram að Annan hafi aldrei borið
þá pólitísku ábyrgð sem honum bar
fyrir þá vanrækslu sem þar kom í
ljós.
En Annan setti hins vegar á fót
rannsóknir innan samtakanna á því
hvers vegna þessi mistök, sem skóku
samvisku samtakanna, hefðu átt sér
stað og hvatti rannsakendurna til
þess að fara hvert sem sannleiksleit
þeirra myndi leiða þá. Þegar þeir
höfðu lokið sér af heimilaði Annan að
niðurstöður þeirra yrðu birtar, jafn-
vel þó að í þeim kæmi fram gagnrýni
á bæði galla í uppbyggingu stofnana
SÞ og á það hvernig hann hafði sjálf-
ur brugðist sem æðsti yfirmaður
friðargæslunnar á þessum tíma.
Annan var brennimerktur af þess-
ari reynslu sinni og reyndi að nota
slæma samvisku sína til þess að
móta varanlega arfleifð þriggja
grundvallarreglna og umbóta í starfi
samtakanna. Vernd óbreyttra borg-
ara varð að helsta markmiði friðar-
gæslu samtakanna. Hann ýtti undir
málstað R2P-reglunnar til þess að
komast framhjá misnotkun ríkja á
fullveldisrétti sínum og koma í veg
fyrir að grimmir leiðtogar fremdu
grimmdarverk á þegnum sínum. Og
hann fagnaði stofnun Alþjóðlega
sakamáladómstólsins sem þess tóls
sem gæti bundið enda á refsileysi og
dregið herforingja og stjórn-
málamenn til ábyrgðar fyrir glæpi
sína.
Vilji Annans til að þjóna mann-
kyninu þvarr ekki þegar hann yfir-
gaf Sameinuðu þjóðirnar. Hann tók
áfram þátt í baráttunni gegn fátækt,
aðstoðaði við að binda enda á deilur
og studdi við mannúðaraðstoð með
tilstuðlan SÞ, Kofi Annan-stofnun-
arinnar og Öldungaráðið (Group of
Elders) sem einn af varðmönnum
samvisku heimsins.
Annan var einstaklega kurteis og
umhugað um starfslið sitt, og sýndi
því mjúka kímnigáfu. Einu sinni
voru nokkrir af starfsmönnum SÞ
fastir á bardagasvæði þar sem
ástandið fór hríðversnandi. Tveir af
helstu ráðgjöfum hans voru að út-
skýra alvarleika málsins fyrir Annan
þegar annar þeirra spurði: „Hvers
vegna ertu ekki að fara á taugum?“
„Af hverju ætti ég að fara á taug-
um,“ svaraði Annan, „þegar ég hef
þig til þess að gera það fyrir mig?“
Eftir Ramesh
Thakur » Frábærir fram-
kvæmdastjórar
þurfa að hafa skýra sýn
á hvernig þeir beita
valdi sínu, sér í lagi þeg-
ar það felur í sér vald yf-
ir alþjóðlegum stofn-
unum. Kofi Annan hafði
slíka sýn sem fram-
kvæmdastjóri SÞ – og
hæfileikana til að hrinda
henni í framkvæmd.
Ramesh Thakur
Höfundur er fyrrverandi aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, prófessor emeritus við Craw-
ford School of Public Policy og
Australian National University og
meðstofnandi Asia-Pacific Leader-
ship Network for Nuclear Non-
Proliferation and Disarmament.
©Project Syndicate, 2018.
www.project-syndicate.org
Afrek Kofis Annans