Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 72

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 72
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Erlendir fjölmiðlar fjalla um Stefán Karl 2. Hermann Hreiðars skráir sig í samband 3. Gömlu Hringbrautinni lokað 4. Fundu heróín fyrir tilviljun »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Grúska Babúska held- ur tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Sveitin lýsir tónlist sinni sem gáskafullri og barnslegri, en á sama tíma sé hún dimm og þrungin alvöru. Nýjasta plata sveitarinnar er senn væntanleg hjá Möller Records. Grúska Babúska leik- ur í Hannesarholti  Ragna Ragnars- dóttir hlýtur Formex Nova- hönnunarverð- launin í ár. Að mati dómnefndar er hönnun Rögnu samtímis per- sónuleg, afger- andi og full af húmor. Hönnun hennar hafi yfir sér dulúðugan andblæ sem veki hug- renningatengsl við Íslendindasög- urnar og einstæða náttúru landsins á sama tíma og hún beri vott um kín- verska fagurfræði. Verðlaunin hafa verið veitt frá 2011 með það að mark- miði að vekja athygli á framúrskar- andi ungum norrænum hönnuðum. Ragna hlýtur Formex Nova-verðlaunin í ár Á föstudagNorðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, eink- um norðantil, en sums staðar þokusúld með norður- og austur- ströndinni. Hiti 7 til 14 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 3-8 m/s, skýjað og skúrir syðra og sumstaðar þokusúld með ströndinni. Skýjað með köflum syðra og stöku skúrir. Dálítil rigning nyrðra síðdegis en rofar til syðra. VEÐUR Blóðtappi í lungum kemur í veg fyrir að fyrirliði Þýska- lands og ein frægasta knattspyrnukona heims, Dzsenifer Marozsán, mæti á Laugardalsvöll í „úrslita- leikinn“ við Ísland 1. sept- ember, í undankeppni HM. Þjóðverjar tilkynntu í gær hvaða leikmenn yrðu í landsliðshópi „skalla- skrímslisins“ Horst Hrub- esch, en þar er Alexandra Popp markahæst. »2 Fyrirliði Þjóðverja ekki til Íslands „Fyrri aðgerðin mistókst að því leyt- inu til að læknirinn lagaði aðeins tvær rifur í liðþófanum af þremur. Hann sagðist ekki hafa séð þriðju rif- una í aðgerðinni þó svo að hann hefði séð hana á mynd frá segulómun,“ sagði Birna Berg Haralds- dóttir, landsliðskona í hand- knattleik. Hún hefur far- ið í tvær aðgerðir á hné á síðustu mánuðum og sér ekki fram á að leika með liði sínu í dönsku úrvalsdeild- inni fyrr en undir árslok vegna mis- taka læknis sem gerði fyrri aðgerð- ina í Danmörku í vor. »1 Mistök læknis hafa sett strik í reikning Birnu „Jú, það má orða það þannig að mín- úturnar hafi nýst vel. Þetta er klár- lega besta innkoma mín síðan ég byrjaði í Þór/KA. Ég er því mjög ánægð með þetta,“ sagði Margrét Árnadóttir sem kom inn á sem vara- maður í síðari hálfleik hjá Íslands- meisturunum og skoraði tvö mörk í markaveislu á Þórsvelli þegar liðið tók á móti FH. »4 Mjög ánægð með frammistöðu sína ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenskar sumarbúðir fyrir börn og unglinga hafa verið starfræktar í ná- grenni við Gimli í Manitoba í Kanada vikuna fyrir verslunarmannahelgina í nær hálfa öld og hefur Guðmundur Hafliðason komið frá Íslandi og verið í teymi leiðbeinenda undanfarin tíu ár. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og við bryddum upp á einhverju nýju á hverju ári, erum með sérstakt þema eins og til dæmis víkingaþema, fótboltaþema og landsliðsþema,“ segir hann. Haustið 2009 fór Guðmundur í enskuskóla í Winnipeg. Hann segir að Kent Björnsson hafi bent sér á sumarbúðirnar og spurt hvort hann vildi ekki aðstoða þar áður en hann byrjaði í skólanum. „Ég sló til og sé ekki eftir því enda hef ég unnið í búð- unum á hverju ári síðan,“ segir hann. „Það er líka erfitt að segja nei þegar börnin segja „sjáumst aftur á næsta ári“.“ Guðmundur hefur æft og leikið knattspyrnu síðan hann var sjö ára. Hann hefur verið í íþróttafélaginu Ösp um árabil og tvívegis keppt á Special Olympics; fyrst í Belgíu 2014 og síðan í Los Angeles 2015. Á næsta ári verður leikið í furstadæminu Abu Dhabi. Í sumar ákvað hann að taka fótboltaliðið með sér í sumarbúðirnar og spilaði hópurinn með heimamönn- um á Gimli daginn fyrir Íslendinga- daginn. „Mér þótti sorglegt að sjá fótbolta- völlinn á Gimli alltaf tóman og eftir að hafa rætt við Grant Stefanson, formann Íslendingadagsnefndar- innar, ákváðum við að ég kæmi með liðið og við myndum spila á Íslendingadagshátíðinni.“ Í íslenska landsliðsbúningnum Fótboltalið Asparinnar æfir þrisv- ar í viku og keppir í íslenska lands- liðsbúningnum erlendis. Guðmundur segir að gott samstarf hafi verið við Knattspyrnusamband Íslands, sem hafi gefið félaginu keppnisbún- ingana. „Við fórum 15 saman í sumarbúðirnar og skiptum svo í tvö blönduð lið með heimamönnum,“ segir hann um leikinn. Íslenskir krakkar hafa stundum verið í sumarbúðunum en aldrei hafa verið eins margir frá Íslandi og nú. „Þetta gekk mjög vel og krakkarnir voru ánægðir að sjá strákana og kynnast íslensku fótboltaliði,“ segir Guðmundur. Foreldra- og kennarafélag Öskju- hlíðarskóla stofnaði Íþróttafélagið Ösp 1980. Guðmundur segir að mest sé um æfingaleiki innanlands en í fyrra hafi verið fjölmennt Íslands- mót með þátttöku liða frá eyjunni Mön og Færeyjum auk 3. flokks Fjölnis. „Strákarnir voru svo hrifnir af sumarbúðunum að nokkrir þeirra ætla að mæta og vinna með mér í þeim á næsta ári,“ segir Guðmundur. Færandi hendi Guðmundur hefur alltaf komið færandi hendi til Gimli. Hann þakkar það stuðningi fyrirtækja, félaga og einstaklinga. Þannig hafi Mjólkur- samsalan til dæmis gefið honum skyr fyrir þátttakendur í sumarbúðunum. „Krakkarnir fá aldrei nóg af skyrinu og undanfarin tvö ár hefur KSÍ gefið landsliðstreyjur, boli og fleira sem ég hef útdeilt, bæði í sumarbúðunum og í skrúðkeyrslunni á Gimli á Íslend- ingadeginum. Svo hef ég líka stund- um fengið sælgæti hjá Nóa Síríusi.“ Tónlist er ríkur þáttur í sumarbúð- unum og Guðmundur hefur fært krökkunum kveðju með ýmsum hætti frá íslenskum tónlistar- mönnum. „Sverrir Bergmann gaf eitt sinn öllum krökkunum áritað eintak af fyrsta albúmi sínu, Jón Jónsson sendi kveðju í myndbandi sem ég útbjó og Of Monsters and Men hefur gefið þeim diska, svo fátt eitt sé talið.“ Hann segir að krakk- arnir hafi lært lög með viðkomandi tónlistarfólki og sent því sönginn á myndbandi til baka sem örlítinn þakklætisvott. „Það bíða allir spenntir eftir næstu sumarbúðum,“ segir hann. Gefur skyr, treyjur og sælgæti  Guðmundur hefur verið leiðbeinandi í íslenskum sumarbúðum í Kanada í 10 ár Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sumarbúðir á Gimli Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsaði upp á liðið fyrir leikinn. Guðmundur Hafliðason fyrirliði er fremstur nr. 9.  Allt sem er fallegt í lífinu nefnist sýning sem Mooz sýnir í félagsheim- ilinu á Seltjarnarnesi í kvöld kl. 20 og í Gaflaraleikhúsinu 8. september kl. 15 og 20. Sýningin stendur á mörkum sviðslista og myndlistar, er lifandi innsetning, sem rannsakar karl- mennsku, kvenmennsku, tvíhyggju og ofbeldi. Þátt taka Friðrik Margrétar Guðmunds- son, Stefán Ingvar Vig- fússon, Brynhildur Karlsdóttir, Hólm- fríður María Bjarn- ardóttir og Tómas Gauti Jóhanns- son. Allt sem er fallegt í lífinu sýnt í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.