Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 69

Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 AF TÓNLEIKUM Pétur Magnússon petur@mbl.is Mikil eftirvænting ríkti hjá aðdá- endum kanadísku rokksveitarinnar Arcade Fire þegar þeir tóku að streyma inn í Nýju Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Tónleikarnir voru þeir síðustu á Everything Now-tónleikatúrnum um Evrópu. Ekki hafði selst upp á tónleik- ana svo að svæði A og svæði B voru sameinuð í eitt stórt svæði, sem olli nokkurri óánægju hjá þeim sem höfðu kosið að kaupa miða á dýrara A-svæðinu. Hin sjarmerandi hljómsveit Kiriyama Family hitaði upp með vinalegu rafpoppi og stóð sig með prýði, flestir áhorfendur voru byrj- aðir að dilla sér við þriðja lag og ágætis stemmning var komin í mannfjöldann þegar hljómsveitin þakkaði fyrir sig. Stæðileg diskókúla hékk yfir sviðinu, sem var þakið hljóðfærum. Hljómborð og hljóðgervlar, orgel og óbó, málmblásturs- og ásláttar- hljóðfæri af öllum stærðum og gerðum prýddu sviðið. Tæpar fjörutíu mínútur tók rótarana að stilla þá fjölmörgu gítara sem sátu þar á víð og dreif. Skyndilega slökknuðu öll ljós og úr hátölurum barst Stevie Wonder-smellurinn „Pastime Para- dise“. Það var þá sem áhorfendur hófu að ókyrrast verulega, og þeg- ar rýnir sneri sér við sá hann að hljómsveitin hafði birst í heild sinni á litlum palli við miðjan salinn. Þau hópuðu sig saman og gripu um axl- ir hvert annars, eins og til að biðja bæn, og hófu svo göngu í gegnum aðdáendaskarann. Meðlimir sveitarinnar gengu að sviðinu eins og hnefaleikastjörn- ur í aðdraganda titilbardaga, enda við hæfi þar sem tónlistarmenn í þungavigt eru um að ræða. Söngv- arinn hávaxni Win Butler fór í far- arbroddi með sinn gríðarstóra hatt, og þegar upp á sviðið var komið steig hann upp á enn hærri pall og gnæfði yfir áhorfendahafið eins og bergrisi á meðan ABBA-legt upp- hafsstef titillagsins „Everything Now“ hljómaði frá félögum hans á sviðinu, rólega í fyrstu, en ágerðist með hverjum takti, fleiri og fleiri hljóðfæri bættust við þangað til all- ir níu leikarar sviðsins hömruðu tryllingslega á hljóðfæri sín. Allt ætlaði um koll að keyra þegar stef- ið toppaði í diskó-innblásinni danspoppöldu sem flæddi yfir áhorfendur. Titillaginu fylgdi sveitin eftir með eldri slögurum, „Neighbour- hood #3 (Power Out)“ og „Rebel- lion (Lies)“ sem þau fluttu með ein- stakri gleði og innlifun, það var greinilegt að þótt tónleikarnir í Reykjavík væru þeir síðustu á löngu tónleikaferðalagi var engin þreyta í meðlimum sveitarinnar. Eftir hið dansvæna „Here Comes the Night Time“ og kröftug- legan flutning á „No Cars Go“ ákvað söngkonan Régine Chas- sagne að stela senunni og brýna sína draumkenndu raust í laginu „Electric Blue“. Chassagne fyllti hverja einustu sekúndu sem hún naut á sviðinu af karakter með ein- stökum danssporum og tilþrifum. William Butler, bróðir aðal- söngvarans, gaf hvergi eftir þar sem hann þeyttist um sviðið þvert og endilangt. Hann söng og dansaði af innlifun og sýndi snarborulega takta við hljómborðið. Uppsetning sveitarinnar breyttist frá lagi til lags. Hver ein- asti meðlimur tók að sér nýtt hlut- verk á milli laga, trommarinn Je- remy Gara byrjaði skyndilega að leika á gítar, fiðluleikarinn Sara Neufeld settist við orgelið, hljóm- borðsleikarinn Oven Pallett reif á einum tímapunkti upp klarínett og Chassagne lék meðal annars á harmónikku og glerflöskur. Lagalistinn samanstóð af hæfi- legri blöndu nýrra og eldri laga sveitarinnar. Nýrri lög á borð við „Put Your Money on Me“ og „Creature Comfort“ komu gríð- arlega vel út og eldri slagarar á borð við „My Body Is a Cage“ og „Neighborhood #1 (Tunnels)“ voru fluttir með endurnýjaðri ákefð. Stemmningin var orðin gríðar- leg þegar Win Butler hlóð upp í grípandi falsettuna í viðlagi „The Suburbs“, óði til úthverfamenn- ingar sem Butler tileinkaði íslensku söngkonunni Björk, og hún jókst þegar reykvélarnar voru settar í botn í laginu „Ready to Start“. Chassagne varð aftur mið- punktur athyglinnar þegar hún söng lagið „Sprawl II (Mountains Beyond Mountains)“ og kaótísk diskódýrðin náði hámarki þegar titillag fjórðu plötu sveitarinnar, „Reflektor“, var flutt. Þegar bandið var klappað upp flutti það fyrst lagið „We Don’t De- serve Love“ áður en þau lokuðu tónleikunum með hinu magnaða „Wake Up“, sem áhorfendur tóku undir fullum hálsi. Tónleikarnir sjálfir voru nær gallalausir, sveitin steig ekki eitt einasta feilspor og hvert einasta lag hefði verið hápunktur á öðrum tón- leikum. Þegar tónlistarmenn í þess- um gæðaflokki koma fram með eins mikilli innlifun og ástríðu og Ar- cade Fire sjáanlega gerði í Höllinni verður útkoman sjaldan minna en fimm stjörnu frammistaða. Því mið- ur hefðu örfáir hlutir í umgjörð tónleikana mátt smella betur sam- an, en nær ómögulegt hlýtur að vera að finna betri starfandi tón- leikahljómsveit en Arcade Fire. Eldurinn brann heitast Morgunblaðið/Hari Gæði Meðlimir Arcade Fire, þau Régine Chassagne, Win Butler, Richard Parry og Sarah Neufeld, fóru eins og félagar þeirra á kostum á tónleikunum í Höllinni. Innlifun Forsprakkinn Win Butler fór hamför- um á tónleikunum. Stemmning Kanadíska hljómsveitin heillaði áhorfendur í Höllinni. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.