Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
„Hvernig líður þér? Ef álagið er far-
ið að koma illa við þig er kominn
tími til þess að vera hetjan sem
þekkir sín mörk!“ Þannig hljómar
auglýsingatexti úr nýjustu auglýs-
ingaherferð VR, sem hefur vakið at-
hygli enda ætlað að vera vitundar-
vakning um kulnun í starfi og
möguleg einkenni. Kulnun (e.
burnout) er sálfræðileg lýsing á af-
leiðingum langvinnrar streitu þar
sem helstu einkennin eru sögð
þreyta, pirringur, spenna og skort-
ur á slökun. Umgjörð herferðar-
innar er í líki spennumyndar, þar
bregður fyrir fólki á framabraut
sem skyndilega fer að missa tökin á
sjálfu sér og aðstæðum í vinnu og
heima fyrir.
Ragnheiður Guðfinna Guðnadótt-
ir, framkvæmdastjóri Streituskól-
ans, ræddi auglýsingaherferðina og
ástand fólks sem er komið í þessa
stöðu í síðdegisþætti K100 hjá
Hvata og Huldu Bjarna. Hún segir
kulnun sálfræðilegt ástand mann-
eskju vegna óeðlilegs ástands í nær-
umhverfi. „Það verða einkenni um
létti þegar viðkomandi fer út úr um-
hverfinu, en einkennin koma svo
aftur þegar hann kemur aftur og
ástandið er þá óbreytt,“
Sjúkleg streita viðurkennd
Ragnheiður Guðfinna, sem hefur
sérhæft sig í að greina og meta
ástand fólks auk þess að koma inn í
fyrirtæki og fræða um streitu, kuln-
un og sjúklega streitu, segir kuln-
unarhugtakið hafa verið lengi þekkt.
Það sé þó stundum erfitt að meta
þar sem um marga huglæga þætti er
að ræða. Í dag segir hún þau hjá
Streituskólanum farin að vinna
meira með klíníska greiningu, sem
hafi nýlega verið viðurkennd sem
„sjúkleg streita“. Hún segir það
klínískan heilasjúkdóm, sem er í
raun heilabilun. „Þá ertu búinn að
keyra þig í það alvarlegt ástand að
þú ert orðinn óvinnufær og færð
greiningu.“
Álagið ekki bara í vinnunni
Þegar auglýsingar VR ber á góma
og það hvort annar hver maður á at-
vinnumarkaði sé þá bara ekki í kuln-
un svarar hún því að einkalífið sé
stór hluti af orsökinni og auglýsing-
unni sé sjálfsagt ætlað að minna á
það að hegðunin og álagið nái út fyr-
ir vinnustaðinn. „Við gefum okkur
aldrei tíma til hvíldar. Við erum búin
að stútfylla dagskrána og við erum
alltaf síðust í forgangsröðinni. Þann-
ig erum við sífellt í einhverju hlut-
verki og áttum okkur ekki á því eftir
hverju við erum að leita og hvað
skiptir máli,“ útskýrir hún og bætir
við: „Við erum alltaf í ofboðslega
miklum samanburði við hvern og
einn í samfélaginu og ganga umfram
okkar eigin þolmörk sem við ráðum
við.“
Einstaklingar fara í afneitun
En hver er orsökin og hvar byrjar
þetta að vinda upp á sig? „Mér
finnst alltof mikil áhersla lögð á að
atvinnurekandinn sé ábyrgur fyrir
þessu. Ábyrgðin er tekin af ein-
staklingnum sjálfum. Og ábyrgðin
hlýtur að liggja hjá okkur, það erum
við sem tökum ákvörðun um að
bæta álagi ofan á núverandi álag og
halda aðeins lengra áfram. Það er-
um við sem förum í afneitun því við
viljum ekki sjá að það fyrirfinnist
vandamál. Þannig að það erum við
sem þrömmum alveg fram á brúnina
og köstum okkur af henni. Atvinnu-
rekandinn sér þetta ekki endilega,“
segir Ragnheiður Guðfinna og
bendir á að það séu oft til einfaldar
lausnir og úrræði ef fólk bara við-
urkenni vanda sinn fyrr. Það sé ekki
nóg að vera bara duglegur, kreppa
hnefann og halda áfram þar til allt
gefi sig í einu, andlega og líkamlega.
Vantar heildræna nálgun
Hún segir því miður mörg dæmi
þess að fólk sé sent í nokkurra vikna
leyfi af heimilislækninum án leið-
sagnar og handleiðslu. Fólk vanti
því stuðning og standi svolítið ráð-
þrota með hvernig tímanum verði
best varið í veikindaleyfinu. Hún
segir að þverfaglega nálgun vanti;
utanumhald um einstaklinginn sem
er kominn í þrot. Það sé ekki nóg að
senda fólk bara heim í hvíld, það
þurfi að greina streituvaldana til að
átta sig á hvað valdi þessu ástandi.
Það sé ekki nóg að senda fólk bara
úr vinnunni. En hvað eiga þeir sem
eru komnir í veikindaleyfi að gera?
„Bataferlið og endurhæfing þarf að
ganga út á hvíld fyrst og fremst,“
segir hún. „Þú þarft hvíld á heila og
þú þarft hvíld á líkama. Svo þarftu
markvissa hreyfingu og þarft að
draga úr öllu áreiti. Þú þarft að gefa
þér tíma til að vera en ekki gera.“
Viðtalið má nálgast í heild á
heimasíðunni www.k100.is.
Síðdegisþáttur K100 er á dagskrá
alla virka daga frá 16-18.
„Að vera en ekki gera“
„Hvernig líður þér? Ef álagið er farið að koma illa við
þig er kominn tími til þess að vera hetjan sem þekkir
sín mörk!“ Þannig hljómar auglýsingatexti úr nýjustu
auglýsingaherferð VR, sem hefur vakið athygli, enda
ætlað að vera vitundarvakning um kulnun í starfi og
möguleg einkenni. Ragnheiður Guðfinna Guðnadótt-
ir, framkvæmdastjóri Streituskólans, ræddi auglýs-
ingaherferðina og ástand fólks sem er komið í þessa
stöðu í síðdegisþætti K100 hjá Hvata og Huldu
Bjarna.
VR Auglýsingaherferð um kulnun í starfi lýsir fólki á framabraut sem fer að missa tökin á sjálfu sér.
„Ég var að keppa á fullu í þríþraut
þar sem ég bjó í London og lenti upp-
haflega í slysi þar sem ég braut á
mér mjöðmina en komst alveg á fæt-
ur eftir það og fór að hjóla þó svo að
þríþrautark-
arríerinn væri bú-
inn,“ segir Karen
Axelsdóttir, af-
rekskona í íþrótt-
um og hjólaþjálfi.
Eftir að hún
komst aftur í
fyrra form lenti
Karen í öðru slysi
sem átti eftir að
hafa afdrifaríkari
áhrif á líf hennar.
„Ég lenti í því að fara fram fyrir mig;
nota bene hjólreiðar eru ekki svona
hættulegar, ég var bara að tala við
félaga minn en endaði á því að háls-
brjóta mig.“
Áverkinn var alvarlegur og var
Karen meira og minna frá vinnu í
tæp fjögur ár. „Bein gróa fljótt og
vel og ég hélt að þetta yrði allt í lagi
og ég kæmist fljótlega á fætur.“
Þrátt fyrir að Karen væri smám sam-
an að ná fyrri heilsu gekk henni illa
að ná upp orku og stoðkerfið hrein-
lega hrundi. „Sama hvað ég reyndi
aftur að byrja að hreyfa mig þá fékk
ég bara eins konar flensueinkenni,
höfuðverki, ógleði og svima þannig
að ég tolldi hvorki á æfingu né á
vinnumarkaði. Það er svo skrýtið
með svona og allt sem maður lendir í
kemur upp á yfirborðið fyrr eða síð-
ar. Ég missti bróður minn þegar ég
var lítil og hafði aldrei unnið úr því
og var eins og slegin utan undir og
þurfti að fara að vinna úr því. Þetta
kom allt saman í einu. Mér fannst
batinn ekki fara að koma fyrr en ég
tók öll púslin í mínu lífi og fór að
setja þau saman.“
Þakklát fyrir erfiðleikana
Í dag er Karen á góðum stað og
þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri
til að vinna úr erfiðum tilfinningum.
„Ég segi bara eins og er: þetta er mín
stærsta gjöf í lífinu, maður lærir
hversu mikilvægt það er að hafa
heilsuna.“ Karen opnaði nýlega sitt
eigið hjólastúdíó innan veggja jóga-
stöðvarinnar Sóla og segir jóga eiga
góða samleið með hjólreiðunum.
„Við íþróttafólkið erum svo oft alltaf
bara á hörkunni og oft í einhæfum
hreyfingum. Við erum oft alltof stíf
og þótt við séum hraust og sterk er-
um við ekki heilbrigð. Ég náði öllum
mínum bestu titlum sjálf þegar ég
stundaði jóga með öðru,“ segir hún
og bætir við að í endurhæfingunni
hafi hún sjálf fundið fyrir því hversu
mikilvægt það er að horfa líka inn á
við.
„Þetta er mín
stærsta gjöf í lífinu“
Karen
Axelsdóttir