Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 62

Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Listamennirnir Ragnar Kjartans- son og Theaster Gates ræða um listsköpun sína í tengslum við gjörninga í Lista- safni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi, í kvöld kl. 18. „Þeir eru báðir þekktir fyrir margbrotin verk þar sem gjörn- ingar eru hluti rýmis- og/eða mynd- bandsverka eða eru tímabundin inn- grip í rými eða samfélag. Theaster Gates er, eins og Ragnar, leiðandi í heimi alþjóðlegrar samtímalistar. Hann er þekktur fyrir verk sem hafa víða samfélagslega skírskotun um leið og hann byggir á ríku handverki, endurvinnslu og leirkerasmíði, en þar liggur grunnur hans sem listamanns. Gates er frá Chicago og hefur alla tíð búið í fátækari hluta borgarinnar. Þar hefur hann beitt sér fyrir verk- efnum sem eru eins konar samfélags- skúlptúrar og haft með því umtals- verð áhrif á líf og störf íbúa fátækari hverfa Chicago. Viðburðurinn er hluti af umræðudagskrá Nasher Sculpture Center sem haldin er árlega á ólíkum stöðum í heiminum. Nasher Sculp- ture Center starfar í Dallas og veitir árlega hin virtu Nasher-verðlaun. Theaster Gates er handhafi verð- launanna í ár,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Gjörningur sem skúlptúr Theaster Gates Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Myndlistarheimurinn í dag er afar umfangsmikill og ýmiskonar stefnur og straumar í gangi á hverjum tíma, eins og sýningarstjórinn Dan Byers bendir á. Hann hefur valið saman út frá ákveðnum forsendum verk fimm bandarískra myndlistarmanna í yngri kantinum – sá yngsti er á þrí- tugsaldri og elsti á fimmtugsaldri, frá ólíkum stöðum í Bandaríkjunum, og hefur áhugaverð sýning á verkum þeirra verið opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu undir heitinu Að sjá er að trúa er að halda á og handleika. Listamennirnir eru Kelly Akashi frá Los Angeles, Kahil Robert Irving frá St. Louis, Michelle Lopez frá Fíla- delfíu, B. Ingrid Olson frá Chicago og Daniel Rios Rodriguez frá San Antonio í Texas. Sýningarstjórinn Dan Byers hefur á undanförnum árum sankað að sér umtalsverðri reynslu við störf í sam- tímadeildum nokkurra virtra mynd- listarstofnana vestanhafs, og hefur fylgst grannt með hræringum í sam- tímalistinni. Síðan í fyrra hefur hann gegnt stöðu sýningarstjóra við Can- penter Center for the Visual Arts við Harvard-háskóla. Byers segir að það hafi verið í gegnum vinnu sína með Ragnari Kjartanssyni í Bandaríkjunum sem hann komst í kynni við i8 galleríið og Börk Arnarson sem stjórnar því og bauð honum að setja saman þessa sýningu á bandarískri samtímalist. „Ég hitti Ragnar fyrst þegar ég var í framhaldsnámi og fyrsta sýn- ingin sem ég setti saman þegar ég var orðinn sýningarstjóri í Carnegie- safninu í Pittsburg var með honum. Þá kynntist ég líka Berki sem er gall- eristi Ragnars. Nú eru nær tíu ár síð- an við fórum fyrst að ræða að ég setti saman sýningu hér – það kom loksins að því,“ segir hann og brosir. „Leiðir okkar Ragnars hafa ann- ars legið saman víðar því sýningin sem ég skipulagði í Pittsburg ferðað- ist síðar til samtímalistasafnsins í Boston og var að hluta ástæðan fyrir því að ég var þar aðalsýningarstjóri um tíma.“ Sérkennilegt andrúmsloft Sýningin sem Byers hefur sett upp er forvitnileg, með þrívíðum verkum úr ýmsum efnum, meðal annars plasti, gleri, postulíni og fundnum efnum, og ljósmyndaverkum. Byers segir að í vinnu sinni í söfnum sé hann oftar í sambandi við eldri sam- tímalistamenn en hann hafi ákveðið að velja á þessa sýningu verk yngstu kynslóðarinnar sem sé farin að geta sér gott orð, vinna með virtum gall- eríum og koma fæti inn fyrir dyr safna. „Við valið velti ég fyrir mér verk- um fjölbreytilegs hóps listamanna sem vinna með ólíkar hugmyndir, efnivið og viðfangsefni, en eiga það einkum sameiginlegt að verk þeirra eru mjög líkamleg eða áþreifanleg, með víðtækar samfélagslegar vís- anir,“ segir hann. Og Byers vildi líka leita út fyrir myndlistarkjarna stórborganna Los Angeles og New York. „Mjög fínir listamenn starfa svo víða í Banda- ríkjunum. Og núna, þegar andrúms- loftið í landinu er mjög sérkennilegt og undir áhrifum af þeim klofningi og ágreiningi sem Trump hefur magn- að, þá er áhugavert að skoða list- sköpun í hinum ýmsu landshlutum. Fyrir vikið má segja að þessi sýning sé á vissan hátt portrett af listsköpun ungra myndlistarmanna í Bandaríkj- unum í dag.“ Fólk langar að snerta Byers segir alla listamennina starfa á hefðbundinn hátt í vinnustof- um sínum, oft með afar hefðbundna tækni eins og blásið gler, postulín eða gamaldags ljósmyndatækni, og séu ekki að neinu marki í stafræna heiminum í útvinnslunni. Tilraun- irnar og áhættan sem listamenn geti tekið í hefðbundinni vinnustofuvinnu séu með allt öðrum hætti en hjá þeim sem vinna orðið að mestu á tölvu- skjáum að útfærslu myndverka. „Við valið á verkunum kaus ég að hafa þau afar áþreifanleg og í raun líkamleg, mörg þeirra eru afar viðkvæm en hafa þó bit í rýminu og eru með margskonar vísanir, en þau tengja til að mynda við arkitektúr og borg- arsamfélög. Og mörg verkanna eru með þeim hætti að þau kalla eigin- lega á að áhorfendur langar til að snerta þau, til að staðfesta að þau séu úr þeim efnum eða með þá áferð sem manni sýnist vera á þeim. Það er ekki leyft og mörgum finnst það ergilegt – en mér finnst það fallegt hvernig ein tilfinning og skynjun kallar á aðra, sjónin kallar á snertingu. Verkin hér eru öll ögrandi á þennan hátt. Mér finnst að listamennirnir séu allir meðal þeirra áhugaverðustu af sinni kynslóð í Bandaríkjunum í dag.“ Byers bætir við að í dag sé mikill áhugi fyrir fígúratífri list vestra, og verkum sem endurspegla og takast á við líkamann á einhvern hátt. „Enda er pólitíska andrúmsloftið með þeim hætti að fólk hefur aukinn áhuga á að sjá endursköpun heimsins sem það lifir og hrærist í. Fyrir mörg okkar er heimalandið skyndilega orðið ógn- vænlegt og illþekkjanlegt, það er mikið hugsað og rætt um öryggi og mannréttindi og ég held að þessir listamenn hér takist meðal annars á við það, en á sinn abstrakt og per- sónulega hátt.“ Viðkvæm en þó með bit  Verk fimm ungra bandarískra myndlistarmanna sýnd í i8 galleríi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áþreifanleiki Listamaðurinn Kahlil Robert Irving fyrir aftan eitt verka sinna, B. Ingrid Olson fyrir framan eitt af sínum, sýningarstjórinn Dan Byers og Börkur Arnarson galleristi í i8. Fimm listamenn eiga verk á sýningunni. Skúlptúr Eitt verka B. Ingrid Ol- son, Future Body, plastteikning. Þrívítt Verk eftir Michelle Lopez frá 2008, C3PO, úr bronsi, blaðgulli og resin. Verkin á sýningunni búa yfir allrahanda vísunum, að sögn Byers. 5-9 SEPTEM BER Tjarnarbíó - Hannesarholt - Iðnó - Grand Hótel - Gömlu Kartöflugeymslurnar - Borgarbókasafn MIÐASALA Á TIX.IS reykjavikjazz.is afsláttarpakkar á 4, 6 og 8 viðburði í boði MARILYN MAZUR’S SHAMANIA - RALPH TOWNER GIULIA VALLE TRIO - MARCIN WASILEWSKI TRIO KATRÍN HALLDÓRA & ARCTIC SWING KVINTETT - AGNAR MÁR & LAGE LUND INGI BJARNI TRIO - DOH TRIO - SIGURÐUR FLOSASON & LARS JANSSON SUNNA GUNNLAUGS TRIO & VERNERI POHJOLA - ANDRÉS ÞÓR & MIRO HERAK SCOTT MCLEMORE KVARTETT - ÞÓRDÍS GERÐUR SEXTETT - SKELTR & UNA STEF BAND RICHARD ANDERSSON’S TRIO NOR - SIGMAR ÞÓR MATTHÍASSON & ÁRÓRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.