Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 48
Le Bistro Staðurinn er einstaklega skemmtilegur í útliti. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Það eru þeir Arnór Bohic og Alex Jose Pinto Da Rocha sem standa í brúnni en samanlagt hafa þeir áratuga reynslu úr veit- ingageiranum. Arnór lagði stund á Hospitality Management í Sviss og hefur Le Bistro lifað góðu lífi í fimm ár enda staðsetningin ótrú- lega skemmtileg á miðjum Lauga- veginum auk þess sem öll hönnun er ótrúlega falleg og sérstök. Röndóttar markísur prýða ytra byrðið og heildaráhrifin eru þau að það er engu líkara en þú sért kominn til Parísar. Fondue og bláskel „Um leið og ég sá húsnæðið var ég sannfærður um að þetta væri rétti staðurinn,“ segir Arnór um húsnæðið, sem virðist eins og sér- hannað utan um staðinn. „Við vor- um með þeim fyrstu til að bjóða upp á spennandi brönsvalkosti hér á landi og það má segja að það hafi verið það fyrsta sem sló í gegn hjá okkur. Frönsk matseld er hér í forgrunni og við erum eini staðurinn sem býður upp á fondue svo eitthvað sé nefnt. Pottréttirnir okkar eru líka ótrúlega vinsælir sem og fiskréttirnir. Við bjóðum jafnframt upp á íslenskan hluta á matseðlinum því hingað kemur mikill fjöldi ferðamanna sem vill bragða íslenskan mat. Þannig að hér er til hákarl ef einhver spyr,“ segir Arnór hlæjandi. Bláskelin er líka gríðarlega vin- sæl á staðnum að sögn Arnórs enda þykir hún herramannsmatur. Þannig sé vinsælt að kíkja í blás- kel og vínglas á fallegu kvöldi en bístróstemningin er vel viðeigandi og passar matseðillinn einkar vel við. Hér gefur að líta uppskrift að hinni rómuðu bláskel Le Bistro sem vert er að prófa. Bláskel à la Normande 100 g gulrætur 100 g fennel 100 g rauðlaukur 150 g hvítvín (bragðmikið og þurrt) 1,2 kg kræklingur (eins ferskur og hægt er) 150 g rjómi 100 g hvítlaukssmjör (saltað smjör 100 g, hvítlaukur 15 g og 15 g steinselja) steinselja til skrauts Hreinsið allt grænmetið, skræl- ið og skerið eins fínt og mögulegt er (best að nota mandolín). Hreinsið kræklinginn í köldu vatni, látið hann standa í vatninu í 15 mínútur. Kastið öllum opnum krækling- um (þeir verða að vera lokaðir þegar þeir eru ferskir). Forhitið stóra pönnu, bætið á hana hvítvíni, hvítlaukssmjöri og ferskri steinselju. Þegar blandan er sjóðandi og smjörið bráðnað er grænmetinu bætt í og eldað í eina mínútu. Bætið síðan hreinsuðum ferskum kræklingi á pönnuna og lokið henni með loki. Á 30 sek- úndna fresti er gott að hrista pönnuna aðeins þar til krækling- urinn er allur opinn. Setjið rjómann á þessu augnabliki, hitið síðan allt í 15 sekúndur. Og voilà! Þú getur borið kræklinginn fram með frönskum kartöflum og tartarsósu (majones, kapers, hvít- laukur, súrar gúrkur, salt) Franska hjartað slær á Laugaveginum Við Laugaveginn stend- ur staður sem er þeim töfrum gæddur að engu er líkara en maður sé kominn á alvörubístró í Frakklandi. Enda heitir staðurinn Le Bistro og er rekinn af tveimur mönnum sem báðir eru franskir í aðra ættina. Samanlagt eru þeir því heill Frakki og franskara verður það vart! Líf og fjör Að innan er staðurinn einstaklega kaótískur og skemmtilegur. Vinsæl Bláskelin nýtur mikilla vinsælda. Maðurinn í brúnni Arnór Bohic, annar eigenda Le Bistro. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.