Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur lagt hart að þér en um leið vanrækt þinn innri mann. Brettu upp erm- arnar og helltu þér ótrauð/ur út í innri vinnu. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er allt á ferð og flugi í kringum þig og þú átt erfitt með að fóta þig í öllum hamaganginum. Ekki örvænta, það fer að hægja á öllu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú ert ekki í skapi til að fara út meðal vina skaltu láta það eftir þér, því það kemur dagur eftir þennan dag. Margt spennandi er fram undan, ferðalög og heim- boð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú skalt ekki vera vonsvikin/n þótt eitthvað renni þér úr greipum. Það koma fleiri tilboð og tilefni til að kætast. Gerðu upp huga þinn varðandi vissa persónu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver á vinnustað þínum er með nef- ið í þínum persónulegu málefnum og þú ert efins um tilgang viðkomandi. Hvað sem þú gerir – ekki reiðast. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Auðgaðu andann með því að lesa eitthvað sem þú hefur ekki lagt þig eftir áð- ur. Notaðu kvöldið til að spjalla við góðan félaga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þú sért ánægð/ur með venjur þín- ar og siði er enn hluti af þér sem þú ert ekki sátt/ur við. Brettu upp ermarnar og taktu til við verkefnin í garðinum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ævintýrin bíða þín á næstu grösum og þú skalt búa þig undir óvænta atburðarás. Leitaðu þér upplýsinga og gerðu áætlanir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Forðastu að hrekja aðra út í horn þar sem lygin er eina björgun þeirra. Einhver leggur stein í götu þína, en þetta er tímabundin hindrun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að komast af án stuðn- ings maka þíns þar sem hann er að skipta um vinnu. Reyndu að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leyfðu öðrum að kynnast kost- um þínum í ró og næði. Hlustaðu vandlega á kvartanir annarra, þá veistu hvað klukkan slær. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu ráð fyrir einhverju óvæntu og reyndu að fyrirbyggja að allt fari í hund og kött heima fyrir. Vinur færir þér frábærar fréttir. Hagyrðingar á Leirnum og áBoðnarmiði hafa ort reið- innar ósköp um „ullið“ í borg- arstjórn svo að dygði í a.m.k. tvö Vísnahorn svo að hratt verður að fara yfir sögu. Í upphafi skyldi endirinn skoða stendur þar. Jós- efína Meulengracht Dietrich hef- ur gert stutt hlé á ritun mat- reiðslubókar sinnar og skrifar nú spaklegar hugleiðingar um sveit- arstjórnarmál: Að ulla vel er ærleg dáð ef að er gáð höfðingleg og heillaráð. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason orti á Boðnarmiði: Veröldin er karp og kíf við kjafthátt enginn feiminn; æ, ég geri eins og Líf ulla framan í heiminn. Gunnar J. Straumland víkkaði umræðuna: Þeir sem blíða bullið tjá busla mest en vaða grynnst. Við ættum helst að hlusta á þá hógværu sem tala minnst Jón Arnljótsson er greinilega undir áhrifum frá Birni Sigfús- syni þar sem hann segir í formála Ljósvetningasögu eftir Björn Sig- fússon: „Þögnin er fróðleg, þó að henni megi ekki treysta um hvert einstakt atriði“: Ekki neitt um sumt má segja setjum það á nýjan frest; hlustum mest á þá sem þegja þeirra speki dugar best. Eftir hádegið á sunnudag sat Davíð Hjálmar Haraldsson góða stund úti á sólpalli og furðaði sig á hversu hlýtt virtist, var þó ný- kominn frá Austurríki. Skýring fannst er hann leit á útihitamæl- inn: Sólarkringlan sindrar öll og brennur. Svitalækur niður hesið rennur. Á þjóhnöppunum þránar bráðin fita í þrjátíu og fjögra stiga hita. Í Vísi birtist fyrir helgi frétt um að almættið bannaði notkun orðsins mormóni. Helgi Ingólfs- son orti á Boðnarmiði: Upp til himna sterkur liggur strengur í stöðvar Guðs – og mormónarnir lofa’ hann Samt nefnast þeir ei nafni sínu leng- ur. Hann Nelson fékk þau skilaboð að ofan. Nelson, hann er níutíu og þriggja og nytsaman í flokki hann ég tel son Vænt er slíka vitringa að þiggja, svo vísast brátt fær Drottinn til sín Nelson. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ull, þögn og mormón „SITTU!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita hvað hann á við. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EF ÉG VERÐ HÉRNA LENGUR... VERÐ ÉG RAUÐUR EINS OG KARFI HAHA! NÁÐIRÐU ÞESSUM? JÁ, ÉG VEIT. FISKAGRÍN HUNANG, HEFURÐU SPÁÐ Í AÐ FÁ ÞÉR NÝJAN KÆRASTA? EINHVERN GÓÐAN, SNJALLAN, TILLITSSAMAN OG ÁBYRGAN? ÞÚ MEINAR EKKI EINS OG LÚT. EINMITT! Partur af því að búa á Íslandi er aðstundum verður veðrið manni ekki að skapi. Það getur þó reynt á þegar sumarfríið manns fer fyrir lít- ið vegna þess að sólin harðneitaði að koma út. Þannig leið Víkverja í sínu sumarfríi, sem nú er nýlokið, enda ákvað sólin ekki að kíkja fram fyrr en rétt undir restina á því. Víkverji er þó enginn sérstakur sólardýrk- andi og stökk því kannski ekki beint út í hvert sinn sem sást glitta í smá sólskin. x x x Að því sögðu komu þó upp ýmsargrátbroslegar aðstæður fyrir Víkverja í sumarfríinu. Þannig var hann að keyra eitt sinn með Bítla- plötuna Abbey Road í spilaranum, þegar allt í einu byrjuðu að óma hljómþýðir gítartónar George Harr- ison í Here Comes the Sun. Á sama tíma var úti við svo mikið slagveður að hæsta stillingin á rúðuþurrkunum megnaði vart til þess að halda aftur af flóðinu á framrúðunni. x x x Um svipað leyti ákvað Víkverji aðhann hygðist kynna stráknum sínum þessa höfuðhljómsveit 20. ald- arinnar, en Víkverji hefur verið hrif- inn af henni allt frá blautu barns- beini. Sá stutti er líklega ekki orðinn alveg nógu gamall til þess að skilja hvers vegna faðir hans er alltaf að hlusta á þessa tónlist, en hann var engu að síður fljótur að tileinka sér öll helstu lögin. Ekki leið á löngu áð- ur en Víkverji yngri var farinn að syngja A Hard Day’s Night líkt og ekkert væri, og tók sérstaklega vel undir í millikaflanum. Það mátti því alveg láta reyna á það að setja bíó- myndina sjálfa í tækið, og viti menn, erfinginn sat stilltur og horfði á alla myndina, jafnvel þó að hann skilji ekki ensku eða hefði mikla hugmynd hver söguþráðurinn væri. x x x Lennon og Ringo Starr eru greini-lega í uppáhaldi hjá Víkverja yngri en faðir hans hefur alltaf verið meiri McCartney-maður. Aumingja George þarf hins vegar að sætta sig við að vera út undan eina ferðina enn, allavega í bili. vikverji@mbl.is Víkverji Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann okkur. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5.14) Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is | Opið kl. 10-18 virka daga Misty Það skiptir máli að líða vel ELOMI SMOOTHING GJAFAHALDARI Stærðir: 36-44 F-FF 36-38 F-H Verð 6.990 kr. FREYA PURE GJAFAHALDARI 32-40 E-G 32-38 E-GG 32-36 E-H 32-34 E-HH Verð 6.850 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.