Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 52

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 ✝ Stefán Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 18. mars 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. ágúst 2018. Foreldrar Stef- áns voru Stefán Steingrímsson, f. 8. desember 1912, d. 1. desember 1986, og Halldóra Guðmundsdóttir, f. 24. september 1921, d. 27. júlí 1975. Hann átti einn hálfbróður sammæðra, Guðmund Hilmar Hákonarson, f. 16. desember 1941, sem býr í Bandaríkj- unum. Stefán kvæntist Guð- rúnu Lind Valsdóttur Waage, f. 1958, þau skildu. Stefán eign- aðist með Guðrúnu þrjú börn: Stefaníu Lind Waage, f. 31. des- ember 1984, Stefán Val, f. 10. október 1994, og Ásdísi Halldóru Lind, f. 1. desem- ber 1996. Maki Stefaníu Lindar er Bjarki Ísfeld Stef- ánsson, f. 31. ágúst 1988. Stefán ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík, gekk í Ísaksskóla, svo Hlíðaskóla og svo lá leiðin í Póst- og símaskólann. Hann var lengi í skátunum sem barn og unglingur. Stefán lauk sveinsprófi í rafeinda- virkjun 1982 og meistaraprófi 1984. Árið 1978 byrjaði Stefán að vinna hjá Símanum og vann þar til æviloka. Útför Stefáns fer fram frá Háteigskirkju í dag, 23. ágúst 2018, klukkan 13. Elsku pabbi, mikið er það sárt að vera að kveðja þig í dag, þó svo að við höfum vitað lengi að þessi dagur væri að nálgast þá erum við ekki tilbúin til þess, munum líklega aldrei verða það. Þú varst alveg einstakur pabbi, blíður og þolinmóður, hjartahlýr og góður. Þú gerðir allt fyrir okkur og gafst okkur allan heiminn og meira til. Þú sýndir okkur umhyggju og ást á hverjum degi. Þú varst alltaf tilbúinn að eyða með okkur tíma hvort sem það var að tala um allt milli himins og jarðar, horfa á einn klassískan Monk- þátt eða sitja með okkur í þægilegri þögn. Satt að segja þá varstu of góður fyrir þennan heim, þvílík forréttindi sem það eru að hafa átt þig að. Þú varst hjálpandi á neyð- arstund, huggari í sorg, heilari sára og kennari á tímum óreiðu. Þegar þú greindist með ólæknandi krabbamein í brisi þá einkenndist sú barátta af æðruleysi, hugrekki og styrk. Þú kvartaðir aldrei yfir þessu hlutskipti heldur barðist hetju- lega og af ansi mikilli þrjósku, sem var einkennandi fyrir þig. Þú gafst okkur það dýrmæt- asta sem þú áttir, tímann þinn og ást. Við verðum þér alltaf æv- inlega þakklát fyrir minning- arnar með þér og það veganesti sem þú hefur gefið okkur fyrir framtíðina. Stöðvið klukkur, takið síma í sundur, sækið bein svo hætti gelti hundur, lokið flygli, lágan trumbuslátt látið fylgja kistu um kirkjugátt. Látið flugvél hnita hringinn sinn, hann er dáinn skrifa í himininn, skreytið dúfur borgar sorgarböndum, beri lögregla svarta hanska á höndum. Hann var mér norður, suður, austur, vestur, hann var mér hvunndagslíf og helgargestur, dagur, miðnótt, orð mín öll og list; og eilíf ást, ég hélt; mér skjátlaðist. Nú þurfum við ekki stjörnur, hendið þeim; afþakkið tungl og sendið sólu heim; eyðið öllum skógi, tæmið haf. Því ekkert gott mun gerast héðan af. (W.H. Auden.) Hvíldu í friði, elsku pabbi, þín börn, Stefanía, Stefán og Ásdís. Íhugull, fáorður, greindur, aðlaðandi og vel lesinn. Maður þagði því og hlustaði þegar Stefán hafði skoðun, því hann hafði lesið og íhugað flestar þær bækur og málefni sem ég nýfermdur var að uppgötva, þótt hann væri ekki mikið eldri. Það gaf líka aukið vægi að Stefán hafði litla þörf fyrir að láta aðra hlusta á sín viðhorf eða pexa og maður varð því fróðari og víðsýnni eftir slík samskipti. Ég og aðrir fóru því á hans fund í Barmahlíðina til að spjalla og eiga góða stund. Tal- að var um bækur, rithöfunda og tónlist og hann hafði alltaf lesið meira og kynnt sér málin bet- ur, t.d. viðtöl við rithöfundana, fleiri bækur eða sjónarhorn. En þörfin fyrir athygli var ekki hluti af hans eðli, þvert á móti leyfði hann öðrum að tala og brosti jafnan. Þá fannst mér stöku sinnum sem hann um- bæri ungæðishátt og fram- hleypni mína frekar en þá af- stöðu sem ég tók, sem sennilega er rétt. Í dag veit ég þó að þessi eig- inleiki að hlusta og umbera var hluti af eðli hans. Mættu fleiri vera þannig. Ég sá ekki mikið til Stefáns í íþróttum þegar við vorum í Hlíðaskóla en þó nokkrum sinn- um samt. Með vinum í fótbolta utan skóla var hann alltaf best- ur þótt fleiri gerðu tilkall og margir góðir af þeim sem tóku þátt í leikjum okkar svo sem á Klambratúni. Lipurð væri fyrsta orðið sem kemur upp í hugann og aðrir náttúrulegir hæfileikar, kannski hefur geð- prýðin verið aukabónus í þeim leik. Engin þörf fyrir að ryðjast í gegnum vörnina, heldur nota hugann og líkamlega og and- lega snerpu og nákvæmni. Á meðal vina hans er enginn vafi að Stefán hefði orðið afreks- íþróttamaður hefði hann haft áhuga á að fara þá braut. En maður þarf að vilja slíkt. Það er eina skýringin, Stefán hafði ekki þessa knýjandi þörf til að keppa og vinna. Það var eins og að taka þátt væri nóg, líka það þegar tekið var í spil sem var oft. Afrakstur hans var því jafnan góður þegar slíkum spilastundum lauk vegna greindar hans og varfærni, ekki vegna djörfustu sagnanna og mesta kappsins. Félagsskapur- inn virtist sterkari drifkraftur. Er það jákvætt eða neikvætt í leik þar sem spilað er til sig- urs? Ekkert einhlítt svar er til en margur mundi segja eins og málshátturinn boðar: Sá vægir sem vitið hefur meira. Stefán fór aldrei gramur frá leik. Ég kynntist aðeins föður Stefáns og það voru góð kynni enda var maðurinn afar við- kunnanlegur. Móðir hans hafði fallið frá skömmu áður en við Stefán kynntumst og var það aldrei rætt. En af þeim sem þekktu hana veit ég að hún var úrvalsmanneskja, félagslynd, vel lesin og greind. Það hefur eflaust verið mikill harmur fyr- ir ungan dreng að missa slíka móður. Aldrei heyrði ég þó Stefán kvarta eða barma sér og hann var að þessu leyti ná- kvæmlega eins til dauðadags – stóískur og hjálplegur. Hjálp- legur og velviljaður eru ein- kunnarorð sem ávallt áttu við. Ekki spillti þá fjölhæfni Stef- áns, og sá eiginleiki kom mörg- um vinum hans að góðum not- um gegnum tíðina. Það er með söknuði að ég kveð vin minn Stefán nú og ef almættið leyfir óska ég þess að fundum okkar beri aftur sam- an síðar. Börnum hans votta ég inni- legustu samúð mína á þessum erfiðu tímamótum. Ég var beðinn að skila sam- úðarkveðju til aðstandenda frá öðrum félaga okkar frá skóla- árunum, Benedikt Höskulds- syni, sem starfar erlendis. Aðalsteinn J. Magnússon. Þá er góður vinur fallinn frá langt fyrir aldur fram og til- veran fyrir okkur sem þekkt- um hann verður fátækari fyrir vikið. Langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Stebba strax fyrsta skóladaginn í sjö ára bekk í Hlíðaskóla. Við áttum samleið heim úr skólanum og tókum tal saman. Varð það nokkuð langt tal því amma var farin að óttast um mig þegar liðnir voru meira en þrír tímar frá því að ég átti að vera kom- inn heim. Hún fann okkur þar sem við stóðum við Reykjahlíð 10 þar sem Stebbi bjó ásamt foreldrum sínum og hefðum við hæglega getað rabbað sam- an aðra þrjá tíma án þess að vita af því. Upp frá því hittumst við nánast á degi hverjum og urð- um heimagangar hvor hjá öðr- um. Alltaf tóku þau Halldóra og Stefán eldri mér vel og var gott að eiga athvarf hjá þeim sómahjónum. Og þannig var það alltaf þegar við hittumst. Við höfðum um nóg að spjalla þótt um- ræðuefnin breyttust með ár- unum eins og gengur. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá Stebba. Hann fór ekki alltaf mikinn en ígrundaði alla hluti vel og setti sig inn í þau mál sem hann hafði áhuga á. Kom maður jafnan fróðari af hans fundi. Þegar lífið sótti á hittumst við sjaldnar en vorum í góðum tengslum og þótt einhver tími liði á milli funda var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Ég minnist þess ekki að okkur hafi nokkru sinni orðið sundur- orða. Stebbi var mikill íþrótta- maður og æfði fótbolta með Val á yngri árum þar sem hann stóð sig fjarska vel. Ein- hverra hluta vegna hætti hann að æfa en þess er ég fullviss að ef hann hefði haldið áfram hefði hann átt bjarta framtíð á þeim vettvangi. Þegar við fór- um í menntaskóla hófum við að spila badminton hjá Árna Njálssyni en það kom í stað íþróttatíma hjá MH. Þótt Stebbi hefði þá aldrei áður leikið þann leik var eins og hann hefði alltaf gert það og er ég honum þakklátur fyr- ir þá þolinmæði sem hann sýndi mér þá og síðar. Lékum við svo saman badminton í TBR um árabil þegar við vor- um orðnir fullorðnir og voru það ánægjulegar stundir. Stebbi var mikill hagleiks- maður á flest sem þurfti að gera. Hvort sem bíllinn minn bilaði eða gera þurfti einhverj- ar lagfæringar heima fyrir var hann alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Fyrir auralítinn fjölskyldu- mann með tíu þumalputta var það ekki lítil hjálp að geta leit- að til þessa þúsundþjalasmiðs. Og þegar ormagryfja tölvu- heimsins var stundum að kné- setja mig gat ég alltaf leitað til hans og hann á sinn ljúfa og rólega hátt leysti úr öllum flækjum. En fyrst og síðast var Stebbi góður vinur sem stóð með vinum sínum í blíðu og stríðu, og það er svo mikilvægt að eiga slíkan vin að. Ef lífið var mér eitthvað mótdrægt þá stundina og erfitt að rýna gegnum sortann var venjulega fyrsta viðbragðið að lyfta símtólinu og hringja í Stebba. Bara við það að ræða við hann var hálfur sigur unn- inn. Já, ég var heppinn að eiga hann sem vin. Um leið og ég kveð minn góða vin votta ég börnum hans og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Ingólfur B. Kristjánsson. Haustið 1968 mætti ég feim- inn og uppburðarlítill í Hlíða- skóla, þá nýfluttur til borg- arinnar úr Selásnum. Það var mín gæfa að lenda þar í bekk með þeim Stebba og Inga sem urðu mér góðir vinir. Þessi vinatengsl hafa haldið í 50 ár. Stebbi hefur háð hetjulega baráttu við krabbamein und- anfarin ár en bar sig alltaf vel þegar við hittumst gömlu fé- lagarnir. Þótt vitað væri hvert stefndi var það mér harma- fregn þegar tilkynning kom um að hann væri búinn að kveðja þennan heim, fyrstur okkar gömlu vinanna. Stebbi var góður drengur, heiðarlegur og traustur vinur. Hann var stoltur af börnum sínum og bar mikla umhyggju fyrir þeim. Stefanía Lind, Stefán Valur og Ásdís Halldóra, ég votta ykkur og öðrum ástvinum inni- lega samúð mína og megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning kærs vinar. Gull og perlum að safna sér sumir endalaust reyna, vita ekki að vinátta er, verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Kolbeinn. Stebbi var vinur minn. Við kynntumst fyrst sem bekkjarfélagar í Hlíðaskóla 1970 þegar ég var nýfluttur í Hlíðarnar 13 ára gamall. Við vorum frekar ólíkar týp- ur en fólk laðast oft að and- hverfu sinni og þannig var það með Stebba. Stebbi var rólega týpan og frekar hlédrægur, en hann var þrælskarpur og ákveðinn þegar hann hafði myndað sér skoðun á hlutun- um. Við komum okkur iðulega fyrir í eldhúsinu hjá honum í Barmahlíðinni, reyktum pípu, spiluðum rommí og drukkum kaffi langt fram eftir nóttu. Við krufum heimsmálin og fór- um fyrst í rúmið þegar við höfðum komist að ásættanlegri niðurstöðu. Svo endurtók þetta sig alltaf nokkrum kvöldum seinna þeg- ar endurskoðunar var þörf. Í gegnum þetta ferli náðum við að móta heimsmyndir okkar og þannig hefur Stebibi alltaf átt stóran hluta í hjarta mínu. Við fórum í gegnum ung- lingsárin og brölluðum alls kyns eftirminnilega hluti sam- an. Samband okkar minnkaði þó þegar ég fór út í nám og var nokkuð slitrótt seinni árin. Það stóð alltaf til að efla sam- skiptin en af því varð ekki neitt að ráði. Þrátt fyrir það var Stebbi einn af mínum bestu vinum og það er mikil eftirsjá að þessum öðlingsdreng. Ég kveð þig í dag, Stebbi minn, en við hittumst aftur seinna og tökum þá annan slag. Jakob E. Líndal. Stefán Stefánsson Ilmur af kaffi, hlaðin borð, sam- hentar systur – leiftrandi gáfur, glettni, hlýja og örlæti. Gefandi samræður um Áslaug Ásmundsdóttir ✝ ÁslaugÁsmundsdóttir fæddist 25. júní 1921. Hún lést 2. ágúst 2018. Útför Áslaugar var gerð 16. ágúst 2018. málefni líðandi stundar – söguna, ættina, landið. Gott að koma, ljúft að vera. Fallegt líf sem nú er á enda runnið – horfið inn í eilífð- ina. Eftir stendur minningin, dýrmæt. Við kveðjum elsku Ásu og Þóru, afasystur okkar, með hjartans þökk, Ása, Eva, Hrefna og Ragnheiður. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN SIGTRYGGSSON húsasmíðameistari, lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn 1. ágúst. Bálför hefur farið fram að ósk hins látna. Útför fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 25. ágúst klukkan 13 og duftker jarðsett í Ólafsvíkurkirkjugarði. Kristinn Vigfús Sveinbjörns. Ena Dahl Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir Sigfinnur Snorrason Olga Sveinbjörnsdóttir Jóhann Ágústsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN SIGURÐSSON, trompetleikari, lést 16. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 29. ágúst klukkan 14. Sigrún Dröfn Jónsdóttir Ólafía K. Jónsdóttir Hermann Isebarn Kolbrún Jónsdóttir Elías Gíslason Börg Jónsdóttir Ingólfur B. Aðalbjörnsson og afabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA BERGLJÓT JÓNASDÓTTIR, Freyjugötu 49, lést á heimili sínu föstudaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. ágúst klukkan 15. Guðmundur Jóhannsson Björg Guðmundsdóttir Orri Guðmundsson Jónas Guðmundsson Cristina Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar ELÍN HELGA BLÖNDAL SIGURJÓNSDÓTTIR frá Reykjum, Tungusveit, lést á Heilbrigðisstofnuninni, Sauðárkróki, laugardaginn 18. ágúst. Útför fer fram í Reykjakirkju mánudaginn 3. september klukkan 14. Dagur Torfason Jóhannes Ingi Torfason Kristín Rós Blöndal Unnsteinsdóttir Ingigerður Blöndal Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.