Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 61
61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Sellóleikarinn og tónskáldið Hildur
Guðnadóttir hefur tekið að sér tón-
smíðar fyrir kvikmynd um Jókerinn,
Joker, erkióvin Leðurblökumanns-
ins, að því er hún greinir sjálf frá á
facebooksíðu sínni. Leikarinn Joa-
quin Pheonix mun fara með titilhlut-
verkið og feta þar með í fótspor leik-
aranna Jacks Nicholsons, Heaths
Ledgers og Jareds Letos sem allir
hafa leikið óþokkann í ólíkum kvik-
myndum, Leto nú síðast í Suicide
Squad.
Hildur hefur gert það gott sem
kvikmyndatónskáld hin síðustu miss-
eri og samkvæmt vefnum Internet
Movie Database, IMdB, standa nú
yfir tökur á stuttri sjónvarpssyrpu,
Chernobyl, sem hún samdi tónlist við
og af öðrum verkefnum hennar má
nefna stuttmyndina The Beautiful
Lady Without Mercy, glæpaþættina
Ófærð, spennumyndina Sicario: Day
of the Soldado og Mary Magdalene
en í þeirri síðastnefndu fer Joaquin
Pheonix með eitt aðalhlutverkið.
Tónlist eftir Hildi hefur verið leikin í
19 kvikmyndum, þáttum, stutt-
myndum og heimildarmyndum, sam-
kvæmt vefnum, allt frá árinu 2007.
Leikstjóri Joker verður Todd Philips
sem á m.a. baki Hangover-
gamanmyndirnar.
Hildur semur tónlist við
kvikmynd um Jókerinn
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Eftirsótt Hildur Guðnadóttir tón-
skáld og sellóleikari.
Sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur,
Hugleiðing um orku, er í tveimur söl-
um safnsins og á svölum að auki. Hún
segir að fyrst eftir að hún fékk það
góða boð að vera með eina af opn-
unarsýningunum hafi hún ætlað að
gera „eitthvað nýtt og stórkostlegt!
Svo róaðist ég niður og tók upp þráð-
inn frá síðustu verkum“. Í tilkynningu
segir að verkin á sýningu Aðalheiðar
fjalli um næringu, náttúru, notagildi,
sjálfbærni og samlyndi. Næring lík-
ama og sálar, og tilvist í sátt við nátt-
úruna og samfélagið, séu manneskj-
unni lífsnauðsynlegir þættir. Ekki
aðeins til að lifa af heldur einnig til að
gefa lífinu tilgang: að upplifa, elska,
nærast, gagnrýna og meðtaka.
Aðalheiður útskrifaðist frá Mynd-
listaskólanum á Akureyri 1993 og hef-
ur síðan haldið yfir 150 einkasýningar
í 14 löndum og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga. Árið 2000 var hún útnefnd
bæjarlistamaður Akureyrar. Hún
segist hafa sett upp sýningu á Safna-
safninu á Svalbarðsströnd í fyrra og
þar hafi „komið nýr gamall tónn“ í
verk hennar, tónn sem ómi enn í þeim
verkum sem hún hafi unnið fyrir
þessa sýningu.
„Ég hafði þá tekið mér sýninga-
pásu frá 2013, síðan ég setti upp stór-
ar og miklar sýningar hérna í Lista-
safninu í tilefni af fimmtugsafmæli
mínu. Þá lauk ég sýningaferli sem
fjallaði um íslensku sauðkindina og þá
menningu sem skapaðist út frá henni,
og sýndi mest timburskúlptúra,“ segir
hún.
„Á síðustu árum hef ég meira tekið
inn allskyns gamlar hugmyndir og
endurunnið, sem ég vann jafnvel áður
í önnur efni og á annan máta. Mér
finnst eins og ég sé að safna mér sam-
an í þau verk sem ég sýni núna. Ég
leyfi öllum þeim aðferðum sem ég hef
verið að snúllast í að vera með, mál-
verkið kemur meira inn í verkin og
lágmyndir sem hafa orðið sífellt meira
málaðar, gjarnan með munsturmáln-
ingu. Svo hef ég smám saman verið að
færa mig meira yfir í náttúruna en
mér er hugleikið hvernig við umgöng-
umst hana og getum nýtt okkur að
búa hér á þessu dásamlega landi.“
Aðalheiður segir að í raun setji hún
nú upp þrjár insetningar í safninu og
sé sú í stærsta salnum „einn stór
skúlptúr með allskonar elementum,
málverkum, vídeóverkum og skúlp-
túrum. Nú hef ég gaman af því að búa
til stór ný verk sem innihalda margt
af því sem ég hef verið að fást við
gegnum tíðina.
Nú er ég orðin 55 ára og er farin að
líta yfir farinn veg, það er kominn
nógu langur tími til að ég geti horft til
baka yfir einhvern feril, og ég hef
mikið verið að fjalla um að við berum
virðingu fyrir hvert öðru. Svo er nátt-
úran að koma sífellt meira inn og mér
er hugleikið að mála fjöll, blóm,
fossa … en á minn máta.“
Og hún gleðst yfir hinu stóra og
endurbætta safni. „Þetta er stórkost-
legt! Og að Akureyri hafi til að byrja
með lagt í þetta fyrir 25 árum, og gef-
ið góð fyrirheit um þetta góða hús.
Fólkinu sem stóð að því í upphafi og
allar götur síðan ber að þakka. Síðan
biðum við öll þessi ár eftir framhald-
inu – ég var hér með vinnustofu í 15 ár
og tók þátt í starfseminni hér í gilinu
frá upphafi – og nú er komið að glæsi-
legri uppskeruhátíð. Og mér sýnist
hafa tekist ofboðslega vel til hér, það
er falleg og notaleg stemning í hús-
inu.“
Komið að uppskeruhátíð
Aðalheiður set-
ur upp þrjár nýjar
innsetningar
Ljósmynd/Magnús Helgason
Gleðst „Nú hef ég gaman af því að búa til stór ný verk sem innihalda margt
af því sem ég hef verið að fást við gegnum tíðina,“ segir Aðalheiður.
„Gróf hugmynd að sýningunni var
að ná tengingu milli veggverka úr
áli og málverka, og mér finnst þetta
líta ágætlega út,“ segir Sigurður
Árni Sigurðsson þar sem hann er
langt kominn við uppsetningu einn-
ar opnunarsýningar safnsins. Hann
kallar hana Hreyfðir fletir og er
hún í þremur nýjum sölum safnsins.
Í einum salnum eru veggverk úr út-
skornu áli og málverk í öðrum en í
þeim þriðja, sem Sigurður Árni seg-
ir að verði líklega einkum notaður
undir vídeó og slíka miðla, er sýnd
heimildarmynd sem Þorsteinn J.
hefur gert um Sigurð Árna og heim
verka hans.
„Það er ákveðið samtal milli mál-
verkanna og veggverkanna, mál-
verkin fara út í rýmið, fást við hið
óræða rými sem gengur út frá mál-
verkinu, en veggverkin sem eru þrí-
víð ganga inn í vegginn, varpa
skugga og virkja innra rými,“ segir
hann.
Og hann segist hafa unnið öll
verkin fyrir þessa sýningu, með
hliðsjón af nýjum rýmum safnsins.
„Þau eru í beinu framhaldi af því
sem ég hef verið að gera í mínum
verkum upp á síðkastið en þar sem
rýmið er stórt fékk ég tækifæri til
að stækka verkin, sem var
skemmtilegt og spennandi.
Salirnir í safninu eru stórkostleg-
ir og mikil birta í salnum sem vegg-
verkin eru í; þau taka breytingum
eftir dagsbirtunni, og nánast anda.
Út frá því kemur reyndar titill
heimildarmyndar Þorsteins,
„Skuggar sem anda“. Það er eins og
verkin lifni við í salnum.“
Sigurður Árni fæddist á Akureyri
árið 1963. Hann hefur unnið að
myndlist í Frakklandi og á Íslandi,
hefur haldið tugi einkasýninga og
má finna verk eftir hann í öllum
helstu listasöfnum á Íslandi auk
listasafna í Evrópu. Nokkur verka
hans eru í opinberum rýmum svo
sem Sólalda við Sultartangavirkjun,
glerverkið Ljós í skugga á dval-
arheimilinu Hlíð á Akureyri og úti-
listaverkið L’Eloge de la Nature í
Loupian í Frakklandi. Myndlist
hans dregur athygli áhorfandans að
tengslum milli veruleika og hug-
mynda og sambandi hluta og ásýnd-
ar. Verkin eru leikur með rými, bil-
ið á milli hins tvívíða og þrívíða,
forgrunns og bakgrunns, ljóss og
skugga.
Sigurður Árni segir það hafa ver-
ið gaman að vinna að þessari sýn-
ingu en þegar hann fékk boðið var
ekki búið að teikna salina í end-
anlegri mynd. „Á leiðinni urðu eðli-
legar breytingar, eins og vill verða
þegar gömlu húsi er breytt. Ég
gerði módel af sölunum sem ég
vann út frá, fór líka á staðinn öðru
hvoru og skoðaði, og það eru vissu-
lega forréttindi að fá að vera fyrst-
ur til að sýna í þessu nýja húsnæði.
Og að fá að vera með í þessari opn-
un safnsins í nýrri og mun stærri
mynd,“ segir hann.
Sigurður tók þátt í opnunarsýn-
ingu safnsins fyrir 25 árum, var
með einkasýningu þar ári síðar, auk
þess að hafa sett upp einkasýningu
við formlega opnun Ketilhússins ár-
ið 2000. Hann hefur því sterk tengsl
við Listasafnið.
„Þetta er orðinn mjög skemmti-
legur og góður bæjarkjarni, Lista-
gilið, leikhúsið, göngugatan og Hof.
Listasafnið hefur alla burði til að
vera gott. Efsta hæðin er í raun frá-
bær viðbót við sýningarrými hér á
landi – og hentar mjög vel fyrir
samtímalist. Salirnir eru með-
færilegir í formi og stærð, það er
hátt til lofts og þeir eru mjög fal-
legir. Svo fær safnið sal til að sýna
listaverkaeignina. Þetta er heldur
betur góð viðbót,“ segir Sigurður
Árni.
Skuggar sem anda
Ál- og málverk
Sigurðar Árna –
og kvikmynd
Ljósmynd/Magnús Helgason
Skuggar „Það er ákveðið samtal milli málverkanna og veggverkanna, segir
Sigurður Árni. Hann er hér við uppsetningu eins álverksins á sýningunni.