Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 53

Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 ✝ Einar Óskars-son fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1952. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 24. júlí 2018. Foreldrar hans voru Guðný Svava Gísladóttir, f. 11.1. 1911, d. 25.3. 2001, og Óskar Pétur Einarsson, f. 11.1. 1908, d. 13.5.1978, lögregluþjónn. Einar átti fimm eldri systkini. Þrjú þeirra eru látin, Valgerður Erla, Gísli og Rebekka, og tvö eru eftirlifandi, Guðný sem býr í Reykjavík og Sigurbjörg Rut sem býr í Vestmannaeyjum. Einar bjó lengst af í foreldra- húsum og var best þekktur sem Einar í Stakkholti. Hann vann ýmis verkamannastörf í Vest- mannaeyjum á námsárum sín- um; var til sjós, vann hjá Vest- mannaeyjabæ og við hreinsun eftir eldgosið á Heimaey 1973. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Laugarvatni árið 1973 og útskrifaðist með B.Sc.- 1954, eignuðust dóttur, Önnu Guðrúnu, f. 1.12. 1972. Anna Guðrún er gift Steven McCall og eiga þau þrjú börn, Kristmann Ísak, f. 29.3. 2005, Elizabeth Jane, f. 1.11. 2010, d. 1.11. 2010, og Viktoríu Sunnu, f. 13.12. 2011. Þau eru búsett í Georgia- ríki í Bandaríkjunum. Einar kvæntist Önnu Peggy Friðriksdóttur, f. 1956, árið 1978. Þau bjuggu á Laugarvatni og síðar í Reykjavík. Þau eign- uðust þrjár dætur: Kristjönu Lu- cille, f. 18.4. 1982, Katrínu Sif, f. 26.2. 1987, og Rut Vilbjörgu, f. 24.10. 1990. Rut er gift Reuben Lamb. Einar og Peggy ráku saman nokkra veitingastaði í Reykja- vík á árunum 1985 til 1992. Ein- ar og Peggy skildu árið 1993 og dætur þeirra þrjár fluttu með Peggy til Kanada árið 1994. Þær búa þar enn, nema Katrín Sif, sem flutti aftur til Íslands árið 2008. Einar bjó í Reykjavík með sambýliskonu sinni, Sigrúnu Ólafsdóttur, f. 1955, frá árinu 1995. Sigrún lést árið 1998. Ein- ar bjó í Kópavogi og Reykjavík með sambýliskonu sinni, Guð- björgu Elínu Hreiðarsdóttur, f. 1960 frá árinu 2000. Þau slitu síðar samvistum. Útför Einars fer fram í Foss- vogskapellu í dag, 23. ágúst 2018, klukkan 11. gráðu í líffræði árið 1976 og M.Sc.- gráðu í efnafræði og erfðafræði árið 1978, frá Shippens- burg University í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum. Hann kenndi líf- fræði og efnafræði í Menntaskólanum á Laugarvatni árin 1978 til 1983, vann hjá áveitufyrirtækinu Leaky Pi- pes 1983-1984 og kenndi síðar efnafræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð árin 1984 til ársloka 2015. Einar var í hálfs árs náms- leyfi í University of British Co- lombia í Vancouver, Kanada, ár- in 2005-2006. Einar kvæntist Guðrúnu Ingi- mundardóttur, f. 1952, árið 1973 og eignuðust þau soninn Óskar Pétur Einarsson, f. 12.6. 1972. Hann er kvæntur Guðrúnu Evu Jóhannsdóttur og eiga þau tvö börn, Jóhönnu Eldey, f. 1.9. 2008, og Daníel Orra, f. 14.10. 2012, og búa þau í Reykjavík. Einar og Guðrún skildu 1975. Einar og Eygló Ólafsdóttir, f. Elsku pabbi minn. Ein af mín- um fyrstu æskuminningum er þegar ég hitti þig sumarið 1976 þegar þú komst heim frá Ameríku og fórst með mig til Vestmanna- eyja. Þá varstu nýbúinn að kynn- ast Peggy og ég man að við keyrð- um um Suðurlandið á gömlum Skóda og hlustuðum á Boney M af kassettu. Þetta var líka í síðasta skipti sem ég man að ég hitti afa minn og alnafna, þegar við röltum um bryggjuna í Eyjum. Við hitt- umst annars ekki mikið fyrstu 20 æviárin mín en þegar það gerðist man ég alltaf hvað þú varst góður við mig, hvað ég leit mikið upp til þín og fannst alltaf gaman að vera með þér og spjalla um heima og geima. Ég man þegar ég dvaldi hjá þér á Laugarvatni þegar ég var tíu ára og kynntist þá Önnu systur í fyrsta skipti. Mér þótti alltaf svo gott hvað þú varst dug- legur að kynna mig fyrir öllum ættingjum og vinum, bæði í Eyj- um og annars staðar. Svo var það að ég flutti til þín í Kvistalandið þegar ég byrjaði í Háskólanum og náði að kynnast þér betur. Þetta voru góðir tímar, þú varst mjög hamingjusamur þegar þið Sigrún bjugguð saman en því miður kvaddi hún okkur allt of snemma. Ég á þér svo mikið að þakka frá þessum árum. Ég ætl- aði að hætta í Háskólanum eftir eina önn en þú tókst það ekki í mál. Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef þú hefðir ekki stutt mig í náminu og alltaf hvatt mig áfram. Þú varst alltaf svo mikill húm- oristi, enda gengur „Eyjadjókið“ sterkt í erfðir. Í gegnum tíðina heyrði ég sögur frá gömlum nem- endum þínum úr menntaskóla sem töluðu alltaf svo vel um þig, hvað þú varst góður kennari og skemmtilegur. Það gerði mig allt- af svo stoltan. Kona sem ég þekki sagðist aldrei gleyma því þegar þú hræddir úr henni líftóruna með því að sýna henni lifandi eðlu í Menntaskólanum á Laugarvatni! Síðustu árin voru þér ekki góð og varstu meira og minna inni á spítala síðustu eitt til tvö árin. Al- veg sama hvað þú varst veikur; alltaf talaðirðu um að þú værir nú á leiðinni heim hið fyrsta, enda nenntirðu sko ekki að hanga inni á þessum spítala. Þú vildir alltaf standa á eigin fótum og í gegnum þrjóskuna og seigluna náðirðu að vera mikið heima fyrir, þar sem þér leið alltaf best. Þú varst fljót- lega farinn að þekkja allt spítala- starfsfólkið með nafni. Ég var allt- af hrærður yfir því hvað hjúkrunarkonurnar voru góðar við þig og töluðu vel um þig og hvað þú varst alltaf þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir þig. Ég mun aldrei gleyma hversu frábært starfsfólk vinnur á 12E á Hringbraut og hvað það sá vel um þig þessa síðustu mánuði. Loksins færðu nú að hvíla í friði, elsku pabbi. Ég þakka þér fyrir samveruna í gegnum árin, allt sem þú gerðir fyrir mig og hvað þú varst alltaf góður við mig. Við verð- um svo samferða til Eyja þar sem þú færð að hvíla hjá ættingjunum, hlakka til að fara með þig þangað og hitta Stakkholtsliðið í hinsta sinn. Óskar Pétur Einarsson. Einar í Stakkholti er látinn og það er sárt að horfa á eftir miklum hæfileikum og lífsgleði með ótíma- bærum dauða. Einar ólst upp í nærveru við ær og kýr á mörgum heimilunum við Vestmannabraut og sem barn var hann við bústörf hjá afa og ömmu á Arnarhóli, sem hann nefndi síðar heimili sitt í Kollafirði. Ég man hvað ég horfði stoltur á frænda minn þegar ég ólst upp í rishæðinni í Stakkholti. Hann var kröftugur og lífsglaður ungur mað- ur með afar smitandi hlátur og góða nærveru. Gaui og Raggi á Látrum voru í næsta húsi eins og frændur okkar á Faxastíg 2b, Þor- steinn, Gísli, Snorri og Kristinn. Þessir peyjar voru að upplagi nátt- úrubörn sem ólust upp í samfélagi dýra og náttúru Eyjanna. Veiði- og fjallamennska var stór þáttur í æsku þeirra. Loftrifflar og byssur komu fljótt við sögu hjá mörgum Eyjapeyjum og Einar var áhuga- samur um skot- og veiðimennsku. Við Einar ræddum það á spít- alanum síðasta haust og vetur hvað lífið var frjálslegt í Eyjum í gamla daga, þegar hann og peyjarnir voru farnir að skjóta úr rifflum og haglabyssum rétt upp úr fermingu. Ég man þegar fugl var skotinn nið- ur á strompinum á Björkinni hjá Halla Kela og Öllu. Fjaðrir, fiður og blóð dreifðist um þakið og þak- rennuna þar sem fuglinn sjálfur lá steindauður. Þá var hlaupið með stiga og fuglinn sóttur áður en Halli Kela áttaði sig, en snyrti- mennið var marga daga að hreinsa blóð af þakinu og renn- unni með borðtusku. En vatni var safnað af þökum húsa í Eyjum á þessum árum og ekki gott að fá mikið af fjöðrum og fuglablóði í neysluvatnið. Þetta var ekki í eina skiptið sem byssuskot komu við sögu milli húsa í miðbænum í Eyjum. Byssu- hvellir og blóðugar vambir í slát- urtíðinni á haustin, gærur á veggj- um og lambahausar í hrúgu. Lóðirnar voru eins og vígvellir hjá Siggu frænku í Breiðholti og afa á Arnarhóli. Ef þetta gerðist í dag væri sérsveit lögreglunnar mætt á þyrlum til að skakka leikinn. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi amast við þessu eða Einar skammaður að ráði fyrir þessi strákapör í gamla daga. Þá man ég hvað mér þótti hann glæsilegur á svörtu 150 cc Hond- unni sem hann átti. Það var topp- urinn í þá daga þegar helstu töff- arar bæjarins óku um á slíkum ofurhjólum. Einar í Stakkholti var fyrirferð- armikill ungur maður sem hafði ekki látið námið trufla æskugleð- ina. En hann tók kúvendingu við 17 ára aldur og sneri sér að nám- inu að fullu. Lauk landsprófi og fór í Menntaskólann á Laugar- vatni sem hann tók með trompi og varð líffræðingur frá Háskólanum í Pittsburgh í USA og kennari við MH í áratugi. Hann vann fyrir náminu, við vorum saman á sjó sumarið 1972 og hann kom með Peggý og þau unnu við hreinsun- ina í Eyjum sumrin eftir gos. Þá var oft mikið fjör á sögukvöldun- um en Einar eins og margir í okk- ar fjölskyldu afbragðssögumaður. En fjörið var valtara þegar líða tók á fullorðinsárin og þó að vin- irnir væru margir var einn óvinur sem hann réði ekki við. En góðu minningarnar lifa í hjörtum okkar. Blessuð sé minning frænda míns, Einars í Stakkholti. Ég votta börnum hans, systrum og fjölskyldu samúð. Ásmundur Friðriksson. Einar Óskarsson, vinnufélagi okkar til margra ára í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, er lát- inn. Hann var aðeins eldri en við en byrjaði að kenna um svipað leyti í lok níunda áratugar síðustu aldar. Einar var góður félagi okk- ar á kennarastofunni og við kynnt- umst honum vel eftir að þeir sem reyktu voru færðir í sérlókal á kennarastofunni. Við sem yngri vorum fengum þarna að kynnast eldri og reyndari kennurum sem ýmist komu þarna til að reykja eða til að njóta þeirrar gleði sem ríkti þarna meðal syndaranna. Þarna voru Þorvarður Helgason og Herdís Vigfúsdóttir, sem nú eru látin, og margir fleiri. Einar var á þessum tíma að gera það gott í veitingabransanum jafn- framt kennslunni og hafði hann frumkvæði að því að bjóða upp á sælkeraveislu í reykingaherberg- inu. Einar kom með villigæsa- bringur, aðrir komu með sushi og frönskukennararnir gáfu okkur að smakka af frönskum eftirréttum. Þarna var Einar í essinu sínu enda mikill áhugamaður um mat og matarmenningu. Út frá þessu varð til vísir að veiðifélagi og er okkur sérstaklega í minni ferð sem við fórum að heimsækja hann í bústaðinn á Flesjustöðum. Við byrjuðum á síðdegisveiði í Núpá. Síðan grillaði Einar dýrindis T- beinssteikur og við horfðum á leik í heimsmeistarakeppninni í fót- bolta. Daginn eftir var veitt til há- degis og að því loknu fór Einar með okkur í sund og kaffi á Hótel Eldborg í Laugargerðisskóla. Það var mikill völlur á Einari á þessum árum og við minnumst þess hve höfðinglega hann tók á móti okk- ur. Í MH var Einar virtur sem efnafræðikennari og oft var til hans leitað um erfið úrlausnarefni. Þegar skólinn ákvað að taka upp kennslu á IB-braut samkvæmt al- þjóðlegri námskrá var Einar sjálf- kjörinn til að kenna efnafræði enda lærður í Ameríku. Það var mikil lyftistöng fyrir þessa nýju námsbraut þegar Einar hafði milligöngu um að gamli prófess- orinn hans gaf mikið safn banda- rískra kennslu- og fræðibóka til bókasafnsins í MH. Við minnumst Einars með söknuði og sam- hryggjumst börnum hans og fjöl- skyldu. Þorsteinn Þórhallsson, Pálmi Magnússon. Einar Óskarsson ✝ Þórey KristínAðalsteinsdótt- ir fæddist 13. sept- ember 1939. Hún lést 12. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Aðalsteinn, f. 1896, og Herm- ína, f. 1897. Þórey giftist Pétri Ing- ólfssyni, f. 15. ágúst 1935. Brúðkaups- dagur þeirra var 15. júní 1958. Þau bjuggu saman í Reykjadal og voru þar með búskap. Þau eignuðust fimm drengi; Unn- stein, Aðalstein, Ingólf, Hermann og Kristin Inga. Alls eiga þau 19 barna- og barnabarna- börn. Útför Þóreyjar fór fram frá Akur- eyrarkirkju 22. ágúst 2018. Nú erum við búin að kveðja ömmu Tótu eins og hún var kölluð á okkar heimili. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Hún tók okkur barnabörnunum og lang- ömmubörnunum alltaf opnum örmum. Amma var einstök og hún var sannkallaður sólargeisli, já- kvæð, brosmild, létt og skemmti- leg. Ég ákvað það sem lítil stelpa að ég vildi líkjast ömmu alla tíð, hún hefur alltaf verið mín besta vinkona og hún var einstaklega skilningsrík og úrræðagóð. Ég man svo vel þegar við sátum við kommóðuna hennar og sömd- um ljóð. Mér er minnisstætt þegar við Hafdís frænka fengum að gista í Fellshlíð. Þegar amma var búin að bjóða góða nótt og sest niður í suðurstofu gerðum við frænkur í því að stríða ömmu, við þóttumst vera sofnaður en við hlupum alltaf niður stigann til að njósna um hana en amma þóttist ekkert taka eftir okkur og svo þegar við heyrð- um hana standa upp til að athuga með okkur sprungum við úr hlátri og reyndum að hlaupa upp stig- ann. En við hlógum svo mikið að við náðum oftast ekki upp áður en amma gómaði okkur og alltaf hló hún með okkur og varð aldrei reið. Allar sömdum við líka ljóð sam- an um sveitina, okkur og auðvitað ljóð um afa því það mátti vel stríða honum. Þessar ljóðabækur eru enn vel geymdar í kommóðunni hennar en hana þykir mér mjög vænt um. Ég átti meira að segja smá pláss í henni um tíma sem var bara fyrir mig og eftir að ég varð fullorðin kíktum við gjarnan sam- an í kommóðuna góðu og rifjuðum upp gamlar og góðar minningar. Gróðurhúsið heima hjá ömmu var eins og risavölundarhús fyrir mig þegar ég var lítil. Það var fullt af fallegum rósum sem voru alls konar á litinn og ég finn ennþá ilminn af rósunum í gróðurhúsinu, þarna var hlýtt og notalegt að vera með ömmu. Hún vildi hafa börnin með hreinar hendur og átti það til að senda mig inn á bað að þvo hendurnar, ég vissi ekkert betra en þegar amma kom með mér og hjálpaði mér. Hún breiddi svo handklæðið yfir sínar hendur og tók svo mínar og þurrkaði vel og vandlega en samt sem áður svo blíðlega og gætilega. Í seinni tíð kíktum við oft í bolla og spil, við ræddum mikið um and- leg málefni. Lengi vel kom ég til þeirra oft á dag, ég stoppaði mis- lengi en ég er ótrúlega þakklát fyr- ir þessar góðu stundir okkar sam- an. Alltaf gat ég leitað til hennar varðandi öll mál sem lágu mér á hjarta og ég treysti henni fyrir öllu. Ég gæti endalaust skrifað um góðar minningar en mig langar samt sérstaklega að minnast á eitt sem ég held að öll stórfjölskyldan sé sammála um og það er að amma gerði langbesta rjómagrautinn og berjasaftina. Það var fátt betra en að hittast mörg saman á áramótum hjá ömmu og afa og fá rjómagraut og berjasaft, ég átti það meira að segja til að kíkja til þeirra í hádeg- inu á nýársdag og athuga hvort þau ættu ekki smá afganga handa mér. Já, það voru margar góðar stundir sem við áttum saman, við hlógum mikið og töluðum um allt milli himins og jarðar og ég er nokkuð viss um að hún á enn eftir að hvísla að mér góðum ráðum. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir. Elsku besta Tóta mín. Það vakti enga sérstaka gleði hjá mér, 16 ára gamalli, þegar foreldrar mínir sögðust vera búnir að leigja her- bergi hjá hjónum á Akureyri, hún elskaði rósir og hann batt bækur. Sú var vitneskja mín um ykkur hjónin þegar ég flutti upp á loftið í Hrafnagilsstræti. Eftir á að hyggja er þetta trúlega ein gáfu- legasta ákvörðun sem foreldrar mínir hafa tekið fyrir mig. Þarna small eitthvað saman og ég eign- aðist eina af mínum bestu vinum þrátt fyrir talsverðan aldursmun. Ég held að ég þekki enga manneskju sem var jafn æðrulaus og þú. Alltaf tókstu á móti mér með hlýju faðmlagi og brosi, þú samgladdist fólki svo innilega og ég held að það hafi ekki verið til í þér öfund. Oft hef ég óskað þess að ég hefði bara brotabrot af jafn- aðargeðinu þínu. Þú hafðir sér- stakt lag á að sjá fegurðina í því smáa og gleðjast yfir hversdags- legum atburðum. Allar veraldleg- ar gjafir frá þér voru valdar af hlýju og höfðu alltaf tengingu í samband okkar. Elsku Þórey, það er sárt að kveðja þig. Að geta ekki komið við og lagst á sófann hjá þér í „hleðslu“, rölt um garðinn, spjall- að og bullað. Ég held að það hafi ekki verið neitt í heiminum sem við gátum ekki spjallað um og þér var alltaf hægt að treysta fullkom- lega. Ég er svo þakklát fyrir okkar síðustu stundir, fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að kveðja þig og knúsa. Ég er þakklát fyrir að þú ert laus úr fjötrunum, flogin inn í birt- una sem umkringdi þig alltaf og ég treysti því að þú haldir áfram að fylgjast með mér úr fjarska. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (HF) Sigríður Guðmundsdóttir. Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURBJÖRNS Ó. KRISTINSSONAR, Stigahlíð 44. Fanney Erna Magnúsdóttir Magnhildur Sigurbjörnsd. Þór Hauksson Sigurbjörn Þór Þórsson Edda Garðarsdóttir Magnús Örn Þórsson Andrea Vestmann Guðmundur Már Þórsson Ester Pálsdóttir Una Dögg Sigurbjörnsdóttir Mín heittelskaða og ljúfa mamma, amma okkar, systir, mágkona, frænka og vinkona, AUÐUR ST. SÆMUNDSDÓTTIR sérkennari, Klettási 3, lést fimmtudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 30. ágúst klukkan 15. Katrín Brynja Hermannsdóttir Máni Freyr, Nói Baldur Hrafnar Þór og Krummi Inga Rúna Sæmundsdóttir Kolbrún Sæmundsdóttir Björn Árdal Sigurður R. Sæmundsson Nanna Hákonardóttir og aðrir aðstandendur og vinir Auju Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.