Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
HLJÓÐMOGGI
FYRIR FÓLK Á FERÐ
Listasafnið á Akureyri opnað að nýju
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Dyr Listasafnsins á Akureyri verða á
laugardaginn kemur opnaðar að nýju
eftir stórfelldar endurbætur og
stækkun á húsakynnum safnsins.
Samhliða því að margar nýjar sýn-
ingar verða opnaðar í sölunum verð-
ur 25 ára afmælis Listasafnsins fagn-
að með vikulangri opnunar- og
afmælisdagskrá þar sem meðal ann-
ars verður boðið upp á leiðsögn lista-
manna, djasstónleika og ljóðalestur.
Sýningarsalir safnsins voru fimm
fyrir breytingarnar en eru nú tólf og
margir þeirra á rúmgóðri hæðinni
fyrir ofan þá sem safnið hefur haft til
umráða til þessa. Þá verður nýtt
kaffihús og safnbúð opnuð í tengi-
byggingu milli aðalbyggingar safns-
ins og Ketilhússins. Arkitektarnir
Steinþór Kári Kárason og Ásmundur
Hrafn Sturluson hjá Kurt og pí hönn-
uðu breytingarnar.
Framkvæmdirnar við safnbygg-
inguna hafa staðið yfir í rúmt ár og
safnið að mestu verið lokað á þeim
tíma en sýningarhaldi þó verið fram
haldið í Ketilhúsinu. Í tilkynningu frá
safninu segir að kostnaður við end-
urbæturnar og stækkunina nemi um
700 milljónum króna.
Sex nýjar sýningar
Við opnun safnsins á laugardag
flytja ávörp Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmálaráðherra,
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á
Akureyri, og Hlynur Hallsson safn-
stjóri. Sex nýjar sýningar verða þá
opnaðar. Viðamiklar einkasýningar
Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Hug-
leiðing um orku, og Sigurðar Árna
Sigurðssonar, Hreyfðir fletir; sýn-
ingar Hjördísar Frímann og Magn-
úsar Helgasonar í nýju safn-
kennslurými, sýning á verkum úr
safneign Listasafnsins á Akureyri,
sýningin Svipir með portrettverkum
úr safneign Listasafns ASÍ og ljós-
myndasýningin Frá Kaupfélagsgili
til Listagils. Sýning Anítu Hirlekar
stendur áfram yfir í Ketilhúsinu.
Tengibygging snilldarlausn
„Þetta er nánast eins og nýtt safn,
húsnæðið stækkar mjög mikið og
gamall draumur er að rætast,“ segir
safnstjórinn Hlynur Hallsson þar
sem verið er að leggja lokahönd á sal-
ina og uppsetningu verka í þeim.
„Þegar safnið var stofnað árið 1993
þá var því valinn staður í gamla
Mjólkursamlaginu, þar sem það hef-
ur verið síðan, því menn sáu fyrir sér
að hæðin fyrir ofan gæti verið frá-
bært sýningarhúsnæði. Brauðgerð
KEA var þá enn starfrækt þar en
þegar hún hætti nokkru síðar þá var
ekki til peningur, eða pólitískur vilji
fyrir því að fara í endurnýjun á hús-
næðinu og að Listasafnið fengi þetta
framtíðarhúsnæði. Það hefur því tek-
ið 25 ár.“
Hlynur segir að húsið hafi nú verið
tekið algerlega í gegn en ekki hafði
verið gert við það í tugi ára. „Við
þetta fær Listasafnið aukið húsnæði,
fleiri sali. Það eykur fjölbreytni sýn-
inga og gerir okkur kleift að geta allt-
af haft opið; þótt verið sé að skipta
um sýningar í þremur sölum verða
níu enn opnir!
Seinna bættist Ketilhúsið við
Listasafnið og var frábær viðbót. Það
var þó sérkennilegt að vera með
safnið í tveimur húsum hlið við hlið,
með tvo innganga, en nú er komin sú
snilldarlausn að hafa tengibyggingu
þar sem rúmast kaffihús, ný gesta-
móttaka og safnbúð, auk þess sem
þar er kominn skemmtilegur salur.“
Ekki bara stærra og betra safn
„Fyrir gesti þýðir þetta ekki bara
stærra og betra Listasafn heldur er
allt aðgengi miklu betra en áður. Það
er komin lyfta í húsið en stiginn milli
hæða er líka orðinn spennandi, með
gott útsýni út um frábæran horn-
glugga. Svo fáum við gott safn-
kennslurými, gott svæði fyrir mót-
töku verka og það eru almennilegar
listaverkageymslur – þetta er loksins
að verða fullkomið safn.“
Þrjár gestavinnustofur í vestur-
enda byggingarinnar verða tilbúnar í
október og Hlynur segir þær líka
verða góða viðbót og það verði eft-
irspurn eftir þeim. „Gilfélagið verður
áfram með gestavinnustofu hinu-
megin við götuna en við verðum með
gestavinnustofur fyrir tvo myndlist-
armenn og einn fræðimann. Við get-
um nýtt þær fyrir listamenn sem
koma að setja upp sýningar en mun-
um annars leigja þær út.“
Hlynur segir að eftir breyting-
arnar verði Listasafnið á Akureyri
fjölbreyttara safn og fjölbreyttari
sýningar verði í gangi á hverjum
tíma. „Ég held að við munum ná til
fleiri hópa og þeir blandist líka. Er-
lendir ferðamenn spyrja mikið um
sýningar úr safneign okkar og nú
fáum við loksins tækifæri til að hafa
slíka sýningu uppi; við leggjum aust-
ursalinn á neðri hæðinni undir sýn-
ingu á verkum 19 listamanna úr safn-
eigninni sem eru býsna
margbreytileg, og breytum henni
eftir tvö ár. Við eigum bara rétt rúm-
lega 700 verk en það hefur verið safn-
að mjög óreglulega gegnum árin.
Sem betur fer er stór hluti þessara
verka til sýnis, í ýmsum stofnunum
bæjarins, en hluti hennar í
geymslum. Við viljum leggja áherslu
á að fá fjármagn til að geta stækkað
safneignina, og keypt verk mark-
visst.“
Auðga ímyndunaraflið
Auk sýninga Sigurðar Árna og Að-
alheiðar, sem listamennirnir segja
frá hér til hægri, og sýningarinnar úr
safneigninni, verður opnuð sýningin
Svipir með verkum úr stofngjöf
Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ.
Á henni eru til að mynda verk eftir
Jóhannes Kjarval, Nínu Tryggva-
dóttur, Gunnlaug Scheving og
Louisu Matthíasdóttur. Hún er í nýju
tengibyggingunni sem liggur úr
austursalnum yfir í Ketilhúsið.
„Sýningar Hjördísar Frímann og
Magnúsar Helgasonar eru í tvískiptu
rými sem við köllum safnkennslu-
rými,“ segir Hlynur. „Það er engin
tilviljun að við byrjum með verk lista-
manna tveggja kynslóða sem bæði
vinna mjög litrík og spennandi verk.
Magnús vinnur til dæmis með segla
sem er freistandi að snerta – og það
má. Í verkum Hjördísar eru oft fald-
ar spiladósir sem hægt er að snúa.
Þetta eru allt litrík verk sem henta
vel til að auðga ímyndunaraflið.“
Hlynur segir að Ketilhúsið verði
framvegis notað meira undir mót-
tökur og fundi en það tengist nú
kaffihúsinu nýja. Ein sýning enn er á
gömlum ljósmyndum og unnin með
Minjasafninu.
„Það eru gamlar myndir af hús-
unum hér í gilinu áður en þetta varð
Listagilið, sögusýning sem stendur
lengi,“ segir Hlynur. „Textar skýra
söguna og eru mikilvægir því það
breytist hratt frá einni kynslóð til
annarrar hvernig talað er um þessi
hús. Hér var vagga iðnaðar á Ak-
ureyri og þetta var kallað Kaup-
félagsgilið því Sambandið og KEA
áttu öll húsin og byggðu upp slát-
urhús, kaffibrennslu, málningarverk-
smiðju, sultugerð, pylsugerð, gos-
drykkjaframleiðslu, bakarí … “
Menningarbærinn Akureyri
Hlynur er afar sáttur við þá
ákvörðun bæjaryfirvalda að ráðast í
stækkun safnsins og segir stórkost-
legt að bærinn geti fjárfest í menn-
ingu af svo miklum krafti. „Það er
eitt að gera upp húsin sem lágu undir
skemmdum, en annað að ákveða að
fylgja þeirri stefnu sem var mörkuð
fyrir 25 árum, að það kæmi listasafn í
húsið. Það er frábært yfirlýsing um
að festa Akureyri í sessi sem menn-
ingarbæ. Síaukinn ferðamanna-
straumurinn hjálpar til því það verð-
ur að líta til þess hvað þeir vilja sjá,
en eitt af því er listasafn sem sýnir
góð og skemmtileg verk. Með þessari
framkvæmd er vegur myndlistar-
innar aukinn í bænum.“
Merkir stækkunin ekki miklar
breytingar á rekstrinum og þar með
fyrir Hlyn og samstarfsfólk hans?
„Jú, og við hlökkum líka til að geta
verið öll á sama stað, ólíkt því sem
verið hefur. Í fjárhagsáætlun er ekki
gert ráð fyrir mikilli aukningu á út-
gjöldum til safnsins. Innri leiga
hækkar vitaskuld en við vonum að
safnið haldi áfram að vaxa og dafna
og að við getum til dæmis farið að
sinna rannsóknarhlutverkinu og
miðluninni betur. Öll starfsaðstaða
okkar batnar verulega. Áður tókum
við við sýningum í forstofunni og það
var engin aðstaða til að geyma kassa
eða umbúðir, þar verður bylting.
Það er skemmtilegt að það sé hægt
að ganga inn í allar fjórar hæðir
hússins af jarðhæð á bakhliðinni. Á
bak við húsið er brekka þar sem
mjólkurbílar komu áður með mjólk-
urbrúsana en nú koma þar að sendi-
bílar með listaverk. Það er táknræn
breyting, frá iðnaðarbæ í menning-
arbæinn Akureyri,“ segir Hlynur.
„Gamall draumur er að rætast“
Listasafnið á Akureyri opnað á ný
eftir stækkun og miklar endurbætur
Ljósmyndir/Magnús Helgason
Safnið Húsnæði Listasafnsins á Akureyri í Listagilinu. Ketilhúsið neðst, þá nýja tengibyggingin með innganginum,
kaffihúsi, safnbúð og sýningarsal, og efst aðalsafnbyggingin. Á efstu hæðinni eru nokkrir nýir sýningarsalir.
Safnstjórinn „Þetta er loksins að verða fullkomið safn,“ segir Hlynur
Hallsson. Sýningarsölum fjölgar um sjö og aðstaðan gjörbreytist.