Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Það er alveg gríðarlega mikið um að vera hjá okkur og heilmikið fjör við höfnina,“ segir Rúnar Gunn- arsson, hafnarstjóri Seyðisfjarð- arhafnar, en ísfisktogararnir Kald- bakur EA og Gullver NS hafa hvor um sig landað afla fjórum sinnum þar það sem af er ágústmánuði. „Þetta er komið eitthvað yfir ell- efu hundruð tonn, sem búið er að landa hérna,“ segir Rúnar og bætir við að ólíklegt sé að nokkru sinni áður hafi jafn miklu magni af bolfiski verið landað á Seyð- isfirði í einum mánuði. „Við höfum verið að ræða þetta. Ég hugsa að þetta sé stærsti lönd- unarmánuður frá upphafi. Ég held að við höfum aldrei landað svona miklu og við eigum eftir að ég held tvær landanir til viðbótar, þannig að þetta fer eflaust hátt í fimmtán hundruð tonn. Ég veit að Gullver á eftir að landa einu sinni og ég reikna svo með Kaldbaki aftur í næstu viku.“ Aldrei áður landað í höfninni Mikið munar um komu Kaldbaks til Seyðisfjarðar að sögn Rúnars. „Gullver hefur verið að landa hjá okkur um fjögur til fimm hundruð tonnum, og kannski allt upp í sex hundruð tonnum á mánuði. En svo bætist Kaldbakur við – þeir eru að landa 180 tonnum úr túr og eru því búnir að landa yfir sjö hundruð tonnum í þessum mánuði. Þetta er hrein viðbót við okkar venjulegu rútínu.“ Kaldbakur er skuttogari í eigu Útgerðarfélags Akureyringa, smíð- aður í Tyrklandi á síðasta ári. Rún- ar segir skipið aldrei áður hafa landað á Seyðisfirði, fyrr en einmitt nú í ágúst. „Hann hefur verið að landa í Neskaupstað en einhverra hluta vegna beindu þeir honum inn til okkar, og síðan þá hefur hann land- að hérna fjórum sinnum. Sem er auðvitað hið besta mál,“ segir Rún- ar léttur í lund. „Það eru allir ánægðir með þessar landanir.“ Stutt er enda á miðin fyrir aust- an, þangað sem skipin sækja þorsk, ýsu og karfa að upplagi, þó ufsi slæðist af og til með. Hafnarstarfsmenn hlaupið undir bagga við löndun afla „Svo veit ég ekki hvernig þetta verður þegar líða fer á veturinn. Kaldbakurinn færir sig ef til vill á önnur mið en Gullver heldur þó áfram, þeir landa alltaf hjá okkur.“ Segja má að handagangur hafi því verið í öskjunni fyrir austan í þessum mánuði. Svo mikill að starfsmenn hafnarinnar hafa þurft að hlaupa undir bagga við löndun; nokkuð sem þeir gera ekki alla jafna. „Við höfum hlaupið í skarðið þeg- ar það vantar einn og einn mann. Við erum viðstaddir löndunina hvort eð er og við höfum því reynt að hjálpa þeim eftir getu. Það er þó ekki hluti af okkar starfi, við vigt- um og skráum aflann, en þarna vildi til að þá vantaði aðstoð og við vorum í aðstöðu til að bregðast við því. Þetta er náttúrlega langbest unnið svoleiðis – það hjálpast allir að.“ Fjöldi aðkallandi verkefna Fleiri löndunum fylgja óhjá- kvæmilega meiri tekjur fyrir höfn- ina, í gegnum aðstöðu-, þjónustu- og loks aflagjöld, sem skipta mestu máli að sögn Rúnars. „Það munar gríðarlega um það.“ Og eru aðkallandi verkefni við höfnina sem krefjast fjárins? „Já, það er af nógu að taka. Ég veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Við erum nýbúnir að laga þilið á gömlu ferjuhöfninni og þurf- um að fara að laga smábátahöfnina, auk fjölda annarra nauðsynlegra verkefna. Það er ekkert mál að eyða peningunum,“ segir Rúnar og hlær. Stærsti mánuðurinn frá upphafi Hafnarstarfsmenn á Seyðisfirði hafa haft í nógu að snúast þennan ágústmánuð, en allt stefnir í að met verði slegið í lönduðu magni bolfisks þegar mán- uðinum lýkur. 200 mílur tóku hafnarstjórann tali. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Landað úr Gullveri Hafnarstarfsmenn á Seyðisfirði hafa aðstoðað við löndun úr togurunum þegar mikið liggur við. Rúnar Gunnarsson Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Á miðunum Gullver landar 4-600 tonnum á mánuði, að sögn Rúnars. Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf., sem næst heldur ráðstefnu í nóvember, kallar um þessar mundir eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum sem tengjast sjávarútvegi eða tengd- um atvinnugreinum. Í auglýsingu frá félaginu segir að einstaklingar og/eða fyrirtæki geti sent inn eða tilnefnt hug- myndir, sem ýmist geti verið á frumstigi, byggðar á nýjungum í framleiðslu, þjónustu eða vöru, rannsóknarverkefni og/eða nem- endaverkefni. Bent er á að með sjávarútvegi og tengdum atvinnugreinum sé átt við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, líftækni, sölu og markaðssetningu, þjónustu, rann- sóknir, þróun og fræðslu. Hafa þurfi í huga að hugmyndin skuli sett fram á hnitmiðaðan hátt þar sem fram komi lýsing á hug- myndinni, tillaga að framkvæmd, væntanlegur afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra afurða. Tekið er fram að allir geti sent inn hugmyndir en þær þurfi að uppfylla skilyrði um að vera fram- úrstefnulegar, raunhæfar, fram- sæknar og virðisaukandi og loks skapi þær umræðugrundvöll eða nýja hugsun, að því er segir í aug- lýsingunni. Nánari upplýsingar má finna á vefnum: sjavarutvegsrad- stefnan.is. Leita að nýjum hugmyndum Atvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.