Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 59
DÆGRADVÖL 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur lagt hart að þér en um leið
vanrækt þinn innri mann. Brettu upp erm-
arnar og helltu þér ótrauð/ur út í innri
vinnu.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er allt á ferð og flugi í kringum
þig og þú átt erfitt með að fóta þig í öllum
hamaganginum. Ekki örvænta, það fer að
hægja á öllu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þú ert ekki í skapi til að fara út
meðal vina skaltu láta það eftir þér, því það
kemur dagur eftir þennan dag. Margt
spennandi er fram undan, ferðalög og heim-
boð.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú skalt ekki vera vonsvikin/n þótt
eitthvað renni þér úr greipum. Það koma
fleiri tilboð og tilefni til að kætast. Gerðu
upp huga þinn varðandi vissa persónu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver á vinnustað þínum er með nef-
ið í þínum persónulegu málefnum og þú ert
efins um tilgang viðkomandi. Hvað sem þú
gerir – ekki reiðast.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Auðgaðu andann með því að lesa
eitthvað sem þú hefur ekki lagt þig eftir áð-
ur. Notaðu kvöldið til að spjalla við góðan
félaga.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt þú sért ánægð/ur með venjur þín-
ar og siði er enn hluti af þér sem þú ert
ekki sátt/ur við. Brettu upp ermarnar og
taktu til við verkefnin í garðinum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ævintýrin bíða þín á næstu
grösum og þú skalt búa þig undir óvænta
atburðarás. Leitaðu þér upplýsinga og gerðu
áætlanir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Forðastu að hrekja aðra út í
horn þar sem lygin er eina björgun þeirra.
Einhver leggur stein í götu þína, en þetta er
tímabundin hindrun.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að komast af án stuðn-
ings maka þíns þar sem hann er að skipta
um vinnu. Reyndu að læra eitthvað nýtt á
hverjum degi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leyfðu öðrum að kynnast kost-
um þínum í ró og næði. Hlustaðu vandlega
á kvartanir annarra, þá veistu hvað klukkan
slær.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gerðu ráð fyrir einhverju óvæntu og
reyndu að fyrirbyggja að allt fari í hund og
kött heima fyrir. Vinur færir þér frábærar
fréttir.
Hagyrðingar á Leirnum og áBoðnarmiði hafa ort reið-
innar ósköp um „ullið“ í borg-
arstjórn svo að dygði í a.m.k. tvö
Vísnahorn svo að hratt verður að
fara yfir sögu. Í upphafi skyldi
endirinn skoða stendur þar. Jós-
efína Meulengracht Dietrich hef-
ur gert stutt hlé á ritun mat-
reiðslubókar sinnar og skrifar nú
spaklegar hugleiðingar um sveit-
arstjórnarmál:
Að ulla vel er ærleg dáð ef að er
gáð
höfðingleg og heillaráð.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason
orti á Boðnarmiði:
Veröldin er karp og kíf
við kjafthátt enginn feiminn;
æ, ég geri eins og Líf
ulla framan í heiminn.
Gunnar J. Straumland víkkaði
umræðuna:
Þeir sem blíða bullið tjá
busla mest en vaða grynnst.
Við ættum helst að hlusta á þá
hógværu sem tala minnst
Jón Arnljótsson er greinilega
undir áhrifum frá Birni Sigfús-
syni þar sem hann segir í formála
Ljósvetningasögu eftir Björn Sig-
fússon: „Þögnin er fróðleg, þó að
henni megi ekki treysta um hvert
einstakt atriði“:
Ekki neitt um sumt má segja
setjum það á nýjan frest;
hlustum mest á þá sem þegja
þeirra speki dugar best.
Eftir hádegið á sunnudag sat
Davíð Hjálmar Haraldsson góða
stund úti á sólpalli og furðaði sig
á hversu hlýtt virtist, var þó ný-
kominn frá Austurríki. Skýring
fannst er hann leit á útihitamæl-
inn:
Sólarkringlan sindrar öll og brennur.
Svitalækur niður hesið rennur.
Á þjóhnöppunum þránar bráðin fita
í þrjátíu og fjögra stiga hita.
Í Vísi birtist fyrir helgi frétt
um að almættið bannaði notkun
orðsins mormóni. Helgi Ingólfs-
son orti á Boðnarmiði:
Upp til himna sterkur liggur strengur
í stöðvar Guðs – og mormónarnir
lofa’ hann
Samt nefnast þeir ei nafni sínu leng-
ur.
Hann Nelson fékk þau skilaboð að
ofan.
Nelson, hann er níutíu og þriggja
og nytsaman í flokki hann ég tel son
Vænt er slíka vitringa að þiggja,
svo vísast brátt fær Drottinn til sín
Nelson.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ull, þögn og mormón
„SITTU!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita hvað hann
á við.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EF ÉG VERÐ
HÉRNA LENGUR...
VERÐ ÉG RAUÐUR
EINS OG KARFI
HAHA!
NÁÐIRÐU
ÞESSUM?
JÁ, ÉG VEIT.
FISKAGRÍN
HUNANG, HEFURÐU SPÁÐ
Í AÐ FÁ ÞÉR NÝJAN
KÆRASTA?
EINHVERN GÓÐAN,
SNJALLAN, TILLITSSAMAN
OG ÁBYRGAN?
ÞÚ MEINAR
EKKI EINS
OG LÚT.
EINMITT!
Partur af því að búa á Íslandi er aðstundum verður veðrið manni
ekki að skapi. Það getur þó reynt á
þegar sumarfríið manns fer fyrir lít-
ið vegna þess að sólin harðneitaði að
koma út. Þannig leið Víkverja í sínu
sumarfríi, sem nú er nýlokið, enda
ákvað sólin ekki að kíkja fram fyrr
en rétt undir restina á því. Víkverji
er þó enginn sérstakur sólardýrk-
andi og stökk því kannski ekki beint
út í hvert sinn sem sást glitta í smá
sólskin.
x x x
Að því sögðu komu þó upp ýmsargrátbroslegar aðstæður fyrir
Víkverja í sumarfríinu. Þannig var
hann að keyra eitt sinn með Bítla-
plötuna Abbey Road í spilaranum,
þegar allt í einu byrjuðu að óma
hljómþýðir gítartónar George Harr-
ison í Here Comes the Sun. Á sama
tíma var úti við svo mikið slagveður
að hæsta stillingin á rúðuþurrkunum
megnaði vart til þess að halda aftur
af flóðinu á framrúðunni.
x x x
Um svipað leyti ákvað Víkverji aðhann hygðist kynna stráknum
sínum þessa höfuðhljómsveit 20. ald-
arinnar, en Víkverji hefur verið hrif-
inn af henni allt frá blautu barns-
beini. Sá stutti er líklega ekki orðinn
alveg nógu gamall til þess að skilja
hvers vegna faðir hans er alltaf að
hlusta á þessa tónlist, en hann var
engu að síður fljótur að tileinka sér
öll helstu lögin. Ekki leið á löngu áð-
ur en Víkverji yngri var farinn að
syngja A Hard Day’s Night líkt og
ekkert væri, og tók sérstaklega vel
undir í millikaflanum. Það mátti því
alveg láta reyna á það að setja bíó-
myndina sjálfa í tækið, og viti menn,
erfinginn sat stilltur og horfði á alla
myndina, jafnvel þó að hann skilji
ekki ensku eða hefði mikla hugmynd
hver söguþráðurinn væri.
x x x
Lennon og Ringo Starr eru greini-lega í uppáhaldi hjá Víkverja
yngri en faðir hans hefur alltaf verið
meiri McCartney-maður. Aumingja
George þarf hins vegar að sætta sig
við að vera út undan eina ferðina
enn, allavega í bili. vikverji@mbl.is
Víkverji
Og þetta er traustið sem við berum til
hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir
hans vilja, þá heyrir hann okkur.
(Fyrsta Jóhannesarbréf 5.14)
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is | Opið kl. 10-18 virka daga
Misty
Það skiptir
máli að líða vel
ELOMI
SMOOTHING
GJAFAHALDARI
Stærðir:
36-44 F-FF
36-38 F-H
Verð 6.990 kr.
FREYA PURE GJAFAHALDARI
32-40 E-G 32-38 E-GG
32-36 E-H 32-34 E-HH
Verð 6.850 kr.